Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 34

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 34
Gunnar Gunnarsson: Eldhnötturinn ^°í= og eldfjallið Kvöldkyrrðin er reifuð rökkri. Við höfum kvatt Madeira og siglum í suð- urátt. Svart er hafið, stungið gullnu stjarnbliki, svartur himinninn milli hnatta næturinnar. Spengilegur tungl- bátur siglir leið sína kjölfarslaust. Enginn fær greint, hvað á sveimi er í tvö þúsund faðma djúpri hafgrímunni undir kili, og Rán lætur ekki annað til sín heyra en suðuna frá stafnsjóunum. En þótt hafið sé djúpt, er himinninn dýpri, og þaðan er steinhljóð. Það, sem hann hefur við okkur að ræða í kvöld, segir hann í bliki gulls og glóðar og gimsteina. Þarna er Blástjarnan, þarna Nautið, þarna Hundastjarnan.... Og við erum á leið til kanarísku eyjanna, Hundaeyjanna undir krabbabaugnum, þar sem þýtur í pálmatrjám við jökul- rætur. Eyjanna, sem Plíníus eldri kall- aði Hamingjueyjar og Alexander Humboldt sagði um, að þær væru ekki aðeins einn af Edens aldingörðum, þær væru sjálf Paradís. Það verður ekki betur sofið á botni hafsins en um borð í skipi, sem and- varinn og undiraldan vagga á borði hins brothætta sjávar undir stjarnboga himinhvolfsins. Og af djúpi þessarar höfgu miðsvetrar-sumarnætur stigu eldhnötturinn og eldfjallið í samri sjón, hnötturinn í austri að vanda, eldfjallið í suðvestri, bæði nývöknuð til unaðs og áfergju athafnamikils dags, bæði glóandi, sólin af eigin eldi, fjallið af sælu faðmandi jökuls í sólarglóð. Þau mættust þarna á þessum morgni, eins og svo oft áður, eins og flesta daga, en óþreytt, eldkúlan sveimandi og jökul- gígurinn rótfastur í stæltum steini: mátturinn á ferð og steinstorknuð ímynd máttarins, konungskumbl kuln- aðra glóða, tákn ævarandi eyðingar og um leið tákn frjósemi, sem aldrei þrýtur. Pico del Teyde, Vítistindur, er hann nefndur, þessi voldugi jökulgígur, sem gnæfir yfir eyjuna Teneriffa, því nær tvöfalt hærri en Vatnajökull, og krýnir kanaríska eyjaklasann. Hann ber allt annað á þeirri eyju svo langsamlega of- urliði, að í raun og veru er hann Tener- iffa, hann og sólin, — að ógleymdum golfstraumnum, sem vefur armi um eyjarnar, sér um hæfilegan hita, gróðr- arskúrir og raka í loftinu, raka, sem dregur úr mesta sólbrunanum og gefur þægilegt glit yfir landið, er svarar með sólbrosi jökulhettunnar. Teneriffa er engin Græney, en svo mætti kalla Madeira, að minnsta kosti ekki á þessum tíma árs. Brúnleitar, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.