Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 ✝ Ólafur Guð-jónsson fæddist í Gíslakoti í Vet- leifsholtshverfi 16. september 1922. Hann lést á Drop- laugarstöðum fimmtudaginn 31. janúar 2013. For- eldrar hans voru Þórunn Ólafsdóttir, f. 7.8. 1889, d. 23.12. 1978, frá Ytra-Hóli í Landeyjum og Guðjón Guð- mundsson, bóndi, f. 27.6. 1889, d. 31.1. 1984, frá Hrúti í Vetleifs- holtshverfi. Systkini Ólafs eru Vigdís, f. 1911, d. 2003, Guð- ríður, f. 1915, d. 2001, Valdimar, f. 1918, d. 2002, Ingibjörg, f. 1920, og Gunnar, f. 1925, d. 2008. Ólafur kvæntist 30.10. 1943 Jó- hönnu Gísladóttur úr Reykjavík, f. 6.5. 1926, d. 1.1. 2013. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1944, maki Elísabeth Solveig Pétursdóttir. Þau eiga þrjú börn, Solveigu Helgu, Önnu Elísabethu og Pét- ur Óla og tvö barnabörn. 2) Við- ar, f. 1946, maki Birna Björns- dóttir. Þau eiga þrjú börn, Sólrúnu, Nönnu Björk og Ólaf og átta barnabörn. 3) Þórunn, f. 1947, maki Friðfinnur Krist- jánsson, f. 1942, d. 2008. Dætur eru Margrét, Jóhanna, Jana og sem varð síðar viðskiptafélagi hans í Bikarbox í áratugi. Ólafur og Jóhanna giftu sig í október 1943 og höfðu því, er hún lést fyrir mánuði síðan, verið saman í rúmlega 71 ár. Um 1959 stofnaði Ólafur ásamt þeim Sigurbergi Árnasyni og Hauki Péturssyni iðnfyr- irtækið Bikarbox á Vatnsstíg 3 og starfaði þar í 38 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri. Þeir Sigurbergur ráku fyrirtækið saman þar til Sigurbergur hætti vegna aldurs og frá þeim tíma rak hann fyrirtækið með syni sínum Gísla. Þau hjónin fóru um langt ára- bil í ferðir til sólarlanda og höfðu af því mikla ánægju og eign- uðust marga góða vini. Ólafur var mikill fjölskyldumaður og hafði mikinn áhuga fyrir því hvað var að gerast hjá afkom- endum sínum. Ólafur var hár og grannur, beinn í baki og myndarlegur. Hann var afar vinnusamur, rösk- ur til allra verka, laginn og af- kastamikill. Hann var léttur í lund og alúðlegur við alla en þó ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var góðvilj- aður og sýndi öllum virðingu og hlýtt viðmót og lagði aldrei illt til nokkurs manns Útför Ólafs Guðjónssonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. febrúar 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. Birna og stjúpdæt- ur Anna Karen og Fanney Sigríður. Barnabörnin eru tólf og eitt barna- barnabarn. 4) Sveinn Ingi, f. 1954, maki Gyða Þórð- ardóttir. Þau eiga tvö börn, Vigdísi og Gísla Birgi. Í Gíslakoti ólst Ólafur upp til sex ára aldurs. Foreldrar hans bjuggu þar með lítið bú en Guð- jón faðir hans stundaði sjó á vetrum í verstöðvum á Suður- landi og Suðurnesjum. Árið 1928 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó fyrst á Kárastíg, síðan Barónsstíg og loks Stórholti. Ólafur gekk í Miðbæjarbarna- skólann og fór síðan að vinna fyrir sér með blaðburði og öðr- um lausastörfum. Fyrsti fasti vinnustaður hans var Félagsprentsmiðjan en þar byrjaði hann að vinna 17 ára. Prentsmiðjan var stórt fyrirtæki og þar kynntist hann mörgu fólki, en kynni við tvær mann- eskjur höfðu afgerandi áhrif á líf hans. Annars vegar kynntist hann þar verðandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Gísladóttur, og hins vegar Sigurbergi Árnasyni, Ólafur lét ástina sína til rúm- lega 70 ára aldrei bíða lengi eftir sér. Hann sagði líka þegar hann hafði fylgt henni til grafar að það yrði ekki langt á milli þeirra. Hún kvaddi á fyrsta degi janúarmánaðar en hann á þeim síðasta. Þeirra vegferð er nú lokið og ný kynslóð tekur við keflinu, kynslóð sem hefur notið þess að alast upp við