Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 ✝ Ólafur Pét-ursson fæddist í Álftagerði, Skagafirði, 1. jan- úar 1942. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Pétur Sigfús- son, f. 28. janúar 1917, d. 23. sept- ember 1987, og Sigrún Ólafsdóttir, f. 8. janúar 1914, d. 6. júní 1990. Systkini Ólafs eru Sigfús Pétursson, f. 23. apríl 1943; Pétur Pétursson, f. 9. mars 1945; Herdís Péturs- dóttir, f. 13. ágúst 1948; Gísli Pétursson, f. 6. ágúst 1951, og Óskar Pétursson, f. 25. desem- ber 1953. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Regína Jóhannesdóttir frá Neðri-Vindheimum, Þela- mörk, f. 5. október 1937. Þau giftust 31. desember 1963. For- eldrar Regínu voru Jóhannes Jóhannesson, f. 29. nóvember 1908, d. 4. apríl 2001, og Anna Júlíusdóttir, f. 11. júlí 1910, d. 22. ágúst 1968. Börn Ólafs og Regínu eru 1) Pétur Ólafsson, f. 11. maí 1965, kvæntur Mínervu Björgu Sverrisdóttur, f. 21. október 1967, búsett á Ak- ureyri. Börn þeirra eru Ólöf Rún, f. 17. sept- ember 1999; Þór- hallur Óli, f. 25. ágúst 2001, og Sig- rún María, f. 27. október 2006. Börn Péturs af fyrra hjónabandi eru Þórdís Ýr, f. 19. apríl 1986, og Andrea, f. 19. júní 1989, móðir þeirra er Snjólaug Ásdís Guðmundssdóttir. 2) Jóhannes Ólafsson, f. 29. nóvember 1966, kvæntur Sólrúnu Jónu Ásgeirs- dóttur, f. 22. október 1971, bú- sett í Varmahlíð. Börn þeirra eru Regína, f. 11. júlí 1997; Þór- unn Ósk, f. 9. febrúar 2000, og Magnús Árni, f. 26. ágúst 2003. 3) Anna Sigrún Ólafsdóttir, f. 18. desember 1970, gift Bjarka Kristjánssyni, f. 3. júní 1973, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Ólafur Andri, f. 4. janúar 2001; Kristófer Logi, f. 6. októ- ber 2003, og Alexander Freyr f. 10. júní 2008. Ólafur bjó alla sína ævi í Álftagerði og stund- aði þar búskap ásamt vörubí- lakstri. Útför Ólafs fer fram frá Víði- mýrarkirkju, Skagafirði, í dag, 11. ágúst 2012, og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við eigum eftir að sakna þess að hitta þig ekki í sveitinni og fá þig ekki í heimsókn til okkar til Akureyrar. Þú varst alltaf tilbú- inn að hjálpa og aðstoða okkur er á þurfti að halda og þó að þú segðir ekki alltaf mikið komst það til skila sem máli skipti. Við eigum fullt af minningum um þig sem við munum varðveita í hjört- um okkar. Við vitum einnig að þó að við sjáum þig ekki þá ertu með okkur. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Við þökkum fyrir að hafa átt þig að og fyrir að fá að styðja þig í veikindunum. Við gerðum oft grín og hlógum, þú sagðir að það þýddi ekkert annað. Það var allt- af stutt í glettnina og húmorinn hjá þér, þú sýndir það best síð- ustu vikuna þína. Við héldum að þú værir sofandi, en svo komstu með innskot og þá var oft hlegið. Elsku pabbi, Óli og afi við vitum að nú líður þér vel hjá afa Pétri og ömmu Rúnu. Við ætlum að hjálpa þér að passa upp á ömmu Regínu. Hvíl í friði Við elskum þig. Pétur, Mínerva Björg, Þórdís Ýr, Andrea, Ólöf Rún, Þórhallur Óli, Sigrún María. