Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkis-
útvarpsins (RÚV), hyggst ræða við
lögregluna um hvers vegna frétta-
stofa RÚV og aðrir fjölmiðlar voru
ekki látnir vita af
umsátursástand-
inu í Hraunbæ í
gærmorgun.
?Mér finnst það
mjög umhugs-
unarvert,? sagði
Óðinn. Ljóst er
að fólki stafaði
þar hætta af
vopnuðum manni. 
Mbl.is birti
fyrstu frétt af málinu klukkan 05.19 í
gærmorgun og þá næstu kl. 05.58.
Vísir.is var með sína fyrstu frétt kl.
06.21 og fréttavefur RÚV kl. 06.29.
Þetta kveikti spurningu um öryggis-
hlutverk RÚV.
?Ríkisútvarpið er liður í öryggis-
kerfi landsins. Það tekur í öllum til-
vikum mið af því sem til þess bær yf-
irvöld, lögregla, almannavarnir og
aðrir slíkir, láta vita af vá eða öðru
sem varðar almannahagsmuni,?
sagði Óðinn. ?Við tökum það ekki
upp hjá sjálfum okkur að vara fólk
við, sé það ekki staðfest eða til þess
bær yfirvöld fara ekki fram á það.?
Hann sagði að fréttastofa RÚV
hefði reynt að fá staðfestingu lög-
reglunnar snemma í gærmorgun en
ekki fengið hana. Óðinn nefndi að
fréttastofunni hefði borist tölvu-
póstur frá lögreglunni klukkan
05.12. Þar voru tíunduð hefðbundin
verkefni næturinnar en ekki minnst
á ástandið Hraunbæ.
?Morgunblaðið skúbbaði þarna,
en enginn lét okkur vita, hvorki íbúi
né til þess bær yfirvöld,? sagði Óð-
inn. Hann sagði að fréttamaður á
vakt hefði verið kominn á vettvang í
Hraunbæ um sexleytið. Í kjölfarið
hóf RÚV að segja fréttir af málinu.
Óðinn sagði að mbl.is hefði verið
helsta heimild fréttastofu RÚV í
fyrstu fréttum auk fréttamanns
RÚV á staðnum. gudni@mbl.is
Lögreglan lét
fjölmiðla ekki
vita af umsátrinu
 RÚV fékk ekki staðfestingu
Óðinn Jónsson
Um 3.500 til 4.000 ferðamenn, lang-
flestir útlendingar, lögðu leið sína
niður í Þríhnúkagíg á þessu ári, að
sögn Björns Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra Þríhnúka ehf. Ferð-
irnar voru í boði frá miðjum maí og
fram í byrjun september. Tímabilið
var það lengsta í sögu Þríhnúka ehf.
Um 24-25 starfsmenn unnu við
ferðaþjónustuna í sumar. 
?Sumarið var mjög erfitt vegna
veðurs. Við lærðum margt á fyrsta
starfsárinu 2012 og ennþá meira á
síðasta sumri,? sagði Björn. Hann
segir að í Bláfjöllum hafi suðaust-
anáttir verið mjög ríkjandi. ?Þær
eru mjög slæmar þarna uppfrá, bæði
hvassar og mikil úrkoma. Við þurft-
um að fella niður allt of margar ferð-
ir vegna veðurs,? sagði Björn. Hann
segir að svo hvasst geti orðið við
hnúkinn að ekki sé hægt að koma
fólki þar upp til að fara í lyftuna.
Ferðamennirnir þurfa að ganga 3
km leið að og frá hnúknum. Í mikilli
úrkomu og vindi getur þeim orðið
mjög kalt, þrátt fyrir að þeim séu út-
veguð hlífðarföt. 
?Við getum ekki teflt öryggi gest-
anna í tvísýnu. Það er langt frá því að
þetta fólk sé vant íslensku sumar-
veðri ? eins og það birtist þarna,?
sagði Björn. Hann vonast til þess að
hægt verði að hefja ferðaþjónustuna
á ný um miðjan maí næsta vor. Það
er þó háð ýmsum leyfum. 
?Við höfum óskað eftir leyfi til að
leggja rafstreng úr Bláfjöllum að
gígnum,? sagði Björn. Rafmagnið
verður notað til að knýja lyftur sem
ganga niður í gíginn og ljós sem lýsa
gímaldið upp. Hugmyndin er að
leggja strenginn ofan á snjó í vetur
og láta svo bráðna undan honum.
Unnið er að undirbúningi þess að
gera göng inn í Þríhnúkagíg. Skipu-
lagsstofnun afgreiddi mat á um-
hverfisáhrifum um síðustu áramót.
Hún setti tvö skilyrði fyrir fram-
kvæmdum: Að vegur sem lagður
yrði frá Bláfjöllum hefði 70 km há-
markshraða og að heildarendurskoð-
un á skipulagi vatnsverndarsvæðis
höfuðborgarsvæðisins yrði lokið.
Henni lýkur væntanlega á næsta ári,
að sögn Björns. Eins þarf að breyta
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis-
ins og aðalskipulagi Kópavogs.
Hvort tveggja þarf að bera undir
Skipulagsstofnun til samþykktar. Þá
þarf framkvæmdaleyfi hjá Umhverf-
isstofnun. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Þríhnúkagígur Ferðamenn síga niður í dýpstu hraunhvelfingu í heimi í
lyftu. Gígurinn hefur vakið mikla athygli víða erlendis undanfarin ár. 
Þúsundir ferða-
manna í gíginn
 Vilja leggja rafstreng að Þríhnúkagíg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44