þeirra góðu gildi. Ólafur var sjálfmenntaður maður, harðduglegur og fylginn sér og vildi vera sjálfs sín herra. Hann nýtti sér tækifær- in í stríðinu og vann myrkranna á milli til að afla sér og fjöl- skyldu sinni betri lífsafkomu. Hann vann í Félagsprentsmiðj- unni á daginn og svo keyrði hann fyrir herinn á nóttunni. En lífið átti líka að vera skemmtilegt. Ef hvíldartími gafst á milli vinnutarna, þó ekki væri nema örfáar klukku- stundir, þá var hann fyrstur manna mættur með Jóhönnu sína í miðasöluna í bíóhúsunum. Hann vissi vel, þótt dýrmætur svefn færi forgörðum, að ástin og lífið er eins og blóm sem deyr, ef það fær enga vökvun. Þegar við tengdadæturnar komum í fjölskylduna var Ólaf- ur á hátindi ævi sinnar og það sópaði að honum hvert sem hann fór. Hann var hávaxinn maður, grannur og myndarleg- ur, rak og átti sitt eigið iðnfyr- irtæki og hafði komið fjöl- skyldu sinni vel fyrir. Hann kunni alveg að njóta lífsins og hafði gaman af því að eiga góða bíla, fara í veiði, ferðast til ann- arra landa eða dvelja í sum- arbústað fjölskyldunnar. Við tengdadæturnar tókum eftir því hversu mikið hann tók þátt í heimilisrekstrinum öllum sem var óvenjulegt á þessum tíma. Ólafur var einstaklega hlýlegur maður og átti auðvelt með að sýna sínum nánustu ástúð og barnabörnunum fannst gaman að koma til afa í vinnuna og heim. Hann rak fyrirtæki sitt af miklum dugnaði og var sífellt að reyna að koma fram með nýjungar sem gætu stækkað og breikkað grundvöll rekstursins. Ólafur var mjög ákveðinn og þegar hann hafði gert upp hug sinn, varð honum ekki hnikað. Hann hafði enga þörf fyrir málalengingar eða útskýringar. Hann sagði hug sinn skýrt, kom hreint fram við fólk og baðst ekki afsökunar á lífi sínu eða athöfnum. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna og bjuggu þeim fallegt og gott heimili. Það stóð alltaf opið fyrir vini og vandamenn. Þau voru afar gestrisin og áttu marga góða vini og höfðu gaman af góðum mannfagnaði hvort sem var heima eða heiman. Ólafur og Jóhanna seldu svo fyrirtæki sitt þegar hann var 75 ára og settust í hinn svokall- aða helga stein. Þau áttu 15 góð ár eftir á sínu fallega heim- ili að Skúlagötu 40 þó tvö hin síðustu hafi verið þeim nokkuð erfið. Ættboginn stækkaði mik- ið á þessum árum og barna- barnabörnin fæddust eitt af öðru. Þau fylgdust vel með fjöl- skyldumeðlimum í lífi og starfi og voru alltaf boðin og búin til aðstoðar. Löngunin til að lifa vel blundaði alltaf sterkt í Ólafi. Þegar og ef við efuðumst um að heilsa hans leyfði eitt- hvað sem hann ætlaði sér að gera, svaraði hann því alltaf til, að hann ætlaði sér að lifa þar til hann dæi. Hann gerði það með mikilli reisn fram á síðustu stund, en þegar ljósið í lífi hans slokknaði á nýársdag síðastlið- inn var kominn tími til að kveðja. Við þökkum langa og alltaf góða samfylgd. Tengdadæturnar, Elísabeth, Birna og Gyða. Nokkur orð í kveðju til vina minna Ólafs Guðjónssonar og Jóhönnu Gísladóttur sem kvöddu þetta líf fyrir stuttu. Jóhanna 1. janúar og Óli þann 31. Já, það var svosem augljóst að ekki yrði langt á milli þeirra. Dista 86 ára og Óli 90 ára, löng og farsæl ævi og nærri 70 ára hjónaband, sem alltaf var gott og gagnkvæm virðing þeirra á milli. Það var mín gæfa að fá vinnu í Bikarbox hf. þegar ég var 14 ára, þá hætt í skóla, ráð- villt og með enga stefnu nema kannski að elta tónlist og dans. Í Bikarbox var allt þetta góða fólk sem umvafði mig væntum- þykju og hrósaði mér fyrir dugnað. Fá orð þýddu svo miklu meira og Óli minn kom því til skila með klappi á bakið og augnaráðinu. Hann kallaði mig spútnik sem virkaði bara hvetjandi á mig. Það var líka gaman að kíkja inn til Óla og Distu í seinni tíð. Setið saman, spurt og spjallað um fjölskyld- una, börn og barnabörn. Svo þegar ég kvaddi var sagt: „Komdu fljótt aftur, Lóa, það er svo gaman þegar þú kemur.