Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2012, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ O kkur er öllum bjartsýnin mikilvæg og jákvæð af- staða til lífsins. Stundum er sagt að hlutirnir hafi tilhneigingu til að fara heldur vel. Slíkt má til sanns vegar færa þó að iðulega sé brugðið fæti fyrir bjartsýnina og hlutirnir fari ein- faldlega illa. En einmitt þá komum við að kjarna kristinnar trúar sem er upprisa hins krossfesta Jesú, sem birtir okkur hvert innsta eðli lífsins er, og á hverju von okkar byggist. Það er góður Guð sem sigra allt um síðir,“ segir herra Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands. Páskarnir, mesta hátíð kristinna manna, er að ganga í garð. Hátíð sem er á mörkum vetrar og vors. Mynda- bók lífsins er að lifna við, dagarnir að lengjast og náttúran að taka lit. „Þessi myndabók segir áhrifaríka sögu um sigur lífsins. En við þurfum eigi að síður meira,“ segir Karl í sam- tali við páskablað Morgunblaðsins. „Við þurfum á því að halda sem krist- in trú boðar og tileinka okkur hana í daglegu lífi, til dæmis þegar von- brigði og raunir ber að höndum. Í því efni er upprisan staðfesting á sigri hins góða. Það er okkur nauðsynlegt veganesti.“ Skapaði siðrof Karl Sigurbjörnsson lætur í sumar af embætti biskups sem hann hefur gegnt sl. fjórtán ár eða frá ársbyrjun 1998. Óhætt er að segja að á þeim ár- um sem síðan eru liðin hafi þjóðfélag- ið gjörbreyst og taktur mannlífsins orðið annar. Karl staðfestir þetta og segir að efnahagshrunið haustið 2008 hafi markað kaflaskil enda hafi þá komið í ljós miklir brestir og í raun meinsemdir í samfélagsgerð og menningu Íslendinga. „Viðhorfin á árunum um og eftir aldamót voru þannig að fólk gaf ekki sem skyldi gaum að þessum gömlu og góðu gildum sem Íslendingum hafa dugað svo vel í aldanna rás, það er hógværð, auðmýkt, virðing og þraut- segja. Í staðinn komu og urðu áber- andi lestir eins og oflæti, sjálfumgleði og hroki. Þetta voru atriði sem sköp- uðu siðrof í íslensku samfélagi og stuðluðu að því áfalli sem við höfum enn ekki bitið úr nálinni með,“ segir Karl og heldur áfram: „Það er sem þjóðin sitji föst í því hlutverki að vera fórnarlamb og í einskonar sakbendingarferli. Þó mætti ætla að Íslendingar gætu tekið erfiðleikum af reisn svo æfð sem við ættum að vera í aldalöngum fang- brögðum við óvægin náttúruöfl. Því miður er þjóðin enn föst í reiðinni og ég hef stundum velt fyrir mér hvort og þá hverjir hafi hagsmuni af því að viðhalda þeirri ólgu og upplausnar- ástandi sem nú er svo víða áberandi. Það er spólað í sama pytti án þess að komast spönnina. Þrætubókarlistin er áberandi og kannski er Njálssaga með öllum sínum lagaflækjum ekki svo mjög fjarri raunveruleika okkar á líðandi stundu. “ Börnin þekki menningararfinn Fyrir þrjátíu árum eða svo gerði sóknarprestur í bæ úti á landi að um- talsefni í fermingarfræðslu að grunn- gerð íslensks samfélags væri sú að maður í nauðum gæti alltaf vænst hjálpar nærstaddra. Einhverjir segja sjálfsagt sem svo að þetta sé breytt. Mætti þar nefna fréttir á síðustu vikum um að lífverðir fylgi nú tveimur af ráðherrum rík- isstjórnarinnar, aukinheldur sem glæpagengi færa sig upp á skaftið. „Hin kristna siðkrafa um náunga- kærleika hefur alltaf verið virk í siða- uppeldi þjóðarinnar, að við skulum elska náungann og gullna reglan: það sem þið viljið að aðrir menn geri ykk- ur skuluð þið og þeim gjöra. Þessi orð og viðmið eru og verða alltaf í gildi þó að einatt virðist sem viðhorfið að hver sé sjálfum sér næstur og „hvað fæ ég út úr því?