Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 10
10 MÁLFRÍÐUR Cervantes-setur opnað á Íslandi Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir Dr. Hólmfríður Garðarsdótt­ ir er dósent í spænsku við Há­skóla Íslands. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir Menningarmálastofnun Spánar, Instituto Cervantes, var komið á fót í Madrid árið 1991. Henni var sér­ staklega ætlað að hlúa að spænskukennslu víða um heim og halda á lofti sögu, menningu og menning­ ararfleifð þeirra sennilega 450 milljón manna sem hafa spænsku að móðurmáli. Á undanförnum árum hefur stofnunin opnað fjölda starfsstöðva víðs vegar um heim og meðal þeirra er miðstöð starfsseminnar á Norðurlöndum sem staðsett er í Stokkhólmi. Henni er ætlað að sinna sérstaklega menningarsamskiptum hins spænsku­ mælandi heims og Norðurlandanna. Miðstöðin starfar í nánu samstarfi við sendiráð Spánar á Norðurlöndunum en þar sem ekkert sendiráð er á Íslandi var fljótlega hafist handa við að finna hent­ ugan stað fyrir starfsstöð á hér á landi. Háskóli Íslands varð fyrir valinu og Cervantes­setur var opnað hér á landi nú í byrjun mars. Umsjónarmaður starfssemi Cervantes­seturs er Isaac Juan Tomás, stundakennari við Hugvísinda­ deild Háskóla Íslands, en setrið er í húsakynn­ um Tungumálamiðstöðvar skólans og rekið undir verndarvæng Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Cervantes­setri er ætlað víðtækt hlutverk. Fyrst og fremst ber því þó hlúa að kennslu spænsku sem erlends tungumáls, en enn fremur stuðla að og standa fyrir skipulagningu hvers kyns fræðslu­, menning­ ar­ og listviðburða. Gaman er að geta þess að þó eiginleg starfssemi sé rétt að hefjast hafa kennarar í spænsku við Háskóla Íslands, í samvinnu við menn­ ingarfélagið Hispánica og vararæðismann Spánar á Íslandi, staðið fyrir öflugri menningarstarfssemi á undanförnum árum. Málþing og menningarvið­ burðir hafa verið á dagskrá ár hvert og kvikmynda­ klúbburinn Cine Club Hispano verið starfræktur. Þar hafa vikulega verið sýndar kvikmyndir frá Spáni á haustmánuðum og myndir frá Rómönsku Ameríku á vormánuðum. Enn fremur hafa óform­ legir samtalshópar í spænsku hist í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, móðurmálskennsla spænskumæl­ andi barna verið rekin í samvinnu við samtökin Móðurmál (Samtök um móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna) og ýmislegt fleira verið á döfinni ár hvert. Opnun Cervantes­seturs er ákveðin viðurkenn­ ing á þessu öfluga starfi og er mikil lyftistöng öllum þeim sem af fórnfýsi og áhuga hafa sinnt þessu starfi um árabil. Vert er að segja frá því að við opnun Cervantes­seturs færðu spænsk yfirvöld Háskóla Íslands veglega bókagjöf. Þau ákváðu enn fremur að veita þeim dr. Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Guðbergi Bergssyni viðurkenningu fyrir störf þeirra í þágu spænskunnar. Álfrúnu var veitt við­ urkenning fyrir kennslu í bókmenntum Spánar og Rómönsku Ameríku við Háskóla Íslands um áratuga skeið en Guðbergur var á sama tíma heiðraður fyrir þýðingar sínar á bókmenntum Spánar og margra María Kodama.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.