Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2012 Hasarmyndin Safe Housevar frumsýnd nýlega enum er að ræða fjórðumynd sænska leikstjór- ans Daniels Espinosa. Hróður leik- stjórans hefur aukist frá því síðasta mynd hans, Snabba Cash, kom út en í Safe House stígur hann skref- inu lengra inn í Hollywood og fær stórleikarana Denzel Washington og Ryan Reynolds til liðs við sig. Myndin segir frá Tobin Frost (Washington), fyrrverandi leyni- þjónustumanni sem hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöld- um í tíu ár. Eftir að hafa gengið inn í bandaríska sendiráðið í Höfðaborg fer óhugnanleg yf- irheyrsla í gang sem endar með ósköpum. Matt Weston (Reynolds), óreyndur leyniþjónustumaður, end- ar uppi með Frost í skottinu á bíl sínum á flótta undan óprúttnum að- ilum sem vilja hafa hendur í hári hans. Það var mjög gaman að sjá kunnugleg sænsk andlit í kvik- myndinni og greinilegt að Espinosa leitar á heimaslóðir sínar þegar kemur að vali á aukaleikurum. Þess má til gamans geta að Fares Fares, aðalleikarinn úr hinni frábæru Kopps, leikur málaliðann Vargas auk þess sem Joel Kinnaman, aðal- leikari Snabba Cash, fer með lítið hlutverk í myndinni. Þeir stóðu sig vel í sínum hlutverkum sem og Washington og Reynolds. Það er mjög hröð klipping í myndinni og flest skot hennar fá aðeins að njóta sín í andartak. Rammarnir eru nær alltaf á iði og verður útkoman ansi taugatrekkj- andi. Persónur myndarinnar búa yfir ágætri dýpt en kynning þeirra er ansi illa útfærð. Mynd af Frost er varpað upp á skjá í höf- uðstöðvum CIA og háttsettur aðili þar talar um hvað hann sé mikill karl í krapinu; svipaða sögu er að segja af kynningu Westons. Þetta er ansi ódýr aðferð og hefði verið betra að láta persónurnar gefa sjálfar mynd af sér með gjörðum eða samtölum. Safe House minnir talsvert á kvikmyndirnar um Jason Bourne þar sem spilling innan leyniþjón- ustu Bandaríkjanna er aðalhita- málið. Þó svo myndin búi yfir ein- hverjum göllum þá er hún fremur raunsæ og heldur athygli áhorf- andas nær allan tímann; ágætis af- þreying. Samsæri, svik og spilling Stórleikarar Ryan Reynolds og Denzel Washington fara með aðalhlutverk. Safe House bbbnn Leikstjórn: Daniel Espinosa. Handrit: David Guggenheim. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Ryan Reynolds og Brendan Gleeson. 117 mín. Bandaríkin, 2012. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 THIS MEANS WAR LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5 10 STAR WARS EPISODE 1 3D LÚXUS KL. 2 10 SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L CHRONICLE KL. 1 (TILBOÐ) - 6 - 8 - 10 12 CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE SVARTHÖFÐI.IS THIS MEANS WAR KL. 3.30 (TILBOÐ SUN) - 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D KL. 3 (TILBOÐ SUN) - 6 - 9 10 SAFE HOUSE KL. 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 3 (TILBOÐ SUN) - 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 4 (TILBOÐ SUN) L THIS MEANS WAR KL. 8 - 10 14 SAFE HOUSE KL. 8 - 10.10 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 10 LISTAMAÐURINN KL. 6 (LAU) L / STRÍÐSYFIRLÝSING KL. 6 (SUN) L SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 2 (TILBOÐ) L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THIS MEANS WAR Sýnd kl. 6 - 8 - 10 SAFE HOUSE Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:20 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! TOTAL FILM HHH BOXOFFICE MAGAZINE HHH FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÍSLENSKT TAL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Fleiri konur í tæknigeirann Nýherji leggur áherslu á að auka þátttöku kvenna í tæknigreinum Stelpur! Kynnið ykkur spennandi nám í tölvu- og tæknigreinum á Háskóladeginum 18. febrúar frá klukkan 12:00-16:00 í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands (Askja) www.nyherji.is Kynntu þér málið á www.haskoladagurinn.is Háskóladagurinn 18. feb 2012 Nýherji hf. er samstæða fram- sækinna þekkingarfyrirtækja í upplýsingatækni með 550 starfsmenn á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.