Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 23
Háteigssóknar um árabil og starfað á þess vegum í sjálfboðavinnu við fé- lagsstarf aldraðra í Lönguhlíð um árabil og fram yfir áttræðisaldur. Inga býr nú á dvalarheimili aldr- aðra að Lönguhlíð 3 þar sem hún starfaði áður og unir hag sínum vel. Hún er við góða heilsu, stálminnug og fylgist vel með þjóðmálum, hefur gaman af að dansa og gengur gjarn- an kringum Klambratúnið á góðviðr- isdögum. Fjölskylda Inga giftist 11.12. 1943 Nikulási Einarssyni, f. 11.3. 1908, d. 4.7. 1973, verkamanni sem lengst af starfaði hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi. Hann var sonur Einars Jónssonar, bónda og alþm. á Geld- ingalæk á Rangárvöllum, og Ing- unnar Stefánsdóttur húsfreyju frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Börn Ingu og Nikulásar eru Helga Karítas, f. 30.9. 1944, kennari og bókasafnsvörður, búsett í Reykjavík, var gift Hjalta Stein- þórssyni hrl. en þau skildu og eiga þau fjögur börn; Einar, f. 10.11. 1945, fyrrv. kaupmaður og stöðv- arstjóri hjá N-1, búsettur í Reykja- vík, var kvæntur Láru Einarsdóttur kaupkonu en þau skildu og eiga þau þrjú börn; Karl Kristján, f. 31.12. 1946, pípulagningameistari í Reykjavík, var kvæntur Elínu Daní- elsdóttur en þau skildu, og eiga þau þrjú börn en kona Karls er Sólrún Björk Valdimarsdóttir; Þuríður Ing- unn, f. 31.12. 1951, lífeindafræð- ingur, búsett í Reykjavík, gift Bene- dikt Valssyni hagfræðingi og eiga þau fjögur börn. Systkini Ingu: Þórður Georg Karlsson, f. 12.7. 1904, d. 6.9. 1965, verslunarstjóri Saumastofu Gefj- unar á Akureyri, var kvæntur Stein- unni Jónasdóttur sem er látin; Sig- urður Hall, f. 28.6. 1906, d. 22.8. 1992, ráðsmaður á Hólum í Hjalta- dal, síðar starfsmaður við Gefjun á Akureyri, var kvæntur Karlottu Jó- hannsdóttur sem er látin og eign- uðust þau einn son; Kristján Jóhann Karlsson, f. 27.5. 1908, d. 26.11. 1968, skólastjóri Bændaskólans á Hólum, síðar erindreki hjá Stéttarsambandi bænda í Reykjavík, var kvæntur Sigrúnu Ingólfsdóttur sem er látin og eignuðust þau fjögur börn; Jón- ína Sigríður Karlsdóttir, f. 27.7. 1910, d. 24.6. 1923; Guðrún Karítas Karlsdóttir, f. 24.3. 1915, d. 27.3. 2009, kaupkona á Akureyri, var gift Sigurði Guðmundssyni forstjóra sem er látinn og eignuðust þau tvö börn; Arnór Karl Karlsson, f. 24.6. 1918, fyrrv. kaupmaður í blómabúð- inni Laufási á Akureyri; Geirfinnur Karlsson, f. 6.6. 1921, d. 29.1. 2013, verslunarmaður á Akureyri; Jón Sigurður Karlsson, f. 29.5. 1925, arkitekt, búsettur í Svíþjóð, kvænt- ur Svönu Magnúsdóttur og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Ingu voru Karl Krist- ján Arngrímsson, f. 28.7. 1883 d. 1.5. 1965, bóndi Landamótum í Köldu- kinn, Veisu í Fnjóskadal og síðast á Akureyri og k.h., Karítas Sigurð- ardóttir, f. 11.10. 1883 d. 16.11. 