Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2012
? Trausti Krist-jánsson fædd-
ist í Einiholti í
Biskupstungum
17. ágúst 1936.
Hann lést 8. febr-
úar 2012. 
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Þorsteinsson
frá Lambhúskoti,
f. 24.7. 1891, d.
20.10. 1951 og
Arnbjörg Jónsdóttir, f. 16.3.
1900, d. 20.8. 1978 frá Ein-
iholti. Systkini Trausta eru
Þóra Kristjánsdóttir, f. 17.9.
1923, Jón Kristjánsson, f. 19.8.
1924, d. 29.6. 1935, Ingibjörg
Kristjánsdóttir, f. 28.2. 1928,
d. 5.1. 2012, Vigdís Kristjáns-
dóttir, f. 18.11. 1932, Jón Egg-
ert Kristjánsson, f. 23.5 1935,
d. 11.10. 1935, Gunnar Héðinn
Kristjánsson, f. 9.6. 1938, Har-
aldur Kristjánsson, f. 18.11.
1939 og Kristín Kristjáns-
Trausti ólst upp í Einiholti í
Biskupstungum. Hann gekk í
barnaskóla í Reykholti og eft-
ir barnaskóla lá leið hans í
íþróttaskóla Sigurðar Greips-
sonar. Á árunum 1957-1959
stundaði hann búfræðinám við
Bændaskólann á Hólum. Eftir
búfræðinámið á Hólum sneri
hann sér aftur að bústörfum í
Einiholti. 
Trausti kynntist ástinni
sinni, henni Kristínu, árið
1966 en þau gengu að eiga
hvort annað ári seinna. Árið
1968 tóku þau við búinu ásamt
Haraldi bróður Trausta og
ráku þau saman félagsbú til
ársins 1986. Voru þau með
mjög fjölbreyttan búskap á
jörðinni en má þar helst nefna
kýr, svín, kindur, hænur og
hesta sem voru í miklu uppá-
haldi hjá honum. Í framhaldi
af því fór hann að einbeita sér
að svínaræktinni. Trausti
studdi vel við eiginkonu sína í
ferðamennskunni sem byrjaði
í Aratungu og ráku þau seinna
saman Tjaldmiðstöðina á
Laugarvatni frá árinu 1998 til
ársins 2006.
Útför fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
dóttir, f. 16.4.
1942.
Hinn 25. mars
1967 giftist
Trausti Kristínu
Ernu Hólmgeirs-
dóttur. Börn
þeirra eru: 1)
Ágústa Björk, f.
30.5. 1967, maki
Aziz Naili og eiga
þau saman einn
son; Adam Sami
Naili og á Ágústa einn son úr
fyrra sambandi, Óskar Mána
Atlason. 2) Arnbjörg, f. 3.6.
1969, maki Guðjón Björn Guð-
björnsson og eiga þau saman
einn son, Jón Trausta Guð-
jónsson. 3) Helena, f. 30.8.
1974 og á hún tvo syni,
Trausta Rafn Henriksson og
Gunnar Héðin Brynjólfsson. 4)
Kristján Einir, f. 9.7. 1977,
maki Guðrún Erna Þórisdóttir
og eiga þau saman eina dótt-
ur, Kristínu Maríu. 
Lækurinn
Ég er að horfa hugfanginn
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn,
sem líður fram hjá bænum.
Ó, hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi,
saklaust barn með létta lund,
og leggina mína taldi.
Bæ ég lítinn byggði þar
og blómum utan skreytti.
Yfir tún og engjarnar
oft ég læknum veitti.
Nú er ekkert eins og fyr;
á öllu sé ég muninn:
löngu týndir leggirnir
og litli bærinn hruninn.
Æska hverfur. Yndi dvín.
Allt er líkt og draumur.
Áfram líður æfin mín
eins og lækjarstraumur.
Meðan æðum yljar blóð
og andinn má sig hræra,
skal ég syngja lítil ljóð
læknum silfurtæra.
