Morgunblaðið - 02.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2013 ✝ Ólafur Berg-mann Stef- ánsson fæddist í Reykjavík 12. september 1926. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli þann 21. mars 2013. Foreldrar hans voru Kristín Þór- katla Ásgeirsdóttir frá Fróða á Snæ- fellsnesi, f. 26. febrúar 1900, d. 26. júlí 1990, og Stefán Ein- arsson, húsasmíðameistari, f. 22. mars 1896 að Hofgörðum í Staðarsveit, d. 16. mars 1980. Systkini Ólafs voru Einar Stefánsson, f. 1923, d. 1995, og Soffía Stefánsdóttir Carlander, f. 1924, d. 2006. Ólafur kvæntist 2. maí 1952 Vilhelmínu Norðfjörð Baldvins- dóttur. Þau bjuggu fyrstu árin í Keflavík hvar Ólafur starfaði sem flugumsjónarmaður á vell- hans er Karlotta Sif hjúkr- unarfræðingur, f. 11. febrúar 1985. 4) Sverrir Stormsker, tónlistarmaður og rithöfundur, f. 6. september 1963. Barn hans er Hildur Björk, f. 1. september 1989. Ólafur vann hjá Flugfélagi Íslands allan sinn starfsaldur. Hann var einn fyrstur Íslend- inga sem fór utan til flug- umsjónarnáms. Hann nam fræðin í Southampton og New York 1951-2. Í upphafi störfuðu íslenskir flugumsjónarmenn hjá ríkinu og voru þá í heildarsamtökum BSRB án þess að vera með sér- stakt félag. Það voru síðan flugumsjónarmenn á Keflavík- urflugvelli sem ákváðu að stofna stéttarfélag, Félag ís- lenskra flugumsjónarmanna ár- ið 1954. Ólafur var kosinn fyrsti formaður félagsins. Hann var endurkjörinn 1956. Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Ís- lands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flug- leiðir, og starfaði Ólafur þar til starfsloka. Útför Ólafs fór fram í kyrr- þey frá Grafarvogskirkju 27. mars 2013, að ósk hins látna. inum en fluttu svo til Reykjavíkur, í Vesturbæinn, í byrjun sjöunda áratugarins. Síð- ustu 35 árin bjuggu þau á Sel- tjarnarnesi. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Stefán Norðfjörð, prentari og glerlistamaður, f. 23. ágúst 1952. Barn hans er Katrín, viðskiptafræðingur og matvælafræðingur, f. 18. júní 1981. 2) Guðrún Elín (Gunn- ella), myndlistarkona, f. 6. júlí 1956, gift Sigurði Rúnari Sig- urjónssyni, framkvæmdastjóra, f. 17. desember 1955. Börn þeirra eru: Sveinn Rúnar, læknir, f. 24. desember 1976, og Ragnhildur Kristín, f. 26. apríl 1987. 3) Ólafur Norðfjörð, bílamálari og réttingarmaður, f. 12. desember 1959. Barn Pabbi, eða „kallinn“ eins og hann jafnan var kallaður af okkur í fjölskyldunni, var margslunginn náungi. Hann var mjög vinsæll meðal samstarfsmanna sinna hjá Flugfélaginu og þar var hann í góðum flug-félagsskap. Heima var hann ekki í alveg jafn góðum félagsskap, enda við krakkarnir frekar þreytandi kvikindi. Hann gat verið fljótur upp og jafn fljót- ur niður aftur – líka tröppurnar. Minnti soldið á John Cleese í Fawlty Towers. Hann var mínútugæi og skelfilega sam- viskusamur. Allt varð að vera 100% og hann þoldi ekkert fúsk og rugl. Hann hafði gaman af að gleðjast með góðum, sem sagt er, en alltaf mætti kallinn í vinnuna, bláedrú, á mínútunni, alveg fjallfrískur og sprellfjörugur, og í þannig skapi var hann alveg þangað til hann kom heim til sín. Hann sagði oft að hann væri í fríi þegar hann væri í vinnunni. Kall- inn hafði vit á því að reka mig að heiman