Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is STIGAR OG TRÖPPUR Á 20% AFSLÆTTI* ÁLHJÓLA PALLAR OG -VEGGJA PALLAR AFSLÁTTUR* 25% * Sorpkvarnir AF BRIMRÁSAR STIGUM OG TRÖPPUM *Tilboðin gilda til áramóta eða á meðan birgðir endast Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að mótmælin í Úkraínu, vegna ákvörðunar þarlendra stjórn- valda að skrifa ekki undir samstarfs- samning við Evrópusambandið, væru líkari skipulögðum ofsóknum en byltingu. „Þau hafa lítið með sam- band Úkraínu við Evrópusambandið að gera,“ sagði forsetinn, sem var í opinberri heimsókn í Armeníu. Mótmælendur boðuðu almennt verkfall í gær og hindruðu aðgang að opinberum byggingum en tugþús- undir kölluðu um helgina eftir kosn- ingum vegna ákvörðunar stjórn- valda um að falla frá sögulegu samkomulagi við Evrópusambandið. Þúsundir gengu að stjórnarráðs- byggingum í gær og kölluðu eftir af- sögn forsetans, Viktors Janúkóvítsj. „Við erum þreytt á þessum glæp- onum og stigamönnum,“ sagði einn mótmælenda við AFP í gær. „Allt er spillt. Við viljum vera nánari venju- legum löndum og ekki Rússlandi,“ sagði hann. Friðsamleg lausn Lögregla og mótmælendur skipt- ust á reyksprengjum og bensín- sprengjum fyrir utan aðsetur forset- ans í Kíev í gær. Fráfarandi utanríkisráðherra Þýskalands, Guido Westerwelle, sagði í tilkynn- ingu að mótmælin bæru vitni til- komumikilli skuldbindingu gagnvart Evrópu og að þau sýndu að hjarta úkraínsku þjóðarinnar slægi með „evrópskum hætti“. Talsmaður An- gelu Merkel kanslara sagði að mót- mælin sendu skýr skilaboð og að vonandi legði Janúkóvítsj við hlustir. Evrópusambandið hvatti í gær til þess að fundin yrði friðsamleg lausn í málinu og biðlaði til stjórnvalda um að halda aftur af sér gagnvart mót- mælendum. Utanríkisráðherra Pól- lands, Radoslaw Sikorski, sagði að Leonid Kozhara, utanríkisráðherra Úkraínu, hefði fullvissað hann um að ekki stæði til að lýsa yfir neyðar- ástandi í Kíev en orðrómur þess efn- is hafði náð eyrum fjölmiðla í gær. Forsætisráðherra Póllands, Do- nald Tusk, og Francois Hollande Frakklandsforseti fordæmdu í gær ofbeldisfull átökin, sem þeir sögðu hafa leitt til fjölda meiðsla hjá mót- mælendum, lögreglu og blaðamönn- um. Þúsundir fóru fram á afsögn forsetans  Hjarta úkraínsku þjóðarinnar slær með „evrópskum hætti“ AFP Átök Forsætisráðherra Úkraínu, Mykola Azarov, sagði í gær að mótmælin í landinu, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að skrifa ekki undir samstarfssamning við Evrópusambandið, væru ólögmæt og komin úr böndunum. Bandalag stjórnarandstæðinga í Bangladess hefur staðfest að stjórn- arandstöðuflokkarnir muni sniðganga þingkosningarnar í janúar næstkom- andi en frestur til að skila inn fram- boðslistum rann út í gær. Stjórnarandstæðingar, undir for- ystu Þjóðernisflokks Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra, segjast aðeins munu taka þátt í kosningunum ef þær verða framkvæmdar af óháðri bráðabirgðastjórn, þar sem ríkis- stjórn Sheikh Hasina, sitjandi for- sætisráðherra, sé ekki treystandi til að halda sanngjarnar kosningar. Frá 1990 hefur fjórum sinnum ver- ið skipuð sérstök óháð bráðabirgða- stjórn til að hafa umsjón með frjálsum kosningum í Bangladess en Hasina ákvað árið 2011 að falla frá því kerfi, á þeim forsendum að það bryti gegn stjórnarskránni og yki líkurnar á valdaráni. Forsætisráðherrann hefur þess í stað skipað bráðabirgðastjórn sem m.a. er skipuð nánum banda- mönnum hennar. Átök og verkföll hafa sett mark sitt á daglegt líf í landinu síðustu misseri. Alls hafa 52 látið lífið í átökum frá því í