Morgunblaðið - 20.06.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2014, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2014 Spænska pressan og stuðningsmenn spænska lands- liðsins í knattspyrnu harma endi á velgengni lands- liðsins eftir tapið á móti Síle, sem þýðir að heims- meistararnir halda heim á leið eftir leikinn á móti Ástralíu í riðlakeppninni á mánudaginn. „Hræðilegur endir á glæsilegu tímaskeiði. Kveðj- um gullárin,“ var fyrirsögnin í Marca og þar segir enn fremur; „Þetta eru endalokin hjá frábærri kyn- slóð og upphaf nýs tímabils. Það er rökrétt að adá- endur spænska landsliðsins séu vonsviknir en þeir verða líka að bera virðingu fyrir liðinu og leik- mönnum þess. Þeir hafa gert milljónir Spánverja hamingjusama.“ „Þetta þurfti að koma einhvern tímann en aldrei á svona sársaukafullan hátt. Spánn er úr leik og refs- ingin er sú niðurlæging að þurfa að spila við Ástr- Endalokin hjá frábær C-RIÐILL: Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Eitt af þeim liðum sem komið hafa hve mest á óvart í heimsmeistarakeppninni í Brasilíu eru nágrannar gestgjafanna, frá Kólumbíu. Eftir öruggan sigur á leiðinlegum Grikkjum í fyrstu umferð mættu þeir hinu sigurliði riðilsins í gær, Fílabeinsströndinni. Gulklæddir Kólumbíumenn höfðu betur, 2:1, og líta liða best út í annars nokkuð jöfnum riðli. Gulldrengurinn í Mónakó Leikurinn var rólegur framan af en það er eitthvað við Didier Drogba, framherjann magnaða hjá Fílabeins- ströndinni. Hann hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum þeirra og þá hafa hlutirnir farið að gerast. Því miður fyrir hann var það hins vegar andstæðingurinn sem græddi á því í þetta sinn. Gulldrengurinn James Ro- driguez og Juan Quintero komu Kól- umbíu í 2:0 en Gervinho minnkaði muninn áður en yfir lauk. Sama hvað Afríkuliðið reyndi fann það ekki frek- ari svör þrátt fyrir fína takta. Fyrrnefndur Rodriguez er nafn sem skal leggja á minnið. Hann er 22ja ára gamall og alveg hreint snillingur í þessari fallegu íþrótt. Hann hefur skorað í báðum leikjum Kólumbíu til þessa og er einn efnilegasti miðjumað- ur heims. Hann var keyptur til Móna- kó fyrir 7 milljarða króna síðasta sum- ar eftir að hafa verið frábær hjá Porto og hélt sannarlega dampi þrátt fyrir eflaust mikla pressu vegna verðmið- ans. Fylgist með þessum. Gulklæddir skemmtikraftar Kólumbíumenn hafa spilað einn hraðasta boltann á þessu móti og það er gaman að sjá til þeirra. Margir voru fljótir að afskrifa þá eftir að ljóst var að Falcao var úr leik en þeir þurfa ekki að treysta á einhverja eina stjörnu. Þeir eru ekkert að slóra heldur drífa sig fram völlinn og ef það gengur ekki reyna þeir bara aftur og ekkert múður. Við erum þegar búin að sjá að enda- lausar sendingar fram og aftur koma liðum ekki áfram enda Spánverjarnir á leiðinni heim. Það er líka bara svo miklu skemmtilegra að horfa á svona lið. Þeir munu kannski ekki vinna tit- ilinn en eru ein af mörgum ástæðum þess að heimsmeistaramótið hefur ver- ið jafn skemmtilegt og raun ber vitni. Leikgleðin skín úr hverju andliti sem sést best þegar þeir stíga dans eftir hvert mark. Maður einfaldlega vonast eftir því að þeir skori. Hvað gera gömlu mennirnir? Fílabeinsströndin hefur sterka leik- menn innanborðs en þeir eru að gefast upp. Jarðýtan Yaya Toure sagði fyrir mótið að hann mundi sennilega leggja landsliðsskónum að móti loknu þar sem hann væri orðinn þreyttur á því að vinna ekkert með landsliðinu. Fyrr- nefndur Drogba nálgast fertugsald- urinn og Cheik Tiote heldur enn að hann geti skorað. Liðið hefur aldrei komist áfram upp úr riðlakeppni heimsmeistaramóts en stigin þrjú gegn Japan munu vega þungt þegar yfir lýkur. Kannski verð- ur þetta þeirra ár að komast upp, en lengra sé ég þá ekki fara.  