Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 2
MEISTARADEILDIN Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Riðillinn er hnífjafn og erfiður fyrir okkur, en þetta er yfirstíganlegt. Við þurfum að ná góðum úrslitum á úti- velli og það getum við alveg gert,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, eftir 2:1-tapið gegn Dortmund í Lundúnum í gær- kvöld. Þó tímabilið hafi hingað til nán- ast gengið eins og í sögu hjá Arsenal, sem hafði ekki tapað síðan í fyrsta leik tímabilsins um miðjan ágúst, er staða liðsins í F-riðli Meistaradeildar Evr- ópu orðin ansi strembin eftir tapið í gær. Riðlakeppnin er nú hálfnuð og Ars- enal jafnt Dortmund og lærisveinum Rafa Benítez í Napoli að stigum. Þessi þrjú lið keppa um tvö laus sæti í 16- liða úrslitunum, og þar stendur Ars- enal verst að vígi því liðið á eftir úti- leiki sína við Dortmund og Napoli. Eins og Wenger sagði þá er ljóst að liðið getur ekki tapað bæði í Þýska- landi og Ítalíu, annars lýkur Arsenal, efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar, keppni í Meistaradeildinni fyrir jól. Eftir að staðan var 1:1 í leikhléi á Emirates-leikvanginum í gærkvöld var Arsenal líklegra til að skora sig- urmarkið í seinni hálfleik. Það er hins vegar þannig með Dortmund-liðið að það kann skyndisóknafræðin upp á 10, eins og sannaði sig þegar Robert Lew- andowski rak smiðshöggið á eina slíka skömmu fyrir leikslok og tryggði þýska liðinu sigur. „Það var mikil ákefð í mönnum en mjög lítið um færi. Dortmund var vel skipulagt og kom í veg fyrir spilið hjá okkur. Sumir leikmanna okkar voru ekki eins ferskir og þeir hafa verið,“ sagði Wenger. Þar gæti hann hafa vís- að til Aarons Ramsey sem farið hefur á kostum í vetur en hálfpartinn gaf Dortmund fyrra mark sitt í leiknum. Jack Wilshere átti auk þess slakan leik. „Maður sá alveg að hann [Wilshere] var ekki með sjálfum sér og þess vegna tók ég hann af velli. Það var eins og hann væri ekki heill heilsu eft- ir fyrstu tæklinguna sem hann fékk. Hann virtist lenda illa og mér sýndist hann haltra aðeins. Við sjáum til hvernig hann verður næstu daga, og sjáum hvað læknarnir segja,“ sagði Wenger. Kolbeinn með Ajax á botninum Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru komnir á botn H-riðils eftir 2:1-tap gegn Celtic í Glasgow. Kol- beinn fékk eitt dauðafæri í leiknum, í stöðunni 2:0, en skaut boltanum rétt framhjá markinu. Það er orðinn fjar- lægur draumur fyrir Ajax að komast í 16-liða úrslitin en Hollandsmeist- ararnir geta komið sér í Evrópudeild- ina með því að ná 3. sæti riðilsins og eiga næst heimaleik gegn Celtic. Torres bestur í þrifunum Í hinum leiknum í H-riðli mættust AC Milan og Barcelona í stór- veldaslag á San Siro og gerðu 1:1- jafntefli. Robinho kom Milan yfir og hefði hæglega getað skorað annað mark í leiknum, en Lionel Messi, sem kominn er á ferðina aftur eftir meiðsli, jafnaði metin fyrir Börsunga. Barce- lona er á toppi riðilsins og í góðum málum þar sem liðið á eftir heimaleiki við Milan og Celtic. Fernando Torres var hetja Chelsea í gær en hann skoraði tvö mörk í frá- bærum 3:0-útisigri á Schalke í Þýska- landi. Þar með eru bæði Chelsea og Schalke með 6 stig í E-riðli en sviss- neska liðið Basel, sem vann Chelsea á Brúnni í 1. umferð, er með 4 stig eftir 1:1-jafntefli við Steaua Búkarest í Rúmeníu. „Ég sagði við leikmennina eftir leik- inn við Basel að við værum búnir að rusla til og þyrftum nú að þrífa,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, í gærkvöld. „Það gerðum við eins og best verður á kosið, unnum tvo útileiki og erum á toppi riðilsins. Núna eigum við tvo heimaleiki eftir. Við er- um í góðri stöðu til að komast áfram,“ sagði Mourinho. Atlético eitt liða með níu stig Atlético Madrid er eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meist- aradeildinni til þessa og liðið er komið langleiðina upp úr G-riðlinum. Atlé- tico vann Austria Vín 3:0 í Austurríki í gær og þar sem Zenit St. Petersburg vann 10 leikmenn Porto í Portúgal er Atlético komið með góða forystu í riðl- inum. Hnífjafnt og erfitt fyrir Arsenal EPA Svekktur Mesut Özil strýkur sér um höfuðið en Robert Lewandowski fagnar.  