Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
Lendingarfarið Fílæ á að lenda á
halastjörnu á morgun í einni tvísýn-
ustu lendingu í geimferðasögunni.
Þetta er fyrsta tilraunin til lend-
ingar á halastjörnu og metnaðar-
fyllsta verkefni í sögu Geimvís-
indastofnunar Evrópu (ESA).
Fílæ á að losna af geimfarinu Ros-
ettu og lenda á halastjörninni klukk-
an 8.35 í fyrramálið að íslenskum
tíma. Rosetta flýgur á 65.000 kíló-
metra hraða á klukkustund í áttina
að sólinni og er nú um hálfum millj-
arði kílómetra frá jörðinni eftir tíu
ára ferðalag.
Halastjörnur eru leifar frá mynd-
un sólkerfisins fyrir 4,6 milljörðum
ára og síðan þá hefur efnasamsetn-
ing þeirra lítið sem ekkert breyst
vegna þess að þær hafa ekki hitnað
að ráði, ólíkt reikistjörnunum. Talið
er því að rannsóknin geti varpað
ljósi á myndun sólkerfisins og hjálpi
vísindamönnum m.a. að svara spurn-
ingunni um þátt halastjarna í upp-
runa vatns og lífs á jörðinni, að því
er fram kemur á stjörnufræði-
vefnum, stjornufraedi.is.
Vísindamenn Geimvísindastofn-
unar Evrópu vona að könnunarfarið
finni meðal annars efnasambönd
sem nefnast örvhentar amínósýrur
og eru byggingarefni allra prótína á
jörðinni, að því er fram kom í til-
kynningu frá stofnuninni.
bogi@mbl.is
Heimildir: ESA, CNES
Sólar-
rafhlöður
Mæli- og
rannsóknar-
tæki
Knúnings-
búnaður Fjarskipta-
loftnet
Fílæ
Rosetta
Markmið leiðangursins
Myndavél
Litsjá
Bor
Sól
Braut
jarðar
Lendingarstaðurinn
Halastjarna
Braut
halastjörnu
Þvermál: 4 km
talinn öruggastur til lendingar
Halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko
Tvöfaldur kjarni
Fyrsta tilraunin til lendingar á halastjörnu
Rannsaka á efnasamsetninu halastjörnunnar
og rannsóknin gæti varpað ljósi á
myndun og þróun sólkerfisins
Þyngd:
100 kg
Lendingarfarið Fílæ á að losna af geimfarinu Rossettu á morgun og lenda á halastjörnunni 67P
2004 2007
Rosettu
skotið
á loft
Farið flaug
framhjá
Mars
Hiti á yfirborðinu:
-70°C
Maí 2014
Fyrstu
myndirnar
af 67P
Ágúst-nóv.
Farið
nálgaðist
halastjörnuna
6. ágúst
Rosetta
fór á braut
um 67P
Ágúst 2015
Rosetta verður
næst
sólinni
12. nóvember
Fílæ á að
lenda á 67P
Braut
Rosettu
nógu sólríkur fyrir
sólarrafhlöður farsins
ríkur af efnum sem
á að rannsaka
J
Ein tvísýnasta lending
í sögu geimferða reynd
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Að minnsta kosti 47 nemendur biðu
bana og 79 særðust í sjálfsvígsárás á
drengjaskóla í bænum Potiskum í
norðaustanverðri Nígeríu í gær.
Talið er að Boko Haram, samtök
íslamista, hafi staðið fyrir árásinni.
Samtökin hafa oft ráðist á skóla á
þessum slóðum frá því að þau hófu
baráttu fyrir stofnun íslamsks ríkis
fyrir fimm árum. Markmið árásanna
er að koma í veg fyrir að stúlkur
gangi í skóla og hindra að piltar fái
menntun samkvæmt „vestrænni“
námsskrá. Samtökin vilja að þeir fái
aðeins að ganga í íslamska skóla.