Þegar eg er uppgefinn
og eytt hef kröftum mínum,
langar mig í síðsta sinn
að sofna? á bökkum þínum.
(Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum.)
Þú varst algjör snillingur,
elsku pabbi minn, og erfitt að
sjá þig fara. Veikindi þín ágerð-
ust síðastliðið ár en þú varst
alltaf svo sterkur og sýndir aldr-
ei á þér neinn bilbug. Þú vildir
aldrei láta hafa áhyggjur af þér
eins og sást best þegar þú sagð-
ir við mömmu er hún strauk á
þér bakið: ?Þú þarft ekki að vor-
kenna mér.? Þetta sagðir þú á
seinustu metrunum og sýndi það
vel hversu sterkur þú varst og
að þú vildir vera sú stoð og
stytta fjölskyldunnar sem þú
ávallt varst. Þú varst ekki
hræddur við að kveðja þetta líf.
Þú fórst þína leið eins mikið og
þú gast miðað við veikindi þín
og það gaf okkur mikið að geta
verið hjá þér þegar þú kvaddir.
Æskuminningar mínar um
okkur eru margar og þú kenndir
okkur systkinunum svo margt.
Þú varst alltaf til staðar og tókst
okkur alltaf með hvert sem þú
fórst. Gleymi því aldrei þegar þú
varst að temja Kóng, fyrsta
hestinn sem þú gafst mér og var
fæddur sama ár og ég, og þeim
ófáu útreiðartúrum sem þú fórst
með mig á honum. Það var ekk-
ert skemmtilegra en að fá að
fara með þér og spretta úr spori
og fara í indíánareið eins og við
kölluðum það. Mér er einnig
minnisstætt þegar við fórum í
ferðir saman upp í Ása í leit að
indíjánum og kveiktum varðeld,
gæddum okkur á nesti og virt-
um landið fyrir okkur. Ég gæti
talið upp endalausar góðar
minningar um stundir okkar
saman en þær gætu fyllt heila
bók.
Það er erfitt að kveðja þig,
besta föður sem ég hefði getað
hugsað mér, ekki síst hversu
fljótt þú fórst frá okkur. Við
huggum okkur við það að þann-
ig vildir þú hafa það, ekkert
kvein eða væl og við virðum það.
Ég vona að þú hafir það gott
þarna hinum megin og fylgist
með okkur með bros á vör.
Vonandi hittumst við aftur á
gresjunum miklu.
Þinn sonur, 
Kristján Einir.
Mig langar til að minnast
mágs míns í nokkrum orðum
Þegar Kristín systir mín gift-
ist Trausta og fluttist austur fór
ég fljótlega með henni og gerð-
ist barnapía, þá 10 ára gömul og
bjó þar alfarið í sex ár ásamt því
að dveljast þar meira og minna
alla tíð, enda mörg sameiginleg
áhugamál sem við Trausti áttum
og þá sérstaklega hestar enda
lifðum við og hrærðumst í þeim
alla tíð ásamt því að hann sinnti
sínum búskap. Það streyma
endalausar minningar upp í
huga minn, minningar um upp-
vaxtarár mín á Einiholti og alla
þá tilsögn og lærdóm sem
Trausti kenndi mér í umgengni
og virðingu fyrir dýrum og jörð-
inni.
Eftir að ég giftist manni mín-
um Þorbirni (Tobba) urðu þeir
svilar miklir vinir og vorum við
ætíð með annan fótinn í Ein-
iholti. Við vorum þar iðulega
þegar Trausti og Kristín fóru í
frí til útlanda, við hjónin bjugg-
um um tíma á Árbæjarhjáleigu
og rákum þar svínabú og nutum
þá mikillar hjálpar og ráðgjafar
frá Trausta. Alla tíð var þó
hestamennska og ræktun á hinu
eina og sanna hestakyni frá Ein-
iholti, sem nefnist gráakynið,
okkar sameiginlega áhugamál.
