Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						9  FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012  MONITOR
eltihrelli
Á kínverskan 
Þ
að muna efl aust einhverjir lesendur 
Monitor eftir Atla123 sem vakti athygli 
á frumdögum YouTube með hressum 
vídjóblogginnslögum. Í dag er Atli123, 
eða Atli Óskar Fjalarsson, vaxinn úr 
grasi og orðinn einn efnilegasti leikari 
landsins. Hann birtist landsmönnum í 
burðarhlutverki í kvikmyndunum Óróa 
og Gauragangi auk þess sem hann fór með aðalhlutverk 
í stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar. Atli, sem 
stefnir á að læra leiklist á erlendri grundu þegar fram 
líða stundir, leikur nú í Pressu sem fór af stað á Stöð 2 
um síðastliðna helgi.
Blaðamaður Monitor settist niður með Atla Óskari og 
ræddi við hann um undirheimakarakterinn Ísak, Bláa 
mánann, Steven Seagal og síðast en ekki síst, kínverska 
eltihrellinn hans.
Einhverjir lesendur Monitor muna sennilega eftir hin-
um barnunga vídjóbloggara, Atli123. Hvað fékk þig 
til að byrja að fl ippa fyrir framan myndavél 
og setja myndböndin á YouTube?
Ég byrjaði að fi kta með vídjókameru 
pabba míns þegar ég var bara átta 
eða níu ára en þá var YouTube 
ekki einu sinni komið svo 
myndböndin fóru ekkert 
lengra. Síðan þegar ég var 
svona þrettán ára fékk ég 
iMac-tölvu í ferming-
argjöf og þá fór ég að 
taka upp og klippa 
myndbönd með það 
í huga að setja þau 
á netið.
Þetta var bara 
einhvers konar 
tjáningar-
þörf eða 
athyglissýki sem maður var með og þarna var maður með 
vettvang til að fá útrás fyrir það allt.
Fylgir þetta nafn þér enn í dag, Atli123?
Já, alveg klárlega. Þegar ég fékk bílprófi ð mitt keypti ég 
mér meira að segja einkanúmerið ATL123 og svo er ég 
með tölustafi na ?123? húðfl úraða á mér. Ég notast samt 
ekki beint við það svona dagsdaglega.
Mér skilst að þú hafi r verið uppátækjasamur sem 
krakki. Kannast þú við að hafa framleitt þín eigin spil og 
selt skólasystkinum þínum?
Já, það var þannig að þegar Pokémon-æðið var í 
hámarki þá bjó ég eiginlega til mína eigin hliðstæðu af 
Pokémon-spilum sem hétu Fransamyndir. Þær voru sem 
sagt nefndar í höfuðið á yngri bróður mínum, Frans, og 
gengu út á það að ég teiknaði hann við alls kyns fyndnar 
aðstæður. Þarna voru goðsagnakenndar myndir eins 
og ?Frans verður forseti?, ?Frans í kassa? og svona. Ég 
fór síðan með þetta í skólann og var að reyna að selja 
einhverjum krökkum þetta og þetta rokseldist alveg. Ég er 
reyndar hræðilegur teiknari en það kom greinilega ekki að 
sök (hlær).
Það skemmtilega við þetta var síðan að þegar spilið var 
spilað, þá var ég sá eini sem kunni reglurnar og maður gat 
þar af leiðandi hagrætt þeim sér í hag og svona.
Síðast þegar þú varst í viðtali hér í blaðinu varst þú að 
kynna Bláa mánann, dálítið óhefðbundinn hátíðisdag 
sem haldinn var 13. ágúst síðastliðinn. Hvernig tókst til?
Það tókst bara rosalega vel til, þetta fór fram úr mark-
miði okkar sem var að fá 300 manns 
til að mæta. Ég held að það hafi  350 
manns komið eða eitthvað. Þetta var 
á mánudagskvöldi á Lebowski-bar 
og eigandinn sagðist hreinlega aldrei 
hafa séð jafnmarga inni á staðnum. 
Þetta var geggjað, Úlfur Úlfur, RetRo-
Bot og Young and Carefree spiluðu og 
svo eftir lokun fórum við í Hjartar-
garðinn og spiluðum brennibolta.
Má búast við því að hátíðin verði 
aftur haldin að ári?
Alveg klárlega. Þá er mark-
miðið að fá 3.000 manns. Við 
verðum bara að leigja Hörpu þá 
eða eitthvað.
Þessa dagana birtist þú fólki sem 
hinn 19 ára Ísak Egilsson í þriðju 
seríu Pressu. Hvernig er upplifunin 
að sjá sjálfan sig í sjónvarpi?
Hún er bara rosalega fín, mér fannst 
fyrsti þátturinn koma mjög vel út. 
Það er virkilega gaman fyrir mig að 
horfa á þetta því þetta eru þannig 
þættir að þó svo að ég leiki 
ágætlega stórt hlutverk í þessu 
sjálfur, þá eru þetta svo margar 
sögur sem fl éttast saman, 
svo maður hefur ekki séð 
næstum því allt sjálfur. Maður 
var náttúrlega ekki á tökustað nema í svona einn 
fi mmta af tökutímabilinu. Þó svo að maður sé 
kannski búinn að lesa handritið og allt það, þá er 
gaman að sjá útfærsluna á þessu öllu saman.
Ísak er ekki beint neinn engill. Hvernig var að leika 
hann?
Ísak er þessi týpíska Adidas-spíttgallatýpa. Hann er 
í röngum félagsskap, eldri bróðir hans er höfuðpaur í 
ákveðnu handrukkaragengi sem hann er sjálfur hluti af 
og hann er bara ekki á réttri grein í lífi nu, greyið.
Það var mjög áhugavert að leika hann og sérstaklega 
gaman að taka upp öll þessi hasaratriði. Maður fékk að 
taka þátt í bílasenum, handleika byssur og læti.
Myndir þú segja að hann væri ?grjótharður?, eins og 
menn segja?
Hann lítur kannski út fyrir að vera það en þegar fólk 
kynnist honum þá sér það mjúku hliðina hans. Ég er viss 
um að fólk taki eftir því ef það heldur áfram að fylgjast 
með þáttunum.
Það er klassískt að spyrja leikara eftir þeir hafa túlkað 
svona undirheimakarakter hvort þeir hafi  unnið 
einhverja rannsóknarvinnu. Á það við um þig?
Þegar maður er svona ungur þá er svo rosalega lítið bil 
á milli þeirra sem eru á ?rangri braut? og ?réttri braut? 
í lífi nu. Maður er ennþá í miklu návígi við fólk sem er 
kannski ekki beint á réttri braut. Þegar maður verður eldri, 
kominn með fjölskyldu og einhverja ákveðna atvinnu, 
þá er maður kannski ekki beint í tengslum við Jón stóra 
eða eitthvað. Í mínu tilfelli fi nnst mér 
ég ennþá þekkja einhverjar svona 
týpur sem voru kannski með manni í 
skóla áður eða eitthvað og það fi nnst 
mér auðvelda manni að setja sig inn 
í þá stemningu. Þar af leiðandi þurfti 
ég ekki beint að leggjast í einhverja 
rannsóknarvinnu sem slíka.
Þú ert ómenntaður leikari, enn sem 
komið er. Gefur það þér mikið að 
leika á móti fl inkum leikurum, eins 
og Birni Thors og fl eiri?
Já, það er bara geggjuð reynsla. Það 
er í raun alveg ólýsanlegt að fá að leika 
á móti leikara eins og Birni og svo að 
vera í leikstjórn Óskars Jónassonar. 
Bjössi er frábær mótleikari sem ég 
ber mikla virðingu fyrir og svo er 
hann bara líka virkilega almennilegur. 
Hann lítur á alla sem jafningja og er á 
sama tíma mjög duglegur við að segja 
manni til og kenna manni.
Langar þig að verða leikari þegar þú 
verður stór?
Já, alveg klárlega. Ég er að klára MH 
núna, það er að segja ég útskrifast 
vonandi þaðan næsta vor, og að því 
loknu stefni ég bara út í leiklistarnám. 
Mig langar rosalega að fara í Juilliard, 
það er búið að vera draumur í mörg ár. 
Annars væri ég sáttur við að læra bara einhvers staðar í 
Bandaríkjunum eða Bretlandi.
Þú ert viðriðinn Morfís-ræðulið MH, ekki satt?
Ég var sem sagt í liði MH um daginn þegar við kepptum 
æfi ngakeppni við MS en það á eftir að velja formlegt Morf-
ís-ræðulið. Ég hef ekki tekið mikinn þátt í ræðumennsku 
í menntaskóla en datt inn í innanskólakeppni í Kvennó í 
fyrra. Félagi minn var sem sagt í Kvennó og ég mátti taka 
þátt í keppninni með honum. Það gekk mjög vel og svo 
labbaði ég eiginlega bara fyrir tilviljun framhjá einhverj-
um Morfísprufum í MH og ákvað að taka þátt.
Texti: Einar Lövdahl  einar@monitor.is
Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is
?þá svöruðum við að 
Steven Seagal léki í 
myndinni og ég væri að leika 
ungan Seagal sem væri að 
þjálfa sig upp í að hefna dauða 
foreldra sinna.
ATLI ÓSKAR 
Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex: 100892.
Það sem gleður mig mest þessa 
stundina: Að ég sé að fara að 
klára pró? n mín, að Pressa ha?  
verið skemmtileg í 
sjónvarpinu og að ég 
sé að fara til Akureyrar 
í tvær vikur.
Það sem veldur mér 
helst hugarangri: 
Síðustu tvö pró? n sem ég er að fara 
í á eftir og hvernig ég á að kjósa í 
þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Það fyndnasta 
sem ég hef séð á 
netinu: Það er svo 
margt. Mér ? nnst 
Dolan-teiknimyndirnar 
ótrúlega fyndnar. Það 
eru ótrúlega súrar teiknimyndasögur 
með mjög illa teiknuðum útgáfum af 
karakterunum úr Andabæ.
Uppáhaldssjónvarpsþáttapersóna: Ari 
Gold í Entourage.
Æskuátrúnaðargoð: Ég leit alltaf mikið 
upp til Bubba Morthens og ? nnst hann 
enn mjög ? ottur.
Atli Óskar Fjalarsson túlkar vandræðagemsann Ísak í spennuþáttaröðinni 
Pressu. Monitor y? rheyrði hann um framtíðardrauminn, Atla123, ?douche 
bag-krukkuna? og æstan aðdáanda frá Kína.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16