Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 ✝ Ólafur ÁrniJóhann Pét- ursson fæddist 12. júní 1909 í Vík í Mýrdal. Hann lést 22. febrúar 2012 á 103. aldursári. Hann var sonur hjónanna Ólafíu Árnadóttir, f. 6. október 1882 á Melhól í Með- allandi, hús- móður, d. 23. mars 1950 og Péturs Hanssonar, f. 10. nóv- ember 1874 á Króki í Með- allandi, d. 27. desember 1956. Systkini hans voru Guð- mundur Pétursson, f. 28. ágúst 1911, d. 12. mars 2000 og Guðrún Guðlaug Péturs- dóttir, f. 7. apríl 1922, d. 2. desember 2002. Ólafur giftist 14. maí 1938 Þórunni Björnsdóttur, f. 15. ágúst 1911 í Svínadal í Skaft- ártungu, d. 10. september 2010. Hún var dóttir hjónanna Björns Eiríkssonar, f. 1861, d. 1922 og Vigdísar Sæmundsdóttur, f. 1872, d. 1955. Ólafur og Þórunn náðu að fagna saman 72 ára brúðkaupsafmæli sínu. Dóttir Ólafs og Þórunnar er Sigrún Bryndís Ólafsdóttir, f. 5. október 1941. Maki: Gunnar Þor- steinsson, f. 17.3. 1923, d. 13.1. 2006. Þeim fæddist einn- ig önnur dóttir sem dó skömmu eftir fæðingu. Barna- börn Ólafs eru 1) Ólafur Þor- steinn, f. 1965, maki: Birna Kristín Pétursdóttir, f. 1962. Börn þeirra María, f. 1988, Gunnar, f. 1993, Kristín, f. 2002. 2) Þórir Auðunn, f. 1967. Maki: Auðbjörg Helga- dóttir, f. 1964. Börn hans eru Silja Embla, f. 1994, Margrét Klara, f. 2003 og Hrafnhildur Margrét, f. 2003. 3) Sigríður Margrét, f. 1969. Maki: Helgi Júníus Jóhannsson, f. 1968. Börn þeirra: Þórunn Ásta, f. 1992, Jóhann Valgeir, f. 1995, Oddur Heiðar, f. 2003. 4) Sól- rún Erla, f. 1972. Maki: Gylfi Viðar Guðmundsson, f. 1964. Börn þeirra eru Sigrún Bryn- dís, f. 1992, Sóldís Eva, f. 1999 og Ingi Gunnar, f. 2008. Ólafur ólst upp í Vík í Mýr- dal. Hann fór síðan í kaupa- mennsku á Búland í Skaft- ártungu en þar kynntist hann Þórunni konu sinni árið 1937. Árið 1943 fluttu hjónin að Giljum í Mýrdal þar sem þau hófu búskap og keyptu jörðina tveimur árum síðar. Á Giljum voru þau búsett alla tíð síðan og stunduðu búskap til 1987 þegar dóttursonur þeirra tók við. Ólafur var félagslyndur og sinnti félagsstörfum af áhuga. Hann var formaður Bún- aðarfélags Hvammshrepps í tæp þrjátíu ár. Einnig var hann formaður Fjárrækt- arfélags Hvammshrepps um langt skeið. Á haustin sinnti Ólafur störfum hjá sláturhúsi SS í Vík og var þar sláturhús- stjóri til margra ára. Útför Ólafs fer fram frá Víkurkirkju í dag, 3. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Fallinn er frá í hárri elli sómamaðurinn Ólafur Péturs- son, bóndi á Giljum í Mýrdal. Eiginkona hans og föðursystir okkar var Þórunn Björnsdóttir frá Svínadal. Hún lést 10. sept- ember 2010 á 100. aldursári. Þau hjónin hófu búskap sinn á Búlandi í Skaftártungu, en þar fæddist einkadóttir þeirra, Sigrún Bryndís 1941. Lífsföru- nautur hennar var Gunnar Þor- steinsson og með honum eign- aðist hún fjögur börn, hvert öðru mannvænlegra. Þau Sig- rún og Gunnar bjuggu með for- eldrum hennar að Giljum í þó- nokkur ár, eða þar til Sigrún varð að fara á hjúkrunarheim- ilið í Vík vegna slæmrar Park- insons-veiki sem hefur hrjáð hana í mörg ár. Fyrstu kynni okkar af Þór- unni og Ólafi voru á Búlandi 1940 og ’41 og héldu síðan áfram eftir að þau fluttust að Giljum og allt til þessa dags. Þau hjón voru mjög gestrisin og margir sem sóttu þau heim. Meðal