Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
garðinum þínum og því fjölmarga
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Barnabörnin héldu stundum að þú
svæfir bara alls ekki neitt! Það var
næstum sama hvað það var sem
fólk vantaði, þú gast útvegað það
og svo virtist sem þú hefðir ekkert
fyrir því. Allt frá flíkum og grímu-
búningum til nálapúða og stofu-
stáss. Stundum voru gripirnir ekki
búnir til frá grunni enda greipstu
allt það sem þú sást eitthvert nota-
gildi í og lagaðir bættir eða nýttir á
einhvern hátt. Gersemarnar úr
smiðju þinni bara hrönnuðust upp
og öll eigum við eitthvað gullfal-
legt til minningar um þig. Þú gafst
svo miklu meira en þú þáðir.
En núna ertu horfin á vit nýrra
ævintýra með afa, Björgu og fleir-
um sem hafa beðið eftir þér. Mikið
hafa þau verið glöð að fá þig til sín.
Alltaf hellist heldra grín
úr hugarversu þinni
skjannaljómi af þér skín
í skopi og glaðværðinni.
Aldrei skaltu amma mín
líða mér úr minni.
Þú vinnur væna alla tíð
velgerninga tóma
ég kannast ekki konu við
jafn kunnandi og fróma.
Veröld þessa virðist mér
vanta fleiri slíkar
ömmur sem að eru þér
ákaflega líkar.
Ég held að óþörf séu orð
aukreitis við þessi:
Þú ert besta amma á Jörð,
ég bið að guð þig blessi.
(HRK.)
Ástarþakkir fyrir allan þann
tíma sem við áttum saman.
Hrefna Rún, Sædís Harpa 
og Hákon Logi.
Elsku amma mín.
Það var ekkert af vanbúnaði:
búið að fylla skottið á bílnum og til-
hlökkun í sumarloftinu að heim-
sækja Höfn með fjölskyldunni.
Ferðin austur virtist alltaf taka
marga daga en maður gleymdi því
fljótt þegar maður var kominn í
faðminn á þér í félagsmiðstöðinni í
Miðtúni 8 og hitti frændur okkar
og frænkur. Þetta voru sælar
minningar enda var alltaf eitthvað
nýtt og forvitnilegt að sjá og gera,
og ávallt eitthvað að hlakka til. Það
var alltaf fjör hjá þér, amma mín.
Ég gleymi því aldrei þegar þú
sýndir mér tómat sem þú ræktaðir
sjálf. Þvílíkir galdrar. Ég hugsaði í
mörg ár að þú hlytir að vera á ein-
hverju æðra plani að geta ræktað
svona góðan tómat og það bara í
stofunni heima. Og jarðarberin og
gulræturnar! Hvað maður naut
þess að krækja í svoleiðis nammi.
Það var alltaf ánægjulegt að vera
hjá þér, amma mín.
Ég man vel eftir hinum spenn-
andi ævintýraheimum í stofunni
heima hjá þér. Þar hlustaði maður
agndofa á þig að segja okkur
krökkunum hádramatískar þjóð-
sögur, pæla í viðureignum Sæ-
mundar fróða og Kölska og læra
alls kyns brandara og gátur. Þú
kunnir svo margar sögur að það
var eins og þær yxu á einhverjum
leynistað, kannski í einhverjum af
þeim dularfullu skúmaskotum sem
maður rannsakaði í húsinu og
næsta nágrenni. Það var aldrei
neitt mál fyrir þig að maður væri
algjört barn ? að hamra á orgelið
eins og fáviti, ærslast í garðinum,
hlaupa gargandi um göturnar og
fikta í öllu sem hönd á festi. Þvert
á móti varstu alltaf ein sú hlýjasta
manneskja sem ég hef kynnst og
svo örlát að mann langaði alltaf að
vera í kringum þig. Svona amma
eins og í sögubókunum. Mikið er
ég þakklátur fyrir að hafa fengið
þennan tíma með þér. Það var allt-
af kærleikur hjá þér, amma mín.
