Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 54

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 54
52 HELGAFELL íundið eins raeitlaða túlkun vorleys- ingar og í þessari mynd. A öðrum stað er landslagið hrjúft og reyrt þeim raegingjörðum, sem stormar og regn og sól hafa smíðað því um aldirnar. Það er óhagganlegt, hjóstrugt og æsifagurt því auga, sem hræðist ekki að horfa í apalsvört jarð'- arsárin. Svona list semur enginn mað- ur nema sá, sem er nógu stór til þess að standa einn frammi fyrir augliti landsins, án þess að kvika, án þess að láta það kúga sig, og reynist því jafn- oki. Og út yfir þessi svörtu apalhraun, þessi veðurbitnu andlit fjallanna, svífa undarleg skip, mjúkformuð og full af blómum. Og á kynjaströnd stendur hesturinn Pegasus með græna vængi og minnir okkur enn á, að við erum í Bragalandi, þar sem er dags- birta allar nætur á sumrum. Og ég sagð'i við sjálfan mig þarna á sýning- unni: Hversu smá verða öll okkar daglegu vandræði, á meðan við eigum svona mann til þess að syngja í okk- ur kjarkinn — og lífið. B. Th. B. Afmælissýning Gunnlaugs Scheving Félag myndlistarmanna liélt í sum- ar yíirlitssýningu á málverkum Gunn- laugs Scheving, í tilefni fimmtugsaf- mælis hans. A sýningunni voru þó að- eins 47 myndir frá ýmsum tímum, og gaf hún því engan veginn fullkomið yfirlit um ævistarf þessa tiltölulega unga snillings okkar. Gunnlaugur Scheving er tvímæla- laust einn af okkar allra beztu mál- urum. Hann er mjög sérkennilegur og frumlegur í efnisvali og framsetningu, og 'hefur opnað okkur algerlega nýtt skyggni inn í víddir og stemningar norðurhvelsins, með þess svölu og silf- urtæru snjóbirtu og regindjúpu höf- um. Langflestar myndir G. S. eru frá sjó, enda er listamaðurinn alinn upp á sjávarbakkanum. Hann hefur leikið sér við strönd Norður-Atlantshafsins og horft langsæum unglingsaugum yf- ir endalausan lygnan flöt þess í dýrð hásumarsins. Og þó heí'ur hann látið heillast, jafnvel enn meira, af hinni háu og breiðu skammdegisöldu, ógn- þungri í tign sinni og veldi. Hann hefur staðið við hlið hinna saltdrifnu, frumstæðu hetja hafsins, og hlýtt á þær rifja upp endurminninguna um köld faðmlögin við grályndar Ægis- dæturuar og sefandi hrifninguna, er rismikil undiraldan lyfti þeim upp úr öldudölunum, svo þeir fengju eygt langþráða fjallahnúkana snæviþakta. Þjóðkunnur menntamaður sagði eitt sinn um Asgrím Jónsson, að hann hefði gefið okkur landið sitt, og eru það orð að sönnu, einnig um aðra listamenn okkar ýmsa, er síðar komu. Með líkum hætti mætti þá segja að G. S. hefði gefið okkur hafið umhverf- is landið okkar. Gunnlaugur er líka á margan hátt langhelzt í ætt við Ásgrím Jónsson, hógvær og fjarri öll- um óhemjuskap. Og liann er ramrn- íslenzkur fram í fingurgóma eins og' bóndinn, sem nýtur miðdegishvíldar með fjölskyldu sinni í friðsælli gras- laut, sem hann er orðinn samgróinn, eins og mosavaxinn steinninn, sem hann situr á, og sjómaðurinn, sem stirðum fingrum en öruggum dregur gaddfreðna línuna. Æðruleysi lians minnir líka á þessar traustu máttar- stoðir þjóðfélagsins, er eiga landið og hafið, sem þær hafa sigrað með eigin afli hugar og handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.