Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
? Svava Sigurð-ardóttir, Reyð-
arfirði, fæddist á
Vopnafirði 22. des-
ember 1921. Hún
lést 12. febrúar
2012. 
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Þorbjörn Sveinsson
og Katrín Ingibjörg
Pálsdóttir. Systkini
Svövu voru: Pála
Margrét, f. 1921, d. 1994; Sveinn,
f. 1925, d. 1997; Stefán Að-
alsteinn, f. 1925, d. 2010; Guðni
Þórarinn, f. 1926, d. 2004.
Svava giftist 1945 Valtý Þór-
ólfssyni, f. 19. ágúst 1919, d. 31.
des. 1983. Þau eignuðust sex
börn: 1) Sigurður, f. 28. ágúst
1944, maki Dagný Sighvats-
dóttir, f. 20. apríl 1943, búa á Sel-
tjarnarnesi, börn þeirra: a) Son-
ur Dagnýjar og fóstursonur
Sigurðar, Gunnar Gestsson, f.
1968. b) Páll, f. 1970, dóttir hans
Herdís. c) Þorbjörg, f. 1975. 2)
Katrín, f. 14. maí 1946, maki
Stefán Björnsson, f. 4. júlí 1941,
d. 25. sept. 2009. Katrín býr á
Vopnafirði, börn þeirra: a) Svav-
ar Valtýr, f. 1963, sambýliskona
Þuríður Sigurðardóttir, f. 1964.
Karitas og Víðir Páll. c) Ingunn
Ósk, f. 1983, sambýlismaður
Pálmi Hannesson, f. 1983. 5)
Svavar Valtýr, f. 12. apríl 1952,
maki Guðrún Jóhanna Kjart-
ansdóttir, f. 9. júlí 1956, búa í
Áreyjum, börn þeirra: a) Ás-
mundur Pétur, f. 1976, sambýlis-
kona Þuríður R. Sigurjónsdóttir,
f. 1983, börn þeirra Þórhallur
Karl og óskírð dóttir. b) Kjartan
Jóhann Karl, f. 1980. c) Anna
Katrín, f. 1985, sambýlismaður
Björgvin Elísson, f. 1975. d)
Marta Guðlaug, f. 1999. 6) Valur
Þór, f. 11. ágúst 1962, maki Am-
anda Sunneva Joensen, f. 17.
apríl 1962, þau skildu. Valur býr
á Reyðarfirði, börn þeirra: a)
Þórólfur Valberg, f. 1982, sam-
býliskona Eva Hrönn Morales, f.
1980, dóttir þeirra Roxanna
Kittý. Börn Þórólfs af fyrra
hjónabandi, Bjartur Tandri og
Viktoría Líf. b) Guðmundur Þór,
f. 1983, sambýliskona Guðrún
Veiga Guðmundsdóttir, f. 1985,
sonur þeirra Valur Elí. c) Svava
María, f. 1987, sambýlismaður
Jón Marinó Sigurðsson, f. 1975.
d) Guðrún Sóley, f. 1996.
Svava ólst upp á Vopnafirði.
Fluttist til Reyðarfjarðar 1944 er
hún og Valtýr hófu sambúð í ný-
byggðu húsi sínu, Sjónarhæð.
Árið 1983 lést Valtýr. Síðustu ár-
in hefur Svava dvalið á Huldu-
hlíð, heimili aldraðra á Eskifirði.
Útför Svövu fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 18.
febrúar 2012, klukkan 14.
Valtýr á soninn
Stefán Björn af
fyrra hjónabandi og
fósturdótturina
Helgu Dóru. b) Að-
alheiður, f. 1968,
maki Ólafur Krist-
inn Sigmarsson, f.
1965, dætur þeirra
Lilja Katrín og
Jenný Sif. c) Svava
Birna, f. 1970, sonur
hennar Alex Leví. d)
Linda Björk, f. 1979, sambýlis-
maður Elmar Þór Viðarsson, f.
1982, börn þeirra Mikael Viðar
og Amanda Lind. 3) Ingibjörg
Margrét, f. 4. sept. 1947, maki
Michael Roland Mann, f. 15. júlí
1946, búa í Englandi, dætur
þeirra: a) Anúska Helena Tanya
Ferne, f. 1976, maki Tristan
Ferne, f. 1974. b) Alía Dawn
Svanhvít Grist, f. 1979, maki
Andrew Grist, f. 1981. 4) Guðrún
Ósk, f. 6. apríl 1950, maki Árni
Páll Ragnarsson, f. 3. júní 1951,
búa á Reyðarfirði, börn þeirra:
a) Arnar Már, f. 1975, maki Guð-
rún Helga Finnbogadóttir, f.
