Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 ✝ Rúnar GeirSteindórsson fæddist á Grett- isgötu í Reykjavík 29. október 1925. Hann lést á Borg- arspítalanum 30. september 2012. Foreldrar Rún- ars voru Steindór Björnsson frá Gröf í Mosfellssveit (nú Grafarholt), f. 3.3. 1885 d. 14.2. 1972 og Guðrún Guðnadóttir frá Keldum, f. 13.10. 1891, d. 1.11. 1925. Rúnar var yngstur níu systk- ina sem öll eru látin. Þau voru Björn, f. 1912, d. 1974, Guðni Örvar, f. 1913, d. 1981, Kristrún, f. 1915, d. 1998, Einar Þórir, f. 1916, d. 1991, Gunnar, f. 1918, d. 1966, Vignir Guðbjörn, f. 1919, d. 1945, Guðrún Eybjörg, f. 1921, d. 1948 og Steinunn María, f. 1922, d. 2005. Rúnar kvæntist 6. nóvember 1958 Jakobínu Valdísi Jak- obsdóttur húsmóður. Jakobína 1991 og Brynjar Smári, f. 1994. 3) Vignir Guðbjörn, f. 1965. 4) Gunnar, f. 1967. Dóttir hans er Erna Líf, f. 1991. 5) Benedikt Hans, f. 1970, kvæntur Rebekku Helgu Sveinsdóttur, f. 1978. Þeirra dætur eru Valdís Björk, f. 2007 og Sara Björk, f. 2010. Rúnar ólst upp í Reykjavík og í Gnúpverjahreppnum. Hann lærði prentiðn í Steindórsprenti og Víkingsprenti og lauk sveinsprófi í setningu 1946. Hann vann lengi við vélsetningu en síðan við um- brot og offsetprentun. Hann starfaði m.a. hjá Prentstofunni Ísrúnu á Ísafirði, Morgunblaðinu, Hilmi, Prentsmiðjunni Eddu, Fé- lagsprentsmiðjunni og Umbúða- miðstöðinni. Hann vann hjá Kol- sýruhleðslunni í mörg ár, var línumaður hjá Landssíma Íslands og ók vöru- og farþegabílum. Rúnar hafði einnig ökukennslu að aukastarfi. Rúnar starfaði mikið fyrir skíðadeild ÍR, einkum að Kolviðarhóli og í Hamragili. Hann sat einnig í stjórn Skíða- sambands Íslands í fimmtán ár. Hann var einn af stofnendum knattspyrnudeildar ÍR þegar hún var endurvakin 1970. Rúnar var gerður að heiðursfélaga ÍR 2002. Útför Rúnars Geirs fer fram frá Neskirkju í dag, 9. október 2012, kl. 13. var fædd á Ísafirði 21.11. 1932. For- eldrar hennar voru Jakob Gíslason, f. 3.12. 1897, d. 22.5. 1959, skipstjóri og fiskmatsmaður og Guðbjörg Hans- dóttir, f. 22.8. 1907, d. 16.7. 1971, hús- móðir. Rúnar og Jakobína eignuðust fimm börn. 1) Jak- ob, f. 1958, kvæntur Rannveigu Guðmundsdóttur, f. 1959. Þeirra börn eru Guðbjörg, f. 1977, maki Andrew Burgess, f. 1977. Guð- mundur Steinþór, f. 1981, kvænt- ur Sigrúnu Antonsdóttur, f. 1986. Rúnar, f. 1983, kvæntur Guð- björgu Olgu Bjarnadóttur, f. 1985, þau eiga tvær dætur, Úlf- hildi Sjöfn, f. 2007 og Salvöru Veigu 2011. Gunnar Jökull, f. 2000. 2) Guðrún Lilja, f. 1960, gift Elvari Guðjónssyni, f. 1960. Þeirra synir eru Ásgeir Yngvi, f. 1981, maki Díana Huld Sigurð- ardóttir, f. 1987, Arnar Pálmi, f. Hlýr, glettinn, greiðvikinn, músíkalskur, þessi orð eiga vel við að lýsa pabba mínum. Í huganum spretta upp ótal minningabrot á þessari stundu. Pabbi að færa mér mandarínur eða karamellur þegar ég var á kafi í próflestri, pabbi tilbúinn í bílnum þegar ég lauk skóla eða tónlistarskóla, við pabbi við það vandaverk að pakka í bíl- inn fyrir útilegur, pabbi að kenna mér að tjalda eftir kúnstarinnar reglum, við pabbi að koma skíða- búnaði í bílinn, pabbi að hjálpa mér að ná mér eftir erfið veikindi þegar ég var ellefu ára og þurfti svo mikið á honum að halda, pabbi að spila á orgelið eða gítarinn um jólin, pabbi að dansa við mig þar sem ég stóð ofan á ristunum á honum, pabbi að kenna mér að binda bindishnút, sem honum þótti nauðsynleg vitneskja fyrir ungar stúlkur, pabbi við setjara- vélina þar sem fingurnir dönsuðu yfir