góðra gesta voru lækn- ishjónin í Vík, Helga og Sig- urgeir, sem heimsóttu þau viku- lega ef þú gátu. Voru gömlu hjónin þeim innilega þakklát fyrir alla þeirra hjálpsemi. Hinn 12. júní 2009 hélt Ólaf- ur upp á 100 ára afmæli sitt með miklum glæsibrag; 150 manna matarveisla á Hótel Höfðabrekku. Ýmsir tóku til máls í veislunni, á engan er hallað þó sagt sé að flestir tóku ræðu afmælisbarnsins fram yfir allt annað. Ólafur stóð þarna keikur fyrir framan fólkið og rifjaði upp ævi sína án þess að vera með nokkurt orð á blaði sér til hjálpar, enda var sjónin ekki betri en svo, að hann hefði ekki getað lesið það. En hvergi endurtók hann eða rak í vörð- urnar í hálfrar klukkustundar langri ræðu sinni. Svona var hugsunin skýr og minnið í góðu lagi fram á síðustu stund. Það var mikil guðs gjöf sem honum var gefin. Við sendum hugheilar sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar sem eftir lifir og biðjum fyrir þeim sem farnir eru. Sigurbjörg Valmundsdóttir og Jón Valmundsson. Núna er elsku besti langafi farinn frá okkur. Alltaf er jafn sárt að hugsa til þess að lífið tekur enda. Afi var mjög góður maður og gaman að spjalla við hann. Hann hafði frá mörgu að segja enda hafði hann upplifað margt á sinni löngu ævi. Það sem ein- kenndi afa var að hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um fólkið í kringum sig áður en hann hugsaði um sjálfan sig. Maður fór t.d. aldrei svangur frá hon- um því það var bara alls ekki í boði, hann og amma Þórunn pössuðu vel upp á það að maður fengi nóg að borða og það voru alltaf þvílíkar veislur á hverjum degi þegar maður kom í heim- sókn. Það var cocoa puffs í morgunmat og líka á milli mála, velsteikt læri með tilheyrandi í hádeginu og kaffihlaðborð í kaffitímanum. Afi fylgdist alltaf vel með sínu fólki og var annt um vel- ferð þess. Afi var mjög traust- ur, góður, fyndinn og skemmti- legur karl enda tók maður eftir því hvað hann átti marga góða að á öllum aldri sem kíktu reglulega í heimsókn til hans. Við erum mjög þakklát að hafa fengið að hafa afa allan þennan tíma hjá okkur og að hann hafi verið svona hraustur og heill hugsunar alla tíð. Við héldum reyndar að hann gæti lifað endalaust en svona er lífið. Okkur þykir rosalega vænt um þig, afi, og takk fyrir allt. Þín barnabarnabörn, Sigrún Bryndís, Sóldís Eva og Ingi Gunnar Gylfabörn. Hann Ólafur á Giljum verður jarðsunginn í dag. Það er dálítið erfitt að átta sig á því að komið sé að hinstu kveðjustund því þrátt fyrir háan aldur var hann jafn ótrúlega hress, glaður og með jafn óskert andlegt atgervi áður þegar við hittum hann fyr- ir örfáum vikum síðan. Árið 1962 hófst bygging sum- arbústaðarins Brekkukots í Deildarárgili í Mýrdal, en þar höfðu alla forystu og forstöðu foreldrar/tengdaforeldrar und- irritaðra. Brekkukot er reist á skika úr landi Gilna og átti Ólafur oft leið þar um, bæði þá og síðar. Þar kynntumst við hjónin honum og fjölskyldu hans og tókst með okkur órofa vinátta. Við komum oft að Giljum ým- issa erinda eða bara að gamni okkar. Þar voru móttökur alltaf í sérflokki. Ógleymanleg var gestrisni þeirra hjóna Þórunnar og Ólafs og hélst svo áfram eft- ir að Ólafur varð einn um hit- una. Það sem vakti strax at- hygli okkar var hvað Ólafur fylgdist vel með öllu sem gerð- ist í