Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2012
Þýska handknattleiksliðið Blomberg-Lippe, sem lands-
liðskonurnar Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirs-
dóttir leika með, vann gríðarlega mikilvægan sigur á
Bad Wildungen í þriðju síðustu umferð þýsku 1. deild-
arinnar um helgina. Blomberg var sex mörkum yfir í
hálfleik og vann að lokum sjö marka sigur, 30:23. Hildur
skoraði þrjú mörk í leiknum og Karen fjögur úr vítum.
Með sigrinum komst Blomberg, sem er í 7. sæti deild-
arinnar, tveimur stigum frá Bad Wildungen, sem og
Göppingen sem vann einnig sigur um helgina. Þar að
auki hefur Blomberg mun betri markatölu en þessi tvö
lið og ætti því að duga sigur í öðrum af tveimur síðustu
leikjum sínum til að vera öruggt um að komast í átta liða úrslitakeppnina. 
Blomberg á jafnframt raunhæfa möguleika á að komast upp í 5. sætið
áður en yfir lýkur en þarf að treysta á önnur lið til þess. sindris@mbl.is
Stórt skref að úrslitakeppni
Karen 
Knútsdóttir 
sem bætti við 13 fráköstum. Ingi
Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells,
var að vonum svekktur með úrslitin. 
?Mér fannst munurinn helst
liggja í töpuðum boltum hérna í
fjórða leikhluta en heilt yfir fannst
mér flott barátta í liðinu og alveg
endalaust stoltur af Hildi Björgu
sem sýndi hérna hvers lags leik-
maður hún er með 22 stig. Njarðvík
fékk að venju tæp 60 stig frá sínum
erlendu leikönnum á meðan annar
okkar erlendu leikmanna er rétt á
pari miðað við hvað hún hefur getað
gert. Þær eru bara stór partur af
þessu. Þetta var erfitt fyrir okkur
en mér fannst við samt eiga að geta
unnið þetta.?
Splæsti í flotta tvennu
Hjá Njarðvík splæsti Lele Hardy
í flotta tvennu, 27 stig og 23 fráköst,
og stalla hennar, Shanae Baker-
Brice, var einnig með 27 stig og Pet-
rúnella Skúladóttir skoraði 19.
?Þetta var sveiflukennt og hefði get-
að farið hvernig sem var en við sýnd-
um karakter í lokin eins og hefur
gerst oft hjá okkur í vetur að við höf-
um lent undir en komið til baka og
náð sigrum,? sagði Petrúnella sem
hlakkar til úrslitarimmunnar við
Hauka. ?Þetta leggst ótrúlega vel í
mig og ég er mjög spennt. Ég býst
við jöfnu hörkueinvígi þótt þau ger-
ist varla jafnari en þessi við Snæfell,
en þetta verður mjög mikil barátta og
jafnir leikir.?
Haukar öðruvísi en Snæfell
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari hef-
ur nú farið með Njarðvík í níu leiki
gegn Snæfelli í vetur og sigrað í átta,
sem allir hafa verið gríðarlega jafnir,
og var sáttur í leikslok. ?Allir leik-
irnir í einvíginu gátu dottið báðum
megin en sem betur fer vorum við að-
eins sterkari á lokasekúndum og
-mínútum í þessum leikjum, sem sker
þá úr um að við förum í úrslitin. Við
ætlum okkur að sjálfsögðu ennþá
lengra og erum að fara að spila við
enn eitt góða liðið sem eru Haukar og
búnar að vera á mikilli siglingu og
þetta verður bara fjör.? 
Haukar sópa deildarmeisturum
Keflavíkur út 3:0 og hafa verið vax-
andi strax í undanúrslitum. Hvernig
líst þér á úrslitaeinvígið? ?Haukar
eru allt öðruvísi lið en Snæfell og
bæði topplið og nú þurfum við að
spila gríðalega vel og förum í að und-
irbúa okkur fyrir það. Þetta hefur
líka breyst mikið með nýjum leik-
manni hjá þeim og hún hentar þeim
mjög vel. En ég er spenntur og þetta
verður hörkuleikur en við ætlum okk-
ur að vinna og áttum okkur á því að
við þurfum að eiga toppleiki þannig
að fjörið heldur áfram,? sagði Sverrir
Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur,
áður en hann kvaddi úr Hólminum.
Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson
Aftur í úrslit Ólöf Helga Pálsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og samherjar hjá Njarðvík fagna sæti í úrslitum annað árið í röð.
Gerast varla jafnari
 Njarðvíkurstúlkur í úrslit eftir afar jafnt einvígi við Snæfell  Njarðvík mætir
Haukum í úrslitum Íslandsmótsins  Njarðvík í úrslitum annað árið í röð
ði
i.
s
g
n
í
ja
ð
ég
lið
k-
a
g
i
n í
kil
ð
spila með danska landsliðinu en skipti
svo um og spilar nú með því íslenska.
?Metnaðurinn hjá danska liðinu var
mjög mikill og ég þurfti í raun að velja
á milli þess að vera í skóla eða badmin-
ton. Þess vegna skipti ég yfir í íslenska
landsliðið þar sem ég hafði tíma fyrir
hvort tveggja. Þá hafa tengsl mín við
Ísland alltaf verið mikil og þess vegna
vildi ég láta reyna á það.? 