október, þar af 22 síðan 25. nóv- ember síðastliðinn, þegar tilkynnt var að þingkosningarnar yrðu haldnar 5. janúar næstkomandi. Tveir létust í gær í átökum milli stuðningsmanna stjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar en þeir síðarnefndu hafa m.a. reynt að stöðva almenn- ingssamgöngur með því að eyðileggja lestarteina, kveikja í lestarvögnum og ráðast á lestir með bensínsprengjum. Navi Pillay, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði um helgina við því að ástandið í Bangla- dess væri hættulega nálægt því að verða að meiriháttar krísu. Hún sagði meirihluta Bangladessa kalla eftir friðsamlegum kosningum. holmfridur@mbl.is Stjórnarandstað- an hyggst snið- ganga kosningar  Óháð stjórn sjái um framkvæmdina AFP Umdeild Sheikh Hasina hefur boðað til kosninga 5. janúar. Þjóðernisflokkurinn hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna um kosningarnar en hefur sakað stjórnvöld um að hafa beint spjótum sínum að leiðtogum flokksins. Að minnsta kosti átta háttsettir einstaklingar í flokksfor- ystunni hafa verið handteknir á síðustu vikum, grun- aðir um að hafa stofnað til ofbeldis. Árið 2013 hefur verið sérlega róstusamt í Bangla- dess og átök aldrei meiri síðan landið vann sér sjálf- stæði frá Pakistan árið 1971. Fleiri en 150 létu lífið í mótmælum fyrr á árinu eftir að umdeildur refsidóm- stóll dæmdi stjórnarandstöðuleiðtoga, þ. á m. Ghulam Azam, fyrrum leið- toga Jamaat-e-Islami, til dauða fyrir fjöldamorð í sjálfstæðisstríðinu. Leiðtogarnir fangelsaðir ÁTAKAMESTA ÁRIÐ FRÁ 1971 Khaleda Zia Jeff Bezos, stofnandi og fram- kvæmdastjóri vefverslunarrisans Amazon, segir fyrirtækið vinna að heimsendiþjónustu með smáflug- tækjum. Bezos uppljóstraði þessu í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var um helgina en hann segir að þjónustan, sem hefur hlotið nafnið Prime Air, muni gera Ama- zon kleift að koma sendingum til viðskiptavina aðeins 30 mínútum eftir að þeir leggja inn pöntun á vefsíðu fyrirtækisins. Bezos segir að flugtækin muni geta borið allt að 2,2 kg og að vör- urnar verði sendar frá 96 risavöru- húsum Amazon í Bandaríkjunum. Samkvæmt Bezos eru 86% vara sem fyrirtækið heimsendir undir þyngd- armörkunum. Bezos segir að enn sé unnið að þróun kerfisins, m.a. eigi eftir að skoða öryggisþætti þess betur og fá samþykki flugmálayfirvalda. Hann segist gera ráð fyrir að Prime Air- þjónustan muni standa við- skiptavinum til boða innan fjögurra til fimm ára. BANDARÍKIN Hyggjast heimsenda með smáflugtækjum Smáflugtæki Amazon. 2.162 einstaklingar, á sjúkrahúsum og umönnunarheimilum í Bret- landi, hafa látið lífið vegna ofþorn- unar eða næringarskorts síðasta áratug, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Tölurnar sýna að á árunum 2003-2009 létust árlega að meðaltali 223 af þessum sökum en rétt yfir 200 árin 2010-2012. Norman Lamb, ráðherra um- mönnunar- og stuðningsþjónustu, segir dauðsföll af völdum ofþorn- unar eða næringarskorts al- gjörlega óásættanleg og að stjórn- völd muni vinna að því að gera stjórnendur umönnunarheimila ábyrga fyrir þeirri þjónustu sem þau veita. Í samtali við Daily Telegraph segir Dot Gibson, framkvæmdastjóri landssamtaka eldri borgara, að taka þurfi kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Al- menningur yrði yfir sig hneyksl- aður ef farið væri með dýr á þenn- an hátt; við þurfum að sýna sömu hluttekningu þegar kemur að umönnun aldraðra ástvina,“ sagði hún. BRETLAND Vatn er lífs- nauðsynlegt. Þúsundir deyja vegna ónógrar aðhlynningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.