Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fermingar
Blaðaukinn Ferm-
ingar kemur út
föstudaginn 9. mars
næstkomandi.
Að venju verða
nöfn fermingarbarna
í blaðinu og að-
gengileg á vefnum.
Skilafrestur til að
skila nafnalista
rennur út 2. mars
næstkomandi.
dýrmætar á lífsins leið. Það er
mér ljúft og skylt að minnast
þessa nú þegar heiðurskonan
Svava Sigurðardóttir, sú dagfar-
sprúða og broshýra kona, hefur
kvatt að loknum löngum og far-
sælum ævidegi. Kona sem hlúði
að sínum af ríkum kærleika og
myndarskap, kona sem gekk
hljóðlega um garða, en sinnti lífs-
ins kalli af einstakri elju og rækt-
arsemi.
Heimilið hennar á Sjónarhæð
var annálað fyrir myndarskap og
dugnað húsmóðurinnar, hinn
vopnfirzki ættararfur skilaði sér
svo sannarlega hjá henni Svövu,
þar var umhyggjan og rausnin í
fremsta fyrirrúmi. 
Svava var greind og glögg
kona og átti sínar ákveðnu skoð-
anir sem hún setti fram af kurt-
eisri einurð. Ég kenndi öllum sex
börnum hennar og það var dag-
ljóst hversu gott veganesti þau
höfðu að heiman frá foreldrunum,
hversu mikil hlýja og heiðríkja
var yfir þeim er þau minntust á
móður sína.
Aðeins vildi ég kveðja og
þakka fyrir samfylgdina, hún
Svava er ein þeirra sem ég á svo
fallegar og kærar minningar um
að heiman og öll hennar lífsganga
var vörðuð mætum gjörðum unn-
um af þeirri fórnfýsi og innileik
þar sem alltaf er spurt um ann-
arra hag og heill. Í hug koma ljóð-
línurnar fallegu þar sem spurnin
um lífsgönguna er krefjandi: 
Hvað vannstu Drottins veröld
til þarfa, þess verðurðu spurður
um sólarlag. Það var augljóst öll-
um sem til þekktu hversu jákvætt
það svar yrði fyrir hana Svövu.
Síðast þegar ég hitti hana í
Hulduhlíð mætti mér sama
bjarta brosið og áður sem end-
urspeglaði hjartahlýju og alúð
hennar. 
Við Hanna sendum hennar
ágætu börnum og öðru hennar
fólki innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé mæt minning Svövu á
Sjónarhæð. Þar fór traust kona
og tryggðum bundin um langan
lífsveg.
Helgi Seljan.
húsasmíði hóf Róbert fljótlega
sjálfstæðan atvinnurekstur enda
athafnamaður í eðli sínu, áræðinn
og duglegur.
Ég starfaði um tíma hjá fyrir-
tæki hans og kynntist honum sem
alúðlegum yfirmanni og atorku-
sömum verktaka. En eins og geng-
ur breytist búseta manna og ytri
aðstæður og samskiptin minnka.
Það urðu þó alltaf fagnaðarfundir
þegar við hittumst á förnum vegi. Í
byrjun desember, fyrir síðustu jól,
var ég staddur í verslunarmiðstöð
og heyri þá kallað til mín. 
Þar var Róbert kominn og hafði
um morguninn lent í umferðar-
óhappi. Hann bar sig þó karlmann-
lega að venju. Við skiptumst á
fréttum hvor af annars högum og
kvöddumst með þeim venjulegu
orðum að við yrðum að hittast aft-
ur við betra tækifæri, en við vorum
þarna báðir í læknisvitjun. 
Ég fann á hlýju viðmóti hans að
hann var sami vinur minn og hann
hafði alltaf verið og þegar ég kom
heim og rifjaði upp gömul kynni og
traust vinabönd fann ég út að við
höfðum mjög sjaldan orðið ósáttir
og jafnan var það mér að kenna ef
svo var og alltaf var það Robbi sem
kom að fyrra bragði með útrétta
sáttahönd samdægurs, þá sjaldan
að til þess kom. Segir það sína sögu
af einstökum öðlingsmanni, sem
jafnan reyndist mér greiðvikinn og
hollur vinur þegar á þurfti að
halda. 
Ekki datt mér í hug að það yrði
okkar síðasti fundur þegar við hitt-
umst á jólaföstunni en svona er líf-
ið og ég er þakklátur Guði fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kveðja
minn gamla vin áður en hann
kvaddi þennan heim. Drottinn gef-
ur og Drottinn tekur. Guð blessi
minningu góðs drengs. 