Leikur Japans og Grikklands hófst klukkan 22 og var ekki lokið þeg- ar blaðið fór í prentun. Staðan var 0:0 um miðjan síðari hálfleik en allt um hann má sjá á mbl.is. AFP Sigurdans Leikmenn Kólumbíu hafa vakið athygli fyrir skemmtilega frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Kólumbía komið dansandi á óvart  Kólumbía lagði Fílabeinsströndina og stefnir áfram Það verður stórt skarð hoggið í lið bikarmeistara Hauka í körfu- knattleik fyrir næstu leiktíð því tveir af efnilegustu leikmönnum liðsins, Lovísa Björt Henningsdóttir og Margrét Rósa Hálfdán- ardóttir, eru báðar á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu stunda nám samhliða því að spila körfubolta en báðar hafa verið viðloðandi A-landsliðið og hafa leikið fjölmarga leiki með unglinga- landsliðinu. Lovísa Björt, sem verður 19 ára gömul í haust, er búin að þiggja boð frá TRS High School í Gainesville í Flórída um að spila með þeim næsta vetur á „senior“ ári og mun hún útskrifast þaðan næsta vor, 2015. Þaðan er stefnan sett á háskóla í Bandaríkjunum og er hún nú þegar búin að fá boð um skólavist í háskóla í Texas. Margrét Rósa, sem er 20 ára gömul, er búin að skrifa undir samning hjá Canisius College í Buffalo í New York og mun hún leika með háskólaliði þeirra, Golden Griffins, á næsta tímabili. gummih@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fer Margrét Rósa Hálfdánardóttir leikur ekki með Haukum í vetur. Haukar missa tvær sterkar D-riðill: Ítalía – Kostaríka í Recife kl. 16. Sýnt á RÚV. Bæði lið fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum í riðlinum. Ítalir unnu bar- áttusigur á Englendingum, 2:1, en Kostaríka hafði betur á móti Úrú- gvæjum, 3:1 og það á afar sannfær- andi hátt. Gianluigi Buffon markvörður og fyrirliði Ítala gæti komið inn í liðið en hann var fjarri góðu gamni í leiknum á móti Englendingum vegna meiðsla. Líklegt er að Kostaríka tefli fram sama liði og í leiknum við Úrúgvæja en með frammistöðunni í þeim leik er alveg ljóst að Ítalir þurfa að vera á varðbergi. Kostaríka myndi gulltryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri í dag. Ítalir væru hinsvegar ekki al- veg öruggir áfram þó þeir ynnu leik- inn. E-riðill: Sviss – Frakkland í Salvador kl. 19. Sýnt á RÚV. Þarna eigast við sigurliðin úr fyrstu umferð E-riðilsins. Frakkar unnu þægilegan sigur á Hondúras, 3:0, en Svisslendingar unnu torsótt- an sigur á Ekvadorum, 2:1. Liðið sem betur hefur úr þessari viðureign er komið í góða stöðu með að komast áfram svo það er til mikils að vinna. Frakkarnir verða ekki dæmdir eftir frammistöðuna á móti Hondúras en víst er að þeir koma til að fá öflugri mótspyrnu í kvöld. Ottmar Hitzfeld þjálfari Sviss- lendinga sagði eftir sigur sinna manna á Ekvador að lið sitt geti spil- að miklu betur og þeir þurfa að gera það ef þeir ætla sér sigur. E-riðill: Hondúras – Ekvador kl. 22 í Curitiba. Sýnt á Stöð 2 Sport 2. Það verður mikið undir í þessum leik en tapliðið getur farið að pakka niður. Ekvadorar verða að teljast sigurstranglegri, en þeir voru óheppnir að tapa leiknum á móti Svisslendingum sem skoruðu sig- urmarkið með síðustu spyrnu leiks- ins. Wilson Palacios einn af reyndari og þekktari leikmönnum Hondúras tekur út leikbann í kvöld en brott- vísun hans um miðjan fyrri hálfleik gegn Frökkum gerði það að verkum að Hondúrar áttu aldrei möguleika á að fá nokkuð út úr þeim leik í kvöld. Í kvöld er að duga eða drepast fyrir þá líkt og Ekvadora. H M 20 14LEIKIR DAGSINS Undankeppni HM kvenna 3. riðill: Ísland – Malta........................................... 5:0 Elín Metta Jensen 20., 86., Hólmfríður Magnúsdóttir 12., Dóra María Lárusdóttir 40., Dagný Brynjarsdóttir 64. Ísrael – Danmörk..................................... 