Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 49. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Andlát: Halldór Fannar
2. Kynlífsfíkn er ekkert grín
3. Reikna ekki með tveimur mæðrum
4. Dómur yfir Baldri staðfestur
 Dúettinn Eldar, skipaður þeim
Valdimari Guðmundssyni og Björg-
vini Ívari Baldurssyni, mun troða upp
á Tónleikaröð Súfistans í Hafnarfirði
næstkomandi laugardag.
Eldar troða upp
á Súfistanum
 Goðsögnin Tony
Bennett mun
syngja í Hörpunni
föstudaginn 10.
ágúst. Bennett er
handhafi 17
Grammy-
verðlauna,
tvennra Emmy-
verðlauna og hef-
ur selt rúmlega 50 milljón plötur á
ferlinum sem spannar nærri 60 ár.
Tónleikarnir verða í Eldborgarsalnum.
Dóttir hans, Antonia Bennett, mun
hita upp fyrir föður sinn.
Tony Bennett syngur
í Hörpu í ágúst
 Sópransöngkonan Þóra Ein-
arsdóttir og píanóleikarinn Steinunn
Birna Ragnarsdóttir bjóða í ferðalag
næstkomandi þriðjudag kl. 12.15, en
þá flytja þær sönglög Henri Duparc á
fyrstu hádegistónleikum
Íslensku óperunnar í
Hörpu, undir yfirskrift-
inni ?Boðið í ferðalag?.
Tónleikarnir fara
fram í Norður-
ljósasalnum og
tekur flutning-
urinn um hálf-
tíma. 
Hádegistónleikar
Íslensku óperunnar
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, strekkingur við NA-ströndina og él, en annars hægari
og víða bjart. Vaxandi suðvestanátt og þykknar upp V-lands seinnipart. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag Suðvestan og sunnan 5-10 m/s með dálítilli snjókomu, en síðar slyddu eða
rigningu. Þurrt A-lands. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost NA-lands. 
Á mánudag Norðvestlæg átt, 5-13 m/s með dálítilli snjókomu eða éljum, en úrkomulítið
S- og V-lands. Lægir og birtir víða til síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en hiti 1 til 4 stig syðst. 
Úrslitaleikirnir í Powerade-bikarnum í
körfuknattleik fara fram í Laugar-
dalshöllinni í dag. Í kvennaflokki eig-
ast við Njarðvík og Snæfell en í karla-
flokki takast á Keflavík og Tindastóll.
Morgunblaðið hafði samband við
Ágúst Björgvinsson sem þjálfar bæði
kynin hjá Val og ræddi við hann um
liðin sem komin eru í úrslit keppn-
innar. »4
Nýtt nafn skráð á bik-
arinn í kvennaflokki
Matthías Vilhjálmsson, 
fyrirliði FH, skrifaði í gær
undir samning við Start í
Noregi um að leika með lið-
inu út þetta tímabil. ?Þetta
er mjög spennandi og öll um-
gjörð hjá félaginu er virkilega
flott. Hér er nýr 14 þúsund
manna völlur og félagið á að
hafa alla burði til að komast
upp á nýjan leik,? segir
Matthías meðal annars
við Morgunblaðið. »2
Mjög spennandi
hjá Start í Noregi
Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðs-
markvörðurinn ungi úr Haukum, er
leikmaður 15. umferðar í handbolt-
anum að mati Morgunblaðsins. Aron
segir að einkaþjálfun síðasta sumar
hafi hjálpað sér mikið fyrir veturinn
en markmiðin séu að festa sig í sessi
í landsliðinu og komast í atvinnu-
mennsku. »2-3
Einkaþjálfunin kom
Aroni til góða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hópur svartþrasta lífgar upp á
Laugardalinn í Reykjavík, ásamt
fleiri fuglategundum sem þar halda
til. Svartþröstum hefur fjölgað hér
undanfarin ár og talið er að stofninn
sé nokkur hundruð fuglar.