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Mig langar að minnast með nokkrum orðum Ólafs tengda- föður míns, eða Óla eins og hann bað mig strax um að kalla sig. Leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum 20 árum þegar ég kynnt- ist Jóhannesi syni hans. Mér var strax tekið með opnum örmum á heimili þeirra hjóna, Ólafs og Regínu, og leið mér strax eins og heima. Það var alltaf gott að leita til hans hvort sem um börnin var að ræða eða annað, alltaf var hann boðinn og búinn. Það verð- ur nú skrítið haustið í haust þeg- ar við tengdamamma förum í bjúgur og kjötfars að hafa ekki Óla með okkur að snúa bjúgvél- inni en ég veit að hann mun vera með okkur í anda. Þakka þér fyrir þær samveru- stundir sem við áttum saman, ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Með tárvotum aug- um kveð ég þig, elsku Óli minn. Elsku Regína, missir þinn er mikill Guð gefi þér og okkur styrk til að takast á við sorgina. Þín tengdadóttir, Sólrún Jóna Ásgeirsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku afi okkar. Við vorum svo heppin að geta alist upp með Óla afa. Það var alltaf gott að koma í sveitina og alltaf varstu boðinn og búinn að aðstoða okkur. Ferðirnar á fjöll- in með kindurnar á vörubílnum, að fara á hestbak með þér, sunnudagsmaturinn, jólin og áramótin þetta eru allt góðar minningar sem eiga eftir að fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku afi, við vitum að nú ertu kominn í sumarlandið og líður vel. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, við munum ávallt minn- ast þín. Guð veri með þér. Þín barnabörn Regína, Þórunn Ósk og Magnús Árni. Ólafur Pétursson ✝ SteinólfurLárusson kvaddi þennan heim í Búðardal við Hvammsfjörð þann 15. júlí sl., en hann var fæddur 26. júní 1928. For- eldrar hans voru Borghildur Sigríð- ur Guðjónsdóttir af Ströndum og Lárus Hall Alex- andersson úr Breiðafirði og Dölum. Þau voru bændur í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd þar sem Steinólfur fæddist, elstur þriggja systkina. Systur hans eru Erla, búsett í Noregi, og Alda í Reykjavík. Steinólfur rann upp sem fíf- ill í túni í Fagradal og í fyll- ingu tímans kvæntist hann Hrefnu Ólafsdóttur frá Hamri í Hamarsfirði eystra. Bjuggu þau fyrst í sambýli við foreldra Steinólfs en talin taka við búi í Ytri-Fagradal árið 1960. Þeim varð fjögurra barna auðið sem eru Ólöf Þóra f. 6.11. 1954, Sesselja f. 27.1. 1959, Halla Sigríð- ur f. 11.5. 1964 og síðast en ekki síst Stefán Skafti f. 26.4. 1967. Öll hafa börnin eign- ast maka og aukið kyn sitt. Halla Sig- ríður situr föð- urleifð sína ásamt eiginmanni og börnum. Steinólfur ól allan sinn ald- ur í Ytri-Fagradal og hafði mörg járn í eldinum. Hann var bóndi, vélamaður, sel- veiðimaður og uppfinn- ingamaður svo fátt eitt sé nefnt. Einkum var hann þó þekktur að dýrlegu skopskyni og textagerð á kjarnmiklu al- þýðumáli. Steinólfur Lárusson var jarðsunginn frá Skarðskirkju 21. júlí 2012 og var huslaður í kyrrþey að eigin ósk og orða- lagi. Liggur nú við hlið ást- kærrar konu sinnar Hrefnu í kirkjugarðinum á Skarði. Með Steinólfi Lárussyni er horfið sérstakt eintak af manni sem náði að hefjast yfir um- hverfi sitt og basl. Jafnhliða því að stunda börn og bú af alvöru og ábyrgð, bjó Steinólfur yfir þeirri gáfu að sjá sjálfan sig og samtíð sína í skoplegu ljósi og varð á endanum til ákveðin heimspekileg afstaða sem var honum eðlislæg. Hafði sérstaka unun af að hæðast að hindur- vitnum bænda og einnig voru yfirvöld mjög í sigtinu hjá Steinólfi og hinar spaugilegu hliðar valdsins. Hann lét stundum sem hann væri mjög harmandi yfir að hafa aldrei fengið verðlaun frá Gestahliðanefnd Dalasýslu. Varð til heitið Gestahliðanefnd og skilríkir menn tileinkuðu sér. Allsnemma varð Steinólfur eins konar gúrú þarna á Strönd- inni og eignaðist fjölda aðdá- enda svo sem poppgoð safna að sér grúpppíum. Fóru margar