Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2013, Blaðsíða 2
Elvar Már Friðriksson, bakvörður úr Njarðví Dominos-deildar karla í körfuknattleik, að m Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji ú deildinni sem hefur komið mest á óvart á þe Elvar og Ragnar eru í fimm manna úrvals ferðirnar og hinir þrír sem skipa liðið eru M bakverðirnir Martin Hermannsson og Pavel Kristinn Friðriksson, körfuboltasérfræðin menn hér í opnunni. Hér til hliðar má svo sj mest, hverjir hafa tekið flest fráköst og hve sem af er vetri. vs@mbl.is Elvar er besti Bestu leikmennirnir í fyrri umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik að mati M m ein m ho sp en um la ar ba fr M læ Ra te H já in sé slæ hu ve M ha he Þe un dr S   2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 SÁ BESTI Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Elvar Már Friðriksson hefur tekið sinn leik uppá næsta stig; þrotlausar æfingar og atvinnumannshugarfar hefur ekki bara skilað drengnum í fremstu röð hérna á Fróni heldur borga þessir hæfileikar fyrir næstu skólaár pilts- ins vestanhafs. Njarðvík vermir 3.-4. sæti deildarinnar og ljóst að Elv- ar er lykillinn að því góða gengi sem Njarðvík hefur hlotnast í vetur. Elvar fer fyrir sínu liði í flestum töl- fræðiþáttum og gott betur því hann er fimmti stigahæsti leikmaðurinn í deildinni, næstefstur í stoðsendingum og fimmti hæsti í deildinni þegar kem- ur að framlagspunktum! Þindarlaus og vel mótaður Það ætti ekki að koma á óvart að þrotlausar æfingar séu að skila sér fyrir piltinn og ekki skemmir það heldur fyrir að Elvar fékk sér við hlið Loga Gunnarsson fyrir þetta tímabil; þetta hefur einfaldlega gert Elvar mun betri leikmann og þegar sam- anburður er gerður á þessum piltum sést vel hversu stórkostlegt tímabil Elvar er að framkalla. Elvar virðist þindarlaus, hann gefur alltaf rúmlega 100% þegar hann stígur inná völlinn og þegar liðinu gengur illa er það oftast Elvar sem annaðhvort er áberandi bestur eða nær með frábær- um leik að breyta slöku gengi og snúa taflinu við. Það er einfaldlega hrein unun að fylgjast með pilti í sínu náttúrulega umhverfi og frábært að sjá hversu vel mótaður hann er, aðeins 19 ára gamall. Þessi þrotlausa orka sem Elvar býr yfir skilar sér oft- ar en ekki í martröðum andstæðinganna; enginn varn- armaður virðist geta hamið piltinn í meira en einstaka sóknir því alltaf virðist Elvar geta farið þangað sem hann vill og gert það sem honum sýnist. Kvikur og yfirvegaður Elvar er ekki aðeins frábær sókn- armaður heldur er hann einn allra besti varnarmaðurinn, mjög kvikur og les leikinn sérlega vel. Afar erf- itt er að finna á honum vankanta sem leikstjórnanda því Elvar stýrir liðinu af yfirvegun öld- ungs, getur skorað að vild og hefur auga fyrir samleik sem margir geta tekið sér til fyrirmyndar. Drengurinn er flottasti potturinn og fullkomn- asta pannan í sínu liði og á góðri leið með að verða valinn besti leikmaður deildarinnar þótt hún sé aðeins hálfnuð. Bestur Elvar Már Friðriksson hefur leikið mjög vel með Njarð- víkingum í vetur. Elvar Már Friðriksson » Hann er nýorðinn 19 ára, fæddur 11. nóvember 1994. » Elvar leikur nú sitt þriðja tímabil með Njarðvík og á alls að baki 60 leiki með liðinu í úr- valsdeildinni. » Í vetur hefur hann skorað 24,7 stig að meðaltali í leik, tekið 4,3 fráköst og átt 7,2 stoðsendingar. » Elvar hóf að spila með A-landsliðinu á þessu ári og á fjóra landsleiki að baki.  Elvar Már Friðriksson úr Njarðvík er besti leikmaður fyrri umferðar að mati Morgun- blaðsins  Nítján ára í allra fremstu röð Á æfingum alast meistarar England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Leicester – Manchester City................... 1:3 Sunderland – Chelsea .............................. 2:1  Seinni tveir leikirnir eru í kvöld en þar mætast Stoke – Manchester United og Tottenham – West Ham. Heimsbikar félagsliða Undanúrslit í Marokkó: Guangzhou – Bayern München............... 0:3  Bayern leikur til úrslita gegn Raja Casa- blanca frá Marokkó eða Atlético Mineiro frá Brasilíu sem mætast í kvöld. Spánn Bikarkeppnin, 32 liða, seinni leikir: Elche – Villarreal ..................................... 0:1  Villarreal áfram, 2:3 samanlagt. Getafe – Girona......................................... 4:1  Getafe áfram, 5:2 samanlagt. Levante – Huelva ..................................... 4:0  Levante áfram, 4:4 samanlagt. Osasuna – Málaga .................................... 1:1  Osasuna áfram, 4:1 samanlagt. Barcelona – Cartagena ............................ 