Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2012, Blaðsíða 20
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUND JÓHANNSSON, fyrrverandi teiknari Morgunblaðsins, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja síðastliðinn laugardag. Helga Ólafsdóttir, Hlynur Sigmundsson, Ólafur Ragnar Sigmundsson, Björn Bragi Sigmundsson, Kateryna Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2012 ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR S. OTTÓSSON, lést miðvikudaginn 16.maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtu- daginn 24. maí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á orgelsjóð Stykkishólmskirkju (0309-13-300336, kt. 630269-0839) eða líknarfélög. Steinunn Árnadóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Helgi R. Jósteinsson, Kristín Ólafsdóttir, Davíð Sigurjónsson, Erna Ólafsdóttir, Helgi Arnarson og barnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, HINRIK HINRIKSSON lést í Noregi laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju, föstudaginn 25 maí, kl. 15.00. Hinrik Aðalsteinsson, Friðlín Valsdóttir, Klara Berta Hinriksdóttir og fjölskylda. Elskuleg föðursystir mín, SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Hálsi, Skógarstönd, verður jarðsungin miðvikudaginn 23. maí frá Stykkishólmskirkju. Athöfnin hefst kl. 14. Sigrún Ögmundsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdasonur, tengdafaðir, og afi, ÓLAFUR EINAR ÓLAFSSON, framkvæmdastjóri Stararima 21 varð bráðkvaddur á uppstigningadag, 17. maí síðastliðinn. Þorbjörg Jónsdóttir, Ásdís Ýr Ólafsdóttir, Svavar Stefánsson, Kolbrún Ýr Ólafsdóttir, Ólafur H. Torfason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYGLÓ BJÖRNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 18. maí. Jarðarför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Úlfar Ægir Þórðarson, Salóme Gunnarsdóttir, Iris Rán Þorleifsdóttir, Þóra Birna Karlsdóttir, Þórarinn Eggertsson og barnabörn. ✝ Herdís Jó-hanna Vigfús- dóttir (Dísa) fæddist á Vopna- firði 26. sept. 1919. Hún lést á heimili sínu 17. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Vig- fús Sigurjónsson og Björg Davíðs- dóttir. Hún var næstelst tólf systkina, sem öll eru látin nema Helga Fanney og Haukur Vopni. Dísa giftist 25. sept. 1943 Aðalsteini Bjarnasyni, f. 1. mars 1920, d. 1. apríl 1969. Eignuðust þau þrjár dætur: 1) Vigdís Björg, f. 20. mars 1946, gift Krist- jáni Sæmundssyni og eiga þau fjög- ur börn og sjö barnabörn. 2) Magndís Birna, f. 13. ágúst 1949, gift Eiríki Jóns- syni og eiga þau fimm börn og níu barnabörn. 3) Jó- hanna Júlía, f. 30. sept. 1953, gift Guðna Ásgrímssyni og eiga þau fimm börn og sex barna- börn. Seinni maður Dísu var Guðmundur Grímsson, f. 18. júlí 1929, d. 27. okt. 2009. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma. Nú þegar þú ert farin frá okkur, búin með þinn tíma hér og kveður okkur 92 ára að aldri, hafa þeir pabbi, Gummi og Haukur minn verið glaðir að hitta þig aftur. Þið pabbi byggðuð ykkur hús í Breiðagerði og þar ól- umst við systurnar upp. Síðan flutti ég austur á Vopnafjörð á þínar æskuslóðir. Alltaf þótti þér jafngaman að koma austur til mín enda áttir þú systkini og vini þar. Þú fórst ung að vinna sem kaupakona og hefur unnið ým- isleg störf bæði í síldarsöltun, fiski og heimilishjálp. Þú flutt- ir 1978 á Hraunteig og þið Gummi létuð gera upp íbúðina ykkar og hún var sko flott. Þar vildir þú vera og fékkst að Herdís Jóhanna Vigfúsdóttir Fyrstu minning- ar mínar um afa eru frá Eiðum, þar sem ég dvaldi mikið fyrstu árin. Mér er minnisstætt þegar ég fékk að fylgja afa í kennslustund, sennilega fimm ára gamall. Það fannst mér afar merkilegt. Einnig man ég eftir honum í sjálfboðaliðastarfi á Sumarhá- tíð UÍA sem var haldin á Eið- um á hverju sumri, en hann vann ötullega að íþrótta- og æskulýðsmálum á þeim árum. Eftir að afi og amma fluttu inn í Egilsstaði sótti ég mikið í að fá að vera í kringum þau. Mér eru minnisstæðar allar þær óteljandi kvöldstundir sem ég átti heima hjá þeim í Fax- atröðinni. Þar spiluðum við afi gjarnan rommí heilu kvöldin milli þess sem hann og amma sögðu manni sögur og fræddu á Sigurður Óskar Pálsson ✝ Sigurður Ósk-ar Pálsson fæddist í Breiðuvík við Borgarfjörð eystra 27. desem- ber 1930. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 26. apríl 2012. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey. ýmsan hátt. Einnig fannst mér ótrú- lega spennandi að heimsækja afa á Héraðsskjalasafnið og var sérstaklega heillandi að sjá all- ar þessar gömlu bækur og skjöl sem hann var að grúska í. Seinna leitaði ég svo mikið til hans þegar ég fór að stúdera Laxness. Þar kom maður heldur ekki að tóm- um kofunum og átti hann stór- an þátt í að smita mig af Lax- ness bakteríunni. Íslenskt mál var afa mikið hugðarefni og gat maður alltaf leitað til hans ef maður var í vafa um eitthvað því tengt. Vit- laus notkun málsins og ambög- ur fóru óskaplega í taugarnar á honum, sérstaklega ef þær hrutu af vörum fjölmiðlafólks. Þessi ástríða hans fyrir ís- lensku máli sést glöggt þegar maður lítur yfir ritverk hans, hvort sem eru fræðigreinar, barnasögurnar sem hafa sent afkomendur hans og ýmsa fleiri inn í draumalandið um áratuga skeið, eða ljóðin, þar sem gleggst má sjá hversu góð tök Góður vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bósi eins og Benedikt var alltaf kallaður á meðal gamalla félaga í Val var ávallt léttur í lund og hvers manns hugljúfi. Þegar Bósi var í stuði var brugðið á leik og spilastokkur- inn dreginn fram. Þá hófust römmustu galdrar og þeir sem ekki höfðu áður séð kappann að verki voru agndofa enda ekki auðvelt að átta sig á því hvernig í ósköpunum hann framkallaði snilldina. Þeir voru flottir á fyrsta herrakvöldi Vals 1982 þeir Bósi og Þorsteinn Sívertsen (Skossi) með pípuhattana, merktir Mag- ic Brothers og þó eitthvað hafi skolast til og kanínan næstum því andast, þá er enn vitnað í uppákomuna með bros á vör. Þau Magga voru sannarlega Benedikt Karl Bachmann ✝ Benedikt KarlBachmann fæddist í Reykja- vík 12. mars 1945. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 9. maí 2012. Útför Benedikts fór fram frá Bú- staðakirkju 16. maí 2012. frábært teymi í öllu sínu lífi og starfi, og náðu alltaf að heilla viðskiptavini sína í þeim rekstri sem þau stóðu fyr- ir, nú síðast Inn- rammaranum við Rauðarárstíg, fyr- irtæki sem ber þeim hjónum vitni um þjónustulipurð og vönduð vinnu- brögð. Það er þungbært að sjá nú á bak þessa frábæra dreng sem alltaf lagði sig fram um að glæða lífið gleði og velgengni. Við sendum öllum vinum Bósa samúðarkveðjur en einkum Margréti, Þorsteini, Hrefnu, barnabörnum og fjölskyldu. Halldór Einarsson. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann núna þegar félagi minn og vinnur til 60 ára er kvaddur. Það er ekki skrítið þegar litið er til þess að kynni okkar hófust er við sett- umst í 7 ára bekk í Austurbæj- arskólanum og vorum bekkjar- félagar þar í 6 ár og síðan í 4 ár í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og á þessari 10 ára samfelldri skólagöngu sátum við hlið við hlið nánast öll þau ár og útskrif- uðumst sem gagnfæðingar fyrir réttum 50 árum. Minningar sem krakkar, í sundi í Sundhöllinni, á skautum á Tjörninni og á skautasvellinu í Skátaheimilinu við Snorrabraut eða í fótbolta á Klambratúni, svo komu unglingsárin, áfram fótbolti á Klambratúni, skíða- ferðirnar í Hveradali og skíða- skála Vals í Sleggjubeinsdal, unglingadansleikir í Skátaheim- ilinu, Breiðfirðingabúð, Iðnó eða í Silfurtunglinu. Við reyndum fyrir okkur í golfi og fórum ófá- ar veiðiferðirnar fram eftir full- orðinsárunum. Svo minnist ég þess er Bósi hringdi í mig og bað mig