sögur af bóndanum, afreksverk- um hans og aflraunum, einkum þegar hann gegndi löggæslu- störfum í Dalasýslu. Þurfti þá tíðum að neyta allra krafta ef hafa átti betur. Munaði hann ekki um að færa til einn Fólksvagenbíl með berum hönd- um þegar bíll sá var honum til trafala. Konu einni tyllti hann á öxl sér á víðavangi eins og kan- arífugli þegar hún vildi ekki koma með góðu og gekk með hana til manna. Andskoti er að sjá hvernig þú ferð með matinn í klofinu á þér ávarpaði Stein- ólfur knapa einn sem reið á brokki inn í samkomuhúsið á staðnum og Steinólfur gætti sem laganna vörður. Manninum féll slíkur ketill í eld við aðkallið að hann sneri matnum þegar í stað út úr húsinu. Steinólfur Lárusson sagðist bara hafa dagað uppi þarna í Ytri Fagradal og hann hefði aldrei ætlað sér að verða bóndi. Enda hefði Hrefna kona hans búið. Erfitt er samt að ímynda sér að karl hefði þrifist annars staðar en einmitt í Fagradal. Auðvitað var hann bóndi og böðlaðist í flögum á henni Júl- íönu sinni og reisti sér að minnsta kosti tvo súrheysturna um öxl. Smiðju átti hann for- kunnlega þar sem hægt var að búa til kjarnorkusprengjur og brugga eðalvín. Þar voru smið- aðar dúnvinnsluvélar, eldis- bleikja vakti í tjörnum og raf- magn framleiddist í bæjarlæknum. Vindrafstöðin sat á hakanum. Þess vegna taldi hann fram tapaðan vind á skatt- skýrslunni. En með því að húm- oristar sækja lítt til starfa á skattstofum létu þeir hinn tap- aða vind um eyru þjóta. Fátt veit ég fjarlægara Stein- ólfi Lárussyni en þann upp- þembing sem veður uppi í minn- ingargreinum. Og ekki þarf að tefja sig á þeim aragrúa titla og heiðursmerkja sem meðalmenn- in hafa skipst á hér upp á land- inu. Hvorki gegndi hann trún- aðarstörfum meðal Oddfellófa eða Frímúrara og aldrei hafði Gestahliðanefndin á Bessastöð- um hugmyndaflug til að krossa þennan dýrlega mann fyrir eitt eða annað, þótt ekki hefði verið nema fyrir að útrýma vargfugli og ref. Enginn verður samur maður eftir að hafa kynnst hugarheimi Steinólfs og heimspeki. Það er heill skóli sjálfsprottinnar speki og afstöðu til manna og málleys- ingja sem minnir á sig daglega hér vestur í Hnífsdalnum. Finnbogi Hermannsson. Vinur minn Steinólfur Lár- usson frá Ytri Fagradal í Dala- byggð er látinn. Hann sá ég fyrst á sólríkum réttardegi í Skerðingsstaðarétt í Dölum vestur haustið 1969. Hann gnæfði upp úr mannþrönginni og leit niður til fólksins sem hann ræddi við með gamanyrði á vör. Þótti mér hann afar at- hyglisverður við fyrstu sýn. Seinna hlotnaðist mér sá heiður að kynnast þessum stóra manni. Steinólfur var með allra hæstu mönnum, rúmir 2,0 m á hæð og vakti athygli hvar sem hann fór. Við nánari kynni varð mér ljóst að hér var snillingur á ferð. Steinólfur var ótrúlegum hæfi- leikum búinn. Bráðgreindur, stórgóður húmoristi, með ein- dæmum fyndinn og spaugsam- ur, hugmyndaríkur uppfinn- ingamaður og frumkvöðull í búskaparmálum, róttækur, lítil- látur, vitur, hrókur alls fagn- aðar, höfðingi heim að sækja og drengur góður. Undir niðri var hann alvarlega þenkjandi og hugsaði um rök tilverunnar og málefni líðandi stundar. Hann var í raun langt á undan samtíð sinni og eigi einhamur í orð og ritsnilli. Um það vitnar endur- minningabók Steinólfs, Einræð- ur Steinólfs, sem Finnbogi Her- mannsson skráði. Á baksíðu bókarinnar segir rithöfundurinn Einar Már Guð- mundsson um Steinólf: „Stein- ólfur er rödd hrópandans, algjör nauðsyn, nú þegar fennir yfir flest og allir vilja ganga í sömu átt.