Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš - Sunnudagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš - Sunnudagur

						*Fjármál heimilanna
Kristín Arngrímsóttir þarf að sjá fyrir fimm köttum og sonum sínum tveimur
Kristín Arngrímsdóttir er börn-
unum að góðu kunn fyrir bækur
sínar um Arngrím apaskott. Á dög-
unum var hún að senda frá sér nýja
barnabók um mektarköttinn Matt-
hías og orðastelpuna og gefur
bókaforlagið Salka út. Kristín er
mikill kattavinur og þarf að gera
ráð fyrir fimm kattarmunnum í
matarinnkaupunum.
Hvað eruð þið
mörg í heimili?
Við erum þrjú í heimili, ég og synir
mínir tveir. Auk þess búa hjá okkur
fimm kettir.
Hvað áttu alltaf 
til í ísskápnum?
Ég á alltaf til ost, kaffi og kattamat.
Hvað fer fjölskyldan 
með í mat og 
hreinlætisvörur á viku?
Við förum með um það bil 25 þús-
und krónur í mat og hreinlæt-
isvörur á viku.
Hvar kaupirðu helst inn?
Ég kaupi yfirleitt inn í Bónus og
Krónunni og í hverfisbúðinni Pét-
ursbúð. Einstaka sinnum fer ég í
Melabúðina, þar freistast ég til að
kaupa ýmsa undarlega matvöru
sem þau í Melabúðinni eiga tölu-
vert af.
Hvernig sparar 
þú í heimilishaldinu?
Sparnaðurinn í heimilisrekstrinum
felst aðallega í því að nota það sem
ég kaupi upp til agna. Ég fleygi ekki af-
göngum af mat heldur nota þá áfram
þar til þeir eru uppétnir. Auk þess á
ég ekki bíl en geng þangað sem ég
þarf að komast. Ef of langt er að fara
gangandi tek ég strætó.
Hvað vantar 
helst á heimilið?
Það vantar ekkert á heimilið, mér
sýnist vera nóg af öllu.
Eyðir þú í sparnað?
Hvað sparnað áhrærir þá eyði ég í
svokallaðan séreignarlífeyrissparnað
og legg stundum til hliðar af laun-
unum mínum ef þannig stendur á.
Skothelt sparnaðarráð?
Skothelt sparnaðarráð er líklega að
eyða sem minnst. Það gengur
þokkalega, ég er frekar nægjusöm.
Auk þess er ágætt að hafa í huga að
eyða ekki um efni fram.
KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR BARNABÓKAHÖFUNDUR
Notar allt upp til agna
Kristín segist vera nægjusöm og gæta sín á að eyða ekki um efni fram.
Á sumum heimilum er núna verið
að íhuga vandlega þann möguleika
að köttur eða hundur leynist í ein-
um jólapakkanum þetta árið.
Lesendur vita auðvitað að gælu-
dýr á ekki að gefa nema gefandinn
sé tilbúinn að taka ábyrgð á dýrinu
sjálfur, næstu 15-20 árin eða svo.
En ef það er ekki fyrirstaða, þá er
kisi eða voffi auðvitað yndisleg við-
bót við heimilið.
Aurapúkinn vill benda á að kettir
eru alla jafna mun ódýrari í rekstri
en hundar. Ekki aðeins eru kett-
irnir minni og ódýrari á fóðrum
heldur hafa kannanir erlendis
ítrekað sýnt fram á að hundaeig-
endur þurfa að eyða meiru í lækn-
iskostnað og ýmiss konar annað
uppihald. Kötturinn er því val hag-
sýnna dýravina.
Í Kattholti og Kisukoti fyrir
norðan bíða fjöldamargar geldar
og prúðar kisulórur eftir að eign-
ast eiganda til að kela hjá, fyrir lítið.
púkinn
Aura-
Kettir eru
ódýrari
S
vo virðist sem kaupmálar
milli hjóna verði æ algeng-
ari. Sverrir Pálmason, hér-
aðsdómslögmaður hjá
CATO Lögmönnum, segir viðhorf
almennings til kaupmála vera að
breytast. 
?Sumum getur þótt það óróm-
antískt að færa
kaupmála í tal áð-
ur en gengið er
upp að altarinu,
enda ganga flestir
í það heilaga ein-
mitt með það fyr-
ir augum að
hjónabandið vari
ævina á enda. En
eins og með annað í lífinu gildir
það um hjúskap að í upphafi
skyldi endinn skoða og ekki hægt
að líta framhjá þeirri staðreynd að
stór hluti hjónabanda endar með
skilnaði.?
