Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 1
Hörður Ægisson hordur@mbl.is Stjórnvöld eru með það til skoðunar hvort ástæða sé til þess að setja lög um hagsmunaverði sem starfa fyrir erlenda aðila á Íslandi. Í slíkum lögum gæti falist að gera þyrfti grein fyrir því fyrir hverja hagsmunaverðir ynnu og hvaða greiðslur þeir fengju. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður forsætisráðherra, segir að „sú umræða hefur vissulega komið upp hvort ekki sé ástæða til að setja slík lög. Reynslan sýnir að áhrif margvíslegra þrýstihópa hafa farið vaxandi und- anfarin ár og á sama tíma hafa kröfur um gagn- sæi aukist. Sú staða sem Ísland er í um þessar mundir, þar sem ýmsir aðilar hafa gífurlegra hagsmuna að gæta varðandi skuldaskil föllnu bankanna, hefur vakið athygli á því hvort þörf sé á slíkri lagasetningu“. Fá 120 þúsund krónur á tímann Jóhannes bendir á að löndin í kringum okkur, til dæmis Kanada, hafi mörg hver strangar regl- ur um gagnsæi þrýstihópa og starfa þeirra sem vinna fyrir hagsmunaaðila, meðal annars varð- andi fjárhagslegan stuðning og greiðslur. Í ítarlegri úttekt í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins er fjallað um þann stóra hóp ráðgjafa sem starfar fyrir slitastjórnir Glitnis og Kaupþings og stærstu kröfuhafa bankanna. Frá 2012 hafa búin greitt um tíu milljarða í aðkeyptan lögfræði- og ráðgjafarkostnað vegna vinnu í tengslum við gerð nauðasamnings. Helstu ráðgjafar kröfuhafa fá um 120 þúsund krónur á tímann. M Hagsmunaverðir og ráðgjafar »Viðskipti Skoða lög um þrýstihópa  Kemur til vegna hagsmunagæslu kröfuhafa  Mörg lönd með strangar reglur um þrýstihópa  Aðkeyptur ráðgjafarkostnaður við nauðasamninga tíu milljarðar F I M M T U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 3  289. tölublað  101. árgangur  AÐSTOÐAR FÓLK MEÐ STUÐNINGI FRÁ ÖÐRUM HEIMI ÍSLENSKI AUGLÝSINGA- MARKAÐURINN GEFUR ÚT TÓNLIST ÚR TVEIMUR DANSSÝNINGUM VIÐSKIPTABLAÐ SÓLRÚN SUMARLIÐADÓTTIR 42SNORRI Á FOSSUM 10 ÁRA STOFNAÐ 1913 Tölvuteikning/THG verkfræðistofa Drög að stækkun Borgarleikhúsið er í baksýn. Rífa á Morgunblaðshúsið á lóðinni.  Fasteignafélagið Reitir hyggst á næstu árum hefja framkvæmdir við stækkun Kringlunnar til vesturs. Samkvæmt núverandi drögum yrði viðbótin 20.000 fermetrar og hluti hennar byggður yfir umferðargötu. Við hinn áformaða vesturhluta Kringlunnar stendur til að reisa hótel, atvinnuhúsnæði og íbúðir. Guðjón Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Reita, segir að byggt verði upp í áföngum og að fram- kvæmdin kosti tugi milljarða. »20 Tugir milljarða fari í stærri Kringlu Starfsmenn Reykjavíkurborgar settu upp vatns- hana í hjarninu í Elliðaárdal í gær. Vatnshaninn er eitt af þeim tólf atriðum sem íbúar Árbæj- arhverfis óskuðu eftir í íbúakosningu um Betra hverfi 2013. Vatnshana er víða að finna á göngu- stígum borgarinnar. Morgunblaðið/Golli Vatnshani settur upp í Elliðaárdal  Þær líkams- ræktarstöðvar sem eingöngu eru ætlaðar kon- um verða að hleypa körlum inn líka ef frum- varp til laga um breytingu á lög- um um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla fer óbreytt í gegnum Alþingi. Um er að ræða tilskipun Evrópu- sambandsins um jafna stöðu kynjanna, meðal annars þegar kemur að vöru og þjónustu. Einnig mætti leiða að því líkur að þessar breytingar hefðu áhrif til hækk- unar vátryggingaiðgjalda fyrir konur en lækkunar fyrir karla. »6 Ekki gert upp á milli kynjanna í ræktinni Egill Ólafsson Helgi Bjarnason Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4 milljarða samkvæmt til- lögum meirihluta fjárlaganefndar sem afgreiddar voru úr nefndinni í gærkvöldi. Landspítalinn og Sjúkra- húsið á Akureyri fá um 3,3 milljarða og heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni rúmlega 600 milljónir. Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir að tillögurnar einkennist af því að spar- að er í ríkisútgjöldum til að skapa svigrúm fyrir brýn verkefni í heil- brigðismálum. „Meirihluti fjárlaga- nefndar er ánægður með hvernig tókst að forgangsraða í þágu heil- brigðismála og í þágu þjóðarinnar allrar á þessum skamma tíma sem liðinn er frá kosningum,“ segir Vig- dís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar, og tekur fram að hún sé ánægð með þær jákvæðu breytingar sem orðið hafi á frumvarpinu. Sparnaður greiddur út Aukin aðhaldskrafa verður gerð á hendur ráðuneytunum. Skorið verð- ur meira niður hjá utanríkisráðu- neytinu en öðrum ráðuneytum. Gert er ráð fyrir að framlög til þróunar- mála verði svipuð og á síðasta ári en það þýðir að þau lækka um hálfan milljarð frá því sem er í ár. Barnabætur verða ekki lækkaðar en vaxtabætur skertar hjá þeim sem hafa hæstar tekjur. Gert er ráð fyrir því að tímabundin heimild til að taka út séreignarsparnað verði fram- lengd og að það skili um 500 millj- ónum í ríkissjóð. Þá er reiknað með að fjársýsluskatturinn verði ekki lækkaður eins mikið og boðað var í fjárlagafrumvarpi. Fram hefur komið í þinginu að skattstofnar skila meiri tekjum í ár en gert var ráð fyrir og í framhaldi af því er gert ráð fyrir meiri tekjum á næsta ári en í fyrri áætlunum. »2 Fjórir milljarðar auka- lega til heilbrigðismála  Verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpi í fjárlaganefnd –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG Giljagaur kemur í kvöld www.jolamjolk.is dagar til jóla 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.