Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Enn á að halda áfram einhvers konar tilraunastarfsemi við stjórn- arskrárbreytingar, að mati Birgis Ármannssonar alþingismanns sem sæti á í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis. „Menn eru að fara í einhverjar æfingar með aðferðir í stað þess að vinna við breytingarnar sjálfar,“ sagði Birgir. Meirihluti stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar samþykkti í fyrradag breytingartillögu við þingsályktun- artillögu um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskip- unarlaga, eins og fram hefur komið. Birgir hefur áhyggjur af því að hug- myndir meirihluta nefndarinnar muni gera ferlið enn ruglingslegra og óskýrara en ella. Óljósar hugmyndir „Í fyrsta lagi er óljóst hvað stjórn- lagaráð á að gera á fjögurra daga fundi í mars. Ekkert liggur fyrir um hvaða breytingar á þeirra tillögum verða hugsanlega lagðar þar fram. Ekki heldur hvaða spurninga á að spyrja sérstaklega í þjóðaratkvæða- greiðslu í sumar,“ sagði Birgir. Hann furðaði sig einnig á þeirri hugmynd meirihlutans að ætla að láta kjósa í sömu atkvæðagreiðslu um breytta tillögu stjórnlagaráðs í heild og 5-6 valin atriði úr sömu tillögu. Birgir telur að með þessu fyr- irkomulagi verði valkostirnir mjög óljósir fyrir kjósendur. Þá sé ljóst að hvernig sem slíkar kosningar fari geti þær hugmyndir sem lagðar verða fyrir kjós- endur í slíkri kosningu tekið miklum breyt- ingum í með- förum Alþingis. Birgir telur að ef fara eigi í þjóð- aratkvæða- greiðslu um stjórnarskrármál þá þurfi að kjósa um endanlegan og fullfrágenginn texta. „Þannig að valkostirnir séu skýrir og fólk hafi glögga mynd af því hvað „já“ eða „nei“ muni þýða,“ sagði Birgir. Afmarka þarf tillögurnar Hann telur að á þessu stigi væri mun skynsamlegra að stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþingis léti gera fræðilega og faglega greiningu á fyrirliggjandi tillögum, bæði frá stjórnlagaráði og öðrum. Síðan yrðu unnar úr því tilteknar og afmarkaðar breytingartillögur sem allgóð sam- staða gæti náðst um. Þær breyting- artillögur færu síðan í hefðbundið ferli í þinginu næsta vetur. Hugmynd meirihluta nefnd- arinnar er að þjóðaratkvæða- greiðslan fari fram samhliða forseta- kosningum 30. júní næstkomandi. Birgir segir það vissulega geta spar- að eitthvað að láta þessar kosningar fara fram samtímis, en þjóð- aratkvæðagreiðsla kosti gróft áætlað 200 til 250 milljónir. Hann bendir á að enn liggi ekkert fyrir um að geng- ið verði til forsetakosninga í sumar. Það sé enn einn óvissuþátturinn. Tilraunastarf í stjórnarskrár- breytingum  Fyrirhugað ferli gagnrýnt Birgir Ármannsson BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Átta prestar hafa gefið kost á sér í embætti biskups Íslands. Enn gætu fleiri bæst í hópinn því framboðs- frestur rennur ekki út fyrr en 29. febrúar, á hlaupársdag. Þeir sem sækjast eftir biskupsstólnum eru: sr. Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vest- fjarðaprófastsdæmi, sr. Gunnar Sig- urjónsson, sóknarprestur í Digranes- kirkju, sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, sr. Sigurður Árni Þórð- arson, prestur í Neskirkju, sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, fyrrverandi sendiráðsprestur í Kaup- mannahöfn og sóknarprestur á Sel- fossi. Traust á milli kirkju og þjóðar Stefnumál biskupsframbjóðend- anna eru ekki ólík, flestir vilja efla traustið á milli kirkju og þjóðar og vinna úr því andstreymi og þeim erf- iðleikum sem þjóðkirkjan hefur verið í. Margir vilja að kirkjan verði frjáls- ari, opnari og lýðræðislegri. Einnig er mikið lagt upp úr samtali kirkj- unnar innandyra sem utan, gagnsæi og að kirkjan eigi að hlusta á gagn- rýni og vera traustsins verð. Ljóst var að biskupskosningar yrðu í ár þegar núverandi biskup, séra Karl Sigurbjörnsson, tilkynnti í ávarpi við upphaf kirkjuþings 12. nóvember 2011 að hann hygðist láta af embætti biskups og baðst lausnar frá embætti frá 30. júní í sumar. Karl var vígður í embætti biskups Íslands á nýársdag árið 1998. Hann tók þá við embættinu af séra Ólafi Skúlasyni. Biskupskosningin fer fram með póstkosningu um miðjan mars. Um fimmhundruð