Morgunblaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 3
KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Hin 16 ára gamla Sara Rún Hinriks- dóttir hefur látið mjög að sér kveða með toppliði Keflavíkur í Dominos- deildinni í körfuknattleik í vetur. Sara hefur skorað 15 stig að meðaltali í leik í deildinni og tekið 9 fráköst að með- altali. Hún var í gær verðlaunuð fyrir frammistöðu sína þegar hún var valin í úrvalslið fyrri hluta deildarinnar. „Þetta er auðvitað bara annað tíma- bilið mitt í meistaraflokki og ég held að það sé ekki algengt að leikmenn fái að vera í byrjunarliði 16 ára gamlir. Ég bjóst ekki við því en ég var stundum í byrjunarliðinu í fyrra ef einhverja leik- menn vantaði,“ sagði Sara þegar Morg- unblaðið ræddi við hana á blaðamanna- fundi í gær. Hún sagðist hafa lagt áherslu á það á undirbúningstímabilinu að sanna sig fyrir þjálfaranum, Sigurði Ingimundarsyni, sem í gær var valinn besti þjálfarinn í fyrri hluta deild- arinnar. „Ég ákvað á æfingunum síð- asta sumar að sýna mig fyrir Sigga af því að ég hafði aldrei spilað fyrir hann áður. Ég vildi sýna að mig langaði til að gera stóra hluti,“ bætti Sara við og það hefur gengið eftir því hún er í stóru hlutverki í Keflavíkurliðinu sem hefur unnið alla leiki sína til þessa í deildinni. Við höldum okkar striki „Við höldum okkar striki og gerum okkar besta. Við reynum að halda okk- ur á toppnum og ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni. Ég gæti trúað því að það verði Snæfell, Valur og KR sem muni verða með okkur í fjórum efstu sætunum. Mér finnst það líklegast eins og staðan er núna,“ sagði Sara sem á eftir að ná ófáum leikjum áður en þessu keppnistímabili lýkur því hún spilar með þremur flokkum þar sem hún er einnig gjaldgeng í stúlkna- og ung- lingaflokki. „Ég spila nánast alla leiki hjá stúlknaflokki en þar eru alls fimm helg- armót á tímabili með úrslitakeppninni. Stundum kemur fyrir að helgarmót eru á laugardegi og sunnudegi hjá yngri flokkunum og meistaraflokksleikur um kvöldið. Þá reyni ég að spila minna í leikjum stúlknaflokks,“ sagði Sara og vill ekki kannast við að hún sé alger yf- irburðamanneskja í leikjum stúlkna- flokks en viðurkennir að hafa skorað meira en 40 stig í leik í fyrra. Dagskráin er nokkuð þétt hjá Söru en hún gengur í Versló þó hún búi í Reykjanesbæ. „Það er svolítið mikið að gera hjá mér en ég næ þessu samt. Stundum tek ég æfingafötin með mér í skólann til að komast á æfingu strax eftir skóla,“ sagði Sara Rún við Morgunblaðið. Pálína valin best í fyrri hlutanum Pálína Gunnlaugsdóttir, samherji hennar, var valin besti leikmaður fyrri hluta mótsins. Pálína skoraði tæplega 17 stig að meðaltali og er auk þess lykilmaður í varnarleik Keflavíkurliðsins. Þær Sara Rún og Pálína eru báðar í úrvalsliðinu en Snæfell á þar einnig tvo leikmenn: Hildi Sigurðardóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Þá er Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkur, í liðinu. KR-ingurinn Helga Einarsdóttir fékk nafnbótina Dugnaðarforkurinn í fyrri hluta mótsins. Valin í úrvalsliðið aðeins 16 ára gömul Morgunblaðið/Ómar Sextán Sara Rún Hinriksdóttir er komin í hóp bestu leikmanna úrvals- deildarinnar þó hún sé kornung og spili líka með tveimur yngri flokkum.  Sara Rún Hinriksdóttir spilar með þremur flokkum hjá Keflavík  Er í úrvalsliði fyrri hluta deildarinnar  Ákvað að sanna sig fyrir meistaraflokksþjálfaranum Körfuboltinn » Keflavík er með örugga for- ystu í Dominos-deild kvenna en liðið vann alla sína leiki fyrir áramót og er með 28 stig eftir 14 umferðir. » Snæfell er með 22 stig, KR 18, Valur 14, Haukar 12, Grinda- vík 8, Njarðvík 6 og Fjölnir 4 stig. » Fyrsta umferðin á nýju ári fer fram á morgun. Þá mætast Snæfell – Valur, Njarðvík – Fjölnir, Grindavík – KR og Kefla- vík – Haukar. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2013 SundmaðurinnÁrni Már Árnason var á dögunum út- nefndur íþrótta- maður ársins 2012 í Reykja- nesbæ. Árni keppti á Ólympíu- leikunum í Lond- on síðastliðið sumar og á Evr- ópumeistaramótinu. Besti árangur hans á árinu var á móti í Frakklandi þar sem hann varð í 4. sæti og bætti Íslandsmet sitt í 50 metra skrið- sundi.    