þjóðfélaginu og óbrigðult minni hans geymdi allt sem hann las og heyrði. Ólafi auðn- aðist að lifa í rúmlega eina öld. Ævi hans spannaði því mesta breytingaskeið sögu okkar og hann var alla tíð jafnvígur í sögu fyrri tíma og nútímans. Hann var því mikill og ómet- anlegur sagnabrunnur. Segja má að aldrei hittum við Ólaf öðruvísi en glaðan í sinni og frá honum streymdi einstök hlýja og vinsemd. Aldarlöngu lífi einstaks manns, sem var heill og sannur í öllu viðmóti og samskiptum er lokið. Við sem eftir lifum og fengum að kynn- ast honum stöndum fátækari eftir við fráfall hans. Minningin um merkan mann mun lifa með okkur. Við kveðjum hann með sökn- uði. Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Thorlacius. Fallinn er frá í hárri elli góð- ur vinur og nágranni fjölskyld- unnar, Ólafur Pétursson, fyrr- verandi bóndi á Giljum í Mýrdal. Þegar sumarbústaður- inn við Deildará var byggður árið 1962 hófst áratuga vinátta sem aldrei bar skugga á. Þá bjó Ólafur á Giljum ásamt konu sinni Þórunni Björnsdóttur, sem lést í september 2010, og Sigrúnu einkadóttur þeirra. Betri nágranna var vart hægt að hugsa sér og margar góðar stundir áttu afi og amma Ragn- heiðar, þau Jón Pálsson frá Litlu-Heiði og Jónína Magnús- dóttir frá Giljum, með þeim heiðurshjónum, hvort heldur var yfir kaffibolla á Giljum eða í Brekkukoti. Á fyrstu búskapar- árunum í Brekkukoti var dag- legur samgangur því yngsta kynslóðin skokkaði austur að Giljum eftir mjólk og hitti þá Ólaf í fjósinu. Hann var ein- staklega barngóður maður og gaf sér alltaf tíma til að tala við og hlusta á það sem börn höfðu til málanna að leggja. Ragn- heiður á margar góðar minn- ingar frá þessum árum tengdar Ólafi, Þórunni og Sigrúnu dótt- ur þeirra. Í minningunni er allt- af sól og blíða og enn kemur upp í hugann ilmur af nýslegnu Framtúninu, hvinurinn í hey- blásaranum og gleðin sem fylgdi því að fá að taka þátt í bústörfum undir mildri stjórn Ólafs Péturssonar. Nú eru nýir húsbændur á Giljum. Óli Steini, dóttursonur Ólafs, og Birna kona hans tóku við búrekstri á Giljum árið 1987, Ólafi og Þórunni til mik- illar gleði. Enn sem fyrr er sambýlið gott og barnabarna- börn Jóns og Jónínu hafa átt margar ánægjustundir í fjár- húsunum hjá Óla Steina og Birnu á vorin. Ólafur fylgdist, allt fram á dánarstund, áhuga- samur með búskap nafna síns og Birnu. Hann naut þeirra for- réttinda að búa í gamla húsinu sínu á Giljum þar til undir það síðasta að hann þurfti að leggj- ast inn á sjúkrahús. Með góðri aðstoð fjölskyldunnar var hon- um, þrátt fyrir háan aldur, kleift að halda heimili á Giljum. Það var honum afar mikils virði að geta fylgst með búskapnum og mannlífinu í Mýrdalnum. Ólafur átti fjölda vina á öllum aldri sem heimsóttu hann. Það kom enginn að tómum kofunum hjá Ólafi því hann fylgdist vel með þjóðmálunum jafnt sem innansveitarmálum allt til þess síðasta. Til hans og Þórunnar leituðu frétta- og þáttagerðar- menn alls staðar að úr heim- inum þegar gaus í Eyjafjalla- jökli enda mundu þau bæði vel eftir Kötlugosinu 1918 og þeim áhrifum sem það hafði á búskap í Skaftártungu og Mýrdal og vakti frásögn þeirra af náttúru- hamförunum áhuga og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Fjölskyldan í Brekkukoti þakkar af heilum hug áratuga