manns eru á kjörskrá og fá þeir sendan kjörseðil í pósti og senda til baka á Biskupsstofu í pósti. Þar telur kjörstjórn atkvæðin og eiga úrslit úr fyrstu umferð að verða ljós í lok mars. Miðað við það hve margir eru í kjöri er líklegt að kjósa þurfi tvisvar. Fái enginn meirihluta at- kvæða í fyrstu umferð þarf að kjósa að nýju milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði. Sami háttur verður hafður á í þeirri kosningu og í fyrri umferðinni. Hver verður næsti biskup ætti að koma í ljós í apríl svo framarlega sem ekkert tefur. Samkvæmt upplýsing- um frá Biskupsstofu verður nýr bisk- up líklega vígður 24. júní í sumar. Kjörgengur til embættis biskups Íslands er hver guðfræðikandídat, sem fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður prestur í þjóðkirkj- unni. Aldrei hafa jafnmargir verið í kjöri til biskups og nú í ár en það kemur meðal annars til af því að fyr- irkomulaginu á framboðinu var breytt. Framboð sem eru tilkynnt opinberlega í fjölmiðlum eru ólík því sem hefur verið, segir Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á þjónustusviði Biskupsstofu. Áður buðu menn sig ekki beint fram sjálfir heldur voru boðnir fram af stuðn- ingsmönnum. Þá þurfti til framboðs fimmtán meðmælendur sem lögðu til að einhver ákveðinn yrði í kjöri til biskups. Vígðir þjónar kirkjunnar Um fimmhundruð manns eru á kjörskrá og fá að kjósa á milli þeirra sem eru í framboði til biskups. Kosn- ingarétt við biskupskjör eiga vígðir þjónar innan kirkjunnar; biskup, vígslubiskupar og þjónandi prestar. Þá kjósa prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar, djáknar í föstu starfi, kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði, formenn allra sóknarnefnda sem og varafor- menn sóknarnefnda í Kjalarnesspró- fastdæmi og Reykjavíkurprófasts- dæmum eystra og vestra og kennarar sem eru í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræðing- ar. Endanleg kjörskrá verður vænt- anlega birt á mánudaginn. Aldrei fleiri verið í kjöri til biskups  Framboðsfrestur til embættis biskups Íslands rennur út á hlaupársdag  Komnir átta frambjóð- endur og hafa aldrei verið fleiri  Nýr biskup líklega vígður 24. júní  Fimmhundruð á kjörskrá Sr. Agnes Sigurðardóttir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Sr. Örn Bárður Jónsson Sr. Gunnar Sigurjónsson Sr. Þórhallur Heimisson Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson Sr. Kristján Valur Ingólfsson Sr. Sigríður Guðmarsdóttir Tveir prestar eru starfandi í Nes- prestakalli og gefa þeir báðir kost á sér til embættis biskups. Ekki er vitað til þess að tveir úr sömu sókninni hafi áður boðið sig fram til biskups enda hafa tvímenningsprestaköllin ekki verið mörg. Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og sr. Örn Bárður Jónsson, sókn- arprestur í Neskirkju, segja báðir að þeir fari fram í mesta bróð- erni. „Menn bjóða sig fram í þjónustu og það er enginn slag- ur. Ég held að þetta segi ákveðna sögu um að menn hafi mikla trú á því hvað verið er að gera í Nes- kirkju, þetta er styrkleikamerki,“ segir Sigurður Árni. Örn Bárður tekur undir það. „Það er hverjum presti frjálst að fara fram, það er hin lýðræð- islega leið. Í Nesprestakalli er góður söfnuður og þetta er næstfjölmennasta prestakall í Reykjavík, næst á eftir Graf- arvogi,“ segir Örn. Nesprestakall er í vesturbænum, sunnan Hring- brautar, frá Skerjafirði og út að mörkum Seltjarnaness. Á því svæði búa um 10.500 manns. Tveir úr sömu sókn NESPRESTAKALL Fjársýsluskattur Fjársýsluskattur er nýr skattur á fjármálafyrirtæki, aðila sem stunda vátryggingastarfsemi sem og aðra er starfa á þeim vettvangi, sbr. lög nr. 165/2011. Stofn til fjársýsluskatts er allar tegundir launa og þóknana fyrir starf, sem og reiknað endurgjald. Skatthlutfall er 5,45% af skattstofni. Gjalddagi fjársýsluskatts er fyrsti dagur hvers mánaðar vegna launa næstliðins mánaðar og eindagi 14 dögum síðar. Fyrsti gjalddagi á árinu 2012 er 1. apríl vegna launa í janúar, febrúar og mars. Skattskyldum aðilum ber að skrá sig hjá ríkisskattstjóra. Skráningareyðublað RSK 5.07 og nánari upplýsingar er að finna á rsk.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.