Svo getur farið að knattspyrnu-samband Zimbabwe neyðist til að draga karlalið sitt úr und- ankeppni heimsmeistaramótsins. Varaforseti knattspyrnusambands- ins sagði í viðtali við AFP-fréttastof- una að ekki væru til peningar til að senda landsliðið til Egyptalands en þar á liðið að mæta Egyptum í und- ankeppni heimsmeistaramótsins í mars. „Það eru ekki peningar til að greiða ferðakostnað og annan tilfall- andi kostnað,“ sagði varaforsetinn.    Ryan Shawc-ross, fyr- irliði enska knatt- spyrnuliðsins Stoke City, hefur skrifað undir nýj- an samning við félagið sem gildir hvorki meira né minna en til vors- ins 2018. Mörg önnur félög höfðu rennt hýru auga til þessa öfluga mið- varðar sem er uppalinn hjá Man- chester United. Þá skrifaði Phil Ja- gielka, miðvörður enska landsliðsins, í gær undir nýjan samn- ing við Everton til vorsins 2017.    Karlalið Hauka í körfuknattleiksem leikur í 1. deildinni er búið að fá til liðs við sig Bandaríkjamann- inn Terrence Watson og mun hann leika með Hafnarfjarðarliðinu til loka leiktíðar. Watson lék með Skagamönnum á síðustu leiktíð og var einnig þjálfari liðsins. Hann er 24 ára gamall, tæpir 2 metrar á hæð og getur leyst margar stöður á vell- inum. Haukarnir skiptu nýlega um þjálfara en þeir réðu Ívar Ásgríms- son í staðinn fyrir Pétur Guðmunds- son.    Tottenham Hotspur, lið GylfaÞórs Sigurðssonar, keypti í gær enska unglingalandsliðsmann- inn Zeki Fryers frá belgíska félaginu Standard Liege. Fryers er tvítugur varnarmaður sem hefur spilað með öllum yngri landsliðum Englands. Hann er fæddur í Manchester og var á mála hjá Manchester United frá 2009 til 2012. Hann spilaði tvo leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni og þrjá í deildabikarnum á síðasta tíma- bili. Standard Liege fékk hann í sín- ar raðir síðasta sumar og Fryers spilaði sjö leiki með liðinu í efstu deildinni í Belgíu fram að áramótum. Fólk sport@mbl.is Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið 30 manna leikmannahóp sem kemur saman til æfinga í Kórnum um komandi helgi. Fyrsta verkefnið hjá nýju 21 árs liði, sem byrjar í Evrópukeppni næsta haust, er æfingaleikur gegn Wales sem fram fer í borginni Lla- nelli hinn 6. febrúar. Þrjátíu manna hópurinn sem Eyjólfur valdi er þannig skipaður: Markverðir: Árni Freyr Ásgeirsson, Keflavík, Aron Elís Árnason, Reyni S., Magnús Gunnarsson, Hauk- um. Aðrir leikmenn: Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, Sindri Snær Magnússon, Breiðabliki, Sverrir Ingi Ingason, Breiðabliki, Tómas Óli Garðarsson, Breiða- bliki, Einar Karl Ingvarsson, FH, Emil Pálsson, FH, Kristján Gauti Emilsson, FH, Bergsveinn Ólafsson, Fjölni, Bjarni Gunnarsson, Fjölni, Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram, Orri Gunnarsson, Fram, Andri Már Hermannsson, Fylki, Ásgeir Eyþórsson, Fylki, Davíð Þór Ásbjörnsson, Fylki, Elís Rafn Björnsson, Fylki, Andri Adolphsson, ÍA, Brynjar Gauti Guð- jónsson, ÍBV, Víðir Þorvarðarson, ÍBV, Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík, Sigurbergur Elísson, Keflavík, Emil Atlason, KR, Hilmar Árni Halldórsson, Leikni R., Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni, Ingólfur Sigurðs- son, Val, Sigurður Egill Lárusson, Val, Tómas Guð- mundsson, Víkingi R., Halldór Orri Hjaltason, Þór A. gummih@mbl.is Eyjólfur valdi þrjátíu til undirbúnings Eyjólfur Sverrisson Framtíð ítalska fram- herjans Mario Balotellis hjá Englandsmeisturum Manchester City virðist enn óráðnari en áður eftir að honum lenti saman við knatt- spyrnustjórann Roberto Mancini á æfingu liðsins í gærmorgun. Ljós- myndari sem var á æf- ingunni náði myndum af uppþoti sem varð þegar Mancini reiddist heiftarlega við landa sinn eftir að hann braut harkalega á einum samherjanna. Leikmenn og þjálfarar þurftu að ganga á milli og skilja Mancini og Balotelli að, en eins og sjá má á myndinni var stjóranum heitt í hamsi. vs@mbl.is Hvað verður um Balotelli?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.