Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 59
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Blási Evrópubúa upp. (5) 4. Bókstaf tússum stirðlega þegar við dútlumst. (9) 10. Greini frá einum 10%. (6) 11. Einn enn hefur mikið af vökvanum. (10) 13. Ó, gas spili með mikil verðmæti. (11) 14. Blaðafulltrúi missir fullt til sveitafólksins. (8) 15. Telja tré endurnýja. (8) 16. Hlammi slanga sér á farartæki (11) 19. En aftur eru fljótar illa útlítandi. (9) 23. Sá sem er án óhófs er foreldralaus. (15) 26. Tek ker hálfvegis úr bar engla. (7) 27. Meiðsli okkar fræða okkur um að sýna samúð. (11) 30. Lakara frí einhvern veginn hjá veiðisælum. (9) 32. Án klakagrass og veiklyndur. (10) 33. Fer á kaf undir með gull frá samkomum. (10) 34. Engir eða fugl. (9) 35. Pilla frá grískri eyju var gagnleg í skólastofum. (11) LÓÐRÉTT 1. Eyðileggi höfuðborg með áfengi. (9) 2. Biblíupersóna fékk bandið frá happdrættinu. (7) 3. Staðsetningu bókabúðar ber oft á góma. (7) 5. Hnappur kenndur við þráð er stærðfræðihugtak. (9) 6. Afsíðis má vegi sjá með ögn. (8) 7. Auðjarl og ásynja tengd tunglinu skapa vegalengd. (8) 8. Tónn í bát. (6) 9. Ekki brúka orð sem eru skætingur. (8) 12. Ritstúfur um örður hríslu. (11) 17. Tónleikar í helmingi Nasa blandast saman í sérstöku hljóð- færi. (10) 18. Þvær geimflaugarnar. (6) 20. Sá með langa putta er þjófóttur. (12) 21. Jáb, Urður þú færð krem. (10) 22. Stírurnar hafa ljós. (5) 23. Amtmenn rek einhvern veginn fyrir höfðingja. (10) 24. Eys Tryggingarstofnun rugluðum atlas út í haf. (10) 25. Það er barningur að smíða vísuna. (9) 28. Engin vísa íþróttafélags fjallar um eftirrétt. (8) 29. Kallið ef flækist til bæjar í utanverðum Hvalfirði. (8) 31. Hvirfill á stól. (6) Þá hefur það gerst. Norð-maður er orðinn heimsmeist-ari í skák! Við hljótum að óska frændum okkar til hamingju með Magnus og heimsmeistaratit- ilinn. Lokatölur í einvíginu, 6 ½ : 3 ½, eru mælikvarði á þá yfirburði sem Magnus Carlsen hafði yfir hinn geðþekka indverska heims- meistara, Viswanathan Anand. Ís- lenskir skákunnendur hafa fylgst náið með frammistöðu norska undrabarnsins allt frá því að hann tefldi fyrst hér á landi 13 ára gam- all í mars árið 2004 og vann Anatolí Karpov í hraðskákhluta Reykjavik rapid á NASA við Austurvöll og gerði síðan jafntefli við Garrí Kasp- arov í atskák-hluta mótsins. Þessar skákir vöktu á Magnusi gríðarlega athygli heima fyrir og nú tæplega 10 árum síðar berast þær fréttir að skákæði hafi gripið um sig með norsku þjóðinni. Minna fór fyrir Magnusi þegar hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2006; hann var þá orðinn magnaður bar- áttumaður sem var á fleygiferð upp styrkleikalistann. Áhugi á þessu einvígi út um allan heim náði nýjum hæðum og tengd- ist einkum persónu Magnusar Carl- sen sem verður 23 ára gamall eftir viku og er næstyngsti heimsmeist- ari skáksögunnar. Hinn nýi heimsmeistari er góð fyrirmynd, kurteis, snyrtilega klæddur og á sér svipuð áhugamál og aðrir ungir menn, ágætur á skíð- um, grimmur í fótbolta, „tístir“ og bloggar. Hann hefur efnast vel á verðlaunafé og auglýsingasamn- ingum, t.d. fyrir tískuvörur G-Star Raw. Er enn ólofaður og býr í for- eldrahúsum í Bærum í grennd við Ósló. Lítill vafi leikur á því að góð- ur stuðningur foreldra og systra hefur skipt miklu máli fyrir Magn- us en þau ferðast með honum út um allar þorpagrundir. Við skák- borðið er hann allajafna pollrólegur og virkar stundum dálítið syfjuleg- ur. Hann virðist hafa hæfileika til þess að vinna úr gríðarlega magni upplýsinga – og kann einnig að forðast upplýsingar! Og þegar horft er yfir þessar tíu skákir einvígisins er vart hægt að benda á slakan leik hjá Magnusi. Anand náði sér aldrei á strik en í 9. skákinni vissi hann að einungis sigur kom til greina, hann lagði allt undir: 9. einvígisskák: Viswanathan Anand – Magnus Carlsen Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. cxd5 exd5 Algengara er 7. … Rxd5 en að venju sniðgengur Magnus þekkt- ustu leiðir. 8. e3 c4 9. Re2 Rc6 10. g4 O-O 11. Bg2 Ra5 12. O-O Rb3 13. Ha2 b5 14. Rg3 a5 15. g5 Re8 16. e4 Rxc1 17. Dxc1 Ha6 18. e5 Rc7 19. f4 b4 20. axb4 axb4 21. Hxa6 Rxa6 22. f5 b3 Spurningin var auðvitað sú hvort peðastormur hvíts á kóngsvæng væri meira en ógnandi en þetta frí- peð. „Houdini“ metur stöðuna að- eins betri á svart. 23. Df4 Rc7 24. f6 g6 25. Dh4 Re8 26. Dh6 b2 - Sjá stöðumynd - 27. Hf4! Fífldjarfur leikur, að því er virð- ist ekki lakari en 27. Re2 sem einn- ig kemur til greina. Hótunin er 28. Hh4 og mátar. 27. … b1(D)+ 28. Rf1?? Óskiljanleg mistök. Eftir 28. Bf1 verður svartur að gefa nýju drottn- inguna til baka og framhaldið gæti orðið: 28. … Dd1 29. Hh4 Dh5 30. Rxh5 gxh5 31. Hxh5 Bf5 32. g6! Bxg6 33. Hg5 Da5 34. Hg3. Menn svarts er bundnir í báða skó og ýmsir möguleikar leynast í stöð- unni. Þarna fór lokatækifæri An- ands í einvíginu. 28. … De1! Með hugmyndinni 29. Hh4 Dxh4 30. Dxh4 Da5 og vinnur. Anand gafst upp. SKÁK Magnus Carlsen er nýr heimsmeistari Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 24. nóvember rennur út á hádegi föstu- daginn 28. nóvember. Vinningshafi krossgát- unnar 17. nóvember er Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, Glaðheimum 26, 104 Reykjavík. Hlýtur hún bókina Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju í verðlaun. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.