Ég votta aðstandendum hins
látna mína innilegustu samúð og
bið þeim Guðs friðar.
Ársæll Þórðarson.
MESSUR 37á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan Reykjavík | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst
með biblíufræðslu fyrir alla. Einnig er
boðið upp á biblíufræðslu á ensku.
Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke
prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 11.
Boðið upp á biblíufræðslu fyrir alla.
Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending
frá kirkju aðventista í Reykjavík. Man-
fed Lemke prédikar þar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í
Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu.
Guðsþjónusta kl. 12. Þóra Sigríður
Jónsdóttir prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam-
koma á Selfossi í dag, laugardag, kl.
10, hefst með biblíufræðslu fyrir alla.
Guðsþjónusta kl. 11. Eric Guðmunds-
son prédikar.
AðventsöfnuðurinnHafnarfirði |
Samkoma í Loftsalnum í dag, laug-
ardag, hefst með fjölskyldusamkomu
kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar.
Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og
fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíu-
fræðslu á ensku.
Samfélag aðventista á Akureyri |
Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug-
ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu
fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta
kl. 12.
AKRANESKIRKJA | Messa kl. 14.
Messað á Höfða kl. 12.45.
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Sig-
urður Árni Þórðarson prédikar. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti
Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli kl.
11. Umsjón hafa Sunna Dóra Möller og
Sigríður Hulda Arnardóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti er Kristina Kalló Szklenár, kirkju-
kórinn leiðir safnaðarsöng. Sókn-
arnefndarfólk flytur lestra dagsins.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í
umsjá Ingunnar og Hlöðvers. Hressing
á eftir.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Ásdís Pétursdóttir Blöndal, djákni,
annast samveru sunnudagaskólans.
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari, Ása Lauf-
ey Sæmundsdóttir guðfræðinemi að-
stoðar. Hljómur, kór eldri borgara í Nes-
kirkju, syngur, organisti er Magnús
Ragnarsson. Kaffisopi á eftir.
ÁSTJARNARKIRKJA | Gospelmessa
kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur gosp-
ellög undir stjórn Helgu Þórdísar Guð-
mundsdóttur tónlistarstjóra. Bryndís
Svavarsdóttir guðfræðinemi prédikar.
Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari.
Bolluhátíð í sunnudagaskóla á sama
tíma. Hressing á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Skátamessa
kl. 14. Ræðumaður sr. Birgir Thomsen.
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Gréta
Konráðsdóttir djákni þjóna fyrir altari.
Álftaneskórinn og Skátakórinn syngja,
organisti er Bjartur Logi Guðnason. Á
eftir er köku- og kaffisala í íþróttahús-
inu þar sem safnað er fyrir landsmóts-
ferð skátafélagsins Svana.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón
hafa Auður, Baldvin,Agnes Finnur og
Heiða Lind ásamt yngri leiðtogum.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal-
arnesi | Guðsþjónusta kl. 11.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11,
prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Kór
Breiðholtskirkju syngur, organisti er
Örn Magnússon. Sunnudagaskóli kl.
11 í umsjá Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur
djákna. Kaffi á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11. Jónas Þórir við hljóðfærið ásamt
ungmennum sem spila. Guðsþjónusta
kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, org-
anisti er Jónas Þórir. Messuþjónar að-
stoða. Prestur sr. Gunnar Rúnar Matt-
híasson. Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Org-
anisti er Zbigniew Zuchowicz, kór Digra-
neskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli á
sama tíma. Veitingar á eftir. Sjá
www.digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkór-
inn syngur, organisti er Kári Þormar.
Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Karl V.
Matthíasson og Dómkirkjuprestar
þjóna. Bræðrabandið sér um tónlist-
ina.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Ragnhildur Ásgeirsdóttir
djákni prédikar. Kór kirkjunnar leiðir al-
mennan safnaðarsöng undir stjórn
Guðnýjar Einarsdóttur organista.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá
Þóreyjar Daggar Jónsdóttur. Veitingar á
eftir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Kór
og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli
kl. 11. Brúðuleikrit, aldursskipt
fræðsla og hressing og kaffisopi í lok-
in. Almenn samkoma kl. 13.30. Lof-
gjörð, barnastarf, brauðsbrotning og
Greg Aikins prédikar. Kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta og barnastarf kl. 14. Sr. Bryndís
Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Anna Sigga og kór Fríkirkjunnar í
Reykjavík leiða tónlistina ásamt Að-
alheiði Þorsteinsdóttur orgelleikara.