lyklaborðið. Hann vafði mig ástúð og studdi mig alla tíð í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Pabbi taldi aldrei eftir sér að skutlast út og suður með okkur börnin sín og síðar barnabörnin. Hann var ein- staklega góður bílstjóri og fór svo að hann lauk ökukennararéttind- um og kenndi á bíl í mörg ár á kvöldin. Pabba þótti mjög mikilvægt að við systkinin ferðuðumst um land- ið og þekktum staðhætti. Hann hafði lagt símalínur í flestum sveitum þegar hann var yngri og á ferðalögum okkar gat hann sagt skemmtilegar sögur úr hverri sveit, sem kom sér vel þar sem rás 1 hentaði ekki stórum barnahópi í aftursæti á langferð. Á veturna var Hamragil, skíða- svæði ÍR-inga okkar annað heim- ili. Þá var ekki í boði að sofa út, við skyldum mæta á svæðið áður en lyftan væri opnuð og var ekki farið heim aftur fyrr en lyftunni var lokað aftur og oft þurftum við að bíða eftir pabba því hann hafði gaman af því að brasa með vinum sínum í kringum lyfturnar. Við er- um því alin upp á kakói og sam- lokum um helgar og hefur ekki verið lítið verk fyrir mömmu að smyrja ofan í okkur öll. Þegar syn- ir mínir komust á stjá var alltaf hægt að smella sér í Hamragil á skíði með þá í kerru því afi fékk sér kaffisopa meðan þeir sváfu og þá gat ég skíðað á meðan. Ósjald- an fluttu þau pabbi og mamma inn á mitt heimili og stýrðu því þegar við hjónin brugðum okkur til út- landa. Síðustu árin hægði á pabba og minnið fór að gefa sig. Hann var þó ávallt léttur í skapi og var stutt í brosið. Hann naut þess að vera í dagvist í Maríuhúsi síðasta árið og sá einstakt starfsfólk þar um að honum liði sem best. Fyrrihluta ágústmánaðar fékk pabbi blóð- tappa í heila og hrakaði heilsu hans mjög hratt eftir það. Hann var á Borgarspítala á deild B-2 og þar naut hann góðrar umönnunar hjá yndislegu starfsfólki. Kann ég því bestu þakkir fyrir umhyggju og nærgætni við pabba og okkur í fjölskyldu hans. Kveð ég yndislegan föður. Guðrún Lilja. Elsku besti pabbi minn hefði orðið 87 ára þann 29. þ.m. Þegar maður sest niður og byrjar að „gramsa“ í minningunum þá kem- ur ýmislegt upp í huga manns sem væri sjálfsagt efni í heila bók. Eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann er húmorinn. Pabbi gat verið meinfyndinn og stríðinn en þó á góðlátlegan máta. Mamma er einnig meinfyndin og áttu þau mjög vel saman. Pabbi missti aldr- ei kímnigáfuna á meðan hann lá banaleguna og naut þess augljós- lega að stríða bæði mömmu og starfsfólki spítalans. Ef hann var t.d. beðinn um að opna munninn og segja A þá sagði hann B. Pabbi gat stundum verið ein- staklega gleyminn. Sem dæmi þá gleymdi hann oft að taka beygj- una út úr bænum þegar við fórum á skíði í Hamragil um helgar. Hélt þess í stað áfram í vinnuna í Vest- urbænum. Þá get ég enn hlegið að því þeg- ar við ókum „Hringinn“ eitt sum- arið. Við vorum komin á Húsavík þegar mamma opnaði hanskahólf- ið í bílnum og fann þar poka sem hún kannaðist við. Reyndust vera í honum öll jólakortin, sem hún hafði haft mikið fyrir að skrifa á og frímerkja umslögin, og hafði pabbi augljóslega gleymt að póstleggja. Mamma var eðlilega ekki kát en pabbi var nú ekki seinn að svara fyrir sig, sagðist myndi bara póst- leggja þau strax því að þá yrðu þau pottþétt komin fyrir næstu jól. Pabba þótti ákaflega vænt um fjölskylduna sína og þá sérstak- lega afabörnin. Afi á Lambó var góður við þau og sést það best í því hversu vænt þeim þykir um hann. Þá naut hann sín einna best þegar stórfjölskyldan var öll