1975, sonur þeirra Brynjar
Snær. b) Valtýr Örn, f. 1976,
sambýliskona Tinna Sigurð-
ardóttir, f. 1979, börn þeirra
Nú er hún Svava föðursystir
mín farin í sitt hinsta ferðalag.
Svava var fædd og uppalin á
Vopnafirði. Hún átti fjögur systk-
ini og lifði hún þau öll. Hún var
alltaf mjög dugleg að ferðast og
vílaði ekki fyrir sér að fara með
strandferðaskipi til að heimsækja
fjölskylduna sína á Vopnafirði eft-
ir að hún fluttist til Reyðarfjarðar.
Einu sinni sagði ég henni að
mér hefði verið sagt að kærastinn
hennar, sem síðar var eiginmaður
hennar, hefði komið nokkrum
sinnum á vörubíl í heimsókn til
hennar. Allir sem þekkja til vita að
það hefur ekkert verið auðvelt því
Vopnafjarðarheiði var að miklu
leyti niðurgrafinn moldarvegur.
Svava leiðrétti og sagði að það
hefði nú bara verið í eitt skipti.
Svava stofnaði heimili með eig-
inmanni sínum, Valtý Þórólfssyni,
á Sjónarhæð. Börnin þeirra voru í
miklu uppáhaldi hjá pabba og
bræðrum hans sem þá voru
ókvæntir. Pabbi talaði oft um hvað
stelpurnar hennar Svövu hefðu
verið harðduglegar að salta síld.
Svava var trygglynd. Hún
sýndi það í verki þegar fjölskyld-
an mín átti í erfiðleikum í sept-
ember 1966. Hún hringdi í bróður
sinn og bauðst til að hafa mig hjá
sér. Móðir mín þurfti að fara til
Kaupmannahafnar í uppskurð
vegna heilaæxlis. Ég var hjá
Svövu fram í desember, gekk í
skóla og eignaðist vinkonur sem
ég á enn í dag. Ég var ánægð hjá
Svövu og sagði pabba að ég vildi
vera hjá henni um jólin. Pabbi
hafði aðrar áætlanir. Við fórum
saman til Reykjavíkur til mömmu
sem var útskrifuð af spítala og ég
þurfti að hitta lækni.
Svava prjónaði oft sokka fyrir
bróður sinn og einnig flottar lopa-
peysur. Hún var snillingur að
prjóna. Við keyptum nokkrar
peysur af henni fyrir vini okkar í
Kanada. Handverkið hennar
Svövu hefur farið bæði til Amer-
íku og Evrópu og víðar.
Eftir að Valtýr dó gerði Svava
miklar breytingar á húsinu
þeirra. Hún ákvað að flytja á
neðri hæðina. Það þurfti að gera
heilmiklar breytingar sem Svava
var búin að hanna sjálf. Hún var
frábær arkitekt. Hún var líka
mikil blómakona.
Við pabbi heimsóttum Svövu
stundum til Reyðarfjarðar og þar
var tekið á móti okkur eins og við
værum höfðingjar. Við fórum
stundum í bíltúr og heimsóttum
vini og ættingja á stöðunum í
kring. Svava var skemmtilegur
ferðafélagi. Þegar ég fór inn í
svefnherbergið hennar var mynd
af mér lítilli á hillu rétt við rúmið
hennar. Þetta sagði mér allt sem
segja þarf um væntumþykju
Svövu. Hún vildi gefa mér nælu
sem amma átti. Ég benti henni á
að hún ætti dætur en það var ekk-
ert hægt að hagga henni. Hún var
mjög ákveðin þegar það hentaði
henni.
Það er oft erfitt að kveðja en
allar góðu minningarnar sem ég á
um Svövu ylja mér um hjarta á
þessum tímamótum. Það var
reisn yfir Svövu og hún var falleg
og glæsileg kona. Hún minnti
okkur oft á afa sem var svo blíður
og góður. Hún líktist ömmu í útliti
í seinni tíð og hafði fallega rödd
sem minnti bróður minn á ömmu
okkar. 
Kæru frændsystkini. Megi al-
máttugur Guð vera með ykkur á
þessum tímamótum. Ég blessa
minningu Svövu föðursystur
minnar í Jesú nafni.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 
Ási, Vopnafirði.
Þær eru munahlýjar minninga-
myndirnar af heimaslóðum áður
og ágengari en ella verða þær
þegar kemur að hinztu kveðju til
þess kæra samferðafólks er veitti
birtu á brautir manns og voru svo
Svava 
Sigurðardóttir
? Róbert Bene-diktsson fædd-
ist í Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum
28. janúar 1944.
