Morgunblaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 3
Spánn
Bikarkeppnin, 32 liða, seinni leikir:
Almería – Las Palmas.............................. 0:0
Almbería áfram, 3:1 samanlagt.
Atlético Madríd – Sant Andreu............... 2:1
Atlético áfram, 6:1 samanlagt.
Real Betis – Lleida................................... 2:2
Betis áfram, 4:3 samanlagt.
Real Sociedad – Algeciras ....................... 4:0
Sociedad áfram, 5:1 samanlagt.
Real Madríd – Olimpic Xativa ............. 2:0
Real áfram, 2:0 samanlagt.
Sevilla – Racing Santander .. 0:2
Racing áfram, 1:2 samanlagt.
England
Deildabikarinn, 8-liða úrslit:
Tottenham – West Ham ........... 1:2
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði
allan leikinn fyrir Tottenham.
Stoke – Man. Utd................. 0:2
Man. United mætir Sunder-
land í undanúrslitum og Man.
City mætir West Ham.
B-deild:
Sheffield Wednesday – Wigan .... frestað.
Ítalía
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Juventus – Avellino .................................. 3:0
Holland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
AZ Alkmaar – Heerenveen............ 2:2 (7:6)
Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir
AZ og eitt í vítaspyrnukeppninni. Jóhann
Berg var tekinn af velli.
Alfreð Finnbogason skoraði úr sinni
spyrnu í vítaspyrnukeppninni.
Belgía
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Zulte-Waregem – Cercle Brugge .......... 1:0
Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann
fyrir Zulte-Waregem.
Arnar Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari
Cercle Brugge.
Heimsbikar félagsliða
Undanúrslit:
Raja Casablanca – Atlético Mineiro ....... 3:1
Raja Casablanca mætir Bayern Mün-
chen í úrslitaleiknum.
KNATTSPYRNA
Róbert Gunn-arsson
skoraði þrjú
mörk fyrir París
Handball þegar
liðið lagði
Tremblay, 29:23,
í frönsku 1. deild-
inni í handbolta í
gærkvöld. Ásgeir
Örn Hallgrímsson komst ekki á blað
fyrir Parísarliðið sem er jafnt Dun-
kerque í efstu tveimur sætum deild-
arinnar með 21 stig. Gunnar Steinn
Jónsson og félagar í Nantes unnu
góðan útisigur á Aix, 27:22, þar sem
Gunnar skoraði tvö mörk en Nantes
er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig.
Þá vann Saint Raphaël útisigur á
Ivry, 30:28, án Arnórs Atlasonar
sem er frá vegna meiðsla en þátt-
taka hans á EM í janúar er í upp-
námi. Saint Raphaël er í 6. sæti með
16 stig eins og Nantes.
Ólafur Guð-mundsson
skoraði þrjú
mörk fyrir Kristi-
anstad sem vann
Ystad, 26:22, í
sænsku úrvals-
deildinni í hand-
bolta í gærkvöld
en liðið er jafnt
Lugi á toppi deildarinnar með 27
stig. Heimir Óli Heimisson skoraði
svo tvö mörk fyrir Guif sem valtaði
yfir Malmö með tíu marka mun,
33:23, á heimavelli. Aron Rafn Eð-
varðsson stóð vaktina í marki Guif
og stóð sig vel en liðið þjálfar Krist-
ján Andrésson. Guif er sjötta sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar með 20
stig.
ÍA, sem féll úr Pepsi-deildinni í
fótbolta í sumar, styrkti sig fyrir
átökin í 1. deildinni á næsta ári í gær
þegar liðið fékk til sín Wentzel
Steinar Ragnarsson Kamban frá
Aftureldingu og Ingimar Elí Hlyns-
son frá FH.
Fólk sport@mbl.is
Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og
Helgi Sveinsson úr Ármanni voru í gær útnefnd
íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013.
Bæði fögnuðu heimsmeistaratitli á árinu. Aníta
varð heimsmeistari 17 ára og yngri, og Evr-
ópumeistari 19 ára og yngri, í 800 metra hlaupi á
árinu. Helgi varð heimsmeistari í spjótkasti á HM
fatlaðra í sumar.