saman komin og mamma, Systa og tengdadæturnar höfðu töfrað fram kræsingar sem voru honum að skapi. Minningin um ljúfan mann mun ekki gleymast. Benedikt Hans Rúnarsson. Nú eru þau öll horfin af vett- vangi, börnin hans Steindórs Björnssonar frá Gröf, sem löngum áttu heimili á Sölvhólsgötu 10 í Reykjavík á einum tíma eða öðr- um. Síðastur til að kveðja er Rún- ar Geir, litli bróðir móður okkar, en hann lést á síðasta degi sept- embermánaðar síðastliðins. Þau voru yngst í systkinahópn- um og áttu það sameiginlegt að muna ekki móður sína, Guðrúnu Guðnadóttur frá Keldum, því að hún lést skömmu eftir fæðingu Rúnars. Móðir okkar var þá þriggja ára og hennar fyrsta minning var þar sem hún sat á kommóðu í anddyri við húskveðju móður sinnar og verið var að hasta á hana til að fá hana til að hætta að sparka skóhælunum í kommóðuna samtímis því að reynt var að róa hvítvoðunginn, bróður hennar, svo að þau trufluðu ekki þess dapur- legu stund. Geta má nærri að sterkur strengur var á milli þeirra systk- inanna og Rúnar var órjúfanlegur hluti af bernsku okkar og upp- vaxtarárum. Þó hafði verið allur gangur á því að hvað miklu leyti leiðir þeirra Rúnars og mömmu lágu saman á uppvaxtarárunum. Með níu börn á framfæri sínu og í fullri vinnu mátti afi Steindór stundum una því að yngri börnin færu í fóstur um tíma eða allt þar til hann hafði komið upp húsinu sínu á Sölvhólsgötunni, beint á móti vinnustað sínum í Lands- símahúsinu og gat þar sameinað barnahópinn. Sölvhólsgatan varð seinna meir heimili Rúnars og Bínu hjá Steindóri afa okkar, en þegar þau komu sér síðar fyrir í Lambastekk í neðra Breiðholti fluttist afi með þeim og átti þar gott og kyrrlátt ævikvöld með þeim hjónum og börnunum þeirra. Rúnar sór sig um margt mjög í ætt sína sem gjarnan hefur verið kennd við Grafarholt, óðal föður- afa hans. Rúnar var ekkert að flækja lífsreglurnar, sýn hans á gildin var einföld og skýr, hann var drengur góður og heiðarlegur maður. Vissulega gat hann verið fastur fyrir, eins og títt er í fjöl- skyldunni og engan lét hann troða sig um tær; ávallt traustur og ein- arður. Hann var með íþróttir í blóðinu og eins og nærri má geta gegnheill ÍR-ingur og skíðamaður ágætur. Fyrir tilstilli þeirrar íþróttar krækti hann sér í helstu skíðadrottningu landsins á þeim tíma, Jakobínu Valdísi Jakobs- dóttur frá Ísafirði, einstaka konu sem færði honum gæfu og ham- ingju og saman eignuðust þau mannvænleg börn og barnabörn sem veittu frænda okkar mikla gleði og hamingju. Þegar aldurinn færðist yfir Steinunni, móður okkar, og heils- an tók að bila átti hún trausta bak- hjarla í þeim Rúnari og Bínu. Heimili þeirra stóð henni jafnan opið og þau reiðubúin að hlaupa undir bagga með henni hvenær sem á þurfti að halda. Móðir okkar naut þess mjög að sitja í fallega blómagarðinum hennar Bínu og spá í blómin með henni og Rúnari. Segja má með sanni að þau hafi umvafið Steinunni með ást og um- hyggju sem við systkinin getum seint fullþakkað. Um leið og við þökkum Rúnari samfylgdina í gegnum tíðina vott- um við Bínu og börnunum öllum okkar innilegustu samúð. Björn Vignir, Eybjörg Dóra og Jón Steinunnar Maríu- og Sigurpálsbörn. Rúnar og Bína frænka, ömmu- systir okkar, eru órjúfanleg heild í huga okkar systkina og hafa verið partur af lífi okkar alla tíð. Það setti því að okkur söknuð sunnu- daginn fyrir viku þegar við heyrð- um að Rúnar hefði dáið þá um morguninn. Fregnin kom okkur ekki á óvart, Rúnar var búinn að vera mikið veikur í haust og