þegar ég var 17 ára, af því ég neitaði að verða spren- glærður rykfallinn háskóla- fagidjót, og þá rofnaði samband okkar í nokkur ár. Það var ekki fyrr en hann var um sextugt sem ég fór að kynnast hans bestu hlið- um. Hann var t.d. mjög meinhæð- inn og stríðinn og hafði afar glöggt arnarauga fyrir öllu því neikvæða sem lífið hefur uppá að bjóða. Eins og hann var nú hjartahlýr og viðkvæmur þá hafði hann einstakt lag á að finna veiku blettina á fólki og stinga pínulítið í þá með meinfyndnum nastí athugasemdum. Eitt sinn vorum við í veislu og til okkar gekk virtur bókmenntagúrú sem minnti soldið á apa í framan. Pabbi tók í spaðann á honum og kynnti sig sem homo sapiens. Ap- inn gladdist ekki en það gerðum við feðgarnir að sjálfsögðu. Kallinn var afar hugmyndarík- ur, frumlegur, framsýnn, list- rænn og frjór. Hann hafði mikinn áhuga á auglýsingasálfræði og ætlaði sér að opna fyrstu íslensku auglýsingastofuna um miðbik síðustu aldar en rakst á of marga veggi. Menn vissu ekkert um hvað hann var að tala svo hann gaf þetta upp á bátinn. Um svipað leyti fékk hann umboð fyrir BMW en rakst á of marga veggi. Gaf það frá sér. Leiddist veggir. Fyrir ca. tveimur áratugum varð hann sér úti um umboð fyrir stóru flettiskiltin sem nú eru út um alla borg. Hann talaði við alls- konar steingelda blýantanaggrísi í kerfinu til að fá að koma þessu upp en rakst alls staðar á veggi. Gafst loks upp og sagði þessum flónum að hoppa uppí óæðri end- ann á sér, sem sé munninn. Stuttu síðar spruttu þessi flett- iskilti upp út um allt, sem þýðir að „réttur“ maður hafi hirt þetta, sem er alllýsandi fyrir íslenskt viðskiptasiðferði. Það voru mis- tök hjá kallinum að velja sér Ís- land sem búsetuland því hann var stálheiðarlegur sómamaður. Enda hætti hann í lögfræði og guðfræði eftir tveggja ára nám. Skellti sér þess í stað til útlanda og kláraði þar flugumsjónarnám og vann hjá Flugfélaginu í 50 ár. Hann umbar lítt drulludela og fá- vita og átti því skiljanlega mjög fáa íslenska vini. Honum þótti vænt um dýr og átti skynsama og viðræðugóða kisu. Og ekki síðri eiginkonu. Ég kveð kallinn með elsku, trega og söknuð í hjarta. Hann var óneitanlega eftirminnilegur karakter. Sverrir Stormsker. Kveðja frá C-bekk í MR-1948 Vinur okkar og bekkjarbróðir, Ólafur Stefánsson, flugumsjónar- maður, lést eftir langvinn veik- indi að morgni 21. mars 2013. Við kynntumst Óla veturinn 1941-42 í undirbúningsdeild Einars Magg, en hópurinn samanstóð af 13 til 14 ára gömlum heimspekingum sem voru að leggja út á lífsins ólgusjó. Vorprófin skáru úr um það hverjir skyldu fara í MR og hverjir í Ágústar-skólann. Vinir Óla fylgdu honum í Ágústarskól- ann sem var í gamla Iðnskólanum við Lækjargötu. Í Kvosinni voru lystisemdirnar alls staðar í kring- um okkur. Við keyptum gosið í Freyju, milk shake á Langabar, við stunduðum bíó og skólaböll og fylgdumst grannt með Fröken Reykjavík sem gekk eftir Aust- urstræti á ótrúlega rauðum skóm og ilmaði eins og vorsins blóm. Þegar Ágústarskólinn fluttist seinna í gamla Stýrimannaskól- ann við Öldugötu, vorum við fluttir með sem hverjir aðrir inn- anstokksmunir. Óli var góður drengur, glað- lyndur, vel máli farinn og skemmtilegur. Hann var mjög minnugur og var