Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Monitor

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Monitor

						Að öllu jöfnu er ég lítið 
hrifi nn af kvikmyndum 
sem teknar eru upp með 
svokölluðum handheldum 
myndavélum og skotnar 
í þeim stíl. Þó svo að 
meiningin sé að ná meiri 
upplifun úr þess konar 
kvikmyndum, virðist 
það oftar en ekki ganga hálf-
dapurlega og skilja þær lítið 
annað eftir sig en hausverk. Detta 
mér þá strax í hug ræmur á 
borð við Cloverfi eld og The Blair 
Witch Project en sú fyrrnefnda 
náði nýjum hæðum í ógleðis-
tilfi nningu og var ég verri maður 
fyrir vikið eftir að hafa séð hana. 
Hinsvegar hefur þetta líka tekist 
vel upp og eru þar efl aust bestu 
dæmin District 9 og Chronicle. 
Blessunarlega fellur 
End of Watch í seinni 
fl okkinn og þrátt 
fyrir að notast 
við þessa 
tækni þá 
venst það 
strax og 
verð-
ur að 
skemmtilegum fídus í 
uppbyggingu myndarinn-
ar. Leikstjórinn leikur sér 
að því að fl akka á milli 
handhelda tökustílsins og 
hins hefðbundna, og úr 
verður vel gerð kvikmynd 
sem tekin er upp með 
skemmtilegum hætti.
Í End of Watch er fylgt eftir sögu 
tveggja ungra lögreglumanna í 
Los Angeles sem sinna störfum 
sínum í South Central (sem er eitt 
hættulegasta hverfi ð í borginni og 
sneisafullt af glæpum). Við kynn-
umst andlega álaginu sem starfi ð 
býður upp á og sjáum hvernig 
hetjurnar tvær breytast í fasi með 
hverju verkefni sem þeir leysa, 
þangað til þeir lenda í hringiðu 
skipulagðra glæpasamtaka.
Ég bjóst ekki við miklu eftir 
að hafa lesið um hana og séð 
stikluna, og því var mjög gleðilegt 
hversu rækilega hún kom mér 
á óvart. Áhorfandinn fær að sjá 
mannlega hlið lögreglumann-
anna á raunsæjan hátt og hvernig 
þeim tekst að vinna úr öllu því 
sem þeir upplifa á grimmum 
götum Los Angeles-borgar. 
Samband lögreglumannanna 
er raunverulegt, leikurinn er til 
fyrirmyndar og heilt yfi r er hún 
þrælspennandi, skemmtileg og 
stútfull af fyndnum senum. 
K V I K M Y N D
END OF WATCH
HJÁLMAR
KARLSSON
Vel heppnað 
lögregludrama
kvikmyndir
?I?ll make him an o? er he can?t refuse.? 
The Godfather, 1972. 
Tim Burton er mættur til leiks á ný 
og nú með leikbrúðumynd og sögu 
sem er undir miklum áhrifum frá 
hinni frægu skáldsögu um upp-
vakninginn Frankenstein. Húmor-
inn er í fyrirrúmi í þessari nýjustu 
mynd Tims sem segir frá hinum 
unga Victor sem hefur nýverið misst 
sinn besta vin, hundinn Sparky, 
sem var ekkert nema tryggðin og 
vinarþelið uppmálað. Næstu daga 
er Victor afar sorgmæddur og á 
erfi tt með að sætta sig við orðinn 
hlut. Dag einn í náttúrufræðitíma í 
skólanum útskýrir kennarinn fyrir 
bekknum að í raun séu vöðvavið-
brögð knúin áfram af rafboðum sem 
virkja taugarnar. Þessu til sönn-
unar sýnir hann nemendum 
sínum hvernig dauður froskur 
hreyfi st á ný þegar rafmagn er 
leitt í gegnum hann. Þetta gefur 
Victor hugmynd. Hann ákveður 
að láta reyna á tæknina, fer og 
grefur Sparky upp, klastrar honum 
saman (Sparky hafði dáið í bílslysi 
og er frekar óhrjálegur) og hífi r 
hann síðan upp á þak í þrumu- og 
eldingaveðri. Tilraunin heppnast og 
Sparky vaknar á ný til lífsins, jafn 
ljúfur og hann hafði alltaf verið. En 
upprisunni fylgja ýmis vandamál.
FRUMSÝNING HELGARINNAR
Frankenweenie Leikstjóri: Tim Burton.Aðalhlutverk: Charlie Tahan, 
Winona Ryder, Christopher Lee, 
Martin Landau, Martin Short, 
Robert Capron, Conchata Ferrell og 
Catherine O?Hara.
Lengd: 87 mínútur.
Aldurstakmark: 
Bönnuð innan 7 ára.
Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, 
Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og 
Ke? avík.
14 MONITOR  FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012
Leigumorðingjar virðast vera að sækja í sig veðrið 
sem aðalpersónur í tölvuleikjum og má þar nefna 
Desmond úr Assassins Creed-leikjunum, Agent 47 
úr Hitman-leikjunum og nú síðast Corvo Attano úr 
Dishonored, en sá leikur var einmitt að detta inn.
Sögusvið leiksins er iðnaðarborgin Dunwall og í 
upphafi  leiksins er okkar maður sakaður um morð 
á greifynju nokkurri og er fl eygt í fangelsi í kjölfarið. 
En með hjálp góðra manna tekst honum að sleppa úr 
prísundinni og er hann síðan allan leikinn að vinna 
verkefni fyrir þessa bjargvætti sína og einnig að fi nna 
útúr því hver í raun drap greifynjuna.
 
Dishonored spilast í fyrstu persónu og er maður alltaf 
með sverð eða hníf í hægri hendi, en í þeirri vinstri 
getur maður mundað lásboga, byssur eða ofurnátt-
úrulega krafta. Þessir kraftar geta látið mann skjótast 
hratt á milli staða, gert manni kleift að fl ytja huga 
sinn yfi r í hin ýmsu dýr og stýra þeim og ýmislegt 
fl eira. Leikinn getur maður algjörlega spilað eftir 
eigin höfði og getur maður farið í gegnum hann án 
þess að drepa nokkurn mann eða alveg í hina áttina 
og drepið alla sem maður sér og allt þar á milli.
Það er hægt að segja að Dishonored sé ansi magn-
aður leikjakokkteill og fann maður bragð af leikjum 
á borð við Metal Gear Solid, Thief, Assassins Creed, 
Bioshock, Skyrim og fl eiri þegar maður valtaði í 
gegnum hann.
 
Grafíkin er stórgóð og nær leikurinn að skapa 
trúverðuga veröld sem maður nýtur sín að veltast 
um í. Sama má segja um tónlist 
og talsetningu, en hvorttveggja 
virkar mjög vel og rammar inn 
stemminguna.
 
Dishonored er leikur þar sem 
þú ræður algjörlega hvernig 
þú spilar og eyðir tíma 
þínum, en eitt er víst að það 
er auðvelt að gleyma sér í 
þessari snilld, en leikurinn 
er klárlega einn af leikjum 
ársins.
 
 
Tegund: 
Hasarleikur
PEGI merking: 18+
Útgefandi: 
Bethesda
Dómar: 
9 af 10 ? Gamespot        
9,2 af 10 ? IGN.com
8 af 10 ? Eurogamer.net
Dishonored
Þú ræður...
ÓLAFUR ÞÓR
JÓELSSON
TÖ LV U L E I K U R
facebook.com/monitorbladid
Monitor ætlar að gefa 
miða á Frankenweenie, 
fylgstu með ?
VILTU 
VINNA 
MIÐA?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16