Þegar ég komst loks til vits og
þroska kynntist ég þér betur. Ég
sá fljótt að örlætið, hlýjan og
manngæskan var ekki aðeins mið-
uð að okkur barnabörnunum held-
ur fengu allir sem þú kynntist að
njóta þess. Þú hafðir gengið í
gegnum súrt og sætt, sem við töl-
uðum stundum um, en þér tókst
líka alltaf að taka jákvæða vink-
ilinn og syrgja ekki orðinn hlut.
Og þvílík kjarnorka í þér. Ég skil
ekki enn hvernig þú fórst að því að
prjóna 130 krúttlega kaktusa fyrir
brúðkaupsgestina okkar Beckyar
meðan þú varst í lyfjameðferðinni.
Fólk nefnir enn hvað þeir voru
frumlegir og flottir. Þetta er bara
eitt af ótalmörgum dæmum um
það sem þú gerðir fyrir okkur í
gegnum tíðina og sem maður
þakkar enn fyrir. Það var alltaf fít-
onskraftur í þér, amma mín.
Það eru orð að sönnu að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Það verður skrýtið að
keyra af stað austur eins og forð-
um daga en hitta aðeins minn-
inguna um þig. Það er með mikl-
um söknuði sem ég kveð þig,
amma mín, og með hamingju sem
ég minnist þeirra stunda sem við
áttum saman. Þú fékkst loks að
sofna, umkringd kærleika og ein-
skærri friðsæld. Ég óska þess að
þegar minn tími kemur skilji ég
jafn sáttur við lífið og og þú gerðir.
Ég mun alltaf hugsa hlýtt til þín,
amma mín.
Hvíl í friði, elsku Guðrún
amma. Við munum þig ávallt.
Ýmir Vigfússon.
Það var ekkert fararsnið á þér,
gamla, fyrir nokkrum vikum. Þá
sátum við hjá þér, ég, Fúsi og
Röskva, og ég var að segja ykkur
vel ?kryddaðar? sögur. Þú hlóst
innilega og mér leið svo vel að geta
glatt þig. Margt kemur upp í hug-
ann á stundum sem þessari. 
Eftirminnilegt er þegar ég
kvaddi þig eftir brúðkaupsveisl-
una mína 2005. Þá léstu ógleym-
anleg orð falla, orð sem rifjuð eru
upp reglulega. 
Dýrmætt þykir mér í dag að
hafa skírt dóttur mína í höfuðið á
þér, enda kannski ekki annað
hægt, þar sem hún fæddist á af-
mælisdaginn þinn.
Undantekningarlaust enduðu
öll okkar samtöl á því að þú baðst
mig að senda þér eitthvað götótt,
sem þú gætir þá lagað. 
Þínir einstaklega fimu fingur
og þitt ótrúlega hugmyndaflug
gladdi marga. Þeir voru magnað-
ir, grímubúningarnir sem þú
hannaðir og saumaðir frá grunni. 
Þær eru ógleymanlegar allar
ferðirnar upp í Hellisholt þegar ég
var gutti. Þar var synt, veitt, tínt,
keyrt og maður gleymdi sér í alls
kyns ævintýraleikjum.
Öll listaverkin sem þú skapaðir
með prjónum og garni, svo ekki sé
minnst á garðinn þinn í Mið-
túninu. Hann var sannarlega lysti-
garður. Jarðarber, rósir og heima-
gerð listaverk. Allt svo yndislegt.
Þessi fátæklegu orð eru fyrir
þig amma og ég veit að mamma og
afi taka vel á móti þér. Það verða
miklir fagnaðarfundir.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma. 
Þinn
Þorvaldur Borgar.
Ég er rosalega heppin, stolt og
montin af því að hafa átt svona
hörkuömmu.
Ég hugsa að ég þekki engan
annan með jafnmikla sköpunar-
gáfu og amma mín hafði, hún var
alveg rosalega frjó og flink í hönd-
unum, ótrúlegustu hlutir urðu til
úr handavinnunni hennar. Ég á
mikið af flíkum og fleiru sem
amma bjó til handa mér og allt er
það alveg ómetanlegt. Það má
segja að amma hafi sýnt ást sína
með handavinnu.