vináttu og einstaklega gott sambýli og vottar Sigrúnu, Óla Steina, Þóri, Sirrý, Sólrúnu og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Minning hjónanna á Giljum, Ólafs Péturssonar og Þórunnar Björnsdóttur, lifir. Ragnheiður, Runólfur, Dagný, Jóhanna og Guðrún. Sveitarhöfðinginn Ólafur Pét- ursson á Giljum í Mýrdal er lát- inn á 103. aldursári. Samtíð- arfólkið í Vestur-Skaftafellssýslu kveður með söknuði bóndann og félags- málamanninn sem um langt árabil hefur sett sinn svip á sitt heimahérað. Ég kynntist Ólafi á Giljum þegar ég hóf störf sem ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands árið 1957. Ólafur var forystumaður í bún- aðarmálum í Hvammshreppi fyrrverandi og hafði ég mikið og gott samstarf við hann um hagsmunamál bænda um langt árabil. Ólafur var frábær sam- starfsmaður og vil ég að leið- arlokum þakka honum fyrir samstarf og áratuga vináttu. Ólafur hafði sérstakt yndi af sauðfjárrækt og átti mjög gott fjárbú á sínum búskaparárum. Ólafur var bróðir Guðmundar Péturssonar, bústjóra á Til- raunabúinu á Hesti í Borgar- firði. Þeir bræður voru í því lík- ir að hafa áhuga og yndi af sauðfjárrækt. Ólafur elskaði sveitirnar og gladdist yfir allra velgengni og framförum. Hann tók sárt að sjá ljósin slokkna á bæjum þar sem búskapur hafði verið um langa samtíð. Ólafur hélt heilsu og andlegu þreki óvenju vel nánast til dán- ardags. Á 100 ára afmælisdegi sínum í hópi ættingja og vina hélt Ólafur langa ræðu blaða- laust og rakti þar störf sín og æviferil. Hann gat greint frá ár- tölum og dagsetningum án þess að hika. Þessi afmælisræða verður öllum ógleymanleg sem á hlýddu. Ég hef ekki upplifað slíkt andlegt afrek aldraðs manns hvorki fyrr né síðar. Það var gæfa Ólafs að eiga frábæra eiginkonu, Þórunni Björnsdóttur sem er nýlega lát- in. Þau hjón á Giljum voru sér- staklega gestrisin. Mér eru í minni veislurnar eftir hrútasýn- ingar á fjárhúsinu á Giljum, eft- ir strangan dag fengu lúnir ráðunautar eðalvín og veislu- hald. Ég kom til Ólafs skömmu áð- ur en hann veiktist og sem endranær var jafn ánægjulegt að hitta hann. Það var ekki eins og að hitta öldung heldur mann á besta aldri. Hann var vel með á nótunum, hverju fram vatt í sveitinni og landsmálunum. Ég færi Ólafi innilegar þakk- ir fyrir samstarf og stuðning í starfi og ekki síður kæra vin- áttu. Við fjölskyldan vottum Sigrúnu dóttur hans og fjöl- skyldunni allri innilega samúð og biðjum þeim blessunar á sorgarstundu. Einar Þorsteinsson og fjöl- skylda, Sólheimahjáleigu. Mig langar að minnast höfð- ingjans og vinar míns, Ólafs á Giljum. Það var árið 1967 og ég þá á 12. ári sem ég var ráðinn sem vinnumaður til Ólafs og konu hans, Þórunnar, að Giljum, fyrir tilstilli afa míns, Guðlaugs Jóns- sonar. Ég hafði verið búinn að biðja afa um að koma mér í sveit, sennilega frá 8-9 ára aldri, og loks kom að því. Ekki gleymi ég þeirri stundu þegar ég kom að brúsapallinum við af- leggjarann að Giljum, þar stóð höfðinginn Ólafur, svo bros- mildur og góðlegur maður að taka á móti mér ungum dreng sem hann hafði sennilega aldrei séð áður. Ég var fjögur sumur vinnumaður hjá þeim heiðurs- hjónum á Giljum. Þar bjuggu líka Sigrún dóttir þeirra og hennar maður, Gunnar Þor- steinsson, ásamt sonum þeirra og síðan fæddust dæturnar tvær. Í