Árásarmaðurinn var dulbúinn sem
nemandi og sprengdi sig í loft upp
þegar nemendurnir komu saman til
að hlýða á skólastjórann eins og
venja er skólanum áður en kennsla
hefst á morgnana. Talið er að sú
stund hafi verið valin til að verða
sem flestum nemendum að bana.
Í skólanum eru rúmlega þúsund
nemendur á aldrinum fimmtán til
tuttugu ára.
Liðsmenn Boko Haram hafa náð
að minnsta kosti 24 bæjum og þorp-
um á sitt vald í norðaustanverðri
Nígeríu. Samtökin framfylgja þar
sjaría-lögum, m.a. með því að höggva
hendur af þjófum, og hafa lagt
kirkjur í rúst. Lýst hefur verið yfir
neyðarástandi á svæðinu en barátta
yfirvalda gegn samtökunum hefur
borið lítinn árangur.
Yfir 200 stúlkur í haldi
Samtökin stóðu meðal annars fyr-
ir árás á heimavistarskóla í febrúar
þegar að minnsta kosti 40 nemendur
voru brenndir inni, stungnir eða
skotnir til bana. Í júlí létu 42 nem-
endur lífið í sprengju- og skotárás á
annan heimavistarskóla.
Liðsmenn Boko Haram rændu
einnig 276 stúlkum í heimavistar-
skóla í bænum Chibok í apríl og 219
þeirra eru enn í haldi samtakanna.
Stjórnvöld í Nígeríu sögðust hafa
náð samkomulagi við samtökin í
október um að þau leystu stúlkurnar
úr haldi en leiðtogi Boko Haram
neitaði því. Hann sagði að stúlkurnar
hefðu snúist til íslamskrar trúar,
væru byrjaðar að læra Kóraninn
utanbókar og hefðu gifst múslímum.
Drápu 47
skólapilta
Samtök íslamista herja á skóla
Flugvél teiknar hjarta yfir grafhýsi Mústafa Kemel Atatürk, fyrsta forseta
Lýðveldisins Tyrklands, í Ankara. Þúsundir manna söfnuðust þar saman í
gær í tilefni af því að 76 ár voru þá liðin frá því að hann lést.
AFP
Ástsæls leiðtoga minnst
Artur Mas, for-
seti Katalóníu,
sagði í gær að
flokkar aðskiln-
aðarsinna hygð-
ust berjast fyrir
bindandi þjóðar-
atkvæði um sjálf-
stæði héraðsins
eftir atkvæða-
greiðslu sem stjórnvöld í Madríd
sögðu brjóta í bága við stjórnarskrá
Spánar. Um 1,6 milljónir manna,
eða 80,7% þátttakendanna, studdu
sjálfstæði á sunnudag í atkvæða-
greiðslu sem hafði aðeins táknrænt
gildi. Flokkar sem eru andvígir að-
skilnaði Katalóníu frá Spáni snið-
gengu atkvæðagreiðsluna að
mestu. Spænski stjórnmálaskýr-
andinn Fernando Vallespin segir að
niðurstaða hennar sýni að
Katalóníumenn vilji fá að kjósa um
sjálfstæði, en sanni þó ekki að
meirihluti þeirra vilji sjálfstæði.
KATALÓNÍA
Berjast fyrir bind-
andi þjóðaratkvæði
HÁR
Dreifingaraðili
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á
BEAUTY
INSIDERS´CHOICE
W I N N E R
COSMETIC EXECUTIVE
WOMEN UK
2014
Rótarlitun
Strípur
WOW Þekur grá hár • Lýsir dökka rót • Fljótlegt • Endist á milli þvotta • 6 litir
Sölustaðir
WOW
Kúltúra
Hjá Dúdda
Salon Veh
Papilla
Labella
Höfuðlausnir
Fagfólk
Flóki
Scala
Gott Útlit
Modus
Medúlla
Amber
Hársaga
Hjá Ernu
Stjörnusól
Hair brush
Senter
Ozio