Allt í einn pott
Kaupmáli, segir Sverrir, er lög-
gerningur til að skipa fjármálum
hjóna farveg með tilliti til sér-
eigna og hjúskapareigna. Geta
margar ástæður legið að baki þeg-
ar hjón eða hjónaefni ákveða að
gera með sér kaupmála. Segir
Sverrir að honum virðist t.d. óal-
gengara að kaupmáli sé gerður
þegar mjög jafnt er á með hjón-
um fjárhagslega. Er rétt að muna
við giftingu að þá gildir sú meg-
inregla að allar eignir hjóna verða
sameiginlegar og skiptast alla
jafna til helminga við skilnað.
Stundum geta kaupmálar líka
gagnast til að vernda viðskipta-
lega hagsmuni s.s. með því að
tryggja að mikilvægur eign-
arhlutur í fyrirtæki teljist séreign
og komi þannig ekki til skipta við
skilnað. 
Hvort hjóna ber ábyrgð á þeim
skuldbindingum sem á því hvíla,
hvort sem þær stofnast fyrir hjú-
skapinn eða síðar. ?Það gerist að-
eins í undantekningartilvikum, s.s.
í tilviki vangoldins tekjuskatts, að
makar beri sameiginlega ábyrgð á
skuldum sem annar aðilinn stofn-
aði til. Annars er ekki hægt að
ganga að eignum annars aðilans
vegna skulda hins, nema auðvitað
þegar hjónin eru samskuldarar,
eins og er t.d. algengt í tengslum
við lántöku vegna fasteignakaupa.?
Ekki venjulegur samningur
Hjónum er frjálst að gera samn-
inga sín á milli með öðrum hætti
en með kaupmála, en einungis er
hægt að mynda séreign í hjóna-
bandi með kaupmála, og veita því
aðrir samningar ekki sömu laga-
legu vernd. ?Kaupmálinn verndar
séreign viðkomandi og geta kröfu-
hafar ekki gengið að séreignum
þess maka vegna skulda hins.?
Sverrir segir kaupmálagerð iðu-
lega kalla á ráðgjöf lögfræðings
enda geri lögin ákveðnar kröfur
um form og framsetningu skjals-
ins. Vinna lögfræðingsins felst
ekki síst í því að leiðbeina hjón-
unum um hvað er rétt að komi
fram í kaupmálanum en þar má
t.d. setja ákvæði um að séreign
verði hjúskapareign við fráfall
annars makans og að kaupmálinn
gildi ekki ef hjón eignast sameig-
inlegan skylduerfingja. 
CATO Lögmenn halda úti vef-
síðunni www.kaupmáli.is þar sem
hægt er að fylla út aðgengilegt
eyðublað og panta kaupmála gegn
vægu gjaldi.
Kaupmála þarf að skrá hjá
sýslumanni og kostar skráningin í
dag 6.600 kr. auk stimpilgjalds.
Gjaldið er aðeins 50 kr. ef kaup-
málinn er gerður á undan stofnun
hjúskapar en fyrir kaupmála sem
gerðir eru síðar er tekið gjald
sem nemur 0,4% a þeirri fjárhæð
sem gerð er að séreign samkvæmt
kaupmálanum. 
ÓDÝRARA AÐ GERA KAUPMÁLA FYRIR STOFNUN HJÚSKAPAR EN EFTIR
Kaupmáli getur veitt 
mikilvæga vernd
KRÖFUHAFAR GETA EKKI GENGIÐ Á SÉREIGN ANNARS MAKA SKV. KAUPMÁLA VEGNA SKULDA HINS. ÁN KAUPMÁLA
GILDIR LÍKA ALMENNT SÚ REGLA AÐ ALLAR EIGNIR HJÓNA VERÐA SAMEIGINLEGAR OG SKIPTAST JAFNT VIÐ SKILNAÐ.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
?En eins og með annað í lífinu gildir það um hjúskap að í upphafi skyldi end-
inn skoða,? segir Sverrir um það viðhorf sem gott er að hafa til kaupmála.
Morgunblaðið/Ómar
Sverrir 
Pálmason

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64