Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Afsögn forseta Þýskalands, Christi-
ans Wulffs, er pólitískt áfall fyrir
flokkssystur hans Angelu Merkel
kanslara sem valdi hann sem for-
setaefni og beitti sér fyrir því að
hann yrði kjörinn í embættið á þýska
þinginu.
Þetta er í annað skipti á tveimur
árum sem forseti Þýskalands segir
af sér því forveri Wulffs, Horst 
Köhler, ákvað að láta af embætti
vegna umdeildra ummæla hans sem
virtust benda til þess að hann teldi
að þátttaka Þjóðverja í hernaðinum í
Afganistan væri af efnahagslegum
rótum runnin. Angela Merkel hafði
einnig beitt sér fyrir því að Köhler
yrði endurkjörinn í embættið um ári
fyrir afsögnina.
?Ljóst er að afsögn Wulffs er póli-
tískur ósigur fyrir Merkel og veikir
hana pólitískt, einkum vegna þess að
hún hefur stutt hann svo lengi,? hef-
ur fréttaveitan AFP eftir Steven 
Bastos, stjórnmálafræðingi við
Genshagen-stofnunina. Fleiri stjórn-
málaskýrendur í Þýskalandi tóku í
sama streng.
Wulff sagði af sér eftir að sak-
sóknarar báðu þingið um að svipta
hann friðhelgi sem forseta til að þeir
gætu rannsakað ásakanir um að
hann hefði misnotað stöðu sína í
ágóðaskyni sem forsætisráðherra
Neðra-Saxlands á árunum 2003-
2010. Komið hefur í ljós að Wulff
fékk lán að andvirði hálfrar milljónar
evra (rúmra 80 milljóna króna) frá
eiginkonu auðugs verktaka til að
borga fyrir húsnæði árið 2008. Wulff
reyndi að leyna þessu og hafði í hót-
unum við ritstjóra dagblaðsins Bild
til að reyna að koma í veg fyrir að
blaðið skýrði frá húsnæðisláninu.
Wulff var í mjög nánum tengslum
við fleiri auðmenn sem eru sagðir
hafa gert honum fleiri greiða, m.a.
borgað fyrir sólarlandaferðir hans.
Hugsanlegur keppinautur?
Wulff er 52 ára að aldri og varð
yngsti maðurinn til að gegna emb-
ættinu þegar hann var kjörinn 10.
forseti Þýskalands 30. júní 2010.
Þegar Wulff var forsætisráðherra
Neðra-Saxlands var hann álitinn lík-
legur til að verða leiðtogi Kristilegra
demókrata þegar fram liðu stundir.
Talið er að ein af ástæðum þess að
Merkel valdi Wulff sem forsetaefni
sé sú að kanslarinn hafi viljað losa
sig við hugsanlegan keppinaut, með
því að koma honum í valdalítið for-
setaembættið. Sú ákvörðun Merkel
að tefla Wulff fram var mjög umdeild
og þótti til marks um að hún gæti
ekki hafið sig yfir flokkslínur.
Afsögnin talin áfall fyrir Merkel
 Tengsl við auðmenn urðu forseta Þýskalands að falli  Í annað skipti á tveimur árum sem þýskur
forseti segir af sér  Angela Merkel valdi Christian Wulff sem forsetaefni og beitti sér fyrir kjöri hans
Reuters
Glataði trausti Wulff horfir á eiginkonu sína eftir að hann tilkynnti afsögn-
ina og viðurkenndi að mikill meirihluti Þjóðverja styddi hann ekki lengur.
Njóti víðtæks stuðnings
» Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, kvaðst í gær ætla
að hefja viðræður við leiðtoga
stærstu stjórnmálaflokka
landsins með það fyrir augum
að finna forsetaefni sem nyti
víðtæks stuðnings.
» Merkel ætlar fyrst að ræða
við forystumenn stjórnarflokk-
anna, Kristilegra demókrata,
systurflokks þeirra í Bæjara-
landi og Frjálsra demókrata.