“ Kæru vinir, hjartans þökk fyrir samveruna í lífinu. Gróa Einarsdóttir (Lóa). Ólafur Guðjónsson Kveðja frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík Þorkell Sigurbjörnsson er allur, einn af kyndilberunum í flokki tónlistarmanna sem heimkomnir að loknu námi tóku til óspilltra mála við að færa tónlistarlífið hér í nútímalegra horf. Hann réðst til Tónlistar- skólans í Reykjavík upp úr 1960 og starfaði þar næstu fjörutíu árin og nokkrum betur. Þorkell var mjög góður kennari sem kunni þá list að miðla fræð- unum á lifandi og skemmtilegan hátt. Eftir hartnær fjörutíu ár koma enn reglulega upp í hug- ann ýmis gullkorn sem hrutu af munni hans í tónlistarsögutím- um í skólanum. Við skólann bryddaði hann upp á ýmsum nýjungum og hafði mikil og var- anleg áhrif á nemendur sína. Tónlistarskólinn í Reykjavík á honum mikið að þakka. Þorkell var eitt afkastamesta tónskáld okkar Íslendinga. Hann samdi verk af öllum stærðum og gerðum fyrir marg- vísleg tækifæri, sem flutt eru víða um lönd. Sem píanóleikari var hann líka mjög virkur, eink- um á fyrri hluta ævinnar. Þorkell var á einhvern hátt alltaf nálægur í tónlistarlífinu. Verk hans eru oft flutt og þau Barbara voru öðrum duglegri að sækja tónleika og mjög áhugasöm um flest það sem laut að tónlist og þá ekki síst þegar kom að ungu tónlistarfólki. Þau voru til dæmis nokkuð tíðir gestir á nemendatónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík. Þorkell Sigurbjörnsson ✝ Þorkell Sig-urbjörnsson fæddist 16. júlí 1938 í Reykjavík. Hann lést 30. jan- úar 2013 á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi. Útför Þorkels var gerð frá Hall- grímskirkju 8. febrúar 2013. Ég minnist þess líka frá öllum þeim árum sem ég starf- aði í Sinfóníuhljóm- sveitinni, að næst- um mátti ganga að því vísu á hverjum tónleikum, að Þor- kell og Barbara sætu á sínum fasta stað, fyrir miðju framarlega í saln- um í Háskólabíói. Þorkell Sigurbjörnsson hafði hlýja og sterka nærveru. Hann var glettinn, gamansamur, góð- ur sögumaður og á mannamót- um gjarnan hrókur alls fagn- aðar. Mér fannst alltaf stafa frá honum góðvild, og hógværð virtist honum í blóð borin. Það er undarlegt til þess að hugsa að hann sé horfinn á braut, að við eigum ekki oftar eftir að njóta samvista við hann. Tón- listarlífið á Íslandi hefur fölnað að mun. Við Hrefna sendum Barböru og ættingjum öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Þorkels Sigurbjörnssonar. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld hefur verið eitt afkasta- mesta og dáðasta tónskáld okk- ar Íslendinga. Eftir hann liggja yfir 300 tónverk af öllum gerð- um og stærðum sem mörg hver eru orðin órjúfandi hluti af okk- ar menningu. Þorkell var á margan hátt brautryðjandi á sínu sviði – hann kynnti þjóð- inni nýja strauma í tónsköpun, m.a. á sviði raf- og tölvutónlist- ar. Þá var Þorkell einn af stofn- endum Myrkra músíkdaga og lagði þannig grunn að því öfl- uga tónleikahaldi sem er til staðar í dag í íslensku sam- félagi. Ásamt því að sinna tónsköp- un sinnti Þorkell kennslustörf- um alla sína starfstíð. Hann var einn af stofnendum Tónfræða- deildar við Tónlistarskólann í Reykjavík sem var fyrsta skipu- lagða tónsmíðanám á Íslandi. Þar var lagður grunnur að því öfluga nýsköpunarstarfi á sviði tónlistar sem við búum við í dag. Þorkell var