Nokkrar kenningar um ömmur
sem ég hafði þegar ég var lítil:
Allar ömmur eru með hvítt hár,
ömmur elska Rás 1 og líkams-
ræktin þeirra er morgunæfing-
arnar á Rás 1,
ömmur elda vondan mat en
kunna allar að baka,
ömmur sofa ekki, kannski var
hún búin að sofa nóg áður en hún
varð amma og
allar ömmur prjóna og sauma.
Þegar ég var lítil og það fór að
styttast í öskudag kom maður til
ömmu með búningahugmyndir og
ef manni datt ekkert í hug var
amma alltaf með einhverja snið-
uga hugmynd og alltaf fór útkom-
an fram úr væntingum. Alveg
hreint bráðfyndnir, þrælsniðugir
og ævintýralegir öskudagsbún-
ingar urðu til hjá henni. 
Amma ræktaði líka sannkallað-
an ævintýragarð. Þaðan koma
margar góðar minningar og í
minningunni er alltaf sól. Húsið
hennar og garður var uppspretta
endalauss ímyndunarafls. Myndin
sem mig langar að eiga af ömmu
er af henni með litla útvarpið sitt
að krukka í garðinum sínum en
það er líka alveg rosalega sárt að
vita að hún eigi ekki eftir að vera
þar aftur. Hún skilur bara svo
rosalega mikið eftir sig af því hún
lifði lífinu til fulls. Öfundsverð,
sjálfstæð, sterk, fyndin og góð
kona allt til æviloka.
Bless, amma mín, ég á sko eftir
að sakna þín.
Ástarkveðjur,
Ingibjörg.
Í gær bárust fréttir um að
Rúna væri dáin. Þó að allir vissu
að hverju stefndi setti mig hljóða.
Hugurinn reikaði til bernskunnar
heima í Borgum í Hornafirði. Ég
hef þekkt þessa greindu og góðu
konu og hennar fjölskyldu frá því
ég man eftir mér. Þessi vináttu-
bönd á milli fjölskyldnanna hafa
haldist alla tíð. 
Þegar ég vann á sumrin fyrir
skólagöngu minni naut ég gest-
risni Rúnu. Iðulega fékk ég að
borða í Miðtúninu og stundum að
gista þegar kvöldvinna var í
frystihúsinu eða kvöldvakt á hót-
elinu. Borgun var aðeins til mála-
mynda. 
Þrátt fyrir að ég hafi búið er-
lendis meira en hálfa ævina hélst
alltaf gott samband okkar á milli.
Síðast hittumst við í sumar þegar
þær Guðný komu í heimsókn inn í
Borgir. Við áttum góðar stundir
en þó var ljóst að þá var tekið að
halla undan fæti. 
Fyrir utan mikinn áhuga og
þekkingu á gróðri, náttúru og
hannyrðum margs konar er það
þó manngæskan og æðruleysið
sem gerði Rúnu alveg einstaka
manneskju. Það verður erfitt að
feta í sporin hennar. Margir eiga
eftir að minnast Rúnu og sakna.
Blessuð sé minning hennar.
Ingiríður (Inga) frá Borgum.
Heima í Borgum var Guðrún
Hálfdanardóttir vinkona okkar
oftast kölluð Rúna í Odda. Nú er
hún látin. Síðasta ár var henni erf-
itt en nú hefur hún fengið hvíld og
er laus við þjáningarnar. 
Ég var ekki há í loftinu þegar
ég man fyrst eftir að hafa komið í
Miðtúnið til Rúnu og Svavars.
Þegar farið var í kaupstaðarferð
lauk henni gjarnan með því að
labbað var frá kaupfélaginu heim
til Rúnu og þar þegnar góðgjörðir
áður en keyrt var heim í sveitina.
Kynni fjölskyldnanna eru orðin
löng. Faðir minn og Svavar kynnt-
ust þegar Svavar kom til Hafnar á
vertíð og þegar Svavar flutti í
Hornafjörðinn voru kynnin end-
urnýjuð. Hafa þau haldist óslitið
síðan.
Rúna var um margt afskaplega
fróð. Sérstakt yndi hafði hún af
gróðri og varla er til sú planta sem
hún ekki þekkti. Garðurinn í Mið-
túninu var eins og lítill lystigarður
sem hún nostraði við. Þar voru
bæði algengar garðplöntur og eins
framandi jurtir sem Rúna var að
athuga hvort hægt væri að rækta.
