Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš - Sunnudagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš - Sunnudagur

						18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013
Ferðalög og flakk
Kvöldið hefur sigið yfir borgina og við kauphöllina í Marseille snýst hringekjan inn í nóttina.
Þ
vílík kúvending. Fyrir rúmlega tutt-
ugu árum ók ég inn í miðborg Mar-
seille, höfuðstaðar Suður-Frakk-
lands, og þessi víðáttumikla hafnar-
borg kom mér nákvæmlega eins fyrir sjónir
og mig grunaði fyrirfram. Sú mynd var
vissulega undirbyggð af kvikmyndum á borð
við The French Connection, sem fjallaði um
sannsögulegt fíkniefnasmygl í borginni, þar
sem ekkert er dregið úr því ofbeldi og glæp-
unum sem eiga sér þar stað, en miðborgin
var líka skítug og einhvern veginn úr sér
gengin. Bryggja við bryggju, bátar og skip
af öllum stærðum og hafið úti fyrir vissulega
blátt og fagurt, en uppi á landi voru líka all-
ar þesar skemmur og hús í niðurníðslu, um-
ferðarhnútar og bílflaut, og hávært fólk á
hraðri ferð um götur. Þá stoppaði ég stutt
við og langaði ekkert að vera lengur. Í ná-
grenninu voru aðrar borgir að skoða, minni
og áhugaverðari, og svo hið undursamlega
hérað Provence allt um kring, ilmandi af
sögu, góðum mat og þeim svalandi vínum
sem það er þekkt fyrir.
Um daginn átti ég aftur erindi til Mar-
seille og komst að því að stórfurðuleg breyt-
ing hefur átt sér stað. Miðborgin er beinlínis
orðin heillandi; gaman að vafra þar um og
margt við að vera. Hvernig má það vera, á
ekki lengri tíma en þetta? Meginástæðan,
segja heimamenn, er að Marseille er önnur
tveggja menningarborga Evrópu í ár. Hin er
Kosice í Slóvakíu. Og heimamenn tókust á
við verkefnið af fítonskrafti. Ráðist var í að
hreinsa eldri og sögufrægar byggingar í
miðborginni, og í dag glóa þær í sólskininu í
mismunandi blæbrigðum gula kalksteinsins
sem kemur úr nálægum námum. Megin-
höfnin var lagfærð og er í dag sneisafull af
fögrum skemmtibátum af ólíkum stærðum;
við þessa höfn blómstra síðan stórir sem
smáir veitingastaðir og verslanir. Marseille
er byggð á talsvert bröttum hæðum sem
síga niður að hafinu og efst á þeim standa
forn virki, kastalar og fagrar kirkjur; allar
eru þessar byggingar lýstar upp þegar húm-
ar og auka við fegurð borgarmyndarinnar.
Eftir verslunargötunum milli hæðanna renna
nýtískulegir sporvagnar og á morgnana er
líflegur fiskmarkaður við aðalhöfnina.
Söfn, matarmenning og fótbolti
Breskur blaðamaður, sem átti erindi til
borgarinnar um leið og ég, dvelur oft í Pro-
vence, þar sem fjölskylda hans á sér afdrep,
en hann hafði einungis gert sér eina ferð
inn til þessa höfuðstaðar. Það var ekki já-
kvæð upplifun, sagði hann. En nú horfði
hann undrandi í kringum sig og eftir að
hafa kynnst nýjum söfnum og menning-
arstofnunum, sem opnaðar hafa verið í til-
efni menningarársins, tók hann upp símann
og hringdi í eiginkonu sína heima í York.
?Nú komum við saman hingað til Marseille
næsta sumar, það er engin spurning,? til-
kynnti hann henni. Þarna væri margt að
skoða og greinilega hægt að gera vel við sig
í mat og drykk.
Eflaust gerist enn margt misjafnt í
skúmaskotum Marseille-borgar; enda er
þarna inngangurinn í Frakkland af Miðjarð-
arhafinu, gríðarlegur inn- og útflutningur,
og mannlífið fjölbreytilegt. Þetta mannlíf við
Miðjarðarhafið, og saga þess, er líka hyllt í
hinu stórglæsilega nýja safni MuCEM sem
stendur við sjóinn og tengist Saint-Jean-
virkinu með langri göngubrú. Safnið var
opnað í júní og hefur gríðarlegt aðdráttarafl;
fjórum mánuðum eftir opnun höfðu milljón
gestir skoðað það. Fleiri forvitnileg söfn eru
þarna að skoða og þegar knattspyrnu-
tímabilið stendur yfir er líka mikil upplifun
að fara á leik með heimaliðinu, Olympique
de Marseille, í hinni risastóru Stade Vélo-
drome; þar hafa gert garðinn frægan leik-
menn á borð við Didier Drogba, Jean-Pierre
Papin og Didier Deschamps, en sá síðast-
nefndi þjálfaði síðar liðið og stýrði því til
meistaratitils fyrir þremur árum. 
Hvar sem áhugi ferðalanga liggur er
margt að skoða og upplifa í Marseille, ekki
síður en í hinu undursamlega héraði Pro-
vence allt um kring. En það er önnur saga.
MARSEILLE ER ÖNNUR TVEGGJA MENNINGARBORGA EVRÓPU
Hamskiptin
NÝ GLÆSILEG SÖFN OG MENNINGARMIÐSTÖÐVAR, FAGRAR FLEYTUR,
UPPLÝST VIRKI OG KIRKJUTURNAR, REISULEGAR BYGGINGAR Í GULUM
LITATÓNUM. MARSEILLE, ÞESSI BORG Í SUÐUR-FRAKKLANDI, SEM HEFUR
VERIÐ ÞEKKT FYRIR SITTHVAÐ MISJAFNT, HEFUR TEKIÐ BREYTINGUM.
Texti og myndir: Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
* ?Um daginnátti ég afturerindi til Marseille
og komst að því að
stórfurðuleg breyt-
ing hefur átt sér
stað. Miðborgin er
beinlínis orðin
heillandi ??
Tignarleg dómkrikjan, Catédrale de la Major,
rís upp ur gamla hverfinu við höfnina.
Kaffihús götunnar eru ómissandi í mannlífinu í borgum Frakklands. Þar sýnir fólk sig, og sér aðra.
Í Provence hafa listamenn málað; Cézanne og Van Gogh
þar á meðal, og er verk sporgöngumanna víða að finna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64