Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						10 MONITOR  FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Það væri gaman að komast í liðið, mér fi nnst mjög 
skemmtilegt að taka þátt í svona keppnum.
Eins og þú segir hefur það lengi verið draumur hjá þér að 
fara í Juilliard og þú hefur nú þegar farið með burðarhlut-
verk í myndum á borð við Óróa, Gauragang og Smáfugla. 
Hvenær byrjaði leiklistaráhuginn?
Það eru margir sem halda að þetta hafi  byrjað með 
YouTube-dæminu en í raun byrjaði þetta eftir að ég keppti 
í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Eftir hana fór ég að 
talsetja teiknimyndir hjá Stúdíó Sýrlandi. Ég man eiginlega 
ekki alveg nákvæmlega hvernig ég fór út í þetta talsetninga-
starf en líklega var það mamma mín sem stakk upp á því og 
svo hef ég farið í einhverja prufu hjá þeim.
Upp úr því starfi  datt ég síðan inn í leiklistarprufu fyrir 
Smáfugla, stuttmyndina hans Rúnars Rúnarssonar og eftir 
það fór boltinn aðeins að rúlla.
Ég hef heyrt að stemningin á setti við tökur Óróa hafi  ekki 
beint verið leiðinleg.
Nei, það var alltaf mjög skemmtilegt hjá okkur. Til dæmis 
þegar við vorum að taka upp partísenurnar í myndinni því 
þá mættu alltaf nýir aukaleikarar, bara krakkar sem áttu að 
standa í bakgrunni og vera kúl í partíi. Þegar nýju aukal-
eikararnir mættu fór alltaf ákveðið fl ipp í gang á tökustað, 
það var alltaf einhver brandari í gangi sem aukaleikararnir 
vissu þá ekki af. Í eitt skiptið áður en við tókum upp senu 
þá kallaði Baldvin Z leikstjóri okkur saman í hring og þóttist 
vera biðja til guðs af þvílíkum krafti, kyrja og svoleiðis. Við 
létum náttúrlega bara eins og þetta væri siður hjá okkur og 
tókum þátt en allir aukaleikararnir litu bara í kringum sig 
steinhissa, hugsunin ?hvað er í gangi?? skein úr svipbrigð-
um þeirra.
Síðan þegar aukaleikararnir fóru að spyrja um hvað 
myndin væri, því þau höfðu ekkert fengið að sjá neitt 
handrit, þá svöruðum við að Steven Seagal léki í myndinni 
og ég væri að leika ungan Seagal sem væri að þjálfa sig upp 
í að hefna dauða foreldra sinna. Við sögðum sem sagt að 
þetta væri lokapartíið fyrir aðalbardagaatriðið í myndinni 
og eitthvað álíka og krakkarnir virtust alveg gleypa við því 
(hlær). Ég held að þeir hafi  síðan orðið frekar hissa þegar 
þeir sáu myndina.
Frammistaða þín í myndunum sem þú hefur leikið í virð-
ist hafa vakið einhverja athygli fyrir utan landsteinana, að 
minnsta kosti hjá einum manni, ekki satt?
Jú, ég er kominn með kínverskan ?stalker? sem býr í 
Frakklandi (hlær). Hann er mjög sérstakur og er búinn að 
vera í tölvupóstsamskiptum við mig að undanförnu. Ég hef 
svarað honum nokkrum sinnum mjög kurteisislega og allt 
það en svörin hans gefa alltaf til kynna að hann sé svolítið 
æstur, það er að segja skrifar alltaf mjög langa tölvupósta. 
Hann hefur séð allt sem ég hef leikið í og hefur mikinn 
áhuga á mér sem leikara. Hann sendi mér meira að segja 
afmælisgjöf, geisladisk með hljómsveitinni Kings of Con-
venience. Hann tók fram að eitt lag á plötunni minnti hann 
rosalega á eina tiltekna senu í Óróa. Það er bara einhver lítil 
sena þar sem ég sit í strætó og er að horfa út um gluggann 
á strætónum. Honum fannst hann greinilega þurfa að deila 
því með mér. Þetta var meira að segja frekar ?krípí?. Hann 
sendi mér diskinn og svo bréf með sem hann var búinn að 
rífa allt í sundur, þannig að ég þurfti að púsla því saman til 
að geta lesið það. Við strákarnir vorum alveg heilt kvöld að 
púsla bréfi nu saman og svo kom í ljós að þetta var kyrr-
mynd úr umræddri senu í Óróa. Aftan á stóð eitthvað mjög 
skrýtið: ?I don?t know what to say, I think I?m crazy?, og svo 
fylgdi símanúmerið hans með.
Ég lét hann vita að ég hefði leyst gátuna hans og svona og 
síðan þá hef ég fengið nokkur bréf til viðbótar. Svona hefur 
þetta rúllað síðustu mánuði.
Sefur þú alveg vel á næturnar þrátt fyrir þetta?
Jájá, á meðan hann mætir ekki allt í einu heim til mín þá 
ætti að vera í lagi (hlær).
Þú fl uttir ungur að heiman og hefur staðið á eigin fótum 
hvað það varðar í tvö ár, ekki satt?
Jú, ég fl utti fyrst að heiman þegar ég var átján ára þegar 
ég fl utti í Hlíðarnar með tveimur félögum mínum. Á 
þeim tíma nennti ég eiginlega ekki að vera í skóla lengur 
og ákvað að fara að vinna í fullu starfi  og leigja mér 
íbúð samhliða því. Mér fannst það mjög fínt á meðan 
á því stóð en svo fékk ég leiða á því og langaði að byrja 
aftur í skóla til að klára hann. Þá dembdi ég mér aftur 
í skólann en fl utti hins vegar ekki heim aftur heldur 
ákvað að kaupa mér íbúð sjálfur. Ég endaði á að kaupa 
íbúð í Breiðholti þar sem ég bý núna ásamt tveimur öðrum 
félögum mínum, Elíasi og Árna.