Karlalið KR í knattspyrnu var svo útnefnt
íþróttalið Reykjavíkur 2013 og tólf einstaklingar og
fjórtán lið frá sjö félögum voru verðlaunuð fyrir frá-
bæran árangur á árinu 2013. Íþróttafólkið og -félög-
in fengu samtals 4 milljónir króna í styrki frá
Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur. sport@mbl.is
Helgi og Aníta
best í Reykjavík
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2013
Manchester-liðin United og City geta mæst í úr-
slitaleik enska deildabikarsins en United mætir
Sunderland og City berst við West Ham í undan-
úrslitum keppninnar. Dregið var í undanúrslitin í
gærkvöldi eftir seinni tvo leikina í átta liða úrslitum
keppninnar.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham
voru ekki í pottinum því þeir töpuðu á heimavelli
fyrir West Ham, 2:1, þrátt fyrir að komast yfir í
leiknum. Emmanuel Adebayor sem fékk tækifæri í
byrjunarliðinu skoraði mark heimamanna. Gylfi Þór
Sigurðsson spilaði allan leikinn og hefði getað jafn-
að leikinn undir lokin.
Þetta er annað tap Tottenham fyrir West Ham á
White Hart Lane á tímabilinu en þar unnu Hamr-
arnir einnig sigur í deildinni fyrr á tímabilinu. Tim
Sherwood stýrði Tottenham í leiknum en félagið
leitar nú að eftirmanni Portúgalans André Villas-
Boas sem rekinn var eftir tapið
gegn Liverpool um síðustu helgi.
United-sigur í haglélinu
Manchester United vann 2:0-
útisigur á Stoke þar sem Ashley
Young og Patrice Evra skoruðu
mörkin í seinni hálfleik. Hlé
þurfti að gera á leiknum í seinni
hálfleik vegna veðurs. Mikið rok
og rigning var í Stoke í gær en
þegar við bættist haglél stöðvaði
Mark Clattenburg dómari leikinn í tíu mínútur eða
svo.
Fyrir leikinn tjáði David Moyes, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, fréttamönnum að Wayne
Rooney yrði ekki með vegna meiðsla og er óvíst
hversu lengi hann verður frá. tomas@mbl.is
Manchester-slagur í úrslitaleiknum?
Gylfi Þór
Sigurðsson
KÖRFUBOLTI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Við stefnum alltaf á toppinn en í haust vorum við svolítið
hræddar því margir leikmenn voru í meiðslum og við vissum
ekki hvenær þær kæmu til baka. Við stefndum því kannski
aðallega á úrslitakeppnina en þegar tímabilið fór af stað sást
að við erum með lið sem getur verið á toppnum. Það kemur
kannski svolítið á óvart miðað við stöðuna rétt fyrir mót,“ seg-
ir Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells í Dominos-
deild kvenna í körfubolta, við Morgunblaðið, beðin að meta
stöðu Hólmara þegar deildin er hálfnuð.
Snæfell hefur komið ágætlega á óvart, eins og Hildur
segir, miðað við meiðslavandræðin, og er á toppi deild-
arinnar eftir 14 umferðir með 22 stig, tveimur stigum á
undan Íslandsmeisturum Keflavíkur.
Hildur, sem er reynsluboltinn í annars ungu
liði Snæfells, stendur alltaf fyrir sínu enda verið
einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.
Hún er stoðsendingahæst í deildinni með 7,2 slíkar
að meðaltali í leik en hún segir framlag frá öllum
leikmönnum liðsins skila þeim árangri sem raun ber
vitni.
„Við fáum mjög fínt liðsframlag í öllum leikjum. Það skilar miklu fyrir okkur.
Það eru margir leikmenn sem skila góðu framlagi yfirleitt í leikjum þannig að við
þurfum aldrei að treysta á toppleik frá einum leikmanni,“ segir Hildur.
