Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 48

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 48
46 HELGAFELL nálinni, kveð'i mest að Hannesi Pét- urssyni. Þó að rödd Jóns Helgasonar og ljóðstíll Snorra Hjartarsonar leyni sér ekki í kvæðum þessa komunga skálds, tekur hin hnitmiðaða og skáldlega meðferð hans á yrkisefnun- um öll tvímæli af um það, að þar sé óvenjulega gáfaður höfundur á ferð- inni. Að minu viti er samt Hannes Sigfússon, enn sem komið er, önd- vegishöfundurinn á þessu skáldaþingi. Hann er einn þeirra örfáu skálda, sem vaxið hafa af kynnum sínum við T. S. Eliot, og ljóðaflokkur hans, Dymbil- vaka, er svipmikill skáldskapur, slunginn áleitnum töfrum. En fleiri höfundar eiga þarna athyglisverð og góð kvæði, svo sem Arnfríður Jóna- tansdóttir, Einar Bragi og Jón úr Vör. Aðrir, úr flokki kunnra höfunda, valda aftur á móti vonbrigðum, sér- staklega Þorsteinn Valdimarsson. Kveðskapur hans í þessari bók er ósköp loðmullulegur og stendur eng- an vegimi undir því lofi, sem einatt hefur verið borið á höfundinn. Ekki væri heldur drengilegt að bera Thor Vilhjálmson þeim sökum að hafa not- ið sín til fullnustu í ljóðum þeim, sem hann á þarna. En allt slíkt er vitanlega aukaatriði hjá hinu, sem vel er uml bókina. I for- málanum tekur útgefandinn það rétti- lega fram, að til sýnisbókar af þessu tagi verði „að gera þær kröfur um val höfunda og Ijóða, að leggja megi hana til grundvallar umræðum og mati á Ijóðlist ungra skálda innan þeirra tímamarka, sem bókinni hafa verið sett“. Sé ég ekki betur en að bókin fullnægi prýðilega slíku hlut- verki. Hefur Helgafell að sínu leyti ráðið ágætan bókmenntamann, ICristján Karlsson, til að skrifa um hana og verður ritgerð hans væntan- lega birt í næsta hefti. Þessum fáu orðum er því aðeins ætlað að minna til hráðabirgða á athyglisverða bók, sem vonandi á fyrir sér að afla hinum ungu höfundum sínum velviljaðri skilnings en þeir hafa mátt sæta um nokkurt skeið. T. G. Fólk Jónas Amason — Ileimskringla — Rvík 1954 Það, sem öðru fremur einkennir flesta pistlana í þessari bók, er mann- elska. Skilningur höfundar á persón- um þeim, er hann lýsir, byggist fyrst og fremst á samúð. Birta sú, er hann bregður yfir persónur, er oftast birta góðlátlegs húmors, en hann getur, þegar því er að skipta, brugðið fyrir sig beittu háði, svo sem í pistlinum um hattinn. Stundum jaðrar að því, að hann verði of sentimental, en oft er það ekki. Bezt lætur Jónasi að lýsa smáfólkinu, svona á 6 ára aldri eða þar um kring. Þar er hann alveg í essinu sínu. Beztir eru að mínum dómi þeir barnapistlar, þar sem efnið er svo sem ekki neitt. Dæmi: Tuttugu og fimm aurar og Hann Gvendur skútukarl. Það má vera magasúr les- ari, sem ekki kemst í gott skap við lestur þessara pistla. Pistillinn um laxveiðar las ég með ánægju og fannst hann stinga mjög í stúf við' þá óþolandi mærð og dellu- rómantík, sem gerir flestar frásögur af laxveiðum svo drepleiðinlegar. Síðari hluti bókarinnar er misjafn- ari að gæðum, og sumt er þar létt á metunum, en þar er líka að finna veigamestu kafla bókarinnar. Margt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.