að hitta sig á Hressó, hann ætlaði að kynna mig fyrir kærustunni sinni, sat hann þar í einum básnum með tveim ungum stúlkum og kynnti mig fyrir Margréti og Björgu vinkonu hennar. Magga var alin upp á Grímsstaðaholti á Fálkagötu 4 og varð síðar eiginkona hans, einkennilegt eða kannski ekki, en seinna varð ég ástfanginn af Emmu eiginkonu minni sem einnig var alin upp á Grímsstaðaholti á Fálkagötu 32 og hefur vinátta okkar allra ver- ið órofin síðan og minnumst við hjónin allra heimsóknanna til hvor annarra, við Bósi að spjalla, spila eða tefla og Emma og Magga að spjalla með handa- vinnu. Bósi var mikill listunn- andi og fagurkeri og ber heimili þeirra Möggu vott um það. Þeg- ar ég flutti með fjölskylduna til Akureyrar til nokkurra ára komu þau Magga norður og átt- um við góðar stundir saman og þegar þau fluttu til Flórída heimsóttum við þau ásamt syni okkar Geir Jóni, sem Bósi kall- aði Gorminn ekki að ástæðu- lausu. Ekki má gleyma Peðinu, taflklúbbi okkar nokkurra vina sem tefldum saman á þriðja áratug. Bósi var skemmtilegur, skap- góður, vinnusamur og ekki síst vandvirkur og þykist ég vita að margir eiga eftir að sakna hand- bragðs hans. Sl. áratug hefur hefur hópur fólks á ýmsum aldri, sem átt hefur sér sameiginlegt áhuga- mál, komið saman flestar helgar á meðan knattspyrnuvertíðin hefur staðið í Englandi og horft á leiki með sínu liði. Það hefur einnig farið í ferðir í Leikhús draum-anna og haldið árshátíð- ir. Ótvíræður leiðtogi hópsins var Benedikt Bachmann eða Benni eins og hann var jafnan kallaður. Hann gat verið mjög gagnrýninn á sína menn ef hon- um fannst þeir ekki standa sig vel og þá fuku oft yfirlýsingar í kjölfarið: „Nú held ég að karlinn sé orðinn alveg galinn að stilla upp þessu liði (Ferguson).“ „Þessi Nani getur ekki neitt. Ég skil ekkert í karlinum að selja hann ekki strax.“ „Ég held svei mér þá að Djemba Djemba hafir verið betri en þessir menn.“ Þetta kom yfirleitt af stað fjörugri umræðu enda gert í þeim tilgangi. Hann kunni ætt- fræði leikmanna umfram aðra og út frá nöfnum þeirra rakti hann oft kostulega ættfræði sem dugði yfirleitt til hláturs hjá hópnum. Oft þegar gengið var brösugt í leik, þá greip Benni til þess ráðs að kaupa sér staup. Þetta var kallað markastaup og ótrú- lega oft fylgdu mörk. Kannski hefði það dugað á sunnudaginn var, hver veit? Á samkomum hópsins dró Benni gjarnan fram spilastokk og fleiri galdratæki. Þar lét hann augu manna hringsnúast í forundran þegar hann framdi hin ótrúlegustu trikk. Umfram allt var Benni heill og góður vinur. Hann var mjög flinkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og sviplegt fráfall hans mjög sárt fyrir alla sem hann þekktu og tengdust. Við sendum Margréti, börn- um þeirra og fjölskyldum sam- úðarkveðjur og þökkum fyrir stundirnar sem við áttum með honum. F.h. MU-hópsins, Pétur Björnsson. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. (E. Ben.) Elsku Magga, við Emma og fjölskylda okkar biðjum góðan Guð að varðveita Bósa og styrkja þig og fjölskyldu ykkar nú og um alla framtíð. Geir Þorsteinsson. Kveðja frá Stakkavík Þórður Einarsson var einn af stofnendum Stangveiði- félagsins Stakkavíkur. Félagið stofnuðu ellefu stangveiði- menn hinn 7. febrúar 1978 í Þórður Einarsson ✝ Þórður Ein-arsson, fæddist í Reykjavík 29.7. 1931. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 1. maí 2012. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. þeim tilgangi að sjá um ráðstöfun veiðihlunninda í Hlíðarvatni í Sel- vogi og annast vernd og viðgang vatnsins. Þórður var á þeim tíma formaður Stanga- veiðifélags Hafn- arfjarðar en hann var formaður þess félags á árunum 1977 til 1986. Þórður tók einnig síðar að sér að sinna formennsku í Stangveiðifélaginu Stakkavík. Með honum í stjórn voru Steingrímur Atlason sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.