GLERÁRKIRKJA | Messa, barnastarf
kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar
ásamt Pétri Björgvin Þorsteinssyni
djákna. Erlendir gestir taka þátt í mess-
unni. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr.
Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kross-
bandið leiðir söng. Kynningarfundur fyr-
ir foreldra fermingarbarna á eftir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir
altari. Félagar úr Gideonfélaginu taka
þátt í messunni. Sigurbjörn Þorkelsson
flytur ræðu, Ásgeir M. Jónsson og
Trausti Ragnar Einarsson lesa ritning-
arlestra. Kór kirkjunnar syngur, org-
anisti er Hákon Leifsson. Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón Þóra Björg
Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán
Birkisson.
Borgarholtsskóli Messa kl. 11. Sr.
Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Vox Populi syngur, organisti
er Guðlaugur Viktorsson. Sunnudaga-
skóli á sama tíma. Umsjón hefur Linda
Jóhannsdóttir og undirleikari er Markús
Bjarnason.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl.
10 og bænastund kl. 10.15. Barna-
starf kl. 11 í umsjá Helgu Kolbeins-
dóttur. Messa kl. 11. Altarisganga og
samskot til langveikra barna. Messu-
hópur þjónar. Stúlknakór Reykjavíkur
syngur, stjórnandi er Guðrún Árný Guð-
mundsdóttir og organisti er Ásta Har-
aldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jóhanns-
son. Molasopi á eftir.
Hversdagsmessa með Þorvaldi Hall-
dórssyni á fimmtudag kl. 18.10.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Oddfellowstúk-
urnar á Suðurnesjum koma í heimsókn
og taka þátt í helgihaldinu. Organisti er
Helga Bryndís Magnúsdóttir. Helgi-
stund í Víðihlíð kl. 12.30. Sr. Elínborg
Gísladóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Messa kl. 14 í hátíðarsal í umsjá
Félags fyrrum þjónandi presta. Ólöf
Margrét Snorradóttir guðfræðinemi
prédikar. Sr. Einar Sigurbjörnsson, pró-
fessor guðfræðideildar HÍ, þjónar fyrir
altari.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl 11.
Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhann-
esdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir og
kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í
umsjá Árna Þorláks Guðnasonar. Með-
hjálpari Aðalsteinn D. Októsson. Kirkju-
vörður Lovísa Guðmundsdóttir. Bollu-
kaffi á eftir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11. Kvennakór
Háskóla Íslands syngur undir stjórn
Margrétar Bóasdóttur. Organisti Guð-
mundur Sigurðsson, prestur er sr. Þór-
hallur Heimisson. Kaffi á eftir. Trúar-
bragaðskólinn kl. 20. Messa á
miðvikudag kl. 8.15.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messu-
þjónum. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja, organisti er Hörður
Áskelsson. Fyrirbænamessa á þriðju-
dag kl. 10.30.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Páll Ágúst, Hreinn og
Sólveig Ásta taka á móti börnunum.
Organisti er Kári Allansson, prestur
Tómas Sveinsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða
söng, organisti er Jón Ólafur Sigurðs-
son. Sunnudagaskóli kl. 13.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík |
Samkoma kl. 17. Ágúst Valgarð Ólafs-
son talar.
HVAMMSKIRKJA Norðurárdal |
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sverrir
Guðmundsson, prestur er sr. Elínborg
Sturludóttir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma og brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður er Hafliði Kristinsson, fjöl-
skyldu- og hjónaráðgjafi. Kaffi á eftir.
Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni
kl. 14. English speaking service.
Ræðumaður er Alex Couper.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma
kl. 13.30 fyrir alla fjölskylduna. Lof-
gjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram pre-
dikar. Barnastarf á sama tíma. Kaffi á
eftir.
KAÞÓLSKA kirkjan:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl.
11 og laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa
kl. 11. Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema
föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði |
Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa
kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30, kl. 13 á pólsku og á ensku kl.
18. Virka daga er messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk |
Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30.
Laugardag er messa á ensku kl.
18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa,
Jón Árni og Ester stýra barnstarfinu. Fé-
lagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja und-
ir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur
er sr. Sigfús B. Ingvason. Æðruleys-
ismessa kl. 20 með AA-mönnum.
Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.
KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20.
