Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 42
AF TÓNLISTARVERÐLAUNUM Arnar Eggert Thoroddsen skrifar frá Ósló, arnart@mbl.is Norrænu tónlistarverðlaunin, Nor-disk Music Prize, voru afhent öðrusinni á fimmtudaginn hér í Ósló. At- höfnin fór fram í Jakobskirkjunni og voru tólf plötur frá öllum Norðurlöndunum til- nefndar. Fulltrúar Fróns voru þau Björk (Biophilia) og GusGus (Arabian Horse) en leikar fóru þannig að sænski djassleikarinn Goran Kajfes hreppti hnossið fyrir plötu sína X/Y, metnaðarfullt og nokk tilraunakennt verk þar sem djassi, heimstónlist og raftónlist er hrært saman. Það var Jónsi okkar sem vann til verðlaunanna í fyrsta skipti í fyrra, þá fyrir plötuna Go. Verðlaunum þessum svipar til Mercury-verðlaunanna bresku þar sem áhersla er lögð á listrænt innihald frem- ur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar eru. Tilgangurinn er þó öðru fremur að vekja athygli á frambærilegri norrænni tónlist, koma henni til umheimsins ef svo mætti segja. Ekki þá bara að hinn vestræni popp- heimur, með sínum bresku og bandarísku áherslum verði var við hvað er að gerast hérna heldur einnig norrænu löndin sjálf en það er í raun stórmerkilegt hversu lítill tón- listarlegur samgangur er á milli Norður- landanna, þegar nánar er að gáð.    Athöfnin í Jakobskirkjunni var hinglæsilegasta og fulltrúar listamanna og hinna ýmsu anga norræna tónlistarbransans voru á staðnum. Verðlaunaafhendingin er undir hatti by:Larm-hátíðarinnar sem mætti lýsa sem norsku útgáfunni af Airwaves. Mikil „showcase“-hátíð þar sem ungar og efnilega sveitir ota sínum tota sem mest þær mega. Óvænt úrslit í Ósló Sigurvegari Goran Kajfes er Svíi af júgóslavneskum ættum. Plata hans X/Y er metnaðarfullur bræðingur hinna ýmsu stíla, þar sem hið gamla og hið nýja rennur saman á fumlausan hátt. Hátíðin snýst þá ekki einvörðungu um tón- leika, fjör og flipp heldur er þetta og funda- og vinnuhátíð, aðilar úr tónlistariðnaðinum hittast og koma á samböndum, bóka hljóm- sveitir og garfa í sínum málum eins ötullega og kostur er. Einnig er mikil og vegleg ráð- stefnudagskrá með fyrirlestrum, viðtölum, vinnubúðum og svo framvegis. En komum okkur aftur inn í Jak- obskirkjuna. Það var danski menningar- málaráðherrann Uffe Elbae sem afhenti verðlaunin, íklæddur Dr. Martens-skóm og bol. Flottur fýr og „ligeglad“ eins og þeir eru stundum blessaðir Baunarnir. Það verður að segjast að úrslitin komu nokkuð í opna skjöldu. Margir voru á því að Björk myndi taka þetta örugglega og söngkonur eins og Lykke Li og Ane Brun þóttu einnig líklegar. Sama má segja um teknómeistarann The Field og dönsku unglingapönkarana í Iceage sem hefur mikið verið hampað að und- anförnu. En Kajfes er vel að verðlaununum kom- inn og nokkuð sterkt útspil að taka þennan óvænta vinkil. Það er eitthvað smart við það líka að verðlauna ónorrænustu plötuna af þeim öllum, bæði gefur það til kynna áherslu á að góð tónlist ráði för, hvernig svo sem hún er samsett og að frægir, ráðsettir listamenn geti ekki gert ráð fyrir áskrift að verðlaun- unum. Greinarhöfundur var reyndar að vonast til þess að Björk myndi taka þetta, þar sem Sigur Rós og Ólöf Arnalds verða með nýjar plötur í ár sem þýðir að við hefðum einnig tekið verðlaunin á næsta ári. Hinar þjóðirnar hefðu í framhaldinu gengist fyrir því að verð- launin yrðu lögð niður vegna þessarar óþol- andi smáþjóðar sem allt þykist eiga og allt þykist geta. Nei, ég segi svona.    