Og ekki má gleyma listaverkunum
sem prýða garðinn. Þau gerði
Rúna sjálf, oft úr hvalbeinum eða
öðru úr umhverfinu, og breytti
Rúna þeim í listaverk. Hún safn-
aði um árabil skeljum og kuðung-
um og eins og frændur hennar á
Kvískerjum þá þekkti hún auðvit-
að nöfnin á þeim öllum.
Ég man varla eftir Rúnu öðru-
vísi en að hún væri með eitthvað á
milli handanna. Þeir eru ófáir
sokkarnir, vettlingarnir eða peys-
urnar sem hún hefur prjónað og
gefið. En hún prjónaði líka ýmis-
legt annað eins og prjónadúkkur í
þjóðbúningum og munka sem
festir voru á tréplatta. Dúkkurnar
festi hún saman með pípuhreins-
urum og það smágerðasta var
prjónað með tannstönglum.
Ímyndunarafli Rúnu í handavinnu
voru í raun engin takmörk verið
sett. Um það vitna fuglar úr fisk-
beinum, hnýtt hengi fyrir blóma-
potta og málaðir steinar svo eitt-
hvað sé nefnt. 
Oft var margt um manninn við
eldhúsborðið hjá Rúnu. Henni
þótti ekki tiltökumál að bæta við
diski á borðið á matmálstíma.
Þegar ég fór að vinna sem ung-
lingur úti á Höfn var ekki annað
tekið í mál en að koma í hádeginu í
Miðtúnið til að borða. Stundum
fannst mér maturinn óvenjulegur.
Má þar nefna ýmiss konar sjáv-
arfang sem ég var ekki vön heima
í sveitinni. Og skrítið þótti mér
þegar bræður Rúnu helltu lýsi yfir
fiskinn á meðan aðrir fengu sér
hamsatólg eða hangiflot. 
Seinni árin hringdi Rúna
stundum til mín, sagðist hafa verið
að búa til kæfu eða sultu. Eftir að
hafa farið í heimsókn og smakkað
herlegheitin hjá henni gaukaði
hún gjarnan að mér sultukrukku
eða kæfuboxi til að taka með heim
og gefa fjölskyldunni. 
Komið er að leiðarlokum.
Borgafólkið þakkar Rúnu einlæg-
an vinskap og tryggð og sendir að-
standendum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Rúnu í Odda. 
Hjördís Skírnisdóttir.
Látinn er í Reykjavík Þor-
grímur Þorgrímsson stórkaup-
maður. Foreldrar hans voru Þor-
grímur Sigurðsson
útgerðarmaður og skipstjóri og
eiginkona hans, Guðrún Jóns-
dóttir Mýrdal. Þorgrímur var ein-
ungis 18 ára þegar hann stofnaði
fyrirtæki sitt Þ. Þorgrímsson &
Co árið 1942. Þetta verslunar- og
innflutningsfyrirtæki átti eftir að
verða ævistarf hans. Hann gerði
reyndar hlé á rekstrinum árið
1943 þegar hann fór vestur um
haf til Bandaríkjanna til að afla
sér meiri menntunar í verslunar-
fræðum í Trenton í New Jersey.
Þar lagði hann ekki einungis
stund á viðskiptafræði heldur
einnig tryggingafræði, blaða-
mennsku, ensku og spænsku.
Þegar hann sneri aftur til Íslands
notfærði hann sér þau viðskipta-
sambönd sem hann aflaði sér í
Bandaríkjunum og hóf innflutn-
ing og sölu á vélum, lyftikrönum,
gröfum, vögnum og varahlutum
sem var uppistaðan í vörufram-
boði fyrirtækisins á fyrstu árun-
um. Upp úr 1950 fór síðan meira
að bera á byggingarvörum og að
lokum breyttist Þ. Þorgrímsson
& Co í byggingarvöruverslun
ásamt heildverslun. Árið 1958
setti hann á fót verksmiðju sem
hann nefndi Varma-Plast en hún
framleiddi einangrunarplast fyrir
húsbyggingar. Hana starfrækti
hann í 33 ár.
