Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
Áhugi ? rétt náms-
val, þrautseigja, öguð
vinnubrögð, metnaður
og jákvætt viðhorf
gagnvart námi eru
meðal þeirra þátta sem
áhrif hafa á afburðaár-
angur í háskólanámi.
Þetta sýnir nýleg MA-
rannsókn þar sem
skoðað var hvað ein-
kennir afburðanem-
endur á háskólastigi
og hvað þeir eiga sameiginlegt. Trú
á mátt hugans er stór áhrifaþáttur
hjá mörgum. Þeir vita hvert þeir
stefna og víkja ekki frá því mark-
miði. Vinnudagurinn er oft langur
og þeir hafa viljann til að ljúka því
sem þeir taka sér fyrir hendur.
Sumir þátttakendur í rannsókninni
ganga nærri sér vegna mikillar
vinnu og hafa almennt ekki tileinkað
sér leiðir til að vinna með streitu
eða niðurrifshugsanir. 
Talsvert hefur verið skrifað um
afburðanemendur, sérstaklega í
Bandaríkjunum. Sú umfjöllun er þó
gjarnan miðuð við grunn- og fram-
haldsskólann og skortir áþreif-
anlega rannsóknir og frekari um-
fjöllun um afburðanemendur á
háskólastigi.
Náms- og starfsráðgjöf
fyrir afburðanemendur
Ákvörðun um val á námi er mikil
og afdrifarík ákvörðun og því mik-
ilvægt að hún sé vel ígrunduð. Nið-
urstöður rannsóknarinnar sýndu
skýrt mikilvægi þess að nemandinn
sjái tilgang með námi sínu og finni
áhugahvötina sem rekur hann
áfram til metnaðar. Þetta staðfestir
nauðsyn þess að nemendur hljóti
náms- og starfsfræðslu og faglega
leiðsögn í gegnum það mikla
ákvarðanatökuferli sem val á námi
er. Á háskólastiginu er ýmis þjón-
usta sem miðar að því að auka
sjálfsþekkingu nemenda svo sem
áhugasvið og færni í vinnubrögðum.
Leitast er við að laga þjónustu
náms- og starfsráðgjafa að þörfum
nemenda svo þeir fái
notið sín í námi og nái
þeim árangri sem þeir
einsetja sér.
Fjölhæfni (multipo-
tentiality) einkennir oft
afburðanemendur þar
sem þeir búa yfir mikl-
um almennum hæfi-
leikum sem gerir þá
færa um að starfa á
næstum hvaða sviði
sem er. Langvarandi
óákveðni og þreifingar
ásamt því að skipta oft
um náms- eða starfs-
vettvang er algengt meðal fjölhæfra
einstaklinga. Erfiðleikar við ákvarð-
anatöku geta leitt til þess að nem-
andinn breytir um nám, frestar
ákvörðunum eða tekur ótímabærar
ákvarðanir. 
Helmingur þátttakenda í rann-
sókninni hafði áður ýmist lokið öðru
háskólanámi, hætt eða ekki náð til-
skildum árangri þar sem áhuginn
var ekki til staðar. Mikilvægt er að
nemendinn leggi áherslu á hver
hann vill verða og fyrir hvað hann
vill standa, í stað þess að horfa ein-
göngu á sína margvíslegu hæfileika
þarf að hvetja hann til að skoða
þætti eins og tómstundaiðju, gildi
sín og markmið.
Áhættuþættir
Niðurstöður rannsókna þar sem
afburðanemendum er fylgt eftir úr
miðskóla til háskóla, sýna nokkra
áhættuþætti sem hafa ber í huga
þegar afburðanemendur hefja nám
við háskóla. Þessir áhættuþættir
eru meðal annars þeir að nemand-
inn verði fyrir menningaráfalli er
hann upplifir í fyrsta sinn að sitja
með nemendum sem eru jafningar
hans í námi eða hugsanlega með
meiri kunnáttu. Nemandinn sé van-
ur að vera á toppnum án fyrirhafnar
og búi því yfir lélegri náms- og tíma-
stjórnunarkunnáttu. Streita geti
fylgt því að fá fyrstu B-einkunnina
og hugsanlega hafi nemandinn ekki
náð að átta sig á raunverulegum
styrkleikum og áhugasviði. Auk
þess sé nemandi ekki vanur að
þurfa aðstoð og kunni því ekki að
orða spurningar né leita eftir hjálp
innan skólans. Jafnframt kemur
fram að með ráðgjöf og öðrum
hjálparleiðum þurfi afburðanem-
endur að læra hvernig þeir finna
hvatann hjá sjálfum sér til að ná
góðum árangri með vinnuframlagi.
