Morgunblaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013
Handbolti Kristófer skellti marki ÍR-inga í lás og tryggði þeim sigur á Akureyringum. Björgvin fór líka á
kostum. Haukar keyrðu yfir ÍBV í síðari hálfleiknum í Vestmannaeyjum. 4
Íþróttir
mbl.is
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
Benedikt Bóas
Sáralitlar breytingar, ef nokkrar,
verða á þjálfarahópnum í efstu
deild karla fyrir næsta keppn-
istímabil. Miklar líkur eru á því að
öll 12 liðin sem leika í deildinni að
ári verði með sömu þjálfara og
luku tímabilinu 2013.
Keflavík, Fram og Fjölnir hafa
ekki gengið endanlega frá sínum
þjálfaramálum en þar eru starf-
andi þjálfarar líklegastir.
Keflvíkingar og Kristján Guð-
mundsson munu ræða framhaldið
núna í vikunni.
Framarar hafa þegar rætt við
Ríkharð Daðason um að halda
áfram, samkvæmt því sem hann
sagði við mbl.is á laugardaginn.
Fjölnismenn setjast niður með
Ágústi Gylfasyni í vikunni og
ganga frá samningum við hann, ef
að líkum lætur, enda glæsilegur
árangur að baki hjá liðinu í 1.
deildinni.
Þá er samningur Rúnars Krist-
inssonar við KR runninn út en al-
veg ljóst að hann mun semja að
nýju við Íslandsmeistarana, nema
girnilegt tilboð berist að utan.
Hinir átta eru allir samnings-
bundnir sínum félögum.
Heimir Guðjónsson samdi á ný
við FH fyrir helgina.
Ólafur Þórðarson samdi á ný við
Víkinga úr Reykjavík fyrir
helgina.
Hermann Hreiðarsson er samn-
ingsbundinn ÍBV út næsta tímabil.
Logi Ólafsson er samningsbund-
inn Stjörnunni út næsta tímabil.
Ólafur H. Kristjánsson er samn-
ingsbundinn Breiðabliki í tvö ár í
viðbót.
Magnús Gylfason er samnings-
bundinn Val í tvö ár í viðbót.
Ásmundur Arnarsson er samn-
ingsbundinn Fylki út næsta tíma-
bil.
Páll Viðar Gíslason er samn-
ingsbundinn Þór í tvö ár í viðbót.
Á Akranesi verða hins vegar
breytingar í kjölfar þess að ÍA
féll niður í 1. deild. Þorvaldur
Örlygsson tilkynnti á laugardag-
inn að hann væri hættur með lið-
ið.
Ejub Purisevic er aftur á móti
samningsbundinn Víkingum í
Ólafsvík til tveggja ára í viðbót.
Stefnir í sama þjálfarahóp
Keflavík, Fram og Fjölnir ræða við Kristján, Ríkharð og Ágúst um áframhald
Morgunblaðið/Golli
Keflavík Kristján Guðmundsson á
eftir að ræða málin suður með sjó.
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þrír af fjórum markahæstu leik-
mönnum hollensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu eru íslenskir,
eftir að þeir skoruðu allir fyrir sín lið
um helgina. Alfreð Finnbogason er
efstur á lista sem fyrr en í gær skor-
aði hann sigurmark Heerenveen
gegn Cambuur, 2:1. Með sigrinum
komst Heerenveen að hlið Twente og
PSV á toppi deildarinnar. Alfreð hef-
ur nú skorað 10 mörk í fyrstu 8 leikj-
um liðsins á tímabilinu.
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á
sem varamaður snemma leiks hjá
Ajax og skoraði tvö mörk, ásamt því
að eiga stóran þátt í því þriðja, þegar
liðið vann Go Ahead léttilega, 6:0.
Aron Jóhannsson, landsliðsmaður
Bandaríkjanna, er jafn Kolbeini í
3.-4. sæti markalista deildarinnar
með 5 mörk en Aron skoraði sig-
urmark AZ gegn PSV á laugardag-
inn, 2:1.
Gylfi sjötti í Englandi
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í
6. sætið yfir markahæstu leikmenn
ensku úrvalsdeildarinnar eftir að
hann skoraði mark Tottenham gegn
Chelsea þegar liðin skildu jöfn, 1:1, á
White Hart Lane. Gylfi hefur nú
skorað helming marka Tottenham í
deildinni, þrjú af sex.
Þeir sem hafa skorað fleiri mörk
en Gylfi í deildinni eru Daniel Stur-
ridge hjá Liverpool með 5 Christian
Benteke hjá Aston Villa, Olivier
Giroud og Aaron Ramsey hjá Arsen-
al og Yaya Touré hjá Manchester
City sem eru með 4 mörk hver.
Fjórir skoruðu í Noregi
Og ef markalisti norsku úrvals-
deildarinnar er skoðaður er Matthías
Vilhjálmsson kominn í 3.-4. sætið yfir
þá markahæstu þar í landi með 10
mörk. Matthías skoraði eitt marka
Start sem vann góðan útisigur á
Tromsö í gær, 3:2.
Steinþór Freyr Þorsteinsson skor-
aði líka í gær. Hann gerði mark
Sandnes Ulf sem gerði 1:1 jafntefli
við Lilleström.
Tveir íslenskir varnarjaxlar sem
skora ekki á hverjum degi voru á
skotskónum þegar þeir mættust á
laugardaginn. Indriði Sigurðsson
kom Viking yfir gegn Hönefoss og lið
hans komst í 2:0. Kristján Örn Sig-
urðsson kom inn á sem varamaður
hjá Hönefoss, minnkaði muninn í 2:1
og lagði svo upp jöfnunarmarkið, 2:2.
Íslenskar landsliðskonur skoruðu
líka í gær. Katrín Ómarsdóttir fyrir
Liverpool (sjá aðra frétt á síðunni)
og Fanndís Friðriksdóttir skoraði
fyrir Kolbotn sem vann Vålerenga,
4:2, í Noregi.
Íslenskir markaskorarar áberandi
Þrír af fjórum markahæstu í Hollandi eru Íslendingar Gylfi hefur skorað helming marka Totten-
ham í úrvalsdeildinni Matthías og Start óstöðvandi í Noregi Tvær landsliðskonur skoruðu í gær
Alfreð
Finnbogason
Gylfi Þór
Sigurðsson
Morgunblaðið/Golli
Meistarar KR-ingar tóku við Íslandsbikarnum í knattspyrnu eftir sigur á Fram í lokaumferðinni á laugardaginn. Þeir slógu stigamet deildarinnar. »6-7
Katrín Ómarsdóttir, landsliðskona í
knattspyrnu, varð í gær enskur
meistari með Liverpool. Hún skor-
aði jafnframt síðara mark liðsins í
2:0-sigri gegn Bristol, sem var
hreinn úrslitaleikur liðanna um
meistaratitilinn.
Liverpool fékk 36 stig en Bristol
31 og liðin verða fulltrúar Englands í
Meistaradeild kvenna á næsta ári.
Arsenal, sem hefur einokað titilinn
um árabil, varð að sætta sig við
þriðja sætið.
Katrín var í hópi margra öflugra
leikmanna sem Liverpool fékk í sín-
ar raðir síðasta vetur. Liðið hafði
hafnað í neðsta sæti ensku atvinnu-
deildarinnar undanfarin tvö ár en
sneri heldur betur blaðinu við í ár.
vs@mbl.is
Katrín skor-
aði í úrslita-
leiknum