Hann lést á Kan-
aríeyjum 28. janúar
2012. 
Foreldrar Ró-
berts eru Benedikt
Ástvaldur Gíslason,
kennari og bóndi, f.
15. apríl 1922, d. 23.
september 1974 og Guðrún Pét-
ursdóttir, húsmóðir, f. 4. mars
1926 í Selshjáleigu, en ólst upp í
Stóru-Hildisey. Stjúpfaðir 
Róberts var Jón Guðjónsson, bif-
vélavirki, f. 27. mars 1917 á
Fornusöndum í Vestur-Eyja-
fjöllum, en ólst upp á Berjanesi í
Vestur-Landeyjum, d. 21. októ-
arfirði til loka árs 2006, en þá
fluttu þau á Hafnargötu í Kefla-
vík. Sonur Róberts og Auð-
bjargar er Róbert Benedikt, f.
14. maí 1986, sambýliskona hans
er Diljá Mist Einarsdóttir.
Róbert eignaðist fimm syni í
fyrra hjónabandi, þeir eru: 1) Jón
Pétur, f. 14. janúar 1962. Hann á
fjögur börn. 2) Baldur Már, f. 19.
júlí 1964, eiginkona hans er Jill
Renea Róbertsson. Saman eiga
þau tvö börn en fyrir átti Baldur
einn son. 3) Guðmundur Þór, f.
28. maí 1967, eiginkona hans er
Þórdís Magnúsdóttir. Saman
eiga þau einn son en fyrir átti
Guðmundur fjögur börn. 4) Hall-
dór Ingi, f. 18. maí 1969. Hann á
eina dóttur. 5) Rúnar Valur, f. 20.
júlí 1972, eiginkona hans er
Ragnheiður Arnardóttir. Saman
eiga þau tvær dætur. Fósturbörn
Róberts, börn Auðbjargar, eru:
1) Berglind Friðbergsdóttir, eig-
inmaður hennar er Björn Þór
Baldursson, 2) Brynjar Frið-
bergsson, eiginkona hans er Guð-
rún Lind Brynjólfsdóttir, 3) Har-
aldur Guðmannsson, eiginkona
hans er Dóra Björk Mar-
inósdóttir. Róbert eignaðist fjöl-
mörg barnabörn og eitt barna-
barnabarn.
Róbert ólst upp hjá móð-
urömmu og móðurafa, þeim
Soffíu og Pétri, í Stóru-Hildisey
þar til hann byrjaði í barnaskóla.
Þá flutti Róbert á Selfoss til móð-
ur sinnar og stjúpföður og var í
skóla á Selfossi, en á sumrin
dvaldi hann áfram í Stóru-
Hildisey. Þegar Róbert var 15
ára gamall flutti hann alfarið á
Selfoss og hóf að læra trésmíði
hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hann
útskrifaðist tvítugur sem lærður
trésmiður og varð húsasmíða-
meistari þremur árum síðar. Ró-
bert starfaði hjá Kaupfélaginu í
nokkur ár og síðar vann hann hjá
Landsvirkjun við smíði Búrfells-
virkjunar. Róbert starfaði sem
sjálfstæður byggingameistari frá
árinu 1973 og allt til dánardags.
Róbert verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju í dag, 18. febrúar
2012 kl. 15.
ber 1994. Bróðir 
Róberts sammæðra
er Guðjón Jónsson.
Systkini Róberts
samfeðra eru Jón
Benediktsson og
Sigríður Benedikts-
dóttir. 
Róbert kynntist
árið 1981 eftirlif-
andi sambýliskonu
sinni, Auðbjörgu
Guðröðardóttur, f.
17. mars 1950. Foreldrar hennar
voru Guðröður Jónsson, bóndi í
Kálfavík, f. 8. júní 1895, d. 2.
febrúar 1981 og Guðrún Guð-
mundsdóttir, húsmóðir, f. 14.
mars 1913, d. 26. nóvember
1997. Róbert og Auðbjörg hófu
búskap í Háukinn í Hafnarfirði í
apríl 1982. Þau bjuggu í Hafn-
Elsku Róbert. Við Robbi minn
vorum svo lánsöm að heimsækja
ykkur Auðbjörgu kvöldið áður en
þið lögðuð af stað til Kanarí. Við
áttum góða stund saman, eins og
alltaf, og ég faðmaði þig bless, ósk-
aði þér góðrar ferðar og sagði síð-
an ?við sjáumst? í kveðjuskyni.