Gleðisveitin sér um tónlistarflutning,
söng og hugleiðingu. Samkomuþjónar
eru Sigrún og Hörður. Á eftir er sælgæt-
issala KSS opin.
KÓPAVOGSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt
upphaf. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
prédikar. Kór Kópavogskirkju syngur,
organisti er Lenka Mátéová. Umsjón
með sunnudagaskóla hafa Þóra Mar-
teinsdóttir og Sólveig Aradóttir.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í
Neskirkju kl. 20. Sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir prédikar og minnist af-
mælis Kvennakirkjunnar 14. febrúar.
Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við
undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Kaffi á eftir.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng.
Organisti Jón Stefánsson og prestur er
Sigrún Óskarsdóttir. Sunnudagaskóli á
sama tíma í umsjón Ingunnar Huldar og
Arons. Kaffi og djús á eftir.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og
sunnudgaskóli kl. 11. Bjarni Karlsson
þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni org-
anista, kór Laugarneskirkju, sunnu-
dagaskólakennurum og hópi messu-
þjóna. Kaffi.
LÁGAFELLSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari
og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar
syngur, einsöngvari er Arnþrúður Ösp
Karlsdóttir. Arnhildur Valgarðsdóttir
leikur á orgel, Hugrún E. Sigurðardóttir
á básúnu og Andrea D. Pálsdóttir á
þverflautu. Sunnudagaskóli kl 13. Um-
sjón hafa Hreiðar Örn og Arnhildur.
LINDAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11 í Lindakirkju og Boðaþingi. Messa
kl. 14. Kór Lindakirkju leiðir söng undir
stjórn Óskars Einarssonar. Gestur og
einsöngvari með kórnum er Þorvaldur
Halldórsson. Sveinn Alfreðsson guð-
fræðinemi prédikar. Prestur er Guð-
mundur Karl Brynjarsson. Æskulýðs-
starf KFUM og K kl. 20.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Sameiginlegt upphaf. Háskólakór-
inn syngur undir stjórn Gunnsteins
Ólafssonar. Sr. Örn Bárður Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Messu-
þjónar aðstoða. Umsjón með barna-
starfi hafa Sigurvin, Katrín og Ari. Veit-
ingar á eftir.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Fjöl-
skylduguðsþjónusta og sunnudaga-
skóli kl. 11. Veitingar á eftir.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju.
Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón hafa Guja, Fanney
Rós og Rögnvaldur við píanóið. Börn
fædd árið 2006 fá gefins bók frá kirkj-
unni.
SELJAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar.
Þorvaldur Halldórsson stýrir tónlistinni.
Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa á
konudag kl. 11. Safnast verður saman
á Valhúsahæð kl. 10.45, þar sem Auð-
ar djúpúðgu og Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur verður minnst. Kvenfélagið
Seltjörn tekur þátt og lesa félagskonur
ritningarlestra og bænir, Málfríður Finn-
bogadóttir flytur hugleiðingu og Rann-
veig Ívarsdóttir formaður flytur ávarp.
Sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur
og organisti kirkjunnar þjóna ásamt fé-
lögum úr Kammerkórnum. Veitingar á
eftir. Fræðslumorgunn kl. 9.45. Torf-
hildur Rúna Gunnarsdóttir talar um
leiðina til Santiago de Compostela.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson
vígslubiskup annast prestsþjónustuna,
organisti er Jón Bjarnason.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjöl-
skyldusamkoma kl. 14. Barnastarf, lof-
gjörð, prédikun og fyrirbæn. Högni Vals-
son prédikar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Útvarpsmessa kl.
11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar
fyrir altari ásamt Kolbrúnu Sigmunds-
dóttur og Guðrúnu Björt Yngvadóttur,
Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri flytur
hugvekju. Kvennakór Garðabæjar syng-
ur undir stjórn Ingibjargar Guðjóns-
dóttur. Sunnudagaskóli á sama tíma. Á
eftir er súpa og tískusýning frá versl-
uninni Ilse Jacobsen. Örmálþing kl. 13,
Jóhanna Vilhjálmsdóttir flytur erindi um
heilsueflingu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði |
Fjölskylduhátíð kl. 11. Barna- og ung-
lingakórinn syngur undir stjórn Áslaug-
ar Bergsteinsdóttur. Prestur er sr. Bragi
J. Ingibergsson.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11 fer fram í Njarðvík-
urkirkju.
Orð dagsins:
Skírn Krists.
(Matt. 3)
Morgunblaðið/Kristján
Péturskirkja á Akureyri.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48