Við hjónin munum alltaf
minnast Trausta með virðingu
og vinarhug og við viljum kveðja
hann með þessum orðum: ?Þú
varst okkar besti vinur og fé-
lagi.?
Elsku Kristín, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til þín,
barna og barnabarna.
Anna Linda Steinólfs-
dóttir og Þorbjörn 
Guðmundsson.
Fallinn er frá svili og félagi,
Trausti Kristjánsson bóndi frá
Einiholti í Biskupstungum.
Það kemur margt upp í hug-
ann þegar vinur og félagi fer
eftir rúmlega 40 ára samleið, við
Trausti vorum svilar, hann var
bóndi, en ég er sjómaður og því
lágu leiðir okkar ekki saman, oft
um langan tíma, það var því
mikið um að tala og mikið fjör
þegar fjölskyldurnar hittust, það
var og er alltaf gaman að koma
austur í Einiholt og oft glatt á
góðra vina fundum.
Trausti var sannur bóndi,
maður sem skildi og lifði með
náttúrunni og öllu því sem hún
býður, enda er ekki hægt annað
en að mótast og skapast af
þeirri fjallasýn sem hann naut
allt frá fæðingu til dauðadags,
sá fjallahringur og ásarnir í
austri í landi Einiholts sem mað-
ur sér frá Einiholti er einstök.
Trausti var maður sem trúði
á það sem náttúran felur í sér,
allt líf, hann trúði á heimstréð
Yggdrasil, hinn sígræna ask
sem teygir rætur sínar um allan
heim. Trausti var Ásatrúar, eða
það sem kallað er heiðinn, en
það er einmitt þeirra boðskapur
sem lýsir honum best, sá siður
byggist á umburðarlyndi, heið-
arleika, drengskap og virðingu
fyrir náttúrunni og öllu lífi.
Við hjónin vorum þeirrar
gæfu aðnjótandi að ferðast með
Trausta og Kristínu, jafnt inn-
anlands sem utan, og voru það
allt ánægjulegar ferðir. Sérstak-
lega eru minnisstæðar ferðirnar
um okkar eigið land þar sem
gist var á tjaldstæðum og setið
var við eld á kvöldin og rædd
landsins mál en Trausta var
annt um landið okkar og fornar
hefðir.
Við vottum Kristínu og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu
samúð. Minningin um Trausta
mun lifa með okkur sem hann
þekktum, eins og segir í Háva-
málum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kveðja,
Ægir Franzson og Sig-
ríður Steinólfsdóttir.
Trausti 
Kristjánsson
? Guðbjörg Sig-urbjartsdóttir
(Bugga) fæddist á
Geymisvöllum við
Háteigsveg í
Reykjavík 14. maí
1951. Hún varð
bráðkvödd á heim-
ili sínu laugardag-
inn 18. febrúar
2012. Foreldrar
hennar voru Unn-
ur Sjöfn Helga-
dóttir saumakona í Reykjavík,
f. 25. mars 1913 á Staðarhöfða
Innri-Akraneshr., d. 11. októ-
ber 2003, og Sigurbjartur
Guðmundsson verkamaður í
Reykjavík, f. 22. september
1908 í Austurhlíð Gnúpverja-
hreppi Árn., d. 12. júlí 1966.
Systkini Guðbjargar eru Svav-
ar Bergdal Sigurbjartsson, f.
17. október 1936, d. 9. apríl
1970, Jenný Sigurbjartsdóttir
(tvíburasystir), f. 14. maí 1951,
Steinarsson, f. 16. mars 1995,
barnsfaðir og fyrrv. sambýlis-
maður, Steinar Már Þórisson,
f. 9. september 1968, Dagbjört
Sunna Kristmundsdóttir, f. 4.
febrúar 2008, og fóstursonur,
Guðmundur Már Kristmunds-
son, f. 1. júlí 1999. Sambýlis-
maður Áslaugar er Krist-
mundur Jón Hjaltason, f. 2.
ágúst 1969.
