Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Barnablašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Barnablašiš

						BARNABLAÐIÐ4
Þ að voru næstum fjögurþúsund börn sem mættu íáheyrnarprufur fyrir Galdra-karlinn í Oz í byrjun þessa
árs. Í hópi þessara barna var leikarinn
ungi, Grettir Valsson, 9 ára strákur úr
Vesturbæjarskóla. Hann hafði það fram
y?r ?esta krakkana sem þarna voru að
hafa leikið áður á sviði atvinnuleikhúss,
en hann fór með hlutverk í sýningunum
Óliver Tvist og Allir synir mínir sem var
sett upp í Þjóðleikhúsinu. Hann var einn
af fáum sem komst í gegnum þetta
fjölmenna úrtak og leikur nú um helgar
á fjölum Borgarleikhússins.
Ákvaðstu um leið og þú sást prufur
fyrir Galdrakarlinn í Oz auglýstar að
þetta væri eitthvað sem þú vildir taka
þátt í?
?Já, ég sá auglýsingarnar í skólanum
mínum og varð strax mjög spenntur.
Kannski sérstaklega af því að ég
þekkti ævintýrið mjög vel. Frænka mín
átti upp?ettibók sem mér fannst svo
?ott og þegar ég var í pössun heima
hjá henni voru pabbi hennar og mamma
alltaf að lesa bókina fyrir mig. Ég fór í þrjár
prufur og fyrstu tvær gengu mjög vel hjá
mér. Ég söng lagið Við eigum hvorn annan
að sem er upprunalega úr teiknimynd með
Tomma og Jenna.?
Ertu þá góður söngvari?
?Jaaaá, kannski. Sumum ?nnst það.
Sumum ekki.?
Hvaða hlutverk ferðu með í sýning-
unni?
?Ég leik held ég sex hlut-
verk. Af þeim hlutverkum
?nnst mér skemmtileg-
ast að leika bæjarstjór-
ann í fyrstu senunni.
Hann er bæði fyndinn
og skemmtilegur.?
Segðu okkur aðeins
frá öðrum hlutverkum
sem þú hefur leikið.
?Galdrakarlinn í Oz er þriðja
leiksýningin mín en ég var áður í
tveimur sýningum hjá Þjóðleikhúsinu. Ég
hef svo líka verið að leika smá í sjónvarps-
þáttunum Heimsendi og Hlemmavídeó.
Síðan hef ég líka verið að talsetja barna-
myndir. Ég hef talað mikið inn á Elías.?
Hvernig komstu í það að tala inn á
teiknimyndir?
?Það var í gegnum Óliver Tvist. Það er
sami leikstjóri í Óliver og í myndunum sem
ég hef verið að talsetja.?
Hver hjálpar þér að læra línurnar þínar
fyrir sýningarnar?
?Ég er ekki að tala mikið í Galdrakarl-
inum í Oz og geri allt upp á eigin spýtur í
þeirri sýningu og í Óliver líka. Í Allir synir
mínir var ég með svo mikinn texta og þá
þurftu mamma og pabbi að fara í gegnum
hann með mér fyrir sýningar.?
Hefurðu alltaf haft svona mikinn
leikhúsáhuga?
?Frá því ég var mjög lítill hef ég alltaf
haft mjög mikinn áhuga á að verða
söngvari. Ég á samt ekki neinn uppá-
haldssöngvara og ég hlusta ekki mikið á
tónlist. Pabbi minn og mamma vinna bæði
í leikhúsi. Pabbi minn er leikari og mamma
mín gerir búninga og leikmyndir en hún
er samt líka myndlistarkona og setur upp
listasýningar. Út af þessu öllu þá horfði ég
mikið á leikrit þegar ég var lítill og
þá langaði mig að vera með. Í
fyrsta leikritinu mínu, Óliver
Tvist, þá fór ég í prufu og
vissi náttúrulega ekkert
um hvað það ævintýri
var af því að ég var bara
sjö ára. En síðan þegar
ég komst inn í Óliver þá
byrjaði ég að vera svona
góður söngvari eins og ég er í
dag af því þá fékk ég æ?nguna.?