Ég fór síðar um kvöldið og sá GusGusleika í flottum klúbbi á tólftu hæð í há- hýsi einu í miðborginni. Söngvararnir Urður, Daníel og Högni tóku áhorfendur í nefið með glæstu hálftíma setti og Forsetinn og Veiran voru eitursvöl á bakvið, stýrðu taktföstu, nærri því sefandi flæðinu með miklum glæsi- brag og reisn. Er nema von að maður hugsi, þó ekki sé nema stundum, að Ísland sé best í heimi? Að minnsta kosti alveg örugglega á Norðurlöndum! »En Kajfes er vel aðverðlaununum kominn og nokkuð sterkt útspil að taka þennan óvænta vinkil. 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Á sunnudag verða Fjöruverðlaunin, bók- menntaverðlaun kvenna, afhent í sjötta sinn á bókmenntahátíð kvenna - Góugleði. . Hátíðin fer fram í Iðnó og hefst dagskráin klukkan 11.00. Dagskráin hefst á því að Ljótikór syngur nokkur lög og að því loknu flytur sérstakur gestur hátíðarinnar, Sandi Toksvig, ræðu og svarar spurningum úr sal. Toksvig er þekktur rithöfundur, grínisti og dag- skrárgerðarmaður. Hún hefur einnig verið formaður dómnefndar Orange-bókmennta- verðlaunanna bresku sem eru bókmennta- verðlaun kvenna. Fjöruverðlaunin eru veitt í þremur flokk- um og eru þrjár bækur tilnefndar í hverj- um þeirra. Í flokki fagurbókmenna eru til- nefndar Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur, Kanill: ævintýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur og Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. Í flokki fræðibóka eru tilnefndar Mannvist – Sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur, Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850- 1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Ríkisfang ekkert: flóttinn frá Írak á Akra- nes eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Í flokki barna- og unglingabóka eru tilnefndar Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, Gegnum glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Allt áhugafólk um bókmenntir er vel- komið. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og innifalið í því verði er samloka, kaffi og gos. Dagskráin hefst kl. 11 og stendur til kl. 13. Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru fyrst veitt árið 2007. Fjöru- verðlaunin á síðasta ári hlutu Agniezka No- wak og Vala Þórsdóttir fyrir Þankagöngu Kristín Steinsdóttir fyrir Ljósu og Kristín Loftsdóttir fyrir Konuna sem fékk spjót í höfuðið. Fjöruverðlaunin veitt í sjötta sinn  Bækur níu kvenna voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna kvenna  Bókmenntahátíð kvenna, Góugleði, verður haldin í Iðnó á sunnudag Morgunblaðið/Ómar Tilnefndir höfundar Níu bækur eru tilnefndar til verðlaunanna, þrjár í hverjum flokki fagurbókmennta, fræðibóka og barna- og unglingabóka. Danski Hammond-orgelleikarinn Kjeld Lau- ritsen leikur á fimmtu tónleikum djass- tónleikaraðarinnar á KEX hostel, Skúlagötu 28, á þriðjudag. Lauritsen leikur með tríói sem skipað er honum, Sigurði Flosasyni saxó- fónleikara og Einari Scheving trommuleik- ara. Tríóið mun flytja fjölbreytt úrval þekktra djasslaga auk nokkurra eigin tón- smíða. Kjeld Lauritsen hefur um árabil verið einn þekktasti og vinsælasti Hammond-orgelleik- ari Dana og leikur meðal annars reglulega á hinum vinsæla djassstað LaFontain í Kaup- mannahöfn. Hann heldur út eigin tríói í heimalandinu, en einnig djasssveitinni The Organizers sem hann stofnaði 1991 með saxófónleikaranum Bob Rockwell, en The Organizers hefur gefið út fimm plötur. Lauritsen hefur leikið með mörgum helstu djasstónlistarmönnum Norð- urlanda og einnig með alþjóðlegum stjörnum. Kjeld Lauritsen var gestur Jazzhátíðar Reykjavíkur 2010 Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í um tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur er ókeypis. Tríó Kjelds Lauritsens leik- ur á KEX djass Kexdjazz Hammondleikarinn Kjeld Lauritsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.