Guðbjörg giftist 21. janúar
1978 Herði Jónssyni, f. 20.
janúar 1955. Þau slitu sam-
vistum. Sonur Guðbjargar og
Harðar er Örvar Harðarson, f.
28. desember 1977. Dætur
Örvars eru Díana Dögg, f. 8.
nóvember 2001, barnsmóðir
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, f.
19. október 1982, og Áslaug
Tanja, f. 30. janúar 2011,
barnsmóðir Petra Sigrún Jós-
epsdóttir, f. 22. mars 1981.
Guðbjörg ólst upp á
Geymisvöllum við Háteigsveg í
Reykjavík, fór ung að árum að
vinna, vann ýmis verslunar-
og þjónustustörf, en mestan
hluta ævinnar var hún hús-
móðir.
Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
d. 3. apríl 1993, og
hálfsystkini sam-
mæðra eru Ágústa
Hulda Baldvins-
dóttir, f. 28. mars
1943, og Helgi
Baldvinsson, f. 6.
mars 1945, og
hálfsystkini sam-
feðra eru Birgir
Sigurbjartsson, f.
8. apríl 1931, maki
Helga Svandís
Helgadóttir, f. 11. október
1935, Bára Eyfjörð Sig-
urbjartsdóttir, f. 2. júlí 1931,
d. 16. mars 2006, og Inga Sig-
urbjörnsdóttir, f. 26. ágúst
1934, maki Laurence James
Scheer, f. 27. júlí 1933.
Guðbjörg eignaðist dótt-
urina Áslaugu Hallvarð-
sdóttur, f. 27. júlí 1973, barns-
faðir Hallvarður Agnarsson, f.
21. febrúar 1954. Börn Ás-
laugar eru Ingólfur Örvar
Mamma! Fallegra eða inni-
haldsríkara orð er ekki til í
öllum heiminum. Mamman
huggar, verndar, græðir,
styrkir og veit ráð þegar á
þarf að halda.
Þú varst mjög hjartahlý,
blíð og saklaus sál. Þú gast
ekki sagt nei, máttir ekki sjá
neitt aumt, bauðst alltaf fram
aðstoð að fyrra bragði og
kvartaðir aldrei yfir neinu.
Barngóð varstu, dundaðir
með barnabörnunum tímunum
saman, maður fann að tíminn
með þeim gaf þér mikið. Einn-
ig varstu mikill dýravinur, þú
tókst Skugga okkar undir þinn
verndarvæng og þú dekraðir
mikið við hann. Ég man enn
sögurnar sem þú sagðir okkur
frá Kúbba þínum sem þú áttir
sem barn, hann hafði verið í
miklu uppáhaldi.
Ég veit bara ekki hvernig
ég get lifað án þín, þú varst
mér svo mikils virði, þú varst
mamma mín og besti vinur. Ég
á bara eina ósk og hún er sú
að hafa fengið meiri tíma með
þér og að þú hefðir fengið
meiri tíma með barnabörnun-
um sem sakna þín mikið. Litla
skilur auðvitað ekki neitt, hún
skilur ekki að amma Bugga er
farin og að hún fari nú ekki að
koma bráðlega í heimsókn.
Það var erfitt að rifja upp ein-
hverja eina minningu. Allar
minningarnar eru góðar. Ég
man það eins og það hefði
gerst í gær þegar ég skreið
upp í rúm til þín sem barn,
unglingur og má segja fram
eftir öllum aldri og kúrði hjá
þér. Það var svo gott að kúra í
hálsakotinu þínu og ég man
ennþá tilfinninguna, hvað mér
leið vel, öryggistilfinninguna
sem umvafði mig þá. Einnig
áttum við góða tíma þegar við
settum tónlist á og þá skellt-
um við okkar á gólfið heima
hjá mér eða þér, þér fannst
svo óskaplega gaman að
syngja og dansa, þú naust svo
augnabliksins. Kaffihúsa-
stundirnar voru í miklu uppá-
haldi hjá mér, við reyndum að
fara reglulega á kaffihús og fá
okkur köku og kaffi og spjalla
um allt og ekkert, bara að
njóta þess að vera saman.