Skólar þurfa að vera meðvitaðir um
að jafnvel afburðanemendur sem
sækja um skólavist skortir hugs-
anlega þá færniþætti sem nauðsyn-
legir eru til að ná góðum árangri. 
Afburðanemendur 
við Háskólann í Reykjavík
16. febrúar sl. voru afburðanem-
endur við Háskólann í Reykjavík
heiðraðir sérstaklega. Í þeim hópi
voru um 60 nemendur á forsetalista
(2-2,5% nemenda í hverri deild kom-
ast á forsetalista) en þeir nemendur
fá niðurfelld skólagjöld á komandi
önn. Dæmi eru um að nemendur fari
í gegnum grunnnám í HR án þess
að borga skólagjöld og kom fram í
rannsókninni að forsetalistinn sem
slíkur virðist vera áhrifaþáttur í af-
burðaárangri þátttakenda. 
Afburðaárangur í háskóla-
námi ? hvað þarf til? 
Eftir Lóu Hrönn
Harðardóttur » Þetta staðfestir
nauðsyn þess að
nemendur fái náms- og
starfsfræðslu og faglega
leiðsögn í gegnum það
mikla ákvarðanatöku-
ferli sem val á námi er. 
Lóa Hrönn 
Harðardóttir
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
við Háskólann í Reykjavík.
Við þjóðaratkvæðagreiðslu um
stofnun lýðveldis, var kjörsókn
98,6%. Sambandsslit við erlent yf-
irvald samþykkti
íslenska þjóðin
með 99,5% at-
kvæða. Aðeins
einn af hverjum
200 kjósendum
vildi áfram erlend
yfirráð á Íslandi.
Ég sem þetta
rita var 16 ára,
17. júní 1944 á
Þingvöllum.
Fyrir hönd allra Íslendinga sem
lifðu þann dag leyfi ég mér að árétta,
að á þeim degi varð Ísland frjálst og
fullvalda ríki.
Ísland ásamt öllum þess gögnum
og gæðum er óumdeilanleg eign ís-
lensku þjóðarinnar.
Enginn, og allra síst það fólk sem
þjóðin hefur falið tímabundið, að
gæta fullveldis og frelsis hennar,
hefur vald til að svipta komandi kyn-
slóðir minnstu ögn af fullveldi þjóð-
arinnar, yfir landinu og gæðum þess.
Ekkert nafn íslenskrar tungu er
ljótara en það sem þjóðin hefur valið
þeim, sem gera sig sek um slíkt.
Landráð
Aldrei mun afsal sjálfstæðis Íslands
verða fyrirgefið af komandi kyn-
slóðum, eða aftur fengið.
Sem sjálfstæð þjóð, með vin-
samleg samskipti á jafnrétt-
isgrundvelli við allar þjóðir, eiga af-
komendur okkar fullan og
ótakmarkaðan rétt til afnota af
landsins gögnum og gæðum.
Megi komandi íslenskar kynslóðir
njóta heilbrigði, hamingju og vel-
farnaðar í frjálsu landi.
ÓSKAR JÓHANNSSON,
Skúlagötu 40 A. 101 Reykjavík.
Ísland alltaf frjálst
Frá Óskari Jóhannssyni
Óskar Jóhannsson 
Bréf til blaðsins
- nýr auglýsingamiðill
 569-1100
finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Ármúla 38 Sími 588 5011
Verð: 93 800
Staðgreitt: 69 900
FIMM LITIR
Gjöf?
Tilefni fundarins er nýbirt skýrsla um úttekt á fjárfestingum, ákvörðunum og lagalegu umhver?
lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt
í umræðum um efni skýrslunnar, sem er að ?nna á
heimasíðunni stafir.is/sjodurinn/frettir/nr/253.
Ka?inn um Sta? hefst á bls. 115 í 4. bindi skýrslunnar.
Stjórn Stafa lífeyrissjóðs
Sjóðfélagafundur
Stafa
Stjórn Stafa lífeyrissjóðs boðar til sjóðfélagafundar á Grand hóteli
við Sigtún í Reykjavík þriðjudaginn 21. febrúar 2012 kl. 17:10.
S t ó r h ö f ð a 3 1 | 11 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 6 9 3 0 0 0 | w w w . s t a f i r . i s

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48