1955, húsfreyja. Karl var sonur Arngríms Ein- arssonar og Karítasar Sigurð- ardóttur frá Halldórsstöðum. Kar- ítas, húsmóðir í Veisu, var dóttir Sigurðar Jónssonar, b. á Draflastöð- um í Fnjóskadal, og k.h. Helgu Sig- urðardóttur. Úr frændgarði Ingu Dagmarar Karlsdóttur Inga Dagmar Karlsdóttir Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Draflastöðum Sigurður Þorsteinsson b. á Draflastöðum Helga Sigurðardóttir húsfr. á Draflastöðum Sigurður Jónsson b. á Draflastöðum í Fnjóskadal Karítas Sigurðardóttir húsfr. á Landamótum og í Veisu Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Syðra-Hóli Jón Kristjánsson b. á Syðra-Hóli í Fnjóskadal Helga Jónsdóttir húsfr. á Þóroddsstað Sigurður Sigurðsson b. á Þóroddsstað Karítas Sigurðardóttir húsfreyja á Þóroddsstað í Kinn Arngrímur Einarsson b. á Ljósavatni Karl Kristján Arngrímsson b. á Landamótum og á Veisu í Fnjóskadal Agata Magnúsdóttir húsfr. á Björgum Einar Grímsson b. á Björgum Afmælisbarnið Inga Dagmar ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Óskar Gíslason, ljósmyndari ogfrumkvöðull íslenskrar kvik-myndagerðar, fæddist í Reykjavík 15.4. 1901. Hann var son- ur Gísla Þorbjarnarsonar, búfræð- ings, fasteignasala og kaupmanns, og k.h., Jóhönnu Sigríðar Þorsteins- dóttur. Meðal systkina Óskars voru Al- freð Gíslason, bæjarfógeti og sýslu- maður í Keflavík, faðir Gísla, leikara, fyrrv. skólastjóra Leiklistarskólans og fyrrv. þjóðleikhússtjóra, og Sig- rún, móðir Ævars Kvaran, leikara og rithöfundar, föður Gunnars Kvar- an sellóleikara. Gísli var sonur Þor- bjarnar, b. á Bjargarsteini Gísla- sonar. Jóhanna, móðir Óskars, var systir Hannesar, ritstjóra, alþm. og þjóð- skjalavarðar, og Þorsteins hag- stofustjóra, föður Geirs, forstjóra Ræsis, og Hannesar, aðalgjaldkera Landsbankans. Jóhanna var dóttir Þorsteins, b. á Brú í Biskupstungum Narfasonar, og Sigrúnar Þorsteins- dóttur, systur Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds. Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni 1916 og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvik- myndaprufum við upptöku á Sögu Borgarættarinnar 1919 og stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá Pet- er Elfelt, kgl. ljósmyndara i Kaup- mannahöfn 1920-21. Óskar starfrækti ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1922, vann á mynda- stofu Ólafs Magnússonar 1936-40, veitti forstöðu myndastofunni Týli 1940-45 og skipulagði og veitti for- stöðu ljósmyndastofu Sjónvarpsins 1966-76. Óskar er þó þekktastur sem frum- kvöðull íslenskrar kvikmyndagerð- ar. Á árunum 1944-59 gerði hann myndirnar Lýðveldishátíðin, 1944; Íslands hrafnistumenn, 1944-1946; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekið við Látrabjarg, 1949; Síðasti bærinn í dalnum, 1950; Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953. Í kvikmyndagerð sinni tókst hon- um yfirleitt ótrúlega vel upp við erf- íðar aðstæður. Óskar lést 24.7. 