Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						L A U G A R D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 1 2
 Stofnað 1913  41. tölublað  100. árgangur 
SJARMERANDI AÐ
REYKJAVÍK ER SVO-
LÍTIÐ HALLÆRISLEG
ÞÚFAN SEM 
VELTI 
HLASSINU
KAMMERMÚSÍK-
KLÚBBURINN Á
55 ÁRA AFMÆLI
SUNNUDAGSMOGGINN HELDUR TÓNLEIKA Í HÖRPU 40MENNINGARFYLGD BIRNU 10 ÁRA 10 
Morgunblaðið/Ómar
Draumurinn rættist Brynjar Karl Sig-
urðsson ákvað tíu ára að verða þjálfari. 
 Tólf ár eru síðan Brynjar Karl
Sigurðsson og Guðbrandur Þor-
kelsson lögðu á ráðin um að stofna
fyrirtækið Sideline Sports, sem sér-
hæfir sig í gæðastjórnun í íþrótta-
þjálfun, og starfaði fyrirtækið
fyrsta árið í kjallaraíbúð þess síð-
arnefnda.
Nú eru lið í ensku úrvalsdeild-
inni, NBA og NFL á meðal við-
skiptavina, og farið er vítt yfir;
Brynjar var með þjálfarateymi
Aston Villa og Cleveland Browns á
námskeiði í fyrrakvöld, en sami eig-
andi er að báðum félögum. 
Nú stendur til að koma íslensku
þjóðinni í form með Key Habits,
sem byggist á sömu hugmynda-
fræði. Í Sunnudagsmogganum er
rætt við Brynjar Karl Sigurðsson. 
Stefna á að koma
þjóðinni í form
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Verðtryggð lán heimilanna stóðu alls
í um 1.200 milljörðum um áramót,
skv. tölum frá Seðlabanka Íslands.
Þar af áttu Íbúðalánasjóður og líf-
eyrissjóðirnir um 830 milljarða.
Eftir dóm Hæstaréttar í vikunni
þar sem dæmt var um leiðréttingu á
gengisláni var niðurfærsla höfuð-
stóls verðtryggðra lána aftur til um-
ræðu á Alþingi. Niðurfærsla höfuð-
stóls verðtryggðra lána getur kostað
Íbúðalánasjóð um 200 milljarða
verði til dæmis farin sú leið að lækka
þau um 30%, en ekkert er ákveðið
þar um. 
Að mati Helga Hjörvar, formanns
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, er æskilegast að það væri
hægt með almennum hætti að koma
til móts við þá sem tóku verðtryggð
lán. Kostnaður sé útfærsluatriði sem
stjórnvöld verði að svara og hvort
það verði gert í gegnum skattkerfið,
með bótum, niðurfærslum eða öðr-
um leiðum. 
Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, segir að taka
verði leiðréttingu á verðtryggðum
lánum til skoðunar. 
Niðurfærsla verðtryggðra íbúða-
lána er möguleg að sögn Sigurðar
Erlingssonar, framkvæmdastjóra
Íbúðalánasjóðs, en ekki verði farið í
hana nema með aðkomu ríkisins. 
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr-
issjóða, segir slíka niðurfærslu ekki
til umræðu enda sé sjóðunum ekki
heimilt að gefa eftir eignir.
M
Niðurfærsla »14
Niðurfærsla dýr ríkinu 
 Segir æskilegt að koma til móts við lántakendur  Ríkið þarf að borga eigi
Íbúðalánasjóður að færa niður  Heimilin með 650 milljarða hjá sjóðnum
Morgunblaðið/Kristinn.
Aldraðir Lyfjanotkun er skoðuð
þegar valið er milli aldraðra.