Það sést t.d. á tölum bandaríska leikmannsins Chynnu Brown, sem er „aðeins“
efst í tveimur lykiltölfræðiþáttum þótt hún skori mest. Hildur gefur flestar stoð-
sendingar og hin magnaða Hildur Björg Kjartansdóttir rífur niður flest fráköstin.
Hildur er einstakur ungur leikmaður, sem aðeins 19 ára gömul skilar tvennu að
meðaltali í leik.
Þrjár búa í bænum
Hildur ber Chynnu Brown söguna vel. „Hún passar mjög vel inn í þetta hjá okk-
ur. Fyrst í haust var ég ekki alveg viss en núna held ég að þetta sé besti Kani sem ég
hef spilað með.“ Ekki amaleg meðmæli frá jafnreyndum leikmanni og Hildi. „Hún er
mjög þægileg og flottur persónuleiki, sem skiptir miklu máli,“ bætir Hildur við.
Árangur Snæfellsliðsins er eftirtektarverður þar sem allt liðið æfir ekki saman
meðan á tímabilinu stendur. „Það búa þrjár í bænum,“ segir Hildur en um er að ræða
þær Berglindi Gunnarsdóttur, Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur og Helgu Hjördísi Björg-
vinsdóttur sem eru í skóla í Reykjavík og æfa með Fjölni. Þær keyra svo í leiki fyrir vest-
an og hitta liðsfélaga sína þegar leikirnir eru í bænum.
„Þetta er pínu merkilegt, sérstaklega í ljósi liðsframlagsins. Við erum með leikmenn frá
Patreksfirði og Ísafirði sem fara svo heim fyrir jólin líka þannig að við náum kannski ekki
einu sinni æfingu allar saman yfir hátíðarnar. Ég held við séum tvær á æfingu í kvöld,“ segir
Hildur og hlær.
Hélt hún væri orðin elst
Hildur horfir spennt til seinni hluta leiktíðar á næsta ári og segir Snæfell vel geta haldið topp-
sætinu. Frekar en að slaka á telur hún Hólmara geta bætt í þar sem liðið á leikmenn inni.
„Við eigum að geta haldið okkar striki. Það eru leikmenn að koma til baka úr meiðslum. Við vorum
nú bara átta í Keflavík um daginn,“ segir Hildur en hvað finnst henni einkenna deildina til þessa?
„Það eru augljós kynslóðaskipti í boltanum. Ég var farin að halda ég væri orðin elst þegar ég hélt að
Birna Valgarðs væri hætt um daginn. En það eru bara flottir ungir leikmenn að stíga upp og spila lyk-
ilmínútur í öllum liðum. Ég held að boltinn sé alltaf að styrkjast, það má allavega sjá merki þess á árangri
landsliðanna.“
Valur kemur af krafti
Aðspurð hvort eitthvað komi á óvart í deildinni eins og hún hefur spilast til þessa segir Hildur: „Val var nátt-
úrlega spáð efsta sæti en það hefur ekki alveg gengið sem skyldi hjá þeim. Ég hugsa samt að þær eigi eftir að
rífa sig eitthvað upp og setja pressu á Hamar sem er kannski nokkuð óvænt í 4. sæti. Maður vissi ekki alveg
hverjar yrðu í Hamarsliðinu en þær eru með ágætislið,“ segir Hildur en hvað er besta liðið sem hún hefur
spilað á móti í deildinni til þessa?
„Erfiðasti leikurinn var held ég á móti Keflavík. Keflvíkingar misstu Pálínu og kannski héldu menn að
þetta færi að hrynja hjá þeim. Þeim var allavega spáð neðarlega. En það er bara nóg af góðum ungum
stelpum þar þannig að Keflavík verður aldrei með neitt miðlungslið,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Í fararbroddi Hildur Sigurð-
ardóttir er einn reyndasti leik-
maður deildarinnar. Hún hef-
ur átt flestar stoðsendingar af
öllum í vetur og er í hópi
þeirra sem hafa skor-
að mest og tekið
flest fráköst.
Toppliðið æfir
ekki saman
Leikmennirnir ekki allir í Stykkishólmi
Fá framlag frá öllum Hildur
telur Snæfell geta bætt sig