Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						4 MONITOR  FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Agnes Björt Andradóttir er 
virkilega spennt fyrir kom-
andi Airwaves-hátíð en 
þar mun hún koma fram 
ásamt piltunum þremur 
sem ásamt Agnesi skipa 
hljómsveitina Sykur
Dansar 
í strætó
Þú vinnur í Fatamarkaðnum við Hlemm. 
Eru allur sviðs-klæðnaðurinn þinn 
þaðan? Mikið af honum alla vega, það 
koma oft alls konar skrýtin og fl ippuð föt 
til mín sem virka vel á sviði. 
Þú ert þekkt fyrir villta og rokkaða 
framkomu. Væri þetta hundleiðinlegt ef 
þú stæðir bara kyrr með lokuð augun? 
Þetta væri náttúrulega ómögulegt ef ég 
stæði kyrr með lokuð augun, þá gæti ég 
ekki sungið eða tjáð mig eins og ég vildi. 
Ég á erfi tt með að hreyfa mig ekki þegar 
ég heyri tónlist, stundum til dæmis gríp 
ég sjálfa mig við að dansa í strætó við 
lag í útvarpinu en þegar ég er að spila 
þá margfaldast þessi tilfi nning og ég 
næ fullkominni útrás. Tónlist er ekki 
bara eitthvað sem þú heyrir, heldur líka 
hvernig þú skynjar orkuna frá tónlistinni.
Þið hafi ð spilað hér og þar á íslenskri og 
erlendri grundu. Hvar var besta giggið 
og hvar var það sísta? Besta giggið að 
mínu mati var á Nasa á laugardeginum á 
Airwaves 2011. Það voru allir í svo miklu 
stuði og góðu skapi. Það var eins og það 
myndaðist rafmagn á milli okkar og fólks 
úti í sal, það var svo gott orkufl æði. Einu 
sinni spiluðum við á bar í Kefl avík, og 
það var svo hryllilegt gigg að staðurinn 
brann.
Er einhver munur á því að spila erlendis 
og hérlendis? Mér fi nnst eins og að 
margir útlendingar séu oft opnari fyrir að 
hlusta á nýja tónlist og fylgjast með þótt 
þeir kunna ekki textann eða þekkja ekki 
laglínuna en þegar Íslendingar komast í 
fíling þá verður ekki aftur snúið og þeir 
sleppa sér frekar en annað fólk. Það er 
fallegt að sjá.
Eru Kristján og Halldór alltaf með mörg 
járn í eldinum? Já, þeir þurfa að hamra 
járnið meðan það er heitt.
Hvað er framundan hjá Sykri? Airwaves 
og svo ætlum við að kíkja til Noregs og 
spila á nokkrum tónleikum þar. Við erum 
líka að vinna að nýju efni sem er allt 
rosalega spennandi.
Þetta er þín önnur hátíð en strákarnir 
hafa spilað oftar. Hver er snilldin við 
Airwaves? Snilldin við Airwaves er 
stemningin sem myndast við að fara 
saman, með fullt af skemmtilegu fólki, 
á 5 daga tónlistarhátíð. Mér fi nnst líka 
spenningurinn rosalega skemmtilegur.
Hvað ætlar þú að sjá á Airwaves? Allt 
sem ég kemst yfi r að sjá.
Nú er blaðamaður ekki að reyna að vera 
fyndinn en heyrst hefur úr nokkrum 
áttum að til sé fólk sem haldi að textinn 
í Reykjavík sé ?Reykjavík þú rekur við.? 
Er það áfall fyrir ykkur sem hljómsveit? 
Ég hef heyrt margar útgáfur af textanum 
í Reykjavík. Reykjavík þú rekur við, rekur 
mig, drepur mig, leikur mig, lepur mig 
og svo framvegis en við hlæjum bara 
að þessu öllu saman og leiðréttum fólk 
vinsamlega ef þess er óskað.
AGNES BJÖRT
Fyrstu sex: 230691
Uppáhaldshljóðfæri: Öll 
hljóðfæri. Það sem skiptir máli 
er hvernig ? ytjandinn glæðir 
það lí? .
Sími: Huawei, ég kalla hann 
?who are we.? Þetta er gamli 
síminn minn en ég er byrjuð 
að nota hann aftur eftir að 
iphone-inum mínum var stolið.
Lag á heilanum núna: Ebony 
and Ivory. Ég var að horfa á 
fóstbræður í gær.
Tónlist er: Besta útrásin
Rafmagnað stuðkvöld
Mynd/Ómar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16