“ séu mest áberandi,“ segir Karl Sigurbjörnsson. „Nei, sem betur fer og svo sann- arlega eru gömlu gildin ekki horfin úr vitund íslensku þjóðarinnar. Því fer hins vegar mjög fjarri að Ísland sé í rúst sem siðað samfélag. En til að svo megi áfram verða þurfa börnin okkar hins vegar að þekkja hinn kristna menningararf sem er meginuppi- staðan í öllum okkar samfélagsvef. Því miður virðist á stundum að í gangi sé sé bólusetning gegn kristn- um gildum í gangi og það finnst mér svo sannarlega vera áhyggjuefni fyrir þjóðina.“ Grunnstoð mannúðarsamfélags Í nýlegri könnun á trausti almenn- ings til stofnana samfélagsins eru Landhelgisgæslan og lögreglan í efstu sætum. Gæslan fær einkunnina 5,8 en þjóðkirkjan aðeins 3,5. Karl Sigurbjörnsson segir þessar nið- urstöður ekki koma á óvart. Um ára- bil hafa grunnstoðir samfélagsins gegndarlaust verið talaðar niður af því að hinn alvitri markaður átti að koma í þeirra stað. Þess vegna séu margar stofnanir stórlega laskaðar. Enginn hafi hag af slíku. „Til lengdar stenst ekkert sam- félag án traustra stofnana. Kirkjan er ein grunnstoða hins góða mann- úðarsamfélags sem við viljum sjá dafna á Íslandi. Orðin traust og trú eru af sama meiði, og eins tryggð. Það er merkilegt hve stór hluti þjóð- arinnar heldur enn tryggð við hinn kristna sið. Þrátt fyrir áróður gegn kristinni trú lætur nærri að um 90% barna á fjórtánda aldursári fermist. Þannig er trúin virkur þáttur í lífi fjölskyldna í landinu,“ segir Karl sem bætir við að sér þyki miður að í frétt- um líðandi stundar séu jákvæðum tíð- indum sjaldan gerð þau skil sem verðugt væri. Einatt sé klifað á því sem neikvætt sé og margir séu hættir að fylgjast með fréttum vegna nei- kvæðni og bölmóðs sem þar sé í fyr- irrúmi. Hið góða og fagra „Hins er samt mikilvægt að minn- ast að hið góða og fagra er þrátt fyrir allt reglan, og hið illa og ljóta und- antekningin, fréttnæmt er það sem er frávik frá hefð,“ segir Karl Sig- urbjörnsson. „Morgunblaðið hefur jafnan jákvæða frétt á baksíðu og Sjónvarpið endar gjarnan sinn frétta- tíma á slíkri – og með sama hætti er lokaniðurstaða kristinnar trúar sú Guð er góður og lífið sigrar. Það eru góðu fréttirnar, fagnaðarerindið. Þessu megum við aldrei missa sjónar á og sjálf þurfum við að vera hluti af góðu fréttinni með því að sýna vin- semd og góðan hug í samskiptum við annað fólk.“ sbs@mbl.is Kristin gildi uppistaðan í samfélagsvefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Trú „Guð er góður og lífið sigrar. Það eru góðu fréttirnar, fagnaðarerindið. Þessu megum við aldrei missa sjónar á og sjálf þurfum við að vera hluti af góðu fréttinni. með því að sýna vinsemd og góðan hug og góðan hug í samskiptum við annað fólk ,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Því miður er þjóðin enn föst í reiðinni og ég hef stundum velt fyrir mér hvort og þá hverjir hafi hagsmuni af því að við- halda ólgu og upplausn, segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Hin kristna siðkrafa um náungakær- leika virk í siðauppeldi þjóðarinnar. ’Morgunblaðið hefurjafnan jákvæðafrétt á baksíðu og Sjón-varpið endar gjarnansinn fréttatíma á slíkri – og með sama hætti er lokaniðurstaða krist- innar trúar sú Guð er góður og lífið sigrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.