Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014 Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa náð sögulegum áfanga í loftslagsmál- um en þjóðirnar hafa sett sér ný markmið varðandi losun gróðurhúsa- lofttegunda. Leiðtogar ríkjanna hitt- ust á fundi í Peking og kynntu áætlun þeirra að honum loknum í fyrrinótt. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, segir þetta sögulegan viðburð en samkvæmt áætlun þjóðanna stefna Bandaríkjamenn að því að draga úr losun um 26%-28% fyrir 2025. Er það mun örari minnkun en áður hafði ver- ið gert ráð fyrir. Kínverjar settu ekki fram ákveðin markmið en skuld- bundu sig til þess að notast í auknum mæli við kjarn-, vind- og sólarorku fyrir árið 2030. Heimsókn Obama til Kína er liður í Asíuferð forsetans í tilefni af ráð- stefnu Asíuríkja. Þetta er í fyrsta skipti sem Kína, sem mengar mest allra ríkja í heiminum, setur sér tíma- mörk um það hvenær verði byrjað að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Ríkin tvö bera ábyrgð á um 45% af allri koltvísýringsmengun í heiminum. Búist er við því að Obama bíði slagur í Bandaríkjaþingi um að ná fram markmiðunum. Þegar hafa heyrst gagnrýnisraddir úr röðum repúblikana sem segja áformin óraunhæf. Hvað sem því líður hafa talsmenn Obama sagt að vonir standi til þess að fordæmi þjóðanna leiði til þess að leiðtogar fleiri ríkja setji sér metnaðarfyllri markmið í loftslags- málum. Sömdu um loftslagsmál  Sögulegur áfangi  Í fyrsta skipti sem Kínverjar setja sér tímamörk AFP Peking Misjöfn loftgæði eru í Kína. Nú stendur til að draga úr mengun. 415 4000 VÖ RU - G JÖ LD AF NU M IN ÞVOTTADAGAR FYRIRHEIMILIN Í LANDINU 22%AFSLÁTTURAFÖLLUMÞVOTTAVÉLUM, ÞURRKURUMOGUPPÞVOTTAVÉLUM. Afslátturinn vegna væntanlegrar vörugjaldsniðurfellingar (17%) er hluti af ofangreindumafslætti. 0% VEXTIR Vaxtalausar raðgreiðslur í tólfmánuði* *3.5% lántökugjald ÞVOTTAVÉL Lavamat 60260FL Tekur 6 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók. 106.002 Verð áður 135.900 UPPÞVOTTAVÉL F56302MO Topplaus undir borðplötu. Vatnsskynjari, hljóðlát með 5 þvottakerfi. HVÍT 101.322 Verð áður 139.900 STÁL109.122 Verð áður 139.900 ÞURRKARI - BARKALAUS T61270AC Tekur 7 kg af þvotti. Ný tegund af tromlu sem minnkar slit og dregur úr krumpum. Snýr tromlu í báðar áttir og er með rakaskynjara. 109.122 Verð áður 139.900 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · ormsson.isOPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 · LAUGARDAGA KL. 11-15 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð Evrópsku geimferðastofn- unarinnar (ESA) í Darmstadt í Þýskalandi í gær, þegar staðfest var að tekist hefði í fyrsta sinn að lenda geimfari frá jörðunni á halastjörnu. Leiðangur geimfarsins Philae og móðurfarsins Rosettu hefur tekið rúm tíu ár, en geimförin fóru um 6,4 milljarða kílómetra leið að hala- stjörnunni 67P/Churyumov- Gerasimenko. Gríðarlegur léttir og gleði Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarn- arness, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann hefði upplifað gríðarlegan létti þegar staðfest var að Philae hefði lent á yfirborði halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. „Ég var með hnút í maganum í hálftíma þegar þetta var að byrja. Svo var þetta gríðarlegur léttir eftir á eins og þegar maður vinnur eitthvað í íþrótt- um. Ótrúlegur léttir og gleði. Ég fékk kökk í hálsinn og langaði helst að fara að gráta en kunni ekki við það út af fólkinu sem var í kring. Maður er bú- inn að fylgjast með þessu svo lengi og vonaði svo heitt og innilega að þetta tækist. Þetta tókst. Það eru bara allir í skýjunum og fólk felldi gleðitár í stjórnstöðinni í Þýskalandi. Eðlilega, eftir tuttugu ára verkefni sem er loksins að ná hámarki og verða að veruleika,“ segir Sævar Helgi. Samsetning vatnsins könnuð Á næstu dögum, vikum og mán- uðum mun farið gera ýmsar vísinda- tilraunir á yfirborðinu, taka myndir, efnagreina halastjörnuna og rann- saka innviði hennar. Það sem vekur helst áhuga manna eru annars vegar lífræn efnasambönd sem menn vita að halastjörnur innihalda og hins vegar vatn. „Ein helsta ráðgáta vísindanna er hvernig í ósköpunum jörðin fékk allt þetta vatn sem er á henni. Philae á að reyna að varpa ljósi á það með því að mæla samsetningu vatnsins á hala- stjörnunni og vatnsins á jörðinni. Það getur þá sagt til um hvort hala- stjörnur séu að stórum hluta uppruni vatnsins á jörðinni,“ segir Sævar Helgi. Þá hafa menn áhuga á að rannsaka hvort efni halastjörnunnar hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum tíðina. „Ef efnið hefur ekkert breyst erum við þarna að skoða frumstæð- asta efni í sólkerfinu, efnið sem reiki- stjörnurnar, öll tunglin, og sólin nátt- úrlega, líka urðu til úr. Það er ekki hægt að komast nær uppruna sól- kerfisins en með því að rannsaka halastjörnur,“ segir Sævar Helgi. Allir í skýjunum yfir lendingunni  Geimfar frá jörðu lent á halastjörnu í fyrsta sinn  Geimfarið mun sinna vísindarannsóknum á stjörnunni  Ekki hægt að komast nær uppruna sólkerfisins segir Sævar Helgi Bragason AFP Fögnuður Stjórnendur leiðangursins fögnuðu lendingunni á halastjörnunni vel. Henni hefur verið lýst sem einni þýðingarmestu rannsókn mannkynsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.