3:0  Barcelona áfram, 7:1 samanlagt. Granada – Alcorcon.................................. 0:2  Samanlagt 2:2. Framlenging var að hefj- ast þegar Morgunblaðið fór í prentun. Austurríki Grödig – Admira/Mödling ..................... 2:1  Hannes Þ. Sigurðsson var á varamanna- bekk Grödig. KNATTSPYRNA Þýskaland Göppingen – Flensburg ....................... 28:28  Ólafur Gústafsson var ekki í leikmanna- hópi Flensburg. Staðan: Flensburg 19 15 2 2 570:494 32 Kiel 17 15 0 2 551:466 30 Füchse Berlín 18 13 2 3 536:454 28 Hamburg 17 13 1 3 566:505 27 RN Löwen 17 11 3 3 516:435 25 Melsungen 18 10 1 7 529:506 21 H.Burgdorf 18 9 2 7 510:518 20 Magdeburg 18 9 1 8 522:509 19 Lemgo 17 7 3 7 515:524 17 N-Lübbecke 17 7 2 8 480:488 16 Bergischer 18 6 3 9 516:533 15 Göppingen 19 5 5 9 561:558 15 Wetzlar 18 6 3 9 461:464 15 Gummersbach 18 5 2 11 465:512 12 Minden 18 3 4 11 465:515 10 Eisenach 18 3 1 14 467:564 7 Balingen 17 2 3 12 453:515 7 Emsdetten 18 2 0 16 446:569 4 HANDBOLTI Svíþjóð Uppsala – Sundsvall ............................ 92:79  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 6 stig og Hlynur Bæringsson 21 fyrir Sundsvall. Hlynur tók auk þess 15 fráköst og gaf 3 stoðsendingar en Jakob 4. Ægir Þór Stein- arsson er meiddur. NBA-deildin Indiana – Detroit ................................ 96:101 Atlanta – LA Lakers ........................ 114:100 Boston – Minnesota............................ 101:97 Brooklyn – Philadelphia .................... 130:94 Miami – Utah ...................................... 117:94 New York – Washington.................. 101:102 Chicago – Orlando ................................ 82:83 LA Clippers – San Antonio................ 115:92 KÖRFUBOLTI Íslandsmót karla SR – SA Víkingar ..................................... 1:4 Staðan: Björninn 11 8 1 0 2 66:26 26 SA Víkingar 10 8 0 1 1 47:20 25 Húnar 9 4 0 0 5 31:32 12 SA Jötnar 9 3 0 0 6 21:43 9 Fálkar 10 3 0 0 7 22:43 9 SR 9 2 0 0 7 21:44 6  32 ára, 2,01 m á hæð. 1 A-landsleikur. Mirko hefur átt flott tímabil með Ísfirðingum. Hann er vissulega á síðari hluta ferils síns en hann er líklega að spila sitt besta tímabil núna. Mirko nýt- ur sín vel að spila undir 4+1-reglunni sem Íslend- ingur; stærð hans og góðar staðsetningar hjálpa hon- um að hirða rúm 12 fráköst í leik. Hæðin hefur einnig minnkað í deildinni og það nýtist Mirko vel undir körfunni en hann er ljómandi skytta í kringum teiginn, ásamt því að hafa fínar hreyfingar undir körfunni. Mirko er ekki eiginlegur miðherji og því hentar þessi deild honum vel að ég held; tveggja metra framherjar vaxa aðeins í örfáum blómabúðum hér á landi og þetta gerir honum auðveldara um vik, enda spilar Mirko rúmar 34 mínútur í leik. Mikilvægi hans fyrir KFÍ er ótvírætt enda er breiddin ekki sú mesta; þó svo að Mirko sé ekki á skotskónum spilar hann samt þetta mikið þar sem liðið má mjög illa við að hafa hann ekki inná vellinum. Mirko Stefán Virijevic KFÍ – framherji KFÍ Mirko Stefán Virijevic, hans besta tímabil. 2 3 n L fe in m fu fr tv k d tí v a v sé m þ il h tí hKR Pavel Ermolinskij, mikilvægastur. Pavel Ermolinsk 19 ára, 1,92 m á hæð. 13 A-landsleikir. Martin hefur sýnt stöðugar framfarir síð- ustu ár og er núna kominn á bekk með þeim bestu. Martin er byrjunarliðsmaður í besta liði landsins og þrátt fyrir að hann sé kannski ekki „hreinn“ skotbakvörður eru sóknarhæfi- leikar hans ótvíræðir; frábær að klára gegn- umbrot sín, mjög örugg skytta, sjálfsöruggur og kann að senda boltann. Martin veit ná- kvæmlega hvar hans styrkur liggur og hann nýtir sér það til hins ýtrasta. Mikilvægi hans fyrir KR verður seint ofmetið; hann skilar sama framlagi og Pavel á færri mínútum og getur tekið við leikstjórnandahlutverkinu þeg- ar á þarf að halda. Gríðarlega fjölhæfur; topp- varnarmaður og skorari sem lætur verkin tala inná vellinum.KR Martin Hermannsson, fjölhæfur leikmaður. Martin Hermannsson KR – bakvörður Chelsea féll í gær úr leik í 8-liða úr- slitum ensku deildabikarkeppn- innar í knattspyrnu eftir 2:1-tap í framlengingu gegn Sunderland, neðsta liði úrvalsdeildarinnar. Það var Sung-Yueng Ki sem skoraði sigurmarkið undir lok framleng- ingarinnar og kom Sunderland í undanúrslitin þegar allt virtist stefna í vítaspyrnukeppni. Manchester City átti ekki í nein- um vandræðum með að slá út Leic- ester og vann 3:1-sigur. Bosníu- maðurinn Edin Dzeko skoraði tvö marka City. sindris@mbl.is Botnliðið sló Chelsea út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.