Við erum nú að kveðja gamlan
mann, en Þorgrímur var í hópi
ungra manna á Íslandi á 20. öld
sem breytti Íslandi varanlega og
færði það til nútímans. 
Þorgrímur var frændi minn, en
móðir hans var hálfsystir móður-
Þorgrímur 
Þorgrímsson 
? ÞorgrímurÞorgrímsson
stórkaupmaður
fæddist í Reykjavík
4. febrúar 1924.
Hann andaðist þar
29. janúar 2012. 
Útför Þorgríms
fór fram í kyrrþey
frá Fossvogskap-
ellu 8. febrúar
2012.
afa míns, Gunnlaugs
Jónssonar Foss-
berg. Fossberg afi
minn lærði til vél-
stjóra í Danmörku á
öðrum áratug 20.
aldar og með honum
var annar Íslending-
ur, Kjartan Örvar.
Voru þeir miklir
mátar og vinátta
mikil á milli fjöl-
skyldnanna. Það átti
síðan fyrir Þorgrími að liggja að
ganga að eiga dóttur þessa besta
vinar Gunnlaugs Fossberg í
ágúst 1951. Það var Jóhanna
Kjartansdóttir Örvar. Það var
hamingjuríkt hjónaband og lifir
Jóhanna mann sinn. Þau reistu
sér glæsilegt einbýlishús við
Skildinganes í Skerjafirði og
fluttu inn í nýbyggt húsið árið
1959. Þar bjuggu þau alla tíð síð-
an og þar býr Jóhanna enn.
Þau eignuðust síðan þrjú börn,
Hönnu Þóru, Hrafnildi og Þor-
grím Þór. Þorgrímur Þór tók við
rekstri fyrirtækisins af föður sín-
um fyrir mörgum árum og hefur
reksturinn dafnað enn frekar
undir hans stjórn.
Þorgrímur hafði mikinn áhuga
á stangveiði og eignaðist aðstöðu
bæði við Grímsá í Borgarfirði og
við Þingvallavatn þar sem hann
reisti fjölskyldunni sumarhús.
Hann varð ræðismaður Chile árið
1977 og gegndi því starfi í 15 ár.
Þorgrímur var virtur í sinni stétt
og í samfélaginu.
Þorgrímur var alvörugefinn
maður að sjá og við fyrstu sýn
mátti halda að um jarðbundinn
athafnamann væri að ræða. En
Þorgrímur frændi átti sér fleiri
hliðar. Þorgrímur og Hanna Örv-
ar tóku sig til og byrjuðu að læra
frönsku á miðjum aldri og dvöldu
í Frakklandi um tíma þeirra er-
inda. Þorgrímur tók sömuleiðis
upp á því að læra á píanó á efri ár-
um sem lengi hafði verið draumur
hans. Þorgrímur var líka næmur
á ýmsum sviðum og hafði mikinn
áhuga á dulrænum efnum.
Guð blessi minningu Þorgríms
Þorgrímssonar.
Einar Örn Thorlacius.
24 tíma vakt
Sími 551 3485
Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947
ÞEKKING?REYNSLA?ALÚÐ
ÚTFARARÞJÓNUSTA
 Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
 Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
 Næg bílastæði og gott aðgengi.
Grand erfidrykkjur
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is
grand.is
?
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR
apótekara og lyfjafræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heima-
hjúkrunar og líknardeildar Landspítala Landa-
koti fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Kristinn Sigurjónsson, Kristín Aðalsteinsdóttir,
Inga Sigurjónsdóttir, Ísak V. Jóhannsson,
Guðjón Sigurjónsson,
Bjarni Sigurjónsson, Rebekka Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, stuðning
og hlýhug við fráfall elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
ERLINGS AÐALSTEINSSONAR,
Þórunnarstræti 93,
sem varð bráðkvaddur mánudaginn
23. janúar.
Lára María Ellingsen,
Óttar Gautur Erlingsson,
Margrét Helgadóttir,
Rakel María Óttarsdóttir,
Elisabeth Eiríka Óttarsdóttir,
Ólöf Hörn Erlingsdóttir,
Sigurður Hólm Sæmundsson,
Tumi Snær Sigurðsson,
Katla Snædís Sigurðardóttir,
Auður Gná Sigurðardóttir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48