1990. Merkir Íslendingar Óskar Gíslason 90 ára Einar Ágústsson Ragnhildur Ingibergsdóttir 80 ára Anna S. Thorlacius Helga Stefánsdóttir Hrefna Sigursteinsdóttir Sigurbergur Sveinsson 75 ára Hilmar Harðarson Hlöðver Pálsson Lilja Kristjánsdóttir 70 ára Alda Magnúsdóttir Anna Ólafsdóttir Ásta Ögmundsdóttir Birgir Sigurðsson Erna Margrét Kristjánsdóttir Reynir Jónsson Sigríður Helga Jensdóttir Örlygur Rudolf Þorkelsson 60 ára Aldís Einarsdóttir Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir Erla Þórðardóttir Fanney Björg Gísladóttir Sigrún Grendal Magnúsdóttir Sigurður G. Þorleifsson Sigurlaugur Þorsteinsson Þórður Björnsson 50 ára Aðalheiður Viðarsdóttir Ása Nordquist Christian Bohrer Davíð Þór Ólafsson Edda Björk Ólafsdóttir Erla Eðvarðsdóttir Franz Jezorski Guðfinna Benediktsdóttir Gunnar Páll Halldórsson Hrafnhildur Svendsen Hrafn Karel Gestsson Hulda Sigurlína Þórðardóttir John Vilhjálmur Yeoman Jón Finnbogi Gíslason Karl Steinar Valsson Katrín Bryndís Sverrisdóttir Kristbjörn Óskarsson Kristín G. Gunnlaugsdóttir Kristín Sigfúsdóttir Þóra Lind Karlsdóttir 40 ára Ágústa Dröfn Sigurðardóttir Árni Svanur Daníelsson Ástþór Arnar Ástþórsson Daiva Januskaité Gerða Kristín Hammer Hans Rúnar Snorrason Kristinn Kristjánsson Kristján Kristjánsson Oliver Þórisson Sigsteinn Helgi Magnússon Sigurjón Þórhallsson Tómas Helgi Jóhannsson Þorsteinn Sæþór Guðmundsson 30 ára Ágústa Alda Traustadóttir Elva Mjöll Þórsdóttir Finnbogi Haukur Axelsson Guðmundur Þ. Brynjólfs- son Guðrún Ásta Arnardóttir Íris Ósk Tryggvadóttir Magnús Þór Gylfason Rakel Mjöll Guðmunds- dóttir Sandra María Sævarsdóttir Skúli Már Matthíasson Viðar Þór Ríkharðsson Wioleta Sawicka Til hamingju með daginn 30 ára Óskar ólst upp við Vatnsenda og hefur starf- að við viðgerðir á mynda- vélum hjá Beco sl. 12 ár. Maki: Inga Rúna Guð- jónsdóttir, f. 1982, starfs- maður hjá Kynnisferðum. Foreldrar: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, f. 1964, starfsmaður við eggjabú- ið Elliðahvamm, og Víðir Ragnarsson, f. 1962, aug- lýsingateiknari. Stjúpfað- ir: Eiríkur Bragi Jensson, f. 1960, húsasmíðam. Óskar Andri Víðisson 30 ára Karl ólst upp í Ólafsvík, stundaði nám í húsasmíði og er nú háseti á Örvari - SH 777. Maki: Guðrún Erla Víð- isdóttir, f. 1990, starfs- maður við leikskóla og nemi við Keili. Dóttir: Emilía Alís, f. 2008. Foreldrar: Gunnar Gunn- arsson, f. 1940, umboðs- maður OLÍS í Ólafsvík, og Ester Gunnarsdóttir, f. 1943, umboðsmaður. Karl Lárus Gunnarsson 30 ára Margrét ólst upp í Reykjavík, lauk BS-prófi í jarðfræði frá HÍ og stund- ar nú MS-nám í sömu grein. Maki: Úlfar Stefánsson, f. 1981, doktor í stærðfræði. Synir: Jón Jökull Úlf- arsson, f. 2009, og Stefán Arnar Úlfarsson, f. 2010. Foreldrar: Sigrún G. Ólafsdóttir, f. 1949, starfsmaður hjá ÍTR, og Jón Pálsson, f. 1947, vél- virki. Margrét Theó- dóra Jónsdóttir Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Varahlutir í bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.