Ekki er nema um aldarfjórðungur
síðan svartþrestir námu hér land og
hófu varp, að sögn dr. Ævars Pet-
ersen dýrafræðings. Stofninn hefur
stækkað síðan þá og breiðst út á höf-
uðborgarsvæðinu. Svartþrestirnir
halda sig nú á svæðinu frá Hafn-
arfirði og upp í Kollafjörð og Kjós.
Þeir verpa einkum þar sem eru
grenitré. Þau eru sterkbyggð og
þegar svartþrestir byrja að verpa í
apríl eru lauftré enn nakin og veita
hreiðrunum lítið skjól.
?Væntanlega kemur svartþröst-
urinn á aðra þéttbýlisstaði í landinu
áður en langt um líður,? sagði Ævar.
?Þetta er eins og starrinn gerði.? 
Starrinn kom á höfuðborg-
arsvæðið haustið 1959 og hóf varp
vorið 1960. Hér á landi eru tveir
starrastofnar. Sá stofn sem kom fyrr
hóf að verpa í Hornafirði dálítið fyrir
heimsstyrjöldina síðari og hefur
haldið sig þar. Hornafjarðarstarr-
arnir urpu úti í eyjum og höguðu sér
eins og vanalegir villtir fuglar. Þeir
héldu sig inni á Höfn yfir vetr-
armánuðina. Ævar segir að talið sé
að þessir starrar hafi komið frá
Færeyjum, þar sem starrar verpa í
fuglabjörgum.
Höfuðborgarstarrarnir höguðu
sér allt öðru vísi en frændur þeirra í
Hornafirði. Þeir urpu í húsum líkt og
starrar víða erlendis. Talið er að
þessi stofn hafi verið ættaður úr
þéttbýli einhvers staðar í Bretlandi
eða á meginlandi Evrópu. Starra-
stofn þessi hefur vaxið mikið og
breiðst út. Starrarnir fljúga oft um í
stórum hópum í ljósaskiptunum og
stærsti náttstaður þeirra er í skóg-
ræktinni í Fossvogi.
Þrestir, skógarþröstur, gráþröst-
ur og svartþröstur eru ekki náskyld-
ir störrum samkvæmt tegunda-
flokkun. Ævar bendir á að þrestirnir
hoppi á fótunum en starrarnir gangi
með því að bera lappirnar fyrir sig
til skiptis, líkt og frændur þeirra
krákur og hrafnar. 
Starrar eru dökkir og dröfnóttir
en fullorðnir svartþrastakarlar eru
biksvartir með skærgulan gogg og
gulan hring í kringum augun. Svart-
þrastakerlingar eru dökkmóbrúnar
með rendur framan á brjóstinu
og dökkt nef. Ungir
karlfuglar eru svar-
brúnir og með dökkt
nef til að byrja með
áður en nefið gulnar. 
Svartþrestir sækja í sig veðrið
 Svartþrestir eru um allt höfuðborg-
arsvæðið og líklegt að útbreiðsla aukist
Morgunblaðið/Ómar
Svartþröstur Þessi svartþrastarkarl var í Laugardal í Reykjavík. Kvenfuglarnir eru dökkmóbrúnir, með rendur á brjóstinu og dökkt nef. Ungir svart-
þrestir eru svarbrúnir í fyrstu og með dökkt nef. Á árum áður var ekki óalgengt að fólk ruglaði svartþröstum saman við starra, en þeir eru ekki skyldir.
?Það er afskaplega breytilegt
hljóðið í starranum og maður
má stundum passa sig að halda
ekki að hann sé annar fugl,?
sagði Ævar Petersen. ?Þeir eru
duglegir að herma eftir. Á árum
áður þegar starrinn var nýr og
sól og gott veður á útmán-
uðum og starrinn fór að
láta í sér heyra þá
var gjarnan
hringt til okk-
ar á Nátt-
úrufræði-
stofnun og
sagt: Ég heyrði
í lóu!? 
Sannkölluð
hermikráka
AFSKAPLEGA BREYTILEG
HLJÓÐ Í STARRANUM

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48