ötull baráttumað- ur fyrir hagsmunum og rétt- indum listamanna. Sem forseti Bandalags Íslenskra listamanna og forsvarsmaður STEFs og Tónskáldafélags Íslands leiddi hann mörg hagsmunamál til farsælla lykta og stuðlaði jafn- framt að bættu starfsumhverfi og réttindum listamanna. Í störfum hans að félagsmál- um kom í ljós hans einstaki per- sónuleiki. Þau mál og verkefni sem hann tókst á við leysti hann alltaf á farsælan og ánægjulegan hátt. Tónlist Þorkels spannar breitt svið. Auk stórra og smárra tónverka af öllum toga þá lagði hann alúð við að semja tónlist fyrir yngstu kynslóðina, þ. á m barnaóperur og sönglög fyrir börn á öllum aldri. Kórlög hans hafa fyrir löngu unnið sinn fasta sess í okkar samfélagi og hljóðfæratónlist hans er að finna á flestum tónleikaskrám á Íslandi í dag. Það er mikill missir og sökn- uður sem fylgir fráfalli Þorkels og viljum við félagar hans í Tónskáldafélagi Íslands þakka honum fyrir samfylgdina í gegnum tíðina og hans ómet- anlega framlag til lista- og menningarlífs okkar á Íslandi og vottum aðstandendum hans innlegrar samúðar. F.h. Tónskáldafélags Íslands, Kjartan Ólafsson, formaður. Þegar ég var lítil stúlka sagði píanókennarinn minn „píanó- leikarar eru ekki með langar neglur, það heyrist í nöglun- um“. Síðan hef ég verið með stuttar neglur. Píanókennarinn var Þorkell. Auðvitað tók ég mark á því sem Þorkell sagði og hef gert alla tíð síðan. Persónuleiki hans var sterkur og það sem hann sagði greypti sig inn í vitund okkar nemenda hans. Ég var svo heppin að Þorkell var kenn- arinn minn í Barnamúsíkskól- anum, hann kenndi okkur að búa til lög jafnframt því að skrifa nótur. Þegar við komum með lögin í tíma þá hrósaði hann litlu lögunum og við fórum heim brosandi og hreykin. Einn strákurinn í bekknum fór samt stundum að gráta út af engri sjáanlegri ástæðu, viðbrögð Þorkels voru þau að segja sögur af sjálfum sér þegar hann var lítill strákur. Í þessum sögum lenti hann einhvern veginn allt- af í hallærislegum kringum- stæðum, og sögurnar enduðu oft með því að hann, sjálfur kennarinn, hefði farið að gráta. Strákurinn hætti að gráta. Þor- kell var sálfræðingur og uppal- andi með hugmyndir og innsæi langt umfram það sem tíðkaðist í kennslu þess tíma. Seinna varð ég nemandi Þor- kels í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá setti hann á lagg- irnar svokallaða föndurtíma. Titillinn lýsir reyndar hógværð Þorkels, því að þetta var ekki neitt barnaföndur. Þetta voru tímar þar sem ungir áhuga- samir nemendur fengu að heyra og greina það nýjasta sem var að gerast í tónlist Evrópu og Ameríku og í leiðinni kenndi hann tónsmíðaaðferðir, hefð- bundnar jafnt og þær fram- sæknustu. Þetta var ekki í nám- skrá tónlistarskóla. Ég fullyrði að hefði Þorkell ekki átt frum- kvæði að föndurtímunum hefði fæstum okkar dottið í hug að leggja starf tónskáldsins fyrir okkur. Þau eru nefnilega býsna mörg starfandi tónskáld, sem fengu fyrstu innsýn í tónlist samtímans í tímunum hans Þor- kels. Þorkell var alltaf hvetjandi og uppörvandi við yngri tón- skáld og tónlistarfólk. Hann og Barbara mættu á nánast alla tónleika sem fram fóru á Reykjavíkursvæðinu og athuga- semdir hans skiptu alltaf miklu máli. Ef svo óheppilega vildi til að hann komst ekki á tónleika hlustaði hann í útvarpinu og hringdi. Þegar hann var orðinn veikur hélt hann uppteknum hætti og hlustaði í útvarpinu á tónleika Tinnu, dóttur minnar, og hringdi í hana og hrósaði henni. Þvílíkur stuðningur og uppörvun við tvær kynslóðir tónlistarkvenna er ómetanlegur. Þorkell skilur eftir sig fjölda tónverka sem