Hún ræðir síðan við leiðtoga
jafnaðarmanna og græningja.
» Leiðtogi jafnaðarmanna
kvaðst fagna tilboði Merkel um
slíkar viðræður.
Breska leyniþjónustan MI5 rann-
sakaði hvort Charlie Chaplin hefði
fæðst í Frakklandi og heitið Israel
Thornstein. Þetta kemur fram í
skjölum sem hafa verið gerð opinber
í Bretlandi. Chaplin kvaðst sjálfur
hafa fæðst í London 16. apríl 1889 en
breska leyniþjónustan fann engin
gögn sem sönnuðu það.
Bandarísk yfirvöld litu á Chaplin
sem hættulegan kommúnista og
báðu því bresku leyniþjónustuna um
að rannsaka bakgrunn hans eftir að
hann flutti búferlum frá Bandaríkj-
unum árið 1952, að sögn The Tele-
graph. Bresku leyniþjónustumenn-
irnir fundu ekkert fæðingarvottorð
eða önnur gögn sem sönnuðu að
Chaplin hefði fæðst í Bretlandi.
Vegabréf frá árinu 1920 er elsta
opinbera skírteinið sem vitað er að
Chaplin hafi fengið þar í landi.
Leyniþjónustumennirnir rann-
sökuðu tilgátu um að Chaplin hefði
fæðst nálægt París. Bandarísk yfir-
völd töldu að hann hefði heitið Israel
Thornstein og væri kominn af rúss-
neskum gyðingum. Víðtæk leit MI5
bar ekki árangur og uppruni Chapl-
ins er því enn ráðgáta. bogi@mbl.is
Var Chaplin franskur Thornstein?
Frakki virðir fyrir sér eftirlíkingu af Eiffel-turni úr sítrónum og appelsínum á sítrónuhátíð í Menton í sunnan-
verðu Frakklandi. Um 145 tonn af sítrónum og appelsínum voru notuð í ýmiskonar skreytingar á hátíðinni sem er
nú haldin í 79. sinn og stendur til 7. mars. Menton er á Rívíerunni og hefur verið nefnd ?Perla Frakklands?.
Reuters
Eiffel-turn úr ávöxtum á sítrónuhátíð
Sýrlenskar hersveitir létu sprengj-
um og flugskeytum rigna yfir borg-
ina Homs í gær eftir að allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna
samþykkti ályktun þar sem það
krafðist þess að stjórnin í Sýrlandi
stöðvaði árásirnar þegar í stað.
Stjórnarandstæðingar sögðu þetta
hörðustu árásirnar á borgina frá því
að hersveitirnar hófu manndrápin
fyrir hálfum mánuði. ?Þetta er ótrú-
legt ? við höfum aldrei áður séð því-
líkt yfirþyrmandi ofbeldi, að jafnaði
er fjórum flugskeytum skotið á
hverri mínútu,? sagði einn forystu-
manna stjórnarandstæðinga í Homs.
TÓLF RÍKI Á MÓTI ÁLYKTUNINNI
Heimild:
Sameinuðu þjóðirnar
ÞANNIG GREIDDU RÍKIN ATKVÆÐI
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld ályktun
þar sem árásirnar í Sýrlandi eru fordæmdar
Á kortinu eru sýnd lönd sem greiddu
atkvæði gegn ályktuninni
Kína
Norður-
Kórea
Rússland
Hvíta-Rússland
ÍranSýrland
Ekvador
Níkaragva Venesúela
Kúba
Bólivía Simbabve
5.400 látnir25.000 hafa flúið land70.000 flóttamenn eru í Sýrlandi
FÓRNARLÖMB ÁRÁSANNA
Frá því að uppreisnin hófst í mars á liðnu ári
137
JÁ
12
NEI SÁTU HJÁ
17
Enn harðari árásir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48