Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš - Sunnudagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš - Sunnudagur

						Heilsa og hreyfing
?Tilgangurinn með æfingunni er ekki síst að
virkja vöðvana í kringum herðablöðin og
axlagrindina ásamt því að liðka brjóstbakið
og bæta þar með hreyfanleika í öxlum, baki
og hálsi,? segir Fannar Karvel, íþróttafræð-
ingur og framkvæmdastjóri Spörtu heilsu-
ræktar.
?Þar að auki er æfingin einstaklega kjána-
leg og ætti að knýja fram bros hjá flestum
ef ekki öllum samstarfsfélögum, fjölskyldu-
meðlimum og vegfarendum sem til þín sjá
og vonandi hjá þér líka.?
Stattu upp og komdu þér fyrir með
u.þ.b. axlabreidd á milli fóta og alveg þráð-
bein/n í baki. Gerðu a.m.k. 20 snúninga og
hvíldu þig svo í hálfa mínútu áður en þú
gerir a.m.k. aðra 20 snúninga. Gerðu þetta
á hverjum einasta degi og oft á dag ef þig
langar að bæta þig enn frekar og gleðja
náungann.
ÆFING VIKUNNAR
Egyptinn
1. Hafðu upphandleggi alveg samsíða gólfinu og
láttu hægri hönd vísa beint upp í loft en vinstri
höndina beint niður að gólfi. 
2. Snúðu höndunum um upphandlegginn þannig
að vinstri höndin vísi upp og sú hægri niður án
þess að upphandleggurinn hreyfist neitt að ráði. 
3. Endurtaktu síðan æfinguna og þegar þú ert
komin/n í upphafsstöðuna aftur ertu komin/n
með einn snúning.
Hafragrautur er hollur og margir borða hann við morgunverðarborðið. Oft er eldað meira
af hafragraut en matarlystin þolir og þá endar umframmagnið gjarnan í ruslakörfunni. Slíka
afganga er hins vegar hægt að nýta ofan á brauð sem hollt snakk á milli mála. Gott er að
kæla grautinn í stutta stund áður en honum er skellt ofan á gróft heilhveitibrauð.
Kaldur hafragrautur ofan á brauð
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013
E
rla Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá fjármálaráðu-
neytinu, var valin hlaupari ársins í kvenna-
flokki hlaupahópsins FH á dögunum. Hlaupa-
hópurinn var stofnaður árið 2010 og eru nú
um það bil 100 virkir þátttakendur í honum. Erla hef-
ur stundað hópinn af krafti frá upphafi og fékk
hlaupadelluna strax. Hópinn segir hún samheldinn og
kröftugan. ?Þetta er stór og góður hópur og þarna eru
sterkir félagar. Þetta er ekki síður félagslegt en að
mæta bara og hlaupa,? segir Erla. ?Það hefur orðið al-
gjör sprenging í hlaupum hér á landi undanfarin ár og
maður finnur hvernig áhugi fólks er sífellt að breiða
úr sér,? segir Erla sem æfir með hópnum þrisvar í
viku. ?Ég get alveg viðurkennt að maður fær pínulítið
samviskubit ef svo ber undir að maður komist ekki á
æfingu. Auðvitað reynir maður að mæta en ef ekki þá
er bætt upp fyrir það með því að fara t.d. í spinning
morguninn eftir eða eitthvað slíkt. Maður reynir að
standa sig vel í þessu.?
Í október síðastliðnum fór Erla til Amsterdam og
tók þátt í maraþoni þar. Hún endaði í 11. sæti í sínum
aldursflokki en um 12.000 manns tóku þátt í hlaupinu.
?Þetta var alveg meiriháttar og gekk mjög vel. Ég var
gríðarlega ánægð með þetta,? segir Erla sátt við af-
rekið.
Láta veðrið ekki stöðva sig
Hópurinn hleypur mikið í Hafnarfirði á æfingum sín-
um og aldrei fellur æfing niður, þrátt fyrir slæmt veð-
ur. ?Maður venst bara veðrinu. Æfingar falla aldrei
niður og margir sem láta það alls ekki trufla sig. Við
hlupum til að mynda Laugaveginn í sumar á tveimur
dögum. Það var brjálað veður, slabb og rok, sem var
sérstök upplifun og aðeins meira krefjandi.?
Hlaupahópur FH er orðinn
ansi stór. Æft er þrisvar í
viku og er hópurinn náinn
og góður eins og sjá má.
Morgunblaðið/Eggert
HLAUPA Í HAFNARFIRÐI
Samheldinn
hlaupahópur
HLAUPAHÓPURINN FH ÆFIR SAMAN ÞRISVAR 
Í VIKU OG ER ERLA EYJÓLFSDÓTTIR EIN AF ÞEIM. 
HÚN VAR VALIN HLAUPARI ÁRSINS Í FLOKKI 
KVENNA Á UPPSKERUHÁTÍÐ HÓPSINS. 
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64