hljóma oft á dag, við alls konar athafnir, jafnt hérlendis og á alþjóðlegum vett- vangi. Gæði þessara verka eru slík að ekki verður jafnað við. Spor- in hans í íslensku tónlistarlífi eru stór. Hann skilur eftir sig minningu um góðmenni sem aldrei lá illt orð til nokkurrar manneskju. Allar góðar mann- eskjur geta dregið lærdóm og fyrirmynd frá þessum einstaka manni. Við fjölskyldan vottum Bar- böru, Mist, Sigfúsi, Sigurbirni, Aðalheiði, barnabörnunum og barnabarnabarninu okkar inni- legustu samúð. Minning Þorkels mun lifa. Karólína Eiríksdóttir. Í safni Ríkisútvarpsins er að finna gamlar segulbandspólur með þáttum þar sem ungt tón- skáld, nýútskrifað úr bandarísk- um háskóla, fjallar um stefnur og strauma í samtímatónlist. Þetta var á sjöunda áratugnum; 19. öldin rétt að halda innreið sína í íslenskt tónlistarlíf og enn átti eftir að flytja hér flest lyk- ilverk tónlistarsögunnar. Ungi tónlistarmaðurinn lét það ekki slá sig út af laginu og bauð hlustendum heima í stofu að fylgjast með róttækri framúr- stefnu heimsins í þáttaröðinni Tónlist á atómöld. Stundum voru tónarnir svo ágengir að hlustendum varð ekki um sel, að minnsta kosti segir sagan að símalínur í útvarpshúsinu á Skúlagötunni hafi stundum ver- ið rauðglóandi þar sem hneyksl- aðir hlustendur spurðu hvað biskupssonurinn væri eiginlega að hugsa. Aðra daga var annars konar tónlistarkennsla á dagskrá, það þurfti líka að kynna tónlist bar- rokks og endurreisnar fyrir út- varpshlustendum og Þorkell miðlaði henni af sama ákafa og tónsköpun samtímans. Þorkell Sigurbjörnsson var miðlari af guðs náð og þeim eig- inleika kynntust ekki síst ótal nemendur hans. Úr þeim hópi kemur flest af fremsta tónlist- arfólki þjóðarinnar sem hefur mótað tónmenningu okkar og tónheim. Miðlunin var Þorkeli hjartans mál og það var honum keppi- kefli að mennta og uppfræða, kenna Íslendingum að meta og skilja samtímann, hversu skrýt- inn sem hann gat virst; hjálpa þeim til að átta sig á eðli tón- listar og að hún geti verið alla vega, falleg, ljót, ögrandi, skrýt- in og vekjandi. Og öllu miðlaði hann með þeim léttleika og gáska sem virðist hafa verið honum svo eiginlegur og má finna í tónlist hans. Þorkell var þúsundþjalasmið- ur. Sístarfandi og ötull, með glæsilega verkaskrá þar sem saman fara stór hljómsveitar- verk, óperur, kammertónlist, tónverk fyrir barnamúsíknem- endur, raftónlist. Hann snaraði fram útsetningum á gömlum þjóðlögum, ef þær vantaði, út- setti eigin lög fyrir allar gerðir kóra svo sem flestir ættu að- gang að þeim, og hann gaf verkum sínum nöfn sem vöktu áhuga og kátínu hlustenda. Þar má nefna Veltempraða píanó- leikarann (með vísun í vel- temprað hljómborð Bachs), Kis- um (sem er tónlist afturábak), Tema án tilbrigða og mörg fleiri, sem ljá verkunum ein- kenni og minna hlustandann á manninn á bak við verkin. En tónskáldið Þorkell átti sér aðra hlið. Hann bjó yfir náð- argáfu laglínunnar sem hann nýtti óspart í þágu trúarlegrar tónlistar. Sálmalög hans bera henni vitni – og vitna líka um að alvara og íhugun voru partur af persónuleika Þorkels. Heyr himna smiður, sem margir halda að sé gamalt íslenskt sálmalag, vitnar um það og ein helsta perla hans, lag við Kvöld- bæn Hallgríms Péturssonar: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Með þessu vísukorni kveðjum við gamlir nemendur Þorkels og starfsmenn tónlistardeildar Rásar 1 þennan mæta mann og þökkum honum góða samfylgd og leiðsögn. Arndís Björk, Bergljót, Elísabet Indra, Hanna G., Ingibjörg, Ingveldur, Sigríður St. og Una Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.