Þessi lítilfjörlega kveðja hefur
verið mér ofarlega í huga síðustu
daga. Mig grunaði auðvitað ekki
að þetta yrði okkar kveðjustund
hér, en það er okkur sem eftir
verðum þó huggun harmi gegn að
aðskilnaðurinn varir ekki að eilífu.
Ég er þakklát fyrir þær ynd-
islegu stundir sem við Robbi höf-
um átt með þér og Auðbjörgu á
undanförnum árum, og það er
sönn gæfa að hafa fengið að kynn-
ast eins hjartahlýjum manni og
þér.
Guð geymi þig elsku Róbert ?
við sjáumst.
Diljá Mist.
Fyrir tæpum 50 árum kynntist
ég fyrst Róbert eða Robba eins og
hann var jafnan kallaður af vinum
og vinnufélögum. Ég hóf þá störf
hjá Trésmiðju KÁ á Selfossi. Robbi
starfaði þar í stórum hópi úrvals
manna og kom til mín fyrsta dag-
inn sem ég mætti til vinnu og bauð
mig velkominn, alúðlegur, broshýr
og glettinn eins og hann var jafnan,
sama á hverju gekk. Frá fyrsta
degi urðum við góðir vinir. 
Við höfðum ekki þekkst áður
þótt við værum báðir fæddir Aust-
ur-Landeyingar og fjölskyldur
okkar tengdar sterkum vinabönd-
um frá fornu fari. Að loknu námi í
Róbert 
Benediktsson
?
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar
frænku okkar,
INGIBJARGAR SALÓME
BJÖRNSDÓTTUR,
Æju frá Stóru-Seylu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 5 á
Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Birna Halldórsdóttir, Margrét Guðvinsdóttir,
Anna Halldórsdóttir, Stella Guðvinsdóttir,
Margrét Halldórsdóttir, Eiður Guðvinsson,
Guðbjörg Halldórsdóttir,
Hulda Halldórsdóttir,
Gylfi Halldórsson
og fjölskyldur.
?
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
SNORRA SNORRASONAR
fyrrv. flugstjóra,
Smáraflöt 11,
Garðabæ,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 21. janúar.
Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar Karitas fyrir
framúrskarandi umönnun.
Nanna Nagtglas Snorrason,
Jón Karl Snorrason, Þórey Jónsdóttir,
Snorri Snorrason, Guðrún Magnea Rannversdóttir,
Helga Guðrún Snorradóttir, Gísli Tryggvason,
Haukur Snorrason, Hadda Björk Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
?
Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegs sonar míns,
bróður okkar, frænda og vinar,
BIRGIS SNÆFELLS
ELÍNBERGSSONAR.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
Landspítalans.
Fjóla Unnur Halldórsdóttir,
Ragnar Snæfells Elínbergsson,
Lára Halla Snæfells Elínbergsdóttir,
Benedikt Elínbergsson,
frændsystkin og vinir.
?
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra
DAVÍÐS ÞÓRS GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til Karlakórs Kjalnesinga.
Hrafnhildur S. Þorleifsdóttir,
Ingibjörg M. Kristjánsdóttir,
börn, barnabörn, barnabarnabarn,
systkini og aðrir aðstandendur.
?
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru
ERNU JÓNU EYJÓLFSDÓTTUR.
Geir Sigurðsson,
Sigurður Geirsson,
Erlingur Geirsson,
Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Úlfhildur Ebenezersdóttir,
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Óskar Sævarsson,
Guðmundur Eyjólfsson, Gréta Björg Blængsdóttir,
Andri Þór Eyjólfsson, Ragnhildur Reynisdóttir.
?
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, stuðning
og vinarþel við fráfall elsku mömmu okkar,
dóttur, systur, mágkonu og frænku,
INGIBJARGAR VAGNSDÓTTUR,
Holtastíg 11,
Bolungarvík,
sem lést í Kína sunnudaginn 20. nóvember.
Kristín, Birna og Ívar Ketilsbörn,
Birna Hjaltalín Pálsdóttir,
Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína, Haukur og
Þórður Vagnsbörn og fjölskyldur.
?
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug
vegna andláts ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
BJARNA GÍSLASONAR
frá Eyhildarholti,
Gilstúni 11,
Sauðárkróki,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðvikudaginn
18. janúar.
Salbjörg Márusdóttir,
Þorbjörg Bjarnadóttir, Pétur Pétursson,
Sigríður Bjarnadóttir, Brynjar Skúlason,
Hannes Bjarnason, Charlotte Kvalvik,
Ragnar Bjarnason, Anita Karin Guttesen,
Stefanía Guðrún Bjarnadóttir
og barnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48