Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
1. 
Þegar rústir eru
metnar við rústa-
björgun eru byggingar
flokkaðar eftir ástandi
þeirra og áhættu við
björgunarstarfið. Í
fyrsta flokki eru
óskemmd hús, í öðrum
eru hús sem eru
skemmd en hafa þó
flestar burðareiningar í lagi, í þriðja
flokki eru uppistandandi hús sem
hafa þó mikið skemmt burðarvirki, í
fjórða flokki er hús hrunin að hluta,
í fimmta flokki er algert hrun. Ef
við yfirfærum þessa flokkun yfir á
stöðu lesturs á meðal íslenskra ung-
menna erum við í þriðja eða fjórða
flokki en stefnum í fimmta flokk ef
fram heldur sem horfir; varanlegt
ástand rústa þar sem ólíklegt að
nokkrum verði bjargað.
2.
Á seinustu árum hefur lækkað
skarpt undir höfði íslenskunnar í
kennaranámi og nú blasir við sú
sérkennilega, já fjarstæðukennda,
staðreynd að kennaranemi getur
lokið kennaraprófi frá Mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands án
þess að hafa setið meira en í mesta
lagi einn íslenskukúrs allt námið.
Íslenska er ekki lengur hluti
skyldunáms kennaranema nema í
mýflugumynd. Íslenska er aukabú-
grein í námi þeirra sem munu upp-
fræða börnin okkar, valkostur en
ekki kjölfesta. Maður verður kjaft-
stopp.
3.
Þegar komið er inn í skólana tek-
ur við önnur glópska. Niðurskurður
á fjármunum skólabókasafna til
bókakaupa seinustu ár er forkast-
anlega mikill og vinnur beinlínis
gegn öllum markmiðum um aukinn
lestur. Söfnin hafa
sáralítið ? á stundum
ekkert ? fé handbært
til kaupa á bókum til
yndislestrar. Fyrrver-
andi bókavörður sagði
mér frá stórum og
grónum skóla í
Reykjavík sem fékk
aðeins að kaupa þrjár
bækur síðastliðið
haust. Án viðeigandi
hráefnis er vanda-
samt, jafnvel ókleift,
að byggja upp lestr-
arkunnáttu barna. Yndislestur er
lykilþáttur í þeirri uppbyggingu og
þar hafa bókasöfnin veigamiklu
hlutverki að gegna. Það þarf að efla
og styrkja bókasöfnin, ekki skaða
þau og lama.
4.
Sums staðar glittir þó í lesljós í
sortanum.
Hópur kennara í Reykjavík og
fræðimanna við Menntavísindasvið
HÍ vinnur nú að verkefni sem miðar
að því að efla hin ýmsu svið lesskiln-
ings á unglingastigi með hjálp
þrautreyndra æfinga. Stuðst er við
skilgreiningar PISA-könnunarinnar
á lesskilningi. Verði verkefni árang-
ursríkt vonast menn til að fleiri
kennarar aðlagi kennsluhætti sína
að breyttum aðferðum. Því þó að
heimilin beri þyngstu ábyrgðina á
lesuppeldi barna verða íslensku-
kennarar líka að endurskoða vinnu-
brögð sín og aðferðafræði, taka upp
nýja siði, vera opnir fyrir frumlegri
nálgun og halda árvekni sinni sífellt.
Kerfið er bersýnilega gallað ef ár-
angurinn er ekki skárri en raun ber
vitni. Kennarar, skólastjórnendur
og fræðsluyfirvöld verða að við-
urkenna það gremjulaust og gaum-
gæfa hvernig koma má nemendum
að sem mestu gagni. Nýjar kennslu-
bækur, breytt námskrá, samstarf
við heimilin ? allar skrúfur þarf að
herða og skipta um þær ryðguðu.
5.
Í rústabjörgun á hamfarasvæðum
er jafnan byrjað að reyna að bjarga
þeim sem auðveldast er að ná til.
Líklegast þarf að fara öfuga leið í
lesbjörgun, þ.e. að beina fyrst sjón-
um að þeim sem lakast standa og
veita þeim neyðarhjálp. Þeir þurfa
ríkulegt aðhald, hvatningu og æf-
ingu og verða að öðlast sjálfir skiln-
ing á mikilvægi lestrar, á verðmæti
bókarinnar. Þessi hópur er hins
vegar ekki lítill, þvert á móti er
hann ískyggilega fjölmennur eins
og kannanir hafa sýnt. Leiða þarf
þessum ágætu krökkum fyrir sjónir
að lestur þjónar ákaflega mik-
ilvægum tilgangi og uppræta þá
fordóma að hann sé óskemmtilegur.
Fordómar sem illu heilli hafa
kannski verið að mótast frá upphafi
skólagöngu eða jafnvel áður en hún
hófst.
