Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AF TÓNLISTARVERÐLAUNUM
Arnar Eggert Thoroddsen 
skrifar frá Ósló, arnart@mbl.is
Norrænu tónlistarverðlaunin, Nor-disk Music Prize, voru afhent öðrusinni á fimmtudaginn hér í Ósló. At-
höfnin fór fram í Jakobskirkjunni og voru
tólf plötur frá öllum Norðurlöndunum til-
nefndar. Fulltrúar Fróns voru þau Björk
(Biophilia) og GusGus (Arabian Horse) en
leikar fóru þannig að sænski djassleikarinn
Goran Kajfes hreppti hnossið fyrir plötu sína
X/Y, metnaðarfullt og nokk tilraunakennt
verk þar sem djassi, heimstónlist og raftónlist
er hrært saman. Það var Jónsi okkar sem
vann til verðlaunanna í fyrsta skipti í fyrra,
þá fyrir plötuna Go. Verðlaunum þessum
svipar til Mercury-verðlaunanna bresku þar
sem áhersla er lögð á listrænt innihald frem-
ur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar
eru. Tilgangurinn er þó öðru fremur að vekja
athygli á frambærilegri norrænni tónlist,
koma henni til umheimsins ef svo mætti
segja. Ekki þá bara að hinn vestræni popp-
heimur, með sínum bresku og bandarísku
áherslum verði var við hvað er að gerast
hérna heldur einnig norrænu löndin sjálf en
það er í raun stórmerkilegt hversu lítill tón-
listarlegur samgangur er á milli Norður-
landanna, þegar nánar er að gáð. 
 Athöfnin í Jakobskirkjunni var hinglæsilegasta og fulltrúar listamanna og
hinna ýmsu anga norræna tónlistarbransans
voru á staðnum. Verðlaunaafhendingin er
undir hatti by:Larm-hátíðarinnar sem mætti
lýsa sem norsku útgáfunni af Airwaves. Mikil
?showcase?-hátíð þar sem ungar og efnilega
sveitir ota sínum tota sem mest þær mega.
Óvænt úrslit í Ósló
Sigurvegari Goran Kajfes er Svíi af júgóslavneskum ættum. Plata hans X/Y er metnaðarfullur
bræðingur hinna ýmsu stíla, þar sem hið gamla og hið nýja rennur saman á fumlausan hátt. 
Hátíðin snýst þá ekki einvörðungu um tón-
leika, fjör og flipp heldur er þetta og funda-
og vinnuhátíð, aðilar úr tónlistariðnaðinum
hittast og koma á samböndum, bóka hljóm-
sveitir og garfa í sínum málum eins ötullega
og kostur er. Einnig er mikil og vegleg ráð-
stefnudagskrá með fyrirlestrum, viðtölum,
vinnubúðum og svo framvegis. 
En komum okkur aftur inn í Jak-
obskirkjuna. Það var danski menningar-
málaráðherrann Uffe Elbae sem afhenti
verðlaunin, íklæddur Dr. Martens-skóm og
bol. Flottur fýr og ?ligeglad? eins og þeir eru
stundum blessaðir Baunarnir. Það verður að
segjast að úrslitin komu nokkuð í opna
skjöldu. Margir voru á því að Björk myndi
taka þetta örugglega og söngkonur eins og
Lykke Li og Ane Brun þóttu einnig líklegar.
Sama má segja um teknómeistarann The
Field og dönsku unglingapönkarana í Iceage
sem hefur mikið verið hampað að und-
anförnu. 
En Kajfes er vel að verðlaununum kom-
inn og nokkuð sterkt útspil að taka þennan
óvænta vinkil. Það er eitthvað smart við það
líka að verðlauna ónorrænustu plötuna af
þeim öllum, bæði gefur það til kynna áherslu
á að góð tónlist ráði för, hvernig svo sem hún
er samsett og að frægir, ráðsettir listamenn
geti ekki gert ráð fyrir áskrift að verðlaun-
unum. 
Greinarhöfundur var reyndar að vonast
til þess að Björk myndi taka þetta, þar sem
Sigur Rós og Ólöf Arnalds verða með nýjar
plötur í ár sem þýðir að við hefðum einnig
tekið verðlaunin á næsta ári. Hinar þjóðirnar
hefðu í framhaldinu gengist fyrir því að verð-
launin yrðu lögð niður vegna þessarar óþol-
andi smáþjóðar sem allt þykist eiga og allt
þykist geta. Nei, ég segi svona. 