?Þegar nýir heimilismenn eru teknir
inn á hjúkrunarheimili þá fá stjórn-
endur þeirra að velja einn af þremur
einstaklingum sem sendar eru upp-
lýsingar um. Þó það hljómi ef til vill
kaldranalega þá hefur það færst í
vöxt á undanförnum árum að lyfja-
notkun þessara væntanlegu heim-
ilismanna er skoðuð sérstaklega og
ef einhver þessara þriggja notar
mjög dýr lyf þá kemur hann ekki til
greina sem nýr heimilismaður.?
Þetta kemur fram í grein sem
Gísli Páll Pálsson formaður fyr-
irtækja í heilbrigðisþjónustu skrifar
í Morgunblaðið í dag. Fram kemur í
grein Gísla að lyfjakostnaður ein-
staklings sem nemur nokkur hund-
ruð þúsund krónum á mánuði valdi
því að daggjaldið sem TR greiðir
vegna viðkomandi dugi alls ekki fyr-
ir launum vegna umönnunar, fæðis,
lyfja og annarra hluta sem innifaldir
eru í daggjaldinu. 
?Það er staðreynd að þeir öldruðu
einstaklingar sem eru svo ?óheppn-
ir? að þurfa á dýrum lyfjum að halda
eiga miklu síður möguleika á að
komast á hjúkrunarheimili en hinir,?
segir Gísli. »25
Dýr lyf valda útilokun
 Lyfjanotkun aldraðra er skoðuð sérstaklega við matið
Um 70 börn, á aldrinum átta og níu ára og frá sex frístundaheimilum í Breiðholtinu, tóku í gær þátt í sex sýningum
í Breiðholtsskóla að viðstöddum fjölda áhorfenda. Fullt var út úr dyrum. Börnin höfðu sjálf samið verkin, yrk-
isefnin voru af mörgum toga, m.a. atburðir á læknastofu þar sem gert var að sárum Batmans, einnig var fjallað um
sjónvarpsgláp, nornir og fleira. Og búningar og gervi voru oft skrautleg, eins og hér sést. 
Ung leikskáld í Breiðholtinu
Morgunblaðið/Kristinn
 Um þriðjungur
allra útfara í
Reykjavíkur-
prófastsdæmum
árið 2011 voru bál-
farir, eða 348 af
1.012. Á landinu
öllu námu bálfarir
22,7% af heild-
arfjölda útfara.
Tveir brennslu-
ofnar eru í notkun á landinu en báð-
ir eru þeir frá árinu 1948. End-
urnýja þarf ofnana á næstu 15-20
árum og aukinn fjöldi bálfara kall-
ar á að mengunarvarnir verði skoð-
aðar, segir Þórsteinn Ragnarsson,
forstjóri KGRP. »4
Fjöldi bálfara kallar
á mengunarvarnir
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Gunnari Þ. Ander-
sen, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, var
samkvæmt áreiðan-
legum heimildum
Morgunblaðsins
sagt upp störfum í
gær. 
Skv. sömu heim-
ildum er ástæða
uppsagnarinnar fólgin í umfjöllun
Kastljóss um fortíð hans og fjár-
hagslega gjörninga en í kjölfar um-
fjöllunarinnar fól stjórn FME Andra
Árnasyni hæstaréttarlögmanni að
vinna skýrslu um endurmat á hæfi
Gunnars en Andri taldi ekki ástæðu
til að draga hæfi hans í efa. 
Skv. heimildum Morgunblaðsins
var Ástráður Haraldsson lögmaður
einnig fenginn til að gefa álit sitt á
málinu. Gunnar hefur andmælarétt
vegna uppsagnarinnar fram til
næsta mánudags, 20. febrúar. 
Gunnari
sagt upp
störfum
 Uppsögn rakin til
umfjöllunar Kastljóss 
Gunnar 
Andersen
www.ms.is
Með D-vítamíni sem hjálpar
þér að vinna kalkið úr mjólkinni.
Meira fjör með Fjörmjólk! N
ú
í
n
ý
j
u
m
u
m
b
ú
ð
u
m
m
e
ð
s
k
r
ú
f
t
a
p
p
a

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48