Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Ég hef ekki skipulagt það enda er þetta svosem ekki stór-afmæli,“ segir Sigurjón Kjartansson skemmtikraftur að-spurður hvort hann hyggist gera eitthvað sérstakt í tilefni dagsins en hann fagnar í dag 44 ára afmæli sínu. „Ég hafði hugs- að mér að vinna og kannski fær maður góðan mat um kvöldið,“ bætir Sigurjón við. Aðspurður hvort hann eigi von á einhverjum gjöfum í tilefni dagsins segir Sigurjón svo vera. „Ég er búinn að mælast til þess við syni mína að þeir gefi mér að minnsta kosti eina Seinfeld- þáttaröð, þær eru á góðu verði í Elko, ég var að minna þá á þetta svona vinsamlega,“ segir Sigurjón og bætir við að hann sé að láta sig dreyma um að fá fjórðu þáttaröðina af Seinfeld, en hana mun víst vanta í safnið. „Ég yrði ánægður ef ég fengi það,“ segir Sigurjón. Aðspurður segir Sigurjón engan gamlan afmælisdag eftir- minnilegri en annan. „Ég hætti að halda upp á þetta sirka 12 ára en manni hefur svosem verið komið á óvart, sem er ánægjulegt. Það var eitthvað svona sett upp þegar ég varð fertugur og ég hafði bara gaman af því,“ segir Sigurjón. Sigurjón Kjartansson er 44 ára í dag Morgunblaðið/Þorkell Tvíhöfði Sigurjón Kjartansson fagnar afmæli sínu í dag en hér sést hann í glæsikerru ásamt vini sínum Jóni Gnarr borgarstjóra. Dreymir um Sein- feld í afmælisgjöf Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Katrín Birta Reynis- dóttir og Viktoría Tóm- asdóttir gengu í hús og söfnuðu varningi sem þær síðan seldu fyrir ut- an Hagkaup í Spönginni. Ágóðann, 5.151 kr., færðu þær Umhyggju, félagi til stuðnings lang- veikum börnum. Söfnun Höfn Ægir Þór fæddist 26. nóvember. Hann vó 18 merkur og var 54 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Hulda Björk Svansdóttir og Sævar Rafn Guð- mundsson. Nýir borgarar Selfoss Þorgeir Óli fæddist 20. des- ember. Hann vó 3.910 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Ragnheiður Árbjörg Ólafsdóttir og Eiríkur Ari Valdimarsson. C arl fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrst við Týsgötu til sex ára ald- urs og síðan við Skúla- götu. Hann var í Mið- bæjarskóla, Austurbæjarskóla, Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og stundaði nám við Iðnskólann í tvo vetur. Lærði m.a. hjá Carl Billich Carl lærði á píanó hjá Sigursveini D. Kristinssyni um skeið er hann var átta ára, síðan hjá Annie Leifs og þá Ásgeiri Beinteinssyni og loks hjá Carli Billich. Hann hóf síðar nám við Tón- listarskólann í Reykjavík 1979 og út- skrifaðist þaðan með BSc-próf í tón- listarkennslu 1983. Carl hóf að spila opinberlega árið 1959 er hann varð píanóleikari með Carl Möller, djasspíanisti og tónlistarkennari – 70 ára Morgunblaðið/Heiddi Á afmælistónleikum Papa Jazz Carl spilar á tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af 80 ára afmæli Guðmundar Steingrímssonar en þeir tveir hafa heldur betur hrært saman í djasspottinum um langt árabil. Í lávarðadeild píanó- djassara í hálfa öld Sumargleðin Carl að æfa skemmtiatriði með Sumargleðinni á árum áður ásamt Magnúsi Ólafssyni, Bessa Bjarnasyni og Ómari Ragnarssyni. ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! KULDAGALLA R Á ALLA FJÖLSKYLDU NA Dynjandi hefur úrval af vönduðum kuldafatnaði fyrir alla, börn og fullorðna. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.