0:5 Karoline Smidt Nielsen 35., 86., Pernille Harder 48., Sanne Troelsgaard 56., Sofie Pedersen 90. Serbía – Sviss ........................................... 0:7 Lara Dickenmann 21., 51., Ramona Bach- mann 5., Martina Moser 48., Ana Crno- gorcevic 60., Fabienne Humm 76., Sandra Betschart 81. Staðan: Sviss 9 8 1 0 48:1 25 Ísland 7 4 1 2 17:7 12 Danmörk 7 3 3 1 16:5 12 Ísrael 7 3 0 4 8:21 9 Serbía 8 2 1 5 12:25 7 Malta 7 0 0 7 0:42 0  Sviss hefur tryggt sér sæti á HM 2015. Borgunarbikar karla 16-liða úrslit: Breiðablik – Þór ...................................... 3:1 Guðjón Pétur Lýðsson 63., Elfar Freyr Helgason 99., Árni Vilhjálmsson 114. – Jó- hann Helgi Hannesson 71. KR – Fjölnir.............................................. 4:2 Grétar S. Sigurðarson 34., Gary Martin 41., 60., Gonzalo Balbi 74. – Þórir Guðjónsson 39., Gunnar Már Guðmundsson 56. Keflavík – Hamar .................................... 6:1 Magnús S. Þorsteinsson 22., 52., 85., Andri Fannar Freysson 13., Einar Orri Einars- son 70., Theodór Guðni Halldórsson 90. – Samúel Arnar Kjartansson 76. 4. deild karla A Kóngarnir – Álftanes ............................... 0:7 Lumman – Snæfell ................................... 2:5 Staðan: Kári 10, Álftanes 10, Hörður Í. 7. Snæfell 7, Hvíti riddarinn 3, Lumman 3, Kóngarnir 0. 4. deild karla B Stokkseyri – Vængir Júpíters................. 1:7 KB – Ísbjörninn........................................ 3:1 Mídas – Augnablik ................................... 1:3 Staðan: KFS 12, Vængir Júpíters 12, Augnablik 10, KB 9, Stokkseyri 4, Ísbjörninn 3, Mídas 3, Stál-úlfur 0. 4. deild karla C Léttir – Skallagrímur............................... 2:4 Afríka – Elliði ........................................... 1:5 Staðan: KFG 12, Léttir 9, Elliði 6, Skallagrímur 6, Kormákur/Hvöt 6, Örninn 3, Afríka 0. 4. deild karla D Vatnaliljur – Skínandi.............................. 4:3 Árborg – Þróttur V .................................. 0:1 Staðan: Þróttur V. 10, Vatnaliljur 8, KH 7, Kría 6, Skínandi 6, Árborg 5, Máni 0. KNATTSPYRNA A-RIÐILL: Kamerún – Króatía ................................. 0:4 Ivica Olic 11., Ivan Perisic 48., Mario Mandzukic 61., 73. Rautt spjald: Alex Song (Kamerún) 40. Staðan: Brasilía 2 1 1 0 3:1 4 Mexíkó 2 1 1 0 1:0 4 Króatía 2 1 0 1 5:3 3 Kamerún 2 0 0 2 0:5 0 Leikir sem eftir eru: 23.6 Kamerún – Brasilía ........................... 20 23.6 Króatía – Mexíkó ............................... 20 C-RIÐILL: Kólumbía – Fílabeinsströndin ............... 2:1 James Rodríguez 64., Juan Quintero 70. – Gervinho 73.  Kólumbía er komin með 6 stig og Fíla- beinsströndin 3. Japan – Grikkland Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, staðan var þá 0:0. Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn. Sjá mbl.is. D-RIÐILL: Úrúgvæ – England .................................. 2:1 Luis Suárez 39., 85. – Wayne Rooney 75. Staðan: Kostaríka 1 1 0 0 3:1 3 Ítalía 1 1 0 0 2:1 3 Úrúgvæ 2 1 0 1 3:4 3 England 2 0 0 2 2:4 0 Leikir sem eftir eru: 20.6. Ítalía – Kostaríka.............................. 16 24.6. Ítalía – Úrúgvæ................................. 16 24.6. Kostaríka – England ........................ 16 HM 2014 KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: KR-völlur: KR – Fram.............................. 20 Torfnesv.: BÍ/Bolung. – Hamrarnir ... 20.30 2. deild karla: Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – KF .............. 20 N1 Sandgerði: Reynir S. – Afturelding... 20 Í KVÖLD! Morgunblaðið/Golli Skoraði Árni Vilhjálmsson gerði þriðja mark Breiðabliks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.