 Ég fór síðar um kvöldið og sá GusGusleika í flottum klúbbi á tólftu hæð í há-
hýsi einu í miðborginni. Söngvararnir Urður,
Daníel og Högni tóku áhorfendur í nefið með
glæstu hálftíma setti og Forsetinn og Veiran
voru eitursvöl á bakvið, stýrðu taktföstu,
nærri því sefandi flæðinu með miklum glæsi-
brag og reisn. Er nema von að maður hugsi,
þó ekki sé nema stundum, að Ísland sé best í
heimi? Að minnsta kosti alveg örugglega á
Norðurlöndum!
»En Kajfes er vel aðverðlaununum kominn
og nokkuð sterkt útspil að
taka þennan óvænta vinkil. 
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012
Á sunnudag verða Fjöruverðlaunin, bók-
menntaverðlaun kvenna, afhent í sjötta
sinn á bókmenntahátíð kvenna - Góugleði. .
Hátíðin fer fram í Iðnó og hefst dagskráin
klukkan 11.00. 
Dagskráin hefst á því að Ljótikór syngur
nokkur lög og að því loknu flytur sérstakur
gestur hátíðarinnar, Sandi Toksvig, ræðu
og svarar spurningum úr sal. Toksvig er
þekktur rithöfundur, grínisti og dag-
skrárgerðarmaður. Hún hefur einnig verið
formaður dómnefndar Orange-bókmennta-
verðlaunanna bresku sem eru bókmennta-
verðlaun kvenna.
Fjöruverðlaunin eru veitt í þremur flokk-
um og eru þrjár bækur tilnefndar í hverj-
um þeirra. Í flokki fagurbókmenna eru til-
nefndar Jójó eftir Steinunni
Sigurðardóttur, Kanill: ævintýri og örfá
ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur og
Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur.
Í flokki fræðibóka eru tilnefndar Mannvist
? Sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu
Lárusdóttur, Nútímans konur: Menntun
kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-
1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og
Ríkisfang ekkert: flóttinn frá Írak á Akra-
nes eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Í flokki
barna- og unglingabóka eru tilnefndar
Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi
Björgvinsdóttur, Gegnum glervegginn eftir
Ragnheiði Gestsdóttur og Með heiminn í
vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur.
Allt áhugafólk um bókmenntir er vel-
komið. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og
innifalið í því verði er samloka, kaffi og
gos. Dagskráin hefst kl. 11 og stendur til
kl. 13.
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun
kvenna, voru fyrst veitt árið 2007. Fjöru-
verðlaunin á síðasta ári hlutu Agniezka No-
wak og Vala Þórsdóttir fyrir Þankagöngu
Kristín Steinsdóttir fyrir Ljósu og 
Kristín Loftsdóttir fyrir Konuna sem
fékk spjót í höfuðið.
Fjöruverðlaunin veitt í sjötta sinn
 Bækur níu kvenna voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna kvenna 
 Bókmenntahátíð kvenna, Góugleði, verður haldin í Iðnó á sunnudag
Morgunblaðið/Ómar
Tilnefndir höfundar Níu bækur eru tilnefndar til verðlaunanna, þrjár í hverjum flokki fagurbókmennta, fræðibóka og barna- og unglingabóka.
Danski Hammond-orgelleikarinn Kjeld Lau-
ritsen leikur á fimmtu tónleikum djass-
tónleikaraðarinnar á KEX hostel, Skúlagötu
28, á þriðjudag. Lauritsen leikur með tríói
sem skipað er honum, Sigurði Flosasyni saxó-
fónleikara og Einari Scheving trommuleik-
ara. Tríóið mun flytja fjölbreytt úrval
þekktra djasslaga auk nokkurra eigin tón-
smíða. 
Kjeld Lauritsen hefur um árabil verið einn
þekktasti og vinsælasti Hammond-orgelleik-
ari Dana og leikur meðal annars reglulega á
hinum vinsæla djassstað LaFontain í Kaup-
mannahöfn. 
Hann heldur út eigin tríói í heimalandinu,
en einnig djasssveitinni The Organizers sem
hann stofnaði 1991 með saxófónleikaranum
Bob Rockwell, en The Organizers hefur gefið
út fimm plötur. Lauritsen hefur leikið með
mörgum helstu djasstónlistarmönnum Norð-
urlanda og einnig með alþjóðlegum stjörnum.
Kjeld Lauritsen var gestur Jazzhátíðar
Reykjavíkur 2010 
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í
um tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur
er ókeypis.
Tríó Kjelds
Lauritsens leik-
ur á KEX djass
Kexdjazz Hammondleikarinn Kjeld Lauritsen.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48