Toppliðið á Englandi úr leik fyrir jól? F-riðill » Arsenal, Dortmund og Na- poli eru jöfn að stigum. » Arsenal á eftir útileiki við Dortmund og Napoli, og heimaleik við Marseille. » Dortmund á eftir heimaleiki við Arsenal og Napoli, en úti- leik við Marseille. » Napoli á eftir heimaleiki við Marseille og Arsenal, en útileik við Dortmund. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 „David [Beckham] var eini leikmað- urinn sem ég stýrði sem ákvað að verða frægur. Sá eini sem setti sér það markmið að verða þekktur utan fótboltans. Mér leið aldrei vel með stjörnulíferni hans,“ sagði skoski knattspyrnustjórinn Sir Alex Fergu- son í nýútkominni ævisögu sinni. Ferguson gaf síðast út bók eftir að hafa landað þrennunni með Man- chester United árið 1999, en óhætt er að segja að margt hafi síðan þá drifið á daga Skotans sem lauk sínum knattspyrnustjóraferli með 13. Eng- landsmeistaratitli sínum í vor. Í bók- inni fer Ferguson um víðan völl og fjallar til að mynda mikið um fræg- asta knattspyrnumann heims, Beck- ham, sem Skotinn segir að hafi verið sér sem sonur. Hann hafi hins vegar neyðst til að selja kappann til Real Madrid árið 2003, í kjölfar atviksins fræga þegar hann sparkaði takkaskó í andlit Beckhams, inni í búnings- klefa eftir tap gegn Arsenal í bik- arleik. Ferguson þótti Beckham hafa getað komið í veg fyrir seinna mark Arsenal í leiknum. „Ég færði mig nær honum, og á leiðinni sparkaði ég í takkaskó. Skór- inn hæfði hann rétt fyrir ofan augað. Hann stóð strax upp og ætlaði í mig en leikmennirnir stoppuðu hann,“ skrifaði Ferguson. Eftir atvikið birt- ust myndir í blöð- um af Beckham með skurðinn sinn. Við það vildi Skot- inn ekki una. „David taldi sig orðinn stærri en Alex Ferguson. Það þýðir ekki að leikmenn taki yfir búningsklefann. Margir reyndu það. Manchester United er stjórnað af skrifstofu knattspyrnustjórans. Þetta var banabiti hans,“ skrifaði Ferguson, og á blaðamannafundi í gær bætti hann við: „Stóra vanda- málið hvað mig varðar, og ég hugsa bara um fótbolta, er að hann varð ástfanginn af Victoriu [söngkonu úr Spice Girls] og það breytti öllu.“ Ferguson gagnrýndi einnig að Beck- ham skyldi fara til LA Galaxy í Bandaríkjunum. „Ég ímynda mér að hann hafi ver- ið farinn að horfa til Hollywood og næstu skrefa í lífinu. Það voru engar knattspyrnulegar forsendur fyrir því að fara til Bandaríkjanna,“ skrifaði Ferguson. sindris@mbl.is „David taldi sig stærri en Alex Ferguson“ Sir Alex Ferguson Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leik- mönnum 20 ára og yngri, dróst með þremur landsliðum frá Austur-Evrópu þegar dregið var í riðla fyrir und- ankeppnina í morgun. Íslenska liðið var í þriðja styrkleikaflokki af fjórum. Það mætir Rúmenum, Slóvenum og Úkraínu. Leikir rið- ilsins fara fram í Úkraínu 18. til 20. apríl. Tvö efstu liðin komast í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu 29. júní til 13. júlí. Einnig var dregið í morgun í undankeppni Evr- ópumóts karlalandsliða, skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Þar hafnaði íslenska landsliðið í sjöunda riðli ásamt Makedóníu, Grikklandi og Ítalíu. Aðeins efsta þjóðin tryggir sér keppnisrétt í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki í sumar. Und- ankeppnin fer fram 4.