Heldurðu að þú eigir eftir að leggja
þetta fyrir þig?
?Já, ég held það bara. Ég hef ekki
átt nein önnur áhugamál og hef aldrei
verið að æfa neinar íþróttir. Einu sinni
fóru mamma og pabbi svolítið seinna í
sumarfrí en ég og þá þurfti ég að vera á
námskeiði á meðan. Þá hafði ég aðeins
verið að fylgjast með karate og ég skráði
mig á karatenámskeið. Ég fékk samt ?jótt
leið á því og sá áhugi entist bara í mánuð
og þá ákvað ég bara að hætta alveg. Einu
sinni skráði frænka mín sig í samkvæm-
isdansa og það voru mjög fáir í fyrsta
tímanum. Kennarinn hvatti krakkana til
að skrá ?eiri fyrir næsta tíma. Hún hringdi
í mig og spurði mig hvort ég vildi vera
með og ég sagði bara já, já, af því ég
hafði ekkert að gera. Svo ég prófaði það
en það var ekki alveg nógu skemmtilegt.
Ég var eiginlega bara alltaf að bíða eftir
Leiklistin
áhuga
?Eftir
senurnar mínar
fór ég oft bara heim
af því að ég nennti
ekkert að vera að
hneigja mig.?
Nú standa y?r sýningar á Galdra
karlinum í Oz og
Eldfærunum í Borgarleikhúsinu
og er alltaf gaman og
hátíðlegt að fara með fjölsk
yldunni í leikhús.
Síðustu sýningar á Fúsa froskag
leypi fara nú fram í Ga?ara-
leikhúsinu. Tónlist og fjör á
fjölunum við Strandgötuna.
Það er mikið um að vera fyr
ir fjölskylduna í Gerðubergi
en
þar eru meðal annars sýnin
garnar Ormurinn ógnarlangi,
Hávamál og Bráðum koma bles
suð jólin.
Eldur
Gleði
Dansleikur
Býr á tjörninni
Þú heyrir með því
Börn
Brúða
Köttur
Drasl
Segir bí bí
Grettir ásamt nokkrum öðrum börnum úr Galdraka
í Oz. Frá vinstri eru Svava Sól, Viktor Pétur, Grettir
Sól, Steinunn, Áslaug, Ebba Katrín og Halldór Í
Grímulaus leikari
Sæl verið þið, kæru
börn. Ég heiti Lúðvík
Lárusson og ég er
leikari. Ég hef því miður
týnt grímunni minni
einhvers staðar á
síðum Barnablaðsins.
Gætuð þið aðstoðað
mig við að ?nna hana?
Maður gekk inn á veitingas
tað og sagði við þjóninn: Mi
g
langar til að fá egg sem er s
vo linsoðið að það lekur út a
f
disknum. Svo langar mig lík
a til að fá harðsoðið egg sem
ég get ekki með nokkru mó
ti bitið í. Ég vil fá kalt en bre
nnt
brauð og ég vil að þú takir s
mjörið beint úr kæli svo að
ég
eigi mjög er?tt með að smyrja b
rauðið. Já og svo vil ég líka fá
lapþunnt kaf? með þessu.
Þjónninn svarar undrandi: Þ
etta er svolítið einkennileg b
eiðni
og það gæti verið er?tt að uppfy
lla þessa ósk.
Maðurinn svarar þá: Það getur
varla verið svo er?tt. Þetta er
nákvæmlega það sama og
ég fékk hjá ykkur í gær.
Grín og glens
Barnafréttir
Krossgáta
Spaug og spé
Jónas spurði Guð: Hversu langu
r tími er milljón ár?
Guð: Fyrir mér eru milljón á
r sem ein mínúta.
Jónas: En hversu mikils virði eru
milljón krónur?
Guð: Fyrir mér eru milljón k
rónur sem ein króna.
Jónas: Viltu þá ekki gefa mér ei
na milljón?
Guð: Ekkert mál. Ég læt þig
hafa hana eftir eina mínútu
.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8