Því fyrr sem lesræktin hefst í lífi
barnsins því betra. Því líklegra er
barnið til að ná árangri og valdi á
þeim öfluga lykli sem lesturinn
geymir, lykli að heimum bók-
mennta, fræða og vísinda. Það
skiptir litlu hvaða bókum er beitt í
þessum tilgangi ? ánægja barnsins
af lestrinum skiptir í raun meira
máli en boðskapurinn sem lesefnið
geymir. Hver sú bók sem laðar barn
að lestri, sem opnar undur bók-
arinnar fyrir barni, er góð bók. Og
ef barnið kann að lesa eru allar
bækur barnabækur.
Lesljós í rústunum?
Eftir Sindra 
Freysson » Í rústabjörgun áhamfarasvæðum er
jafnan byrjað að reyna
að bjarga þeim sem auð-
veldast er að ná til. Lík-
legast þarf að fara öfuga
leið í lesbjörgun.
Sindri Freysson
Höfundur er rithöfundur.
Guðríður Arn-
ardóttir sendir mér
tóninn í grein í Mbl. í
gær þar sem hún sakar
mig um lygar, rang-
færslur og dylgjur.
Engar lygar né rang-
færslur hafa frá mér
komið en ég er kannski
sekur um dylgjur þó ég
kjósi fremur að kalla
það upplýstar álykt-
anir, byggðar á ótal
sjónvarpsviðtölum, blaðagreinum og
tilvitnunum auk yfirlýsinga á síðasta
bæjarstjórnarfundi þar sem Guðríður
hefur tjáð sig frjálslega um mál fyrr-
verandi bæjarstjóra. Ef
Guðríður kýs er ég
tilbúinn að fara yfir það
í smáatriðum í fjöl-
miðlum í anda gegnsæ-
ishugsjónarinnar.
Guðrún Pálsdóttir er í
mjög erfiðri aðstöðu til
að verja sig eins og
flestir embættismenn
eru ef pólitíkusar
ákveða að úttala sig um
þeirra mál í fjölmiðlum.
Það á auðvitað ekki að
gera nema viðkomandi
hafi klárlega brotið af sér og jafnvel
þá er það yfirleitt gert af tillitssemi.
Þetta veit Guðríður allt mætavel.
Það særir tilfinningar mínar að
Guðríður skuli draga lestrarkunnáttu
mína í efa. Til að sanna mig í þeim
efnum býðst ég hér með til að lesa
siða- og eineltisreglur Kópavogs-
bæjar upphátt fyrir Guðríði hvenær
sem henni henntar og henni er frjálst
að taka með valda félaga úr Samfylk-
ingunni sem dómara. Sumt af því sem
eftir henni er haft eru beinar tilvitn-
anir og annað sett upp þannig að ætla
má að það sé frá Guðríði komið. Ég
hefði auðvitað mátt segja mér að
þetta væri blaðamanninum að kenna,
hann væri að túlka frá eigin brjósti
athafnir bæjarstjóra. Það er alla vega
aldrei neitt Guðríði að kenna fremur
en fyrri daginn. Ég er mest hissa á að
þessi túlkun skuli ekki vera Gunnari
I. Birgissyni að kenna.
Guðríður telur þessi skrif vera
hluta af rógsherferð gegn sér runna
undan rifjum vonda karlsins Gunn-
ars. Það sem hins vegar fer alveg
fram hjá Guðríði er að ekki snýst allt
um hana heldur er hér undir orðstír
farsæls embættismanns sem ekkert
hefur til saka unnið annað en að
henta ekki pólitískum hagsmunum
líðandi stundar.
Þegar stjórnmálamenn vaða fram
á sviðið með brugðnu sverði og
höggva mann og annan eins og Guð-
ríður gerir gjarnan þá þýðir lítið að
fara að grenja þó hún fái eina og eina
títuprjónsstungu í bossann á móti.
Guðríður og vondu karlarnir
Eftir Jóhann Ísberg
Jóhann Ísberg
» Það sem fer alveg
fram hjá Guðríði er
að ekki snýst allt um
hana heldur er hér und-
ir orðstír farsæls emb-
ættismanns sem ekkert
hefur til saka unnið.
Höfundur er varabæjarfulltrúi í
Kópavogi
Kolaportið
er opið alla
laugardaga og
sunnudaga
frá 11-17
Kolaportid.is
?? Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars.
FERMINGAR
Ferming
SÉRBLAÐ
Föstudaginn 9. mars kemur út
hið árlega Fermingarblað
Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin-
sælustu sérblöðum Morgunblaðsins
í gegnum árin og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Fermingartíska.
Hárgreiðslan.
Myndatakan.
Fermingargjafir.
Fermingar erlendis.
Hvað þýðir fermingin?
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Eftirminnilegar fermingargjafir.
Fermingarskeytin.
Boðskort.
Ásamt fullt af spennandi efni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48