-6. apríl. Ekki er ljóst í hvaða landi hún fer fram. iben@mbl.is Stúlkurnar í A-Evrópu-riðli Guðmundur Karlsson Stella Sigurðardóttir verður fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins í handknattleik í kvöld þegar það mætir Finn- um í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Þetta verður í fyrsta sinn sem Stella er fyrirliði landsliðsins. Hún tekur við fyrirliðastöðunni af Hrafnhildi Skúladóttur, sem verið hefur fyrirliði landsliðsins undanfarin ár. Hrafnhild- ur, sem er leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi með 170 landsleiki, var ekki valin í landsliðið að þessu sinni. Stella er 23 ára gömul og leikur með danska úrvalsdeild- arliðinu SönderjyskE en var þar áður leikmaður Fram og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu í vor sem leið. Stella leikur í kvöld sinn 70. landsleik. Hún hefur til þessa skorað 200 mörk í 69 landsleikjum. Stella hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár og m.a. einu sinni tekið þátt í lokakeppni Evrópumóts og lokakeppni heimsmeistaramóts. iben@mbl.is Stella nýr fyrirliði landsliðsins Stella Sigurðardóttir Meistaradeild Evrópu E-riðill: Schalke – Chelsea.....................................0:3 Fernando Torres 5., 68., Eden Hazard 87. Steaua Búkarest – Basel..........................1:1 Leandro Tatu 88. – Marcelo Diaz 48. Staðan: Chelsea 3 2 0 1 8:2 6 Schalke 3 2 0 1 4:3 6 Basel 3 1 1 1 3:3 4 Steaua Búkarest 3 0 1 2 1:8 1 F-riðill: Arsenal – Dortmund ................................1:2 Olivier Giroud 41. – Henrik Mkhitaryan 16., Robert Lewandowski 82. Marseille – Napoli ....................................1:2 Andre Ayew 86. – José Callejón 42., Duvan Sapata 67. Staðan: Dortmund 3 2 0 1 6:3 6 Arsenal 3 2 0 1 5:3 6 Napoli 3 2 0 1 4:4 6 Marseille 3 0 0 3 2:7 0 G-riðill: Austria Vín – Atletíco Madrid ................0:3 Raúl García 8., Diego Costa 20., 53. Porto – Zenit Peterburg..........................0:1 Alexander Kerzhakov 85. Rautt spjald: Héctor Herrera (Porto) 6. Staðan: Atlético Madrid 3 3 0 0 8:2 9 Zenit Pétursborg 3 1 1 1 2:3 4 Porto 3 1 0 2 2:3 3 Austria Vín 3 0 1 2 0:4 1 H-riðill: AC Milan – Barcelona ..............................1:1 Robinho 9. – Lionel Messi 23. Celtic – Ajax ..............................................2:1 James Forrest 45. (víti), Beram Kayal 54. – Lasse Schöne 90. Rautt spjald: Nir Biton (Celtic) 88.  Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax. Staðan: Barcelona 3 2 1 0 6:1 7 AC Milan 3 1 2 0 4:2 5 Celtic 3 1 0 2 2:4 3 Ajax 3 0 1 2 2:7 1 England C-deild: Wolves – Oldham ......................................2:0  Björg Bergmann Sigurðarson var á varamannabekk Wolves. Rotherham – Tranmere ..........................1:1  Kári Árnason var ekki í leikmannahópi Rotherham. Staðan: Orient 13 10 2 1 32:11 32 Peterborough 13 10 2 1 24:8 32 Wolves 12 9 2 1 23:7 29 Coventry 13 7 3 3 30:22 24 Preston 13 6 5 2 21:15 23 Bradford C. 13 6 4 3 23:12 22 Walsall 13 6 4 3 17:13 22 Swindon 13 6 2 5 23:16 20 Rotherham 13 5 5 3 19:19 20 Brentford 13 6 2 5 18:18 20 MK Dons 13 5 4 4 21:17 19 Crawley 12 5 4 3 18:17 19 Port Vale 13 6 1 6 18:18 19 Carlisle 12 4 3 5 11:20 15 Shrewsbury 13 2 7 4 13:15 13 Colchester 13 2 7 4 12:18 13 Gillingham 13 3 3 7 16:22 12 Crewe 13 3 3 7 11:28 12 Oldham 12 3 2 7 14:18 11 Stevenage 13 3 2 8 13:21 11 Sheffield Utd 13 2 3 8 10:20 9 Tranmere 13 2 3 8 11:26 9 Notts County 12 2 1 9 14:23 7 Bristol City 12 0 6 6 16:24 6 KNATTSPYRNA Danmörk Bikarkeppnin GOG – Holstebro ..................................35:29  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir GOG. Þýskaland Bikarkeppnin Wetzlar – Bergischer ....................................  Björgvin Páll Gústavsson varði mark Bergischer síðasta korterið en hann glímdi við meiðsli í brjóstvöðva í aðdraganda leiks- ins. Arnór Þór Gunnarsson er frá vegna meiðsla. HANDBOLTI Svíþjóð Örebro – Sundsvall ..............................80:90  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 20 stig fyrir Sundsvall, gaf 4 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Hlynur Bæringsson skoraði 10 stig, tók 10 fráköst og átti 3 stoðsendingar, og Ægir Þór Steinarsson skoraði 8 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM kvenna: Vodafone-höllin: Ísland – Finnland .... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.