Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  43. tölublað  100. árgangur  ALGERT JAFN- RÉTTI Í FJALLA- HJÓLREIÐUM ÚTVARPSÞÆTTIR Í LEIKHÚSI FULL- KOMIN SKEMMTUN ÁHORFENDUR ÁTU ÚR LÓFA MUGISONS ORÐ SKULU STANDA 30 BY:LARM GERÐ UPP 32ÆVINTÝRI OG HAMINGJA 10 Skúli Hansen skulih@mbl.is Mikið er um byggingarfram- kvæmdir á Heimaey um þessar mundir að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Að hans sögn hefur árað vel í bænum á síðustu misserum. Þannig sé lítið at- vinnuleysi þarog tekjur íbúanna háar. Því fari bæði einstaklingar og fyrirtæki frekar út í framkvæmdir en ella. „Það er verið að byggja hér þó- nokkuð mörg einbýlishús, fjölbýlis- hús og fyrirtæki eru bæði að stækka við sig og að byggja nýbyggingar,“ segir Elliði og bendir jafnframt á að íbúum bæjarins hafi fjölgað á síð- ustu þremur til fjórum árum og byggðin um leið styrkst mjög með bættum samgöngum. „Atvinnulífið hefur staðið mjög sterkt og nú standa vonir til þess að menn láti af þessum væringum í kringum sjávarútveginn og um leið og það verður þá verður ráðist í gríð- armiklar framkvæmdir,“ segir Elliði og bætir við að þessar framkvæmdir gætu numið milljörðum króna. Bærinn stefnir á framkvæmdir „Staðan er sú að það er uppsöfnuð framkvæmdaþörf hjá Vestmanna- eyjabæ og við stefnum að umtals- verðum framkvæmdum,“ segir Ell- iði og bætir við: „Til að mynda á safnasviði þar sem við hyggjumst byggja yfir svokallaða Eldheima, eða Pompei norðursins, safn til minningar um Heimaeyjargosið 1973, en það eru 40 ár á næsta ári frá því að það byrjaði, og það er stór og mikil framkvæmd.“ Uppsveifla í framkvæmdum í Eyjum  Lítið atvinnuleysi og háar tekjur skila sér í auknum framkvæmdum Vestmannaeyjar Einstaklingar og fyrirtæki standa í framkvæmdum. Fyrir neðan Frey Inga Björnsson er bara sjór en hann er ekkert smeykur þar sem hann hangir í rólu utan á Hörpu. Hann rekur fyrirtækið Sig- menn sem sinnir margs konar uppsetningu, við- haldsverkefnum og gluggaþvotti utan á húsum með erfitt aðgengi. Reipin eru bundin við fest- ingar á þakinu. Freyr er vélsmiður og björgunar- sveitarmaður með reynslu af klifri, var formaður Alpaklúbbsins. „Ég hangi í spottum, bæði í leik og starfi!“ Stöðugt hangið í vinnunni Morgunblaðið/Kristinn Skúli Hansen skulih@mbl.is Stjórn FME ákvað á fundi sínum, sem lauk seint í gærkvöldi, að verða við beiðni Gunn- ars Þ. Andersen, forstjóra FME, um fram- lengingu á andmælafresti hans. Að sögn Aðalsteins Leifssonar, stjórnarformanns FME, fær Gunnar frest til fimmtu- dagskvölds, 23. febrúar, til að skila andmæl- um. „Stjórnin átti fund með Gunnari síð- astliðinn fimmtudag um starfslok og í ljós kom að það yrði djúpt á því að það yrði samkomulag. Þá var honum tilkynnt að hans mál væri til skoðunar með tilliti til þess að segja upp ráðningarsamningi hans og honum veittur andmælafrestur sem var síðan framlengdur núna,“ segir Aðalsteinn. Stjórn FME hefur að sögn Aðalsteins einnig svarað þeim spurningum sem Skúli beindi til hennar en ekki stendur til að opin- bera svörin. Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, segir ekki tækt að fjalla efnislega um málið fyrr en búið er að fá þessi gögn og upplýsingar sem m.a. er beðið um. „Það er náttúrlega voðalega erfitt ef þú ætlar að mótmæla einhverju eða fara yfir það að þurfa að giska á hvað liggur því til grund- vallar.“ Fær lengri frest  Stjórn FME ræddi starfslok við Gunnar Undrast lagastoð » Gunnar fékk í gær frest til næsta fimmtudagskvölds til að skila andmælum. » Lögmaður Gunn- ars furðar sig á þeim lagagrundvelli sem stjórn FME byggir uppsögnina á. Þar er vísað til vafa um óhlutdrægni starfs- manns. MGunnar óskar eftir »4  „Við stöðv- uðum þetta ekki skyndilega en við erum búin að setja þetta aðeins á bið á meðan við bíðum eftir nán- ari skoðun á nið- urstöðu dómsins, þannig að við séum ekki að gera hlutina tvisvar sinnum, að óþörfu,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Hún var spurð hvort rétt væri að endur- útreikningum lána hjá fyrirtækjum hefði skyndilega verið hætt af hálfu bankans eftir að gengislánadóm- urinn féll í Hæstarétti í síðustu viku. Að sögn Birnu hyggst Íslands- banki rýna í niðurstöður dómsins en hún segist vona að endurút- reikningarnir haldi áfram að nýju þegar að því loknu. skulih@mbl.is Leiðréttingar fyrirtækjalána á bið Birna Einarsdóttir  Mikið annríki hefur verið hjá Barnaspítala Hringsins að undanförnu, töluvert um inn- lagnir og mikill erill á bráða- móttöku, segir Ásgeir Haralds- son, yfirlæknir og prófessor í barnalækningum. „Þetta eru ýmsar umgangspestir, inflúensan er greinilega vaxandi og hún er varasöm,“ segir Ásgeir. „RSV-veiran er einnig í gangi, hún veldur lungnaeinkennum, leggst á smáar berkjur og getur valdið verulegum öndunareinkennum. Hún getur verið slæm ef hún leggst á mjög ung börn eða börn sem eru með sjúkdóma fyrir í lungum eða hjarta. Síðan er til vandræða veira sem er tiltölulega ný hér, MPN. Einkennin eru mjög svipuð og hjá RSV en geta verið grimmari.“ kjon@mbl.is Annríki á barna- spítala Hringsins  Ekki er spurn- ing um hvort heldur hvenær vél varðskipsins Þórs hefði brotnað niður. Hefði það gerst á versta tíma hefðu afleiðing- arnar getað orð- ið alvarlegar. Þetta segir Páll Kristinsson, skoð- unarmaður hjá Lloyd’s Register EMEA, sem hefur tæknilegt eft- irlit með varðskipunum. Páll gerði mælingar á vél Þórs í nóvember og taldi þá strax að hún væri gölluð og skipta þyrfti um vél. Framleiðandinn, Rolls Royce, hefði hins vegar dregið fæturna, enda kostar um milljarð að fjar- lægja vélina sem vegur tæp 80 tonn. »8 Varðskipið Þór Gölluð vél hefði getað valdið stórtjóni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.