Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 4
Í LONDON Kristján Jónsson kris@mbl.is Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi náði ekki að synda eins hratt og hún hefði kosið í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í gær- morgun. Eygló synti á 2:16,81 mínútu og var 2,55 sekúndum frá því að komast í undan- úrslitin. Íslandsmet Eyglóar frá því í apríl er 2:14,87 mínútur og hefði dugað henni til 23. sætis en hún hafnaði í 28.-29. sæti af 34 kepp- endum. Eygló byrjaði ágætlega í flugsundi og tók góðan sprett í baksundi, sem er hennar sterkasta grein. Þá tók við bringusund og þar dróst hún verulega aftur úr. Hún náði ekki að auka hraðann almennilega á nýjan leik í lokasprettinum í skriðsundi. Ég dó einhvern veginn „Mér leið mjög vel í baksundinu en svo kom bringusundið, sem er náttúrlega léleg- asta sundið mitt. Ég er alveg ömurleg í því og þar „dó“ ég einhvern veginn. Ég komst ekkert áfram. Ég reyndi mitt besta í skrið- sundinu. Þá sá ég að allar stelpurnar voru farnar fram úr mér aftur og ég reyndi að sprengja mig í skriðsundinu en það dugði ekki til,“ sagði Eygló í samtali við Morg- unblaðið í London í gær og sagði að eftir á að hyggja hefði hún getað byrjað ennþá hraðar í flugsundi og baksundi. Hún stefnir hátt á miðvikudaginn þegar hún syndir í sinni uppáhaldsgrein, 200 metra baksundi. „Ég ætla að reyna að ná Íslands- metinu og bæta mig þar af leiðandi. Mér leið vel í baksundinu í dag en á eftir að sjá hver sá tími var,“ sagði Eygló ennfremur en hún var mjög nálægt sínu besta í 100 metra bak- sundi á sunnudaginn. Reyndi að sprengja mig í skrið- sundinu  Eygló óánægð með 200 m fjórsundið Morgunblaðið/Golli Bringusundið Eygló Ósk Gústafsdóttir var óánægð með hvernig til tókst í bringusundshluta fjórsundsins en hér er hún á þeim spretti. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Í LONDON Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Túnis í dag klukkan 8:30 á Ólympíuleikunum í London. Ísland vann Argentínu 31:25 í sínum fyrsta leik en Túnis tapaði fyrir Svíþjóð 21:28. Í íþróttunum er vinsælt að tala um að lið séu sýnd veiði en ekki gefin. Þessi mikið notaði frasi á kannski ágætlega við í tilfelli Tún- isbúa. Við höfum ekki oft mætt þeim á stórmótunum og þeir taka auðvitað aldrei þátt í Evrópumót- unum af landfræðilegum ástæðum. Túnis hélt HM 2005 Lið frá norðurhluta Afríku kunna þó ýmislegt fyrir sér í hand- boltanum. Alsír átti skemmtilegt lið um tíma og síðar eignaðist Egyptaland lið í heimsklassa. Um svipað leyti og Egyptar fóru að gefa eftir tókst Túnis að komast al- mennilega á kortið. Túnis hélt til að mynda heims- meistaramótið árið 2005 og þar náði liðið 4. sætinu eftir flotta framgöngu. Fyrir vikið á Túnis betri árangur en við Íslendingar á heimsmeistaramóti því við höfum „aðeins“ náð 5. sæti á HM. Auk þess hafnaði Túnis ofar en Ísland bæði á HM 2001 og 2009. Tveir spila með Karabatic Túnis hefur síðustu árin átt þrjá mjög öfluga leikmenn sem hafa mikla reynslu af handbolta í háum gæðaflokki. Þar á ég við stórskytt- una Wissem Hmam sem einmitt varð markakóngur HM 2005. Hann hefur leikið árum saman með stór- liði Montpellier í Frakklandi og hefur unnið marga titlana með því félagi. Þar leikur einnig línumað- urinn Issam Tej sem er farsæll leikmaður og var drjúgur gegn Svíunum. Leikstjórnandinn Heykel Megannem hefur einnig átt frá- bæran feril í Frakklandi. Íslenskir handboltaáhugamenn fengu tæki- færi til að sjá hann með franska liðinu St. Raphael í vetur þegar það sló FH út úr Evrópukeppn- inni. Þessir leikmenn eru allir mjög leikreyndir en eru allir á fertugs- aldri og vonandi er farið að draga eitthvað af þeim. Sex leikmenn Túnis spila í frönsku deildinni. Ingimundur æfði í gær Íslenska liðið þarf væntanlega að spila betur á heildina litið en það gerði gegn Argentínu. Áhuga- vert verður að sjá hvernig leik- mönnum Túnis gengur að eiga við hraðann á íslenska liðinu. Þá á ég náttúrlega sérstaklega við hraða- upphlaupin og þegar Ísland tekur hraða miðju. Ef þeir geta ekki var- ist þessum atriðum þá mun þessi leikur fá farsælan endi fyrir okkur Íslendinga. Íslendingar gátu teflt fram öll- um sínum mönnum í fyrsta leik og það voru góð tíðindi. Eflaust fengu einhverjir hland fyrir hjartað þeg- ar baráttujaxlinn Ingimundur Ingi- mundarson féll í gólfið, hélt um lærið og var studdur af leikvelli. Hann kom hins vegar aftur inn á og æfði á fullu í gærmorgun þann- ig að þetta óhapp virðist ekki hafa dregið dilk á eftir sér. Frasinn á ágætlega við Túnis  Leikmenn Túnis eru engir byrjendur í handbolta  Eiga betri árangur á heimsmeistaramóti en Íslendingar og hafa leikið um verðlaun  Hmam, Tej og Megannem eru leikmenn í fremstu röð Morgunblaðið/Golli Slagur Arnór Atlason, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson ræða málin í London. Þeir eiga fyrir höndum hörkuleik gegn liði Túnis sem er með reynda leikmenn innanborðs. Ísland og Túnis » Leikur þjóðanna hefst í „Koparkassanum“ í London, eða Copper Box eins og höllin heitir, klukkan 8.30. » Túnis tapaði 21:28 fyrir Sví- þjóð í fyrstu umferð riðla- keppninnar á meðan Ísland vann Argentínu, 31:25. » Ísland vann Túnis, 31:27, á æfingamóti í Frakklandi fyrr í þessum mánuði. » Ísland tapaði fyrir Túnis, 31:35, á alþjóðlegu móti í Malmö í janúar 2009. » Liðin mættust tvisvar árið 2007. Ísland vann, 36:30, á HM í Dortmund í janúar en liðin gerðu síðan jafntefli, 30:30, á móti í París í apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.