oft bráðfyndinn því húmorinn var í góðu lagi. Hann var mjög vinsæll meðal skólasystkinanna og eignaðist marga góða vini á þessum árum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hverju máli en var samt ófeiminn að taka til varna ef honum fannst að góður málstaður færi halloka. Vorið 1944 var hluti bekkjar- ins fluttur upp í 3. bekk MR. Óli og vinir hans voru áfram í gamla skólanum þar til þeir voru sjálfir fluttir upp í 5. bekk Menntó tveim árum seinna. Í C-bekknum leið þeim vel, aðallega vegna þess að hópurinn, sem byrjaði saman 1942, var nú sameinaður að nýju og vinátta, sem myndaðist fyrir 4 árum, blómstraði á ný. Óli tók fullan þátt í félagslífinu. Hann hitti aftur gamla vini og eignaðist nýja. Hann fór í ferðir á vegum skólans og er frægust jarðfræði- kennsluferðin á Heklu vorið 1947 þegar nemarnir gengu á ný- storknaðri hraunskáninni sem jafnharðan brotnaði undan fótum þeirra. Óli naut sín vel þennan tíma, bæði í námi og félagslífi, þar til hann, eins og hópurinn all- ur, lauk stúdentsprófi vorið 1948. Eftir stúdentsprófið tvístrað- ist hópurinn. Flestir fóru í há- skólanám, aðrir stofnuðu heimili og fóru að eignast börn, Óli fór í sérnám á vegum Flugmálastjórn- ar og vann síðan við flugumsjón á Reykjavíkurflugvelli og víðar í fjölda ára. Með náminu fór hann einnig hina hefðbundnu leið. Hann eignaðist góða konu, Vil- helmínu, sem hann og vinir þeirra hjóna kölluðu Góu, og eignuðust þau fjögur mannvæn- leg börn. Í mörg undanfarin ár höfum við, C-bekkingarnir, hist mánað- arlega á Hótel Borg, hinum gamla og vinsæla samkomustað okkar. En tíminn líður hratt og áður en við áttum okkur er komið að 65 ára stúdentsafmælinu í júní nk. Við kveðjum vin okkar Ólaf Stefánsson með þakklæti fyrir samfylgdina í rúmlega 70 ár, samfylgd sem aldrei bar skugga á. Og við flytjum Vilhelmínu, börnum þeirra og öðrum afkom- endum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. F.h. C-bekkjarins í MR 1948 og vinahópsins við hornborðið á Borginni, Valgarð Runólfsson. Ólafur Bergmann Stefánsson ✝ RagnarSvafarsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1947. Hann varð bráð- kvaddur 19. mars 2013. Foreldrar Ragn- ars voru Svafar Steindórsson, f. 8.2. 1915, d. 15.8. 1991 og Guðrún Ara- dóttir, f. 27.4. 1909, d. 2.1. 1984. Systir Ragnars er Dóra María Sølvberg, f 10.2. 1944, gift Ingibrit Sølvberg, þau eiga tvö börn. Systur samfeðra eru Svava og Elísabet. Ragnar giftist 19.3. 1967, 2.12. 2010, giftur Piu Kous- gaard, f. 13.5. 1975. Börn þeirra Selma, f. 2001 og Alex, f. 2005. 3) Gunnar Már, f. 20.5. 1973, giftur Hrafnhildi H.K. Friðriks- dóttur, f. 10.10. 1967. Börn þeirra Eiður Örn, f. 1996 og Sara Sif, f. 1999. 4) Stefán Ragn- arsson, f. 8.6. 1977, í sambúð með Árnýju Láru Karvel- sdóttur, f. 14.6. 1981. Ragnar stundaði nám í húsa- smíði við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1967. Vann hann ýmis störf í kjölfarið á því. Ragnar vann í sportvöru- versluninni Sportval frá 1976 og var þar í átta ár en síðastliðin 29 ár hefur hann unnið í BYKO. Ragnar hafði ávallt gaman af dansi og byrjaði 16 ára að dansa og sýna með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Útför Ragnars fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 2. apríl 2013, kl. 13. Stellu Magnús- dóttur, f. 23.6. 