lík- lega hvíldinni feginn. Eftir sitja margar minningar um liðna tíma sem ekki koma aftur. Þegar við vorum lítil og fórum til Reykjavíkur var nær alltaf gist hjá Bínu og Rúnari á Lamb- astekknum. Þó húsið þeirra væri ekki stórt og mörg börn á heim- ilinu var samt alltaf pláss fyrir fleiri, hvort sem það var í gistingu eða mat. Við matarborðið sat Rún- ar alltaf á sama staðnum við borð- sendann, hafði oft ákveðnar skoð- anir og talaði hátt og mikið en jafnan var stutt í góðlátlegan hlát- urinn, hlátur sem auðvelt er að kalla fram í huganum. Hjá Bínu og Rúnari fengum við að heyra sögur um Ísafjörð í gamla daga, þeir voru a.m.k. gamlir í okkar huga, og forfeður okkar sem gaman var að hlusta á og þá voru skíðasögur sjaldan langt undan en Bína og Rúnar voru mikið skíðafólk eins og við. Rúnar fylgdist líka vel með okkur systkinunum og því sem við vorum að gera og þau Bína hafa verið dugleg að koma vestur og samfagna okkur á stórum tíma- mótum í lífi okkar. Alla tíð hefur heimili Bínu og Rúnars staðið okkur systkinunum opið og gaman hefur verið að hitta þau, kynna þau fyrir mökum okk- ar og afkomendum. Ætíð er sárt að kveðja en við vitum að Rúnar var orðinn lúinn. Elsku Bína frænka, börn og fjölskyldur, ykkur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum algóðan Guð að veita ykkur huggun í sorginni. Stefán Haukur, Jakob Ólafur, Heiðrún og Ásta. Rúnar Geir Steindórsson HINSTA KVEÐJA Kæri Rúnar. Þakka þér fyrir alla hjálpina, þín verður sárt saknað Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Eybjörg Ásta Guðnadóttir.  Fleiri minningargreinar um Rúnar Geir Steindórsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Snyrting Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Húsnæði íboði Stúdíóíbúð við Lokastíg 101 Reykjavík, til leigu. 30 fermetrar með húsgögnum kr 90.000 á mánuði. Tveir mánuðir fyrirfram plús 100.000. trygging vegna skemmda. Laust . osbotn@gmail.cm Húsnæði óskast 60 fm íbúð til leigu á Seltjarnar- nesi. 60 fm íbúð með húsgögnum til leigu frá 1. nóvember. Nýinnréttuð með fallegu útsýni yfir sjóinn. Áhuga- samir hafi samband í síma 898 9171 eða 553 4171. Toppleigjendur óska eftir 3-4 herb. íbúð. Mjög reglusamt og traust par með eitt barn leitar að 3-4 herb. íbúð til langtímaleigu í fjöl- skylduvænu hverfi í Hfirði/Kóp. Fyrir- framgreiðsla/trygging og meðmæli ekkert mál. Reyklaus, engin gæludýr. Sími: 697 9202. Til sölu Gámar til sölu 40 ft. Verð 240 þús. + vsk. Ódýr heimakstur á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Uppl.sími 840 6100. Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Til sölu flekamót fyir krana. Mótin eru 3,05 m á hæð og í nokkrum lengdum upp í 12 m. Mótin eru auðveld í notkun og skila góðum árangri. Auðvelt að hækka upp þegar steypt er 2 eða 3 hæða hús. Áfastir vinnupallar. Magn 100 lm í tvöföldu með ÖLLUM fylgihlutum. Verð 5 m + vsk. Uppl. í síma 840 6100. Til sölu lítið hús 25 m². Húsið er alveg nýtt og smíðað fyrir íslenskar aðstæður. Byggingarkostnaður 3,5 m en húsið selst með 800 þ. kr. afslætti á 2,7 m. Húsið er tilbúið til notkunar með wc, sturtu, hita- kút, allri raflögn og gólfefnum (parkett og flísar). Auðvelt í flutn- ingi og bygginganefndar- og raf- magns-teikningar fylgja. Uppl. í s. 840 6100. TILBOÐ - TILBOÐ -TILBOÐ Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stakar stærðir. Tilboðsverð: 5.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551 6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.