“ Ég kveð Steinólf hinsta sinni með söknuði og virðingu og þakka honum góða viðkynningu, skemmtan, vináttu og hlýju í minn garð. Fjölskyldu hans, vinum og sveitungum votta ég dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning Steinólfs Lárussonar. Magnús Ástvaldsson. Steinólf sá ég fyrst 1953 þá barn. Þá leigði kona að vestan herbergiskytru af foreldrum mínum. Hún bauð einhverju sinni til samsætis í kytrunni og ég tók eftir að ótrúlega margir fóru inn í herbergið sem var innan við tíu fermetrar; kannski sjö. Mannfjöldinn sem hvarf inn í kompuna vakti forvitni mína. Seinna um kvöldið tók ég eftir að það streymdi mannmergðin út úr þessu herbergi; lestina rak maður sem mér sýndist vera tröll. Tröllið klappaði mér á forvitinn kollinn. Tröllið var Steinólfur í Fagradal. Steinólfur Lárusson bóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu er allur og er of mikið sagt því hann verður aldrei all- ur svo stór var hann. Ekki af því að hann væri tveir metrar heldur af því að hann skildi eftir sig sagnaslóð um alla Dali og víðar. Þegar hann var grafinn á laugardaginn var í langleg- udeildinni í Skarðskirkjugarði – við hliðina á Hrefnu sinni sem var jörðuð þar 2001 – þá kom svo mikill fjöldi í óauglýsta jarð- arförina að kirkjan litla marg- sprakk og menn sátu í bílum úti um öll Skarðstúnin og hlustuðu á útförina í útvarpi. Útförin var í anda Steinólfs; þar var oftar hlegið í jarðarför en venja er til. Þar var líka haldið upp á líf Steinólfs Lárussonar og það sem hann hafði fært umhverfi sínu um leið og hann var kvadd- ur. Ég var svo heppin að vera áskrifandi að sýslufundargerð- um Dalasýslu um langt árabil. Þeirri stofnun skrifaði Steinólf- ur oft forkostuleg bréf. Eitt var um trjónukrabbarækt, annað um leirbrennslu úr Hvamms- firði og eitt um virkjun Hvammsfjarðar. Þessi bréf birt- um við í Þjóðviljanum. Sumt sýndist okkur jarðbundnum mönnum vera hálfgerð vitleysa, en viti menn: Er ekki farið að skrifa lærðar ritgerðir um sjávarfallavirkjanir eins og þá sem Steinólfur vildi láta gera í Hvammsfjarðarröstinni? Þegar ég var menntamála- ráðherra barst þangað margt bréfið. Einn daginn kom bréf frá Steinólfi. Þar var bent á að ríkið hefði fyrir löngu ákveðið að friða örnina. En böggull fylgdi skammrifi; hún legðist á þann góða fugl sem heitir æð- arfugl. Ekki datt bréfritara í hug að amast við friðuninni en benti á að bændur við Breiða- fjörð borguðu af henni, örninni, skaðann. Því var þess vinsam- legast farið á leit að ríkisvaldið bætti mönnum skaðann af skepnu þessari. Þetta bréf fór eins og eldur í sinu um allt ráðuneytið; það var sannarlega ekki venja því þar var eiginlega of margt bréfið. En margt bréf- ið gleymdist fyrr en þetta bréf frá Steinólfi. Örnin er kvenkynsorð fyrir vestan. Hæsta fjall í Dalasýslu er Hafratindur. Til að sjá úr Reyk- hólasveit er þetta nafn undr- unarefni. Því Hafratindur er ekki tindur heldur fjallshrygg- ur. Þegar komið er út Tjalda- neshlíðina og í Fagradal þá blasir við Hafratindur sem ekki er lengur fjallshryggur heldur tindur. Þessi tindur yfir Fagradal fór Steinólfi Lárussyni vel. Sjálfur var hann tindur í mörgu mann- félaginu. Höllu, Gumma og öðrum að- standendum færum við Guðrún þakkir fyrir móttökurnar, þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessu góða fólki. Svavar Gestsson. Steinólfur Lárusson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.