Afrekið mikið fyrir Kára
Kári segir þennan sigur hafa mikla
þýðingu fyrir sig. ?Þetta er mikið af-
rek, bæði fyrir mig sem badminton-
mann og sem manneskju. Ég hef
stundað badminton svo lengi og hef
æft oft á hverjum degi. Þetta er það
stór partur af mínu lífi að afrekið er
mikið. Sigurinn hefur mikla þýðingu
fyrir mig þess vegna,? sagði Kári ein-
lægur að lokum.
Kári þurfti svo að lúta í lægra haldi
fyrir Magnúsi í tvíliðaleik en hann lék
með félaga sínum í TBR, Helga Jó-
hannessyni. Þeir unnu þá Kára og Atla
Jóhannesson í oddalotu þar sem bar-
áttan var æsispennandi. 
 Myndbandsviðtal við þá Magnús
og Helga má finna á mbl.is þar sem
þeir ræða hvernig móttökur Kára og
Atla hafi verið og einnig hvernig þeir
líta hvor sínum augum á mótið. 
titil?
ð afrek fyrir mig sem
nt skólanum betur
Morgunblaðið/Kristinn
dsmeistaratitil í gær sem er met.
Stykkishólmur, Iceland Express-deild
kvenna, 31. mars 2012. 
Gangur leiksins: 2:2, 7:4, 14:6, 16:8,
23:18, 25:31, 31:35, 40:35, 48:40,
55:47, 62:55, 64:64, 66:68, 72:68,
74:74, 78:79.
Snæfell: Jordan Lee Murphree 22/
13 fráköst, Hildur Björg Kjart-
ansdóttir 22, Kieraah Marlow 16,
Alda Leif Jónsdóttir 9/4 fráköst,
Berglind Gunnarsdóttir 5, Hildur Sig-
urðardóttir 4/7 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 3 í sókn.
Njarðvík: Shanae Baker-Brice 27/6
fráköst, Lele Hardy 27/23 fráköst,
Petrúnella Skúladóttir 19/5 fráköst,
Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Ingibjörg
Elva Vilbergsdóttir 2/4 fráköst/6
stoðsendingar.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson,
Georg Andersen.
Snæfell ? Njarðvík 78:79
Í STYKKISHÓLMI
Símon Hjaltalín
sport@mbl.is
Leikur 4 í undanúrslitaeinvígi
Njarðvíkur og Snæfells fór fram í
Stykkishólmi á laugardaginn en
Njarðvík hafði yfirhöndina í einvíg-
inu 2:1 og því úrslitaleikur fyrir
Snæfell að hanga inni einn leik til.
Leikurinn var heilt yfir sveiflu-
kenndur en það fór svo að eitt stig
skildi að undir lokin. 78:79-sigur
Njarðvíkur var lokastaðan og ekki
þörf á oddaleik og hörkueinvígi lok-
ið. Njarðvíkurstúlkur komust þar
með í úrslit Iceland Express-deildar
kvenna og mæta þar Haukum. 
Snæfell hafði að mestu frum-
kvæðið í leiknum og var yfir eftir
fyrsta hluta 16:8. Njarðvík kom til
baka og komst yfir 23:24 en Snæfell
leiddi í hálfleik 40:35. Mikið jafnræði
var með liðunum í seinni hálfleik og
staðan 64:64 fyrir fjórða fjórðung-
inn. Snæfell leiddi með mest sex
stigum í fjórða hluta 74:68 en Njarð-
vík jafnaði 74:74 eftir gott áhlaup og
knúði fram sigur í lokin í drama-
tískum leik og jöfnu einvígi.
Hildur spilaði gríðarlega vel
Hildur Björg Kjartansdóttir spil-
aði gríðalega vel fyrir Snæfell með
22 stig eins og Jordan Murphree
Mammútar eru Íslandsmeistarar í krullu eftir 11:0-sigur á Fífunum.
Sigur liðsins var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en leikmenn
Mammúta byrjuðu með látum eða þremur stigum í fyrstu umferð. Þeir
bættu svo við tveimur stigum í næstu tveimur umferðum og voru
komnir með ellefu stiga forystu eftir fimm umferðir. Þá lögðu Fífurnar
niður vopnin enda úrslitin orðin ljós. 
Leikurinn um bronsið var jafnari en þar höfðu Fálkar betur gegn
Víkingum, 6:5. Fálkar stálu sigrinum í lokinn með tveimur stigum. 
Vinsældir krullu fara ört vaxandi en níu lið tóku þátt í Íslands-
mótinu, öll úr krulludeild Skautafélags Akureyrar. Yfirburðir Mamm-
úta voru miklir á tímabilinu en þeir urðu einnig deildarmeistarar. Liðið
skipa Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Freyr
Númason, Sveinn H. Steingrímsson og Ragnar Jón Ragnarsson. Tveir
þeirra hafa orðið Íslandsmeistarar með liðinu fjórum sinnum, þeir Jón
Ingi og Ólafur Freyr. omt@mbl.is
Mammútar meistarar
Tvöfalt Mammútar eru meistarar í Krullu 2012.
Ljósmynd/Ásgrímur Ágústsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8