Að missa móður sína er
sárara en orð fá lýst. Eitt vit-
um við öll með vissu að við
fæðumst og við deyjum og Guð
taldi að þinn tími væri kominn.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar þegar ég þurfti á þér að
halda, takk fyrir að vera þú ?
alltaf eins og þú varst. Takk
fyrir að vera til staðar fyrir
Ingólf þegar hann þurfti á þér
að halda. Mamma, ég elska þig
svo mikið. Þú ert engillinn
minn, Guð geymi þig, minning
þín lifir í hjarta mér. Sjáumst
síðar og við munum taka
sveiflu saman þegar minn tími
er komin.
Ávallt þín, 
Áslaug.
Elsku mamma.
Það verður erfitt að vera án
þín, þú hjálpaðir mér svo oft
þegar ég þurfti á því að halda.
Ég mun ávallt minnast þess
hvað ég sagði við þig þegar ég
fór í fyrsta skipti til fósturfor-
eldra minna, ég hvíslaði í eyra
þitt: ?Mamma, þú verður alltaf
númer eitt.? Ég mun ávallt
minnast þess hvað það var
gaman að fá þig til að hlæja og
hversu oft við hlógum saman,
ég vildi óska þess að ég hefði
farið oftar í heimsókn til þín.
Þín veikindi voru þér og okkur
öllum erfið, en ég veit að þú
ert komin á betri stað. Þú ert
frjáls. Ég mun hugsa til þín á
hverjum degi og kveð þig með
söknuði í hjarta.
Þinn sonur,
Örvar.
Elsku Bugga mín.
Efst í huga mér á stund sem
þessari er þakklæti fyrir allar
góðu stundirnar okkar saman,
en þó fyrst og síðast fyrir að
hafa átt þig að.
Það var alltaf svo gott að
koma heim til þín og eiga með
þér stund, þessi ár sem við
áttum saman eru ómetanlegur
tími fyrir mig og ég mun varð-
veita minninguna vel.
Þitt glaðværa eðli, þín gefandi
hönd,
gladdi okkar hjörtu, batt 
vináttubönd.
En böndin ei rofna þó burt fari önd
og berst síðan tær yfir frelsarans
lönd.
Við munum þig ávallt og minningin
þín
með okkur lifir, er stjarna sem skín.
Þinn kærleikur ríkti svo heill og svo
hlýr.
Hann í oss lifir og að eilífu býr.
(Höf. ók.)
Áslaug og Ingólfur, ég votta
fjölskyldunni allri og vinum
okkar dýpstu samúð og óska
þess að Guð veiti ykkur styrk í
ykkar miklu sorg.
Steinar Már Þórisson.
Guðbjörg 
Sigurbjartsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Uppáhaldssálmur ömmu
Buggu: 
Í bljúgri bæn og þökk til þín, 
sem þekkir mig og verkin mín. 
Ég leita þín, Guð, leiddu mig, 
og lýstu mér um ævistig. 
(Pétur Þórarinsson)
Ástarkveðjur,
Guðmundur Már
og Dagbjört Sunna.
Hún amma var mjög góð
amma. Ég man eftir henni
sem brosandi og kærleiks-
ríkri ömmu. Við gengum
oft Laugaveginn saman og
áttum gott spjall. Ég elska
þig, amma, og Guð geymi
þig.
Ingólfur Örvar.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Neðst á for-
síðu mbl.is má finna upplýsingar
um innsendingarmáta og skila-
frest. Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf
greinin að hafa borist á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). 
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, jafnvel
þótt grein hafi borist innan
skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær
útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og
börn, svo og æviferil. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir grein-
unum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd skal senda hana með
æviágripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent má
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og gera um-
sjónarfólki minningargreina við-
vart.
Minningargreinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32