1946, í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon, f. 21.1. 1910, d. 30.10. 1971 og Jóhannna Árna- dóttir, f. 4.10. 1912, d. 5.11. 1987. Synir þeirra eru: 1) Svaf- ar, f. 23.5. 1967, í sambúð með Svövu Margréti Blöndal Ásgeirs- dóttur, f. 27.1. 1974. Sonur þeirra er Patrekur, f. 2008. Son- ur Svövu og stjúpsonur Svafars er Anton Pétur, f. 1996. 2) Magnús Örn, f. 21.1. 1970, d. Okkur setti hljóð við þær fregnir að vinnufélagi og vinur okkar, hann Ragnar Svafarsson, væri látinn. Við vorum lánsöm að fá að kynnast Ragnari, eða Ragga rokk eins og hann var stundum kallaður af vinum og vinnufélög- um. Raggi var mikill reddari, „alt mulig mand“ og fátt sem vafðist fyrir honum, enda kom hann víða við þau tæp 30 ár sem hann vann hjá BYKO. Hann var aðstoðar- verslunarstjóri í verslun BYKO Breidd, hann var lagerstjóri, sölumaður, vann við leigumark- aðinn og við hinar ýmsu breyt- ingar á verslunum fyrirtækisins. Ragnar var ávallt kallaður til þegar kom að uppsetningu versl- unar eða þegar verslanir voru fluttar eða laga þurfti til. Þar var Raggi í essinu sínu og gat hann miðlað af sinni miklu reynslu enda með eindæmum nákvæmur í verki. Það var gaman að vinna með Ragga. Hann hafði gaman af því að segja sögur, bæði af sjálfum sér og öðrum. Þegar hann var að segja viðskiptavininum til með sínu rólega fasi og þolinmæði lagði hann verkefni fyrir við- skiptavininn svo hann bæði skildi þau og gat farið ánægður heim. Þannig var Raggi, alltaf að ráðleggja og segja til. Það er svo stutt síðan við vor- um með honum og Stellu á árshá- tíð Norvíkur í Broadway, en þar eins og venjulega dansaði hann sitt rokk, kannski lágstemmdara en áður. Raggi var duglegur að mæta á allar samkomur á vegum BYKO og starfsmannafélagsins. Við eigum eftir að sakna Ragga, því það fór ekki á milli mála þeg- ar hann var á staðnum. Það var gott að vera í nálægð við hann. Hvíli hann í friði. Starfsmenn BYKO senda fjöl- skyldunni sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Heiðar Bergmann Heiðarsson. Ragnar Svafarsson Við amma Magga vorum allt- af góðir félagar. Hún er ein af merkilegri persónum sem ég hef kynnst. Hafði alltaf eitt- hvað nýtt að sýna mér, t.d. fal- legar myndir sem hún hafði klippt úr blöðum eða steina og skeljar sem hún tíndi í göngu- túrum. Músíkin sem hljómaði úr hátölurunum var mjög fjöl- breytt, allt frá afrískum kór- söngvum til færeyskrar popp- tónlistar og allt þar á milli og útfyrir. Hún var algjörlega for- dómalaus á alla hluti. Það sem henni fannst flott var flott, al- veg óháð því hvaðan það kom og hvernig það var gert. Ég á margar æskuminningar þar sem ég og amma vorum að bralla eitthvað saman. Ég bjó í Amsterdam frá þriggja til átta ára aldurs og alltaf þegar við komum til Íslands var gist hjá ömmu og afa á Bragagötunni. Við amma fórum oft í göngu- ferðir og hún sagði mér þá frá ýmsum blómum og blómateg- undum. Einu sinni spurði hún mig hvort ég vildi koma í göngutúr og ég horfði einlægt á hana og sagði „Já, en ekki segja mér frá fleiri blómum, mér finnast þau ekkert mjög skemmtileg“. Hún skellihló og sagði mér og öðrum oft þessa sögu. Afi og amma voru í Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Ég man eftir nokkrum kvæðalagaæfing- um á Bragagötunni. Þar voru þau að kveða ásamt öðrum snillingum. Ég fékk áhuga og eftir að afi dó fór ég með ömmu í nokkrar ferðir með „Iðunni“. Það var notalegt að sitja í rútu með ömmu, hlusta á fólkið gera vísur og kveða og við amma hjálpuðumst að við að yrkja. Magnea Halldórsdóttir ✝ Magnea Hall-dórsdóttir fæddist 22. ágúst 1931 á Vind- heimum í Ölfusi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 23. mars 2013. Útför Magneu var gerð frá Hall- grímskirkju 27. mars 2013. Ég bjó í Eyjum á þessum tíma og gisti nánast alltaf hjá ömmu þegar ég kom í bæinn. Einn- ig þegar ég varð eldri. Einu sinni fór ég út að skemmta mér og rölti svo á Braga- götuna eftir nætur- bröltið. Ég læddist inn, en hún vakn- aði samt, kom niður og settist með mér inn í eldhús, bauð mér upp á kleinur og mjólk og átt- um við innilegt spjall fram eftir morgni. Já, hún var alltaf til í að spjalla um allt milli himins og jarðar. Frá því að ég man eftir mér var amma oft með videovélina á lofti. Í hvert sinn sem eitt barnabarnið var að gera eitt- hvað skemmtilegt þá var hún mætt til að mynda og þannig hafa margir gullmolarnir úr fjölskyldunni verið festir á filmu. Og einnig öll ferðalögin hennar. Hún elskaði að sýna okkur stiklur frá ævintýrum sínum um landið og heiminn. Amma fór oft á tónleika. Ég fór með henni á Vínartónleika Sinfóníunnar í fyrra. Þá var hún komin með svolítið alz- heimer og átti hún gott spjall við leigubílstjórann þar sem var farið ansi frjálslega með heimildir. En hún skemmti sér konunglega á tónleikunum, klappaði með og brosti breitt. Enda tónlistarunnandi af guðs náð. Viku áður en hún lést kíktum við mamma á hana. Hún var mjög kvalin vegna samfalls í hryggjaliðum. Við leiddum hana á milli okkar nokkra metra í annað sæti. Þegar hún settist, horfði hún á okkur, and- varpaði grínslega með tunguna úti og brosti svo. Já, þótt málið og minnið væri nánast horfið þá hafði hún ekki misst húm- orinn. Amma, þú ert mér fyrirmynd um hvernig lifa skal lífinu lif- andi og líta á heiminn á for- dómalausan hátt. Þín verður sárt saknað. Þinn, Andri. Kæri Væi. Takk fyrir allar góðar stundir í vinnu og leik. Það eru dýrmætar minningar. Þú alltaf með húmor- inn í lagi og hressilegur í tali. Þú varst mikill fagmaður í þinni grein og gaman að vinna með þér. Lausn var fundin á öll- um málum og unnið af vand- virkni. Þorvarður G. Haraldsson ✝ Þorvarður G.Haraldsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1943. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 15. mars 2013. Útför Þorvarðar fór fram frá Vídal- ínskirkju 27. mars 2013. Við minnumst haustferðanna okk- ar og sérstaklega ferða í sumarbú- stað, það voru nota- legar samveru- stundir. Fyrir 10 árum fórum við saman til Kanarí, ég fimmtíu, þú sextíu, okkur bar saman um að fara aftur tíu árum seinna en ekki verða allir draumar að veruleika. Alltaf var gaman að koma til þín og Svönu. Þú vildir taka vel á móti gestum og kvaddir með kossi á kinn og hlýlegu faðmlagi. Við söknum þín og sendum Svönu og allri fjölskyldunni sam- úðarkveðjur. Reynir og Inga Rún. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.