Morgunblaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Félag í eigu stjórnarformanns Fjár- málaeftirlitsins, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, hagnaðist um liðlega 830 milljónir króna við sölu á Skelj- ungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn undir árslok 2013. Halla hef- ur neitað því í fjölmiðlum að hún hafi átt eignarhlut í Skeljungi eða tengdum félögum en hún var skipuð stjórnarformaður FME í desember 2013 af fjármála- og efnahagsráð- herra. Halla svaraði ekki símtölum né skilaboðum blaðamanns þegar leit- að var eftir viðbrögðum. Halla fer fyrir 22% eignarhlut í eignarhaldsfélaginu Heddu í gegn- um félagið sitt B10 ehf. en Hedda hagnaðist um ríflega 3,8 milljarða króna á liðnu ári. Sá hagnaður kom til vegna sölu eignarhlutar en Hedda ehf. átti 66% hlut í P/F Magn og 25% hlut í Skeljungi. Morgunblaðið hefur áður upplýst að kaupverð alls hlutafjár Skeljungs hafi numið yfir 4 milljörðum króna og 3,95 milljörðum króna fyrir fær- eyska félagið – samtals um átta milljarðar króna. Kaupin á félögun- um voru leidd af framtakssjóðnum SÍA II, sem er í rekstri sjóðsstýr- ingarfyrirtækisins Stefnis. Eignuðust 66% í Heddu 2011 Viðskiptafélagar Höllu, þeir Ein- ar Örn Ólafsson, fyrrverandi for- stjóri Skeljungs, og Kári Þór Guð- jónsson, fjárfestir og ráðgjafi, eiga sömuleiðis 22% hlut hvor um sig í Heddu í gegnum eignarhaldsfélögin Nolt og Einarsmel. Nam hagnaður þeirra af sölu Skeljungs og P/F Magn því jafnframt um 830 millj- ónum króna. Ekki hefur áður komið fram að þau þrjú hafi átt stóran hlut í félagi tengdu Skeljungi – en samtals eiga þau um tvo þriðju í Heddu eignar- haldsfélagi. Þau störfuðu öll sam- tímis í fyrir- tækjaráðgjöf Ís- landsbanka en hættu þar störf- um á árunum 2009 og 2011. Í samtali við Morgunblaðið vildi Kári Þór að- spurður ekkert tjá sig um hvenær og með hvaða hætti hann hefði eignast hlut í félaginu. Ekki náðist í Einar Örn við vinnslu fréttarinnar. Einar var ráðinn forstjóri Skelj- ungs af þáverandi meirihlutaeig- endum, hjónunum Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundi Erni Þórðarsyni, í maí 2009. Nokkrum vikum áður hafði Einari verið vikið frá störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka og hefur bankinn sagt ástæðuna vera trúnaðarbrest. Svanhildur og Guðmundur hafa hins vegar alfarið neitað því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað við ráðninguna. Hætti Kári störfum í Íslandsbanka á sama tíma og Einar Örn en fyrirtækja- ráðgjöf bankans hafði haft umsjón með söluferli Skeljungs allt frá árs- lokum 2007. Í mars á þessu ári, skömmu eftir að nýir eigendur tóku við rekstri Skeljungs, tilkynnti Ein- ar að hann myndi láta af störfum sem forstjóri. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eignuðust þremenningarnir hlut í Heddu árið 2011 en á þeim tíma fór félagið með 100% eign- arhlut í P/F Magn. Svanhildur og Guðmundur, sem áttu þá félagið að fullu í gegnum SNV Holding, seldu 66% hlut í Heddu til Einars, Kára og Höllu. Fór salan fram á svip- uðum tíma og hjónin tóku yfir hlut Birgis Þórs Bieldveldt í Skeljungi á Íslandi sumarið 2011. Auk þess að eiga 34% hlut í Heddu í árslok 2013 átti félag þeirra hjóna – SNV Hold- ing – 35% eignarhlut í Skeljungi. Frá því var greint í ViðskiptaMogg- anum síðastliðinn fimmtudag að fé- lagið hefði hagnast um nærri 2,5 milljarða vegna sölunnar á olíufé- lögunum. Áttu meirihluta í P/F Magn Hagnaður hluthafa SNV Holding og Heddu af sölu á Skeljungi og P/F Magn hleypur því samtals á mörgum milljörðum króna. Svan- hildur og Guðmundur eignuðust upphaflega meirihluta í Skeljungi þegar þau keyptu, ásamt Birgi, 51% hlut af Glitni í gegnum félagið Skel Investment. Síðar eignuðust þau ol- íufélagið að fullu þegar Íslands- banki seldi 49% hlut í Skeljungi til SNV Holding 2010. Var sá hlutur keyptur fyrir á fjórða hundrað milljónir króna. Áður en þau eignuðust meirihluta í Skeljungi um haustið 2008 hafði fyrirtækjaráðgjöf Glitnis sem fyrr segir verið með félagið í söluferli í tæplega ár. Á meðal dótturfélaga Skeljungs á þeim tíma var P/F Magn í Færeyjum sem Fons, eign- arhaldsfélag Pálma, hafði keypt í ársbyrjun 2007. Svanhildur og Guð- mundur eignuðust allt hlutafé P/F Magn þegar Hedda eignarhalds- félag keypti fyrirtækið af þrotabúi Fons vorið 2009. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var kaup- verðið aðeins á þriðja hundrað millj- ónir króna. Velta félagsins var um 17 milljarðar á síðasta ári og hagn- aður þess um 440 milljónir íslenskra króna. Nokkrum mánuðum eftir að Ein- ar, Kári og Halla keyptu hlut í fær- eyska félaginu árið 2011 af Svan- hildi og Guðmundi var ákveðið að Skeljungur myndi kaupa 34% hlut í P/F Magn af Hedda í mars 2012. Voru þau viðskipti gerð að tilstuðl- an Stefnis, að sögn kunnugra, sem taldi að sameinað félag yrði álitlegri kostur í aðdraganda sölu á Skelj- ungi. Nam kaupverðið um 1,34 milljörðum og var greitt með nýjum hlutum í Skeljungi. Sá hlutur sem Hedda eignaðist á móti í Skeljungi við viðskiptin – hann var 25% í árs- lok 2013 – var alfarið í eigu Svan- hildar og Guðmundar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Hlutafjáreign Kára, Einars og Höllu í Heddu eignarhaldsfélagi einskorðaðist því við eign félagsins í P/F Magn. Eftir að hafa verið framkvæmda- stjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums í tæplega 2 ár hætti Halla þar störf- um í september 2013. Hefur hún sinnt fjárfestingum síðustu misseri. Í frétt í DV 28. desember 2013, viku eftir að hún var skipuð stjórnarfor- maður FME, sagðist hún aðspurð ekki eiga neitt í Skeljungi eða fé- lögum sem tengjast olíufélaginu. Fengu 2,5 milljarða við Skeljungssölu Morgunblaðið/Júlíus Viðskipti Skeljungur og P/F Magn voru seld fyrir 8 milljarða króna.  Stjórnarformaður FME, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og Kári Þór Guðjónsson eignuðust meiri- hluta í færeyska félaginu P/F Magn 2011  Högnuðust hvert um 830 milljónir við sölu á Skeljungi Hedda ehf. » Félag Svanhildar og Guð- mundar, Hedda ehf., keypti færeyska félagið P/F Magn af þrotabúi Fons 2009. Kaup- verðið ríflega 200 milljónir. » Seldu 66% hlut í Heddu til Höllu Sigrúnar, Einars Arnar og Kára Þórs tveimur árum síðar. » Skeljungur keypti þriðjungs- hlut í P/F Magn í mars 2012. Félögin voru seld í árslok 2013 fyrir samtals átta milljarða. Halla Sigrún Hjartardóttir Einar Örn Ólafsson Kári Þór Guðjónsson Þau Halla Sigrún, Kári Þór og Ein- ar Örn hafa verið talsvert um- svifamikil í fjárfestingum síðustu misseri í gegnum félagið Fiski- sund ehf. þar sem þau fara hvert um sig með þriðjungshlut. Þannig greindi Morgunblaðið frá því undir lok árs 2013 að þau væru að eignast meirihluta í Fjarðalaxi en það fyrirtæki starf- rækir stærsta fiskeldið á Vest- fjörðum. Samkvæmt ársreikningi Fjarðalax fyrir árið 2013 á Fiski- sund tæplega 59% eignarhlut í fé- laginu. Þá keypti Fiskisund 49% hlut fyrr á þessu ári í Póstmiðstöðinni af 365 miðlum en dótturfélag þess, Póstdreifing ehf., hefur meðal annars séð um dreifingu Fréttablaðsins. Auk Fiskisunds keypti félag í eigu Malcolms Wal- kers, forstjóra Iceland, og bresks meðfjárfestis hans 51% hlut í Póstmiðstöðinni. Fram kemur í ársreikningi Kex Hostels fyrir síðasta ár að Fiski- sund hafi eignast 15% hlut í félag- inu. Kex Hostel rekur gistiheimili og veitingastað í miðbænum. Á hluthafafundi Heddu 22. jan- úar sl. var ákveðið, líkt og Morg- unblaðið hefur áður greint frá, að lækka hlutafé félagsins með greiðslu til eigenda að fjárhæð 2,6 milljarðar króna. Félög í eigu þeirra Kára, Einars og Höllu eiga samtals 66% í Heddu og námu greiðslur til þeirra því samtals 1,75 milljörðum króna. Komið að ýmsum fjárfesting- um í gegnum félagið Fiskisund EIGA HLUT Í FJARÐALAXI, PÓSTMIÐSTÖÐINNI OG KEX HOSTELI • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.