kringum 1970 byggðu Sig- rún og Gunnar nýtt íbúðarhús að Giljum og fluttu þá úr gamla bænum. Þá var talað um að fara austurí, það var nýja húsið og að fara vesturí í gamla bæinn. Mikið var borðað af lamba- kjöti og saltfiski. Ég var af- skaplega rýr og smár á þessum árum og vildi Þórunn koma fóðri í vinnumanninn sinn. Ég var matargikkur á þessum ár- um. Það var rjómi út á skyrið og hafragrautinn og kjötið var feitt, en ekkert af þessu þótti mér gott. Þá var lag að skera fituna frá og setja á diskbarm- inn og bíða þess að Ólafur bjargaði mér, það tókst. Ólafur renndi fitunni niður þegar færi gafst. Ég minnist margra góðra og yndislegra stunda á Giljum. Ég er þakklátur fyrir öll þau dýr- mætu ár sem ég hef átt með Ólafi og fjöskyldu hans. Guð geymi ykkur öll. Óskar Jóhann Björnsson. Ólafur Árni Jóhann Pétursson Hinna mamma á Tóna kemur fyrst upp í huga mér ef ég sest niður og ætla að reyna að setja nokkur kveðjuorð á blað um elsku Svövu mína sem búin er að kveðja þennan heim trúlega södd lífdaga, nýorðin ní- ræð og heilsan að bila. Þá hugs- ar maður og verður sáttur að hennar löngu ævigöngu ljúki án mikilla þrauta og baráttu við það sem enginn ræður við. Við krakkarnir í Sjólyst kölluðum hana oft hina mömmu okkar því við ólumst upp nánast í næsta húsi. Pabbi minn og Valtýr mað- ur hennar voru bræður, svo Svava Sigurðardóttir ✝ Svava Sigurð-ardóttir, Reyð- arfirði, fæddist á Vopnafirði 22. des- ember 1921. Hún lést 12. febrúar 2012. Útför Svövu fór fram frá Reyð- arfjarðarkirkju 18. febrúar 2012. mikill var samgang- urinn á milli og í minningu minni sem lítil stúlka var ég oft í pössun hjá Svövu og alltaf var Sjónarhæð opin fyrir okkur og hvað sem vantaði var Svava boðin og bú- in til að hjálpa þótt hún væri með stórt heimili og nóg hjá henni en aldrei var neitt víl né væl. Elsku Svava var frábær kona, hjartahlý og góð og aldrei gleymi ég hennar góðu tertum sem alltaf voru á boðstólum. Eitt sem ég á í minningu minni er ég kom til Svövu og þó ég væri orðin fullorðin var það allt- af hjá henni: „Æjj, komdu nú sæl heillin mín.“ Heillin var henni tamt að segja allavega til mín. Ég ætla nú ekki að rekja hennar ævidaga en langaði bara að þakka þessari yndislegu góðu konu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig, það var mikið og hvergi hefði farið betur um mig en hjá henni er ég þurfti á að halda. Svava hélt reisn sinni nánast til hinsta dags, falleg kona og hjartahlý. Ég hugsaði er ég sá hana síðast á níræð- isafmælisdaginn hennar hve slétt og fín hún var, umvafin dætrum sínum sem voru að und- irbúa veislu fyrir hana og henn- ar börn og barnabörn. Sá ég þá og fann að Svava var þrotin að kröftum og er ég kvaddi hana fann ég að kannski myndi ég ekki sjá hana oftar á þessari jarðvist. Ég kveð þig, elsku Svava mín, og hafðu þökk fyrir allt, ég vil trúa því að vel hafi verið tekið á móti þér handan við móðuna miklu. Innilegar samúðarkveðj- ur til afkomenda hennar. Bless- uð sé minning Svövu Sigurð- ardóttur frá Sjónarhæð og langar mig til að þessar ljóðlínur fylgi. Gott er að koma að garði þeim, sem góðir vinir byggja, Þá er meira en hálfnað heim, hvert sem leiðir liggja. (Höf. ókunnur.) Dagbjört Briem Gísladóttir, Sléttu. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.