Hvernig gengur sambúðin?
Bara rosalega vel. Við erum með nokkrar reglur sem sjá 
til þess að allir séu sáttir. Til dæmis er allt sem fer inn í 
ísskápinn sameign sem hver sem er má ganga í, nema það 
sé áfengi eða gos sem er 0,5L eða minna. Síðan erum við 
með svona ?douche bag-krukku? eins og í þáttunum The 
New Girl. Hún virkar þannig að ef það er mat tveggja okkar 
að sá þriðji hafi  hagað sér eins og fífl , þá þarf hann að setja 
einhvern pening í krukkuna, sem er sameiginlegur sjóður.
Er þetta algjör piparsveinaíbúð?
Það mætti segja það. Við erum til dæmis með píluspjald 
og fússballborð. Við æfum okkur stíft heima í fússball til að 
geta síðan farið niður í bæ og keppt þar við menn upp á bjór 
og svona. Þó svo að borðið hafi  alveg kostað 80.000 kr. þá 
mun það klárlega borga sig á endanum (hlær). Svo er hvítur 
múrveggur inni í íbúðinni sem er alveg klikkaður því við 
fengum mjög hæfi leikaríkan strák til að mála vegginn alveg 
eins og plötuumslagið að The Wall með Pink Floyd. Þegar þú 
labbar inn í íbúðina er ekki annað hægt en að hugsa: ?Ókei, 
þetta er nettasta íbúð sem ég hef komið inn í.?
Nú ert þú á leiðinni til Akureyrar að leika í þriðju seríu af 
Hæ Gosa. Er það svart og hvítt í samanburði við Pressu?
Þetta eru náttúrlega gamanþættir þannig að þetta er 
töluvert frábrugðið Pressu. Þetta eru ótrúlega skemmtilegir 
þættir og fólk sem er í þessu er frábært. Handritið í þessari 
seríu inniheldur aðeins meiri spennu heldur en í síðustu 
seríu sem ég lék í. Það verður skemmtilegt að vinna með 
það allt saman. Í þessum þáttum leik ég sem sagt ?goth-
arann? Jason sem er kærasti dóttur aðalpersónanna. Það 
er svo gaman með þetta hlutverk hvað gervið manns er 
afgerandi. Þegar maður er kominn í síðan leðurfrakka, 
hvítmálaður í framan og með ?eye-liner?, þá er svo auðvelt 
að detta inn í karakter. Svo er alltaf gaman að fara niður í 
bæ eftir tökur og spóka sig aðeins um í gallanum.
Hvað er annars framundan hjá þér?
Ég er að fara að kjósa á eftir í þessum stjórnlagakosning-
um. Ég er reyndar ekki búinn að renna í gegnum þennan 
bækling en ég er búinn að sjá sýnishorn af kjörseðlinum. 
Þetta er svona eins og ef maður gæti séð prófi ð sem maður 
er að fara í áður en maður mætir í það. Djöfull vildi ég óska 
þess að ég gæti það til dæmis í sambandi við prófi ð sem ég 
er að fara í á eftir. Akureyrarferðin mun síðan skipa stóran 
sess í lífi  mínu næstu dagana. Þar er ég náttúrlega að fara 
að vinna með skemmtilegasta fólki í heimi. Baldvin Z, 
sem leikstýrði Óróa, framleiðir einmitt þessa þætti. Ég var 
eiginlega búinn lofa honum að nefna hann í þessu viðtali 
(hlær). Svo ætla ég að 
klára skólann og 
einbeita mér að 
því. Eftir áramót 
er ég síðan að 
fara að leika 
lítið hlutverk 
í næstu 
myndinni 
hans 
Baldvins, 
Vonarstræti. 
Þetta verður 
allt mjög 
spennandi.
SMÁA 
LETRIÐ
KVIKMYNDIR
Myndin sem ég get horft á aftur og aftur: 
The Matrix.
Myndin sem ég felli tár y? r: 
Bróðir minn ljónshjarta.
Myndin sem ég grenja úr hlátri y? r: Don?t 
Be a Menace to South Central While 
Drinking Your Juice in the Hood.
Uppáhaldsmyndin mín í æsku: Dúmbó.
Versta mynd sem ég hef séð: 
The Room en eiginlega jafnframt ein 
sú skemmtilegasta.
TÓNLIST
Lagið í uppáhaldi þessa stundina: 
Fake Empire með The National.
Lagið sem ég hlusta á til að gíra mig 
upp fyrir helgina: Ridin? Solo með Jason 
Derulo.
Lagið sem ég fíla í laumi: Þau eru mörg. 
My Immortal með Evanescence.
Lagið sem ég syng í karókí: Ég hef 
sungið nokkuð oft í karókí og ég 
hugsa að Don?t Stop Believin? sé 
uppáhaldslagið mitt hvað það 
varðar.
Nostalgíulagið: Where?d 
You Go með Fort Minor 
minnir mig alltaf á mjög 
skemmtilega fjölskyldu-
ferð til Spánar.
FORM 
OG 
FÆÐI
Uppáhaldsmatur: 
Pítsa.
Maturinn sem ég fæ 
mér þegar ég ætla að 
taka mig á: Pítsa.
Versti matur sem ég 
hef smakkað: Spaghetti 
bolognese á grískum veitinga-
stað í Þýskalandi.
Stoltasta augnablikið á 
íþróttaferlinum mínum: 